Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 7
6 Miðvikudagur 1. mars 1978 mSm' asas- Miðvikudag ur 1. mars 1978 Getraunaspá Alþýðublaðsins: Margir heima- sigrar í þetta sinn Lelkir 4. marz 1978 Arsenal - Man. City ... Aston Villa - Lelcester .. Chelsea - Liverpool .. Coventry - Birmingham Derby - Newcastle ..... Everton - Q.P.R. ...... Ipswich - W.B.A........ Leeds - Bristol City ... Man. Utd. - Middlesbro . Nott’m Forest - West Ham Wolves - Norwich Oldham - Tottenham XI Um síðustu helgi var fáum leikjum frestað í Eng- landi en þá var sérfræðingur vor í getraunaspám í verkfalli. Nú spáir hann á hærri taxta og því ætti að vera hægt að fara fram á meiri nákvæmni. I síðustu viku voru 8 raðir með 11 rétta og komu 77.500 krónur í hlut. Með 10 rétta voru 57 raðir, en hver röð gaf af sér 4.600 krónur. Sérf ræðingur vor telur, að verði veður skaplegt á Englandi þannig að leikjum verði ekki frestað, ef vellir eru sæmilega góðir, leikmenn ómeiddir og frískir og ef þeir leika eins og við er að búazt af þeim, þá fari leikirnir á eftirtaldan hátt: Arsenal — Manchester City. Það er harka að spá heimasigri i þessum leik. Hér, i leik vik- unnar, mætast tvö af beztu liðum Englands. City er ef til vill heldur sterkara, en það vegur upp á móti, að leikið er á heima- velli Arsenal, Highbury. Það er spá vor, að The Gunners reynist sterkari á laugardaginn. Heimasigur. Aston Villa — Leicester. Villa hefur ekki gengið sem bezt i vetur. Margir höfðu spáð þvi, að liðið yrði með i toppbaráttunni, enda leika margir snjallir leikmenn með liðinu. Villa ætti þó að takazt að sigra Leicester á laugardaginn. Heimasigur. Chelsea — Liverpool. Þetta verður sjálfsagt fjörugur leikur. Chelsea, sem byrjaði keppnistimabilið illa, tapar nú orðið fáum leikjum á heimavelli. Liverpool er þó ótvirætt sterkara liðið af þessum tveimur og spá- um við þvi útisigri en jafntefli til vara. (Fyrsti tvöfaldi leikur- inn) Coventry — Birmingham. Birmingham—liðið hefur einnig tekið sig verulega á siðustu vikurnar. Það er þvi aldrei að vita, upp á hverju leikmenn liðsins geta tekið. Við höfum þó meiri trú á Coventry, sem hefur náð mjög sannfærandi árangri á heimavelli. Við spáum heimasigri en jafntefli til vara. (Annars tvöfaldi leikurinn) Derby — Newcastle. Derby-liðið er mun sigurstranglegra i þessum leik. Newcastle situr nú eitt á botninum og virðast liðinu allar bjargir bannaðar. Heimasigur. Everton — QPR. Það má segja, að úrslit þessa leik séu nokkuð örugg og ekki ástæða til að ræða leikinn frekar. Heimasigur. Ipswich — WBA. Gengi WBA hefur lækkað mjög á stigatöflu 1. deildar eftir jól. Þó er liðinu eigi alls varnað og eðlisávisun kvetur okkur til að spá útisigri en til vara látum við jafntefli fljóta með. (Þriðji tvö- faldi leikurinn) Leeds — Bristol City. Bristol hefur nú, að þvi er virðist, endanlega bjargað sér úr fallhættu i ár. Liðinu hefur þó ekki gengið vel á útivelli, aðeins unnið einn leikXeeds gerir hins vegar fá mistök á heimavelli sin- um og þvi verður spáin öruggur heimasigur. Manchester United — Middlesbro. United er eitt þeirra liða, sem valdið hefur áhangendum sinum miklu hugarángri i vetur. United-aðdáendur áttu eindregið von á að fá titilinn i ár en þess i stað er liðið um miðja deildina. Liðið er hins vegar ekki auðunnið á heimavelli sinum. Við spáum heimasigri en jafntefli til vara. (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikur- inn) Notthingham Forest — West Ham United. Forest heldur sigurgöngu sinni áfram. Þetta verður öruggur heimasigur. Wolves — Norwich. Norwich hefur gengið ótrúlega illa á útivelli. Ef betur hefði gengið á útivelli væri iiðið nú með i toppbaráttunni og þá værum við ekki i vafa hverju ætti að spá. Sennilegustu úrslitin á laugar- daginn er jafntefli. Oldham — Tottenham. Þetta verður spennandi leikur og getur farið alla vega. Til þess að særa engan spáum við jafntefli. —ATA. Íll i Siðan hegningarlögum Sovétrikjanna var breytt árið 1960, hafa pólitiskir fangar OPINBERLEGA ekki verið til i landinu. Mikill meirihluti pólitiskra fanga (giskað er á að lágmarksfjöldi þeirra sé 10.000 manns) eru skilgreindir sem „GLÆPAMENN” eða „AFBROTAMENN” og hljóta dóma i samræmi við það. í sérstaklega alvarlegum tilfellum eru andstæðingar Sovétrfasismans stimpl- aðir „föðurlandssvikar- ar”, „njósnarar ”, „hryðjuverkamenn” og ,, undir róðurs m enn ’ ’. Til þess að geta hengt fólki fyrir pólitiska and- stöðu hafa leiðtogar hinnar nýju borgar- i Sovétrikjunum innleitt ótal klásúlur i hegningarlögin. Fyrir valdatima Krúsjofs voru i gildi lagagreinar sem kváðu á um tjáningar- frelsi, prentfrelsi, fundafrelsi o.s.frv. fyrir Sovétborgarana, en á siðustu árum og sér- staklega alveg siðustu árin hefur stanslaust verið skorið af þesum réttindum, bæði form- lega og raunverulega. „LAUSNIN”: GEÐVEIKI Þrátt fyrir þetta hefur nýju keisurunum i Kreml veist erfitt að fá dæmda marga pólitiska andstæðinga sina á grundvelli ákæruskjala um glæpi o.fl. Marg- ir hinna ákærðu hafa tilheyrt menntafólki (sérstaklega þeir sem fréttir berast um til Vestur- landa) og þeirhafa reynt að snúa ofsóknum gegn sér upp i áróðurs- strið gegn Sovétrikjum dagsins i dag. Þetta á einkum við um þá sem komið hafa með ásakanir um að þjóðfélagsástand á hinum ýmsu sviðum i Sovét sé ekki eins blómlegt eins og við lesum t.d. um i Fréttum frá Sovétrikjunum og álika ritum. Hefur það sýnt sig að stjórnvöldum hefur ekki alltaf tekist vel upp við að kippa stoðum undan röksemdafærslu hinna ákærðu. Lausnin á þessu vandamáli hef- ur æ meira orðið sú að lýsa and- stæðingana geðveika. Með þvi hefur verið útilokað að hinir ákærðu geti sjálfir sannað mál sitt fyrir rétti hins fasiska rikis. Niðurstaða „réttar” kerfisins er þá oftast á þá leið, að hinum ákærðu er visað i geðræna réttar- rannsókn. Ákærði ekki viðstaddur Ekki einu sinni hinn ákærði fær að vita um þennan úrskurð. Hann er ekki sjálfur viðstaddur þegar dómstóllinn sker úr um hvort hann er „geðsjúkur” eða ekki. Hann getur ekki, ef hann hefur vitneskjuum það hvaði vændum muni vera, að koma skriflegri greinargerð til réttarins. Hann hefur „rétt til að fá sér verj- anda”, en hann hefur hins vegar ekki tækifæri til þess að hitta þennan „verjanda” sinn áður en úrskurðurinn fellur! Fangi einn sem ákærður var fyrir „and-sovéskt athæfi” Vasilij Tjernijskev að nafni, fór i 30 minútna „rannsókn”. 1 „sjúk- dómslýsingu” hans kemur fram að hann þjáist af ólæknandi geð- klofa sem einkennist af miklu þunglyndi.Þessu var slegið fóstu við réttarhöld seri) hann sjálfur var ekki viðstaddur.' Hann fékk að vita niðurstöðuna i gegn um konu sina, þegar hún kotn i heimsókn skömmu siðar. Að stimpla menn geðklofa af einni eða annarri gerð, i þvi skyni að fá þá lokaða inni á hælum, er nútima stjórnvalda i Sovétrikjun- um. Þeir sem á annað borð fara inn á geðsjúkrahús og hæli þjást af geðrænum sjúkdómum — segja sovésk yfirvöld. Þangað fer eng- inn heilbrigður, skv. sömu heim- ildum. Allt sem þetta fólk segir og gerir, er þvi „geðveikisórar”. A hvaða forsendum dæma svo „geðlæknar” Brésnefs fullfriskt fólk sem „sjúktá sinni”, ogfá það lokað inni? Þar sem þeim i flest- um tilfellum tekst 'ekki að sýna fram á neins konar merki um raunverulegan sjúkdóm, eru mikilvægustu sannarninar pólitísk afstaða viðkomandi. N.E. Gorbbaneskaia var dæmd geðklofasjúklingur. Hún tók nefnilega þátt i mótmælaaðgerð- um gegn hernámi Tékkóslóvakiu eftir 21. ágúst 1968. Einasta atriðið sem studdi „geðklofa” hennar var eftirfarandi tilvitnun i sjúkdómslýsingu hennar: „Hún fordæmir ekki gerðir sinar, og álitur að hún hafi ekkert gert sem brjóti gegn lögum”. Það að viðkomandi neiti að við- urkenna gerðir sinar sem ólög- legar og óeðlilegar er oft notað sem aðalsönnun fyrir þvi að þeir þjáist af hugsýki og geðklofa. Aðrir fá opinskárri pólitiskari sjúkdómslýsingu, svo sem „mis- skilinn umbótavilji”. Allir andstæðingar eru sjúkir Þegar staðreyndin er að hvers kyns mótmæli og andóf gegn hinu fasiska stjórnarfari eru rakin til sálrænna veikleika/sjúkdóma, þá liggur beint við að hægt sé að „sanna” að öll hin pólitiska and- staða i Sovét glimi við sálræna erfiðleika — einhver afbrigði af geðklofa. (Jrvalið af sjúkdóms- heitum úr sjúkdómslýsingum er (Heimildir: Amnesty-skýrslan um pólitiska fanga i Sovétrikjun- um, London 1975 (Prisoners of conscience in the USSR), Harald Blomberg: „Rysk psykiatri”. að rekja til geðklofa! mikið: ólæknandi þunglyndi, ólæknandi sálsýki, sem á rætur að rekja til geðklofa, geðklofi með þunglyndiseinkenni, hægvaxandi geðklofi. Sálfræðingur einn i Rauða hernum hefur hlutina alveg á hreinu: „Að hugsa um eitthvað annað er einn hæfileiki hugsunar ...en að hugsa um það sem ekki er i neinu samræmi við það sem annað fólk hugsar. Fyrir þvi geta verið ólikar orsakir ...orsökin getur verið heilasjúk- dómur, þar sem ferill sjúkdóms- ins gengur hægt fyrir sig (hæg- vaxandi geðklofi) ... sjúkdóms- greiningin verður erfiðari ef sjúklingurinn hegðar sér á yfir- borðinu ekki öðru visi gagnvart umhverfinu...” tJtfrá þessu hafa sálfræðingar i Sovét skáldað heila fræðikenn- ingu um fólk sem virðist heil- brigt, en i raun og veru er geð- klofa, af þvi það tekur þátt i „andsovéskum aðgerðum”. KGB í Sovét er að finna a.m.k. 12 sér- stofnanir fyrir meira en 1.000 „geðsjúklinga”. Þessi sjúkrahús eruekkieinusinniformlega undir stjórn heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytis Sovétrikjanna, heldur af innanrikisráðuneytinu og KGB. „Geðræn meðhöndlun” fólks i Sovét hefur verið i kastljósi margra Vesturlandabúa lengi og félög og einstaklingar hafa sent mótmælaorðsendingar marg- sinnis vegna þessa. Sumar af þessum meðhöndlunum eru i einu orði sagt pyndingar.Til að fá hina ákærðu til að „viðurkenna verkn- aðsinn” eru lyf, svo sem sulfazin, sulfonilamid, sem kallar fram 40 gráðu hita i 3 daga, mikla maga- verkiog fleira, eða að gefnir eru stórir skammtar af Haloperidol, sem orsaka krampa. Algengt hefur einnig verið að nota ,,vafningsaðferðina”, sem þekkt er m.a. frá nazistunum i Þýzkalandi. „Sjúklingnum” er vafið eins þétt og mögulegt er inn i blautt léreft eða lak. Þegar léreftið þornar smám saman kvelst viðkomandi hægt og bit- andi, en á réttu augnabliki „bjargar” læknir honum frá dauða og þá er oft auðveldara að fá fólk til að tala. Um leið og nýtt land hefur verið unnið i „geðlækningum” i Sovét, hafa sérfræðingar einnig sett fram ýmsar ansi sérstæðar kenn- ingar, sem byggðar eru á „rann- sóknum” þeirra. Sumar kenning- anna eru bein hliðstæða kenning- um nazistanna, sumar ganga jafnvel lengra.Þvierhaldið fram að ýmis hegðunareinkenni séu lif- fræðilega ásköpuð sumu fólki. Til dæmis að glæpahneigð, drykkju- sýki o.fl. séu arfgengir eiginieik- ar'. í samræmi við þetta hafa sovéskir geðlæknar dustað rykið af þýzka kynþáttahataranum E. Kretschmer, en hann var þekktur „geðlæknir” i Hitlers-Þýzka- landi. Með þvi að nýta sér grund- vallarhugmyndir i „tegunda- kenningu” Kretschmers, ætla sovéskir visindamenn að efla „erfðarannsóknir” sinar og þróa „fyrirmyndar-kynstofn” i Sovét. Þessar kenningar eru þvi jafn- framt notaðar i þágu aukinnar fasiskrar kúgunar á alþýðu Sovétrikjanna, þar sem að af þeim leiðir að „óæðri kynþætti” (aðallega pólitiska andstæðinga) ber að undiroka og útrýma. —ARH Pólitísk andstaða á rætur Augnæfingar: Hjálp í baráttu gegn nærsýni Börn I Chiutaowan barnaskólanum I Peking gera nuddæfingar. bæta sjón slna i 1,5, og hefur það haldisttilþessa dags. Hún hefur nú gert það að venju að endur- taka augnaæfingarnar áöur en hún fer að sofa. Hún sagði: „Eftir hverja augnaæfingu liður mer vel I augunum, og þau eru hvild, og ég finn, að ég sé skýrar.” . Aöur en teknar voru upp augnaæfingar i deild nr. 1 i þriðja bekk grunnskólans i Tsianójunghsien-tröð, voru átta af hinum 27 nemendum nærsýnir. Eftir þriggja mánaða augnanudd haföi sjúklingunum fækkað i fjóra. Eftir sex mánuði voru aðeins tvö börn með gallaða sjón. Jafnframt þvi að beita augna- nuddi sem ráði til að vernda sjón nemendanna, gera skól- arnir aðrar ráðstafanir i sama skyni. Þar á meöal er góð lýsing i skólastofum, það að venja nemendur á réttar stellingar við lestur og skrift og að skipta um sæti með reglulegu millibili. Börn, sem likur eru á, að geti orðið nærsýn, fá sérstaka meðferð. Þau eru látin setja upp 300-diopter-gleraugu fyrir fjar- sýna sjúklinga og horfa fram fyrir sig út i fjarskann, svo að þokan, sem þau sjá, hafi tilætluö læknandi áhrif. Þetta gera börnin um þriggja vikna tima tvis ar á dag, að morgni og aftur siðdegis i kennsluhléi, 15 minútur i hvort skipti. Augnanudd sem fyrir- byggjandi meðferð gegn nær- sýni hefur verið þróað upp úr fornri kinverskri læknisfræði. 1 mörgum hlutum Kina er breidd út notkun á ýmsum kerfum augnanudds, sem um handtök og nuddstaöi eru hvert öðru lik að mörgu leyti og öll byggð á hefðbundinni kinverskri læknis- fræðikenningu um lifbaugana (brautir eða æöar, sem blóð og lifsorka streymir um). Þetta augnanudd, sem fólgið er i fimm atriðum framkvæmd- um á tilteknum stöðum kringum augun, örvar starfsemi tauga og æða, er liggja að augunum, - auka blóðrásina kringum augun og draga úr þreytu augnvöðv- anna. Börnin gera nuddæfing- arnar tvisvar, þrjár og hálfa minútu í hvort sinn. Að þvi búnu fara þau út á leikvöllinn og gera liökandi æfingar, fara i boltaleik eða framkvæma létt hopp. Reynslan i barnaskólanum i Tsiútaóvan nokkur siðustu ár sýnir, að með þvi að gera augnaæfingar einu sinni eða tvisvar á dag er hægt að bæta sjónina, koma i veg fyrir að nærsýni aukist og lagfæra galla, sem leitt geta til þess, að nær- sýni aukist. Hin tólf ára gamla Tsang Húi- ming hafði góða sjón fyrsta ár sitt I skóla. En vegna þess óvana hennar að lesa liggjandi og við slæma birtu minnkaði sjón- skerpa hennar á báðum augum niður I 0,6 og 0,7 árið 1973. Bekkjarkennari hennar tók eftir þessu, hjálpaði telpunni til aö finna orsökina að þvi, að sjón hennar fór versnandi, hvatti hana til að stunda augnanudd af fullri alvöru, ráðlagði henni að sitja I góðum stellingum og temja sér góöar venjur við notk- un augnanna. Með þvi aö fara að ráðum kennara sins tók það telpuna aðeins fáa mánuði aö Þegar bjallan hringir út eftir aðra kennslustund á morgni, hlaupa börnin I grunnskólanum i Tsiútaóvan i Peking ekki út til að leika sér, heldur eru kyrr i sætum sinum tilbúin að gera augnaæfingar, sem stuðla að þvi að koma i veg fyrir eða draga úr nærsýni. Þegar út- varpstónlistin hefst, byrja þau að gera fyrstu hreyfingarnar I röð augnaæfinga — nudda með gómum þumalfingra tvo aö- skilda bletti milli augnanna. Kennararnir ganga um skóla- stofurnar og hjálpa börnunum til að framkvæma nuddið á réttan hátt. Ein hreyfingin f kerfi augnnuddæfinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.