Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 2
2
AAiðvikudagur 1. mars 1978
Tveggja daga verkfall ASÍ og BSRB hefst i
dag. Svo sem kunnugt er náðist mikil samstaða
launafólks i landinu er kjaraskerðingarlög
rikisstjórnarinnar sáu fyrst dagsins ljós. Flest
samtök launafólks voru sammála um, að rikis-
stjórnin hefði með aðgerðum sinum ráðist frek-
lega á kjör launafólks, brotið nýgerða samn-
inga og að gagnaðgerða hafi verið þörf.
Siðan ákváðu stjórnir ASí og BSRB að efna
til sameiginlegs verkfalls og mikil samstaða
virtist rikja. En siðustu daga hefur verið rek-
inn mikill áróður gegn þessum aðgerðum af
hálfu stjórnvalda og málgagna þeirra.
Hvernig er hljóðið i launafólki rétt fyrir
verkfallið? Alþýðublaðsmenn hittu i gær
nokkra launamenn að máli og leituðu álits á
aðgerðum rikisstjórnarinnar, mótaðgerðum
samtaka launafóiks og afleiðingum þessara
aðgerða.
Þad er sama hversu illa þiö skrifid um stjórn
Hún á það allt ski
Lögleysa á
móti lögleysu
Mikill hugur var i
starfsmönnum Ríkis-
skips, þar sem þeir möt-
uðust i kaffistofu sinni i
Sambandshúsinu við
Reykjavikurhöfn.
Fyrstan tókum við tali Glsla
Frímannsson.
— Þetta eru augljóslega nauð-
synlegar aðgerðir. Þetta er
einfaldlega svar við aðgerðum
rikisstjórnarinnar. Stjórnin
ónýtti samninga, sem hún sjálf
stóð að fyrir fáum mánuðum.
— Ég tel þetta engan veginn
ólöglega aðgerð, þar sem rikis-
stjórnin var áður búin að brjóta á
okkur. Ef verkfall okkar er lög-
Frh. á 10. siðu
Rekum aftur-
haldið af okkur
Næst hittum við Björn Hjálm-
arsson.
— Ég tel einnig að þessar verk-
fallsaðgerðir séu nauðsynlegar.
Rikisstjórnin hefur brotið á okkur
laun og svikið samninga 4 mánuð-
um eftir undirskrift þeirra.
— Núna ættum við að reka
helv... afturhaldið af okkur, þeir
væru reyndar búnir að segja af
sér ef þeir væru heiðarlegir
menn.
— Það sem þarf að gera er
nefnilega að sýna þessum mönn-
um, rikisstjórn og alþingismönn-
um, alvöruna. Það má minna á
Launafólk notað eins og valtarar
■ ■ mm- m _ _ am m m mm 'Vt ■ m
rætt við tvo starfsmenn á Slökkvistöðinni
í Slökkvistöðinni hitt-
um við tvo menn að
máli, þá Magnús Th.
Magnússon og Hjalta
Benediktsson.
Magnús: Mér finnst forkastan-
legt af ríkisstjórninni að gera
samninga, sem þeir geta svo ekki
staðið við. Þessar aðgerðir rikis-
stjórnarinnar, þessar kjara-
skerðingaraðgerðir, finnast mér
einnig forkastanlegar, þetta eru
hreinar geræðisaðgerðir.
— Hitt ber að hafa i huga, að
þetta er löglega kjörin ríkisstjórn
og ég er litið hrifin af þvi að ein-
hverjir karlar úti i bæ séu að leiða
fólkið út i ólöglegt verkfall. Menn
geta jú alltaf fellt þessa rikis-
stjórn i kosningum i vor.
1 launþegasamtökunum eru
margir menntamenn og aðrir,
sem ekki fara i verkfall, menn,
sem fá sjálfkrafa hækkun eftir
kjarastrit láglaunafólksins.
Launþegarnir, þeir lægst laun-
uðu, eru alltaf notaðir eins og
valtarar fyrir stóru karlana.
— Það varð náttúrulega að
mótmæla aðgerðum rikisstjWnar-
innar en ég tel þetta ekki rétt að
farið. Samstaðan er heldur ekki
nærri þvi eins mikil nú og fyrir
viku siðan. Það gæti eins verið
vegna þess, að fólki finnst vera of
mikill pólitiskur fnykur af
aðgerðunum.
Hjalti: Ég er ekki hrifinn af
þessum aðgerðum. Ég tel, að
forystumenn ASl og BSRB séu að
hvetja til hluta, sem hæpið er
fyrir launþega að fara út i. Ég tel,
að réttarvitund islenzku
þjóðarinnar sé svo sterk, að fólk
sé þvi andsnúið, að farið sé ólög-
lega aðhlutunum. Það er verið að
reyna að teyma launþega út i
vitleysuna, en við getum ekki og
eigum ekki að láta etja okkur út i
óhæfuverk.
— Við samingagerðina hefði
átt að taka það skýrt fram að ekki
væri hægt að hækka launin eins og
gert var. Eitthvað annað varð að
koma til. Það er ekki hægt að
krefjast meira en til er. Ástandið
núna er eðlileg afleiðing af samn-
ingagerðinni i haust.
Magnús: Það hefði nú verið
hægt að fara einhverja aðra leið.
Það er ekki endalaust hægt að
ráðast á launafólk ef eirihver
vandræði koma upp. Það var bent
á aðrar leiðir, eins og til dæmis
niðurfærsluleiðina. Það gerði
heldur ekkert til að skattleggja
meira stórrik félög og fyrirtæki
eins og t.d. Sambandið og oliu-
félögin.
Hjalti: Nei, niðurfærsluleiðin
hefði komið illa niður á atvinnu-
fyrirtækjunum, fiskvinnslunum,
útgerðinni, byggingarfyrirtækj-
unum, svo eitthvað sé nefnt. Að
skattleggja fyrirtækin meira
myndi senda þau út i yztu myrk-
ur. Ef atvinnutækin stöðvast,
hvar eiga launþegar þá að fá
vinnu?
Nei, ég tel útilokað að heimta
meira en til er. Það verður að
fara einhverja aðra leið til að
bæta kjör launþega en að hækka
kaupið stöðugt.
Frá Búnadarþingi:
Fundin verði lausn á
landbúnaðarkreppunni
Stjórn Búnaðarsam-
bands Suðurlands hefur
lagt fram tillögu á Búnað-
arþingi þess ef nis, að skip-
uð verði sjö manna nefnd
til þess að kanna „hvaða
leiðir séu færastar út úr
þeim ógöngum, sem dýr-
tíðin í landinu og markaðs-
kreppa á landbúnaðaraf-
urðum í okkar viðskipta-
heimi hafa komið ísl. land-
búnaði í".
1 greinargerð eru raktar nokkr-
ar ástæður kreppunnar, m.a.
framkomin álit lækna og mann-
eldisfræðinga um að mjólkurfita
og flestar tegundir dýrafitu séu
óhollar heilsu manna, verulegar
lifsvenjubreytingar sem leiða til
meiri fjölbreytni i fæðuvali,
hækkað verð á áburði og hækk-
andi skattar á vélum og vélahlut-
um á sama tima og kjarnfóður
hefur verið niðurgreitt.
Þá er
fjórða ástæðan greind á þessa leið
i greinargerðinni: „Hér hefur
verið nokkur framleiðsluaukning,
aðallega vegna batnandi og ódýrs
kjarnfóðurs. Útflutningsþörf er
þvi allmikil, en vegna mikillar
markaðskreppu erlendis, sam-
fara mjög vaxandi framleiðslu-
kostnaði innanlands vegna óða-
verðbólgu, stefnir nú hraðfara i
þá átt, að landbúnaður sitji uppi
með litt seljanlegar afurðir i vax-
andi magni. „ .... , . .
Bænda biður þvi, að
þvi bezt verður séð, stórfellt tap
vegna ónógra markaða fyrir
aukninguna á framleiðslunni
undanfarin 2-3 ár”.
Vinnuadstod í sveitum
Makar bænda eigi
líka rétt á aðstod
Tillaga á Búnaðarþingi:
Verðlagningu á
mjólk og mjólkur
vörum breytt?
A siðasta Búnaðarþingi var af-
greitt frumvarp til laga um
vinnuaðstoð i sveitum, en tilgang-
ur vinnuaðstoðar I sveitum er að
veita aðstoð við nauðsynleg bús-
og heimilisstörf, þegar veikindi,
slys eða önnur forföll ber að hönd-
um. i erindinu sem afgreitt var i
fyrra var einungis gert ráð fyrir
að bændureigi rétt á vinnuaðstoð,
ennúhefur verið flutt tillagaá yf-
irstandandi Búnaöarþingi um að
makar bænda eigi einnig rétt á
þessari aðstoð.
Af þvi leiðir að
heimila þarf ráðningu helmingi
fleiri aðstoðarmanna en frum-
varpið nú gerir ráö fyrir. Mun þá
þörf fyrir allt að 60 aðstoðar-
menn, ef heimildin fengist og yrði
fullnýtt. Aðstoðarmenn i sveitum
skulu hafa hliðstæð réttindi og op-
inberir starfsmenn, en hámarks-
timi sem bóndi getur haft aðstoð-
armann er 24 dagar samfleytt.
Sama gildir um maka hans. Að
þeim tima loknum er heimilt að
Nú mun nokkurtframboð á heyi
hér innanlands og liggur fyrir
Búnaðarþingi tillaga um að þegar
i stað verði kannaðir allir mögu-
leikar á að koma þessu heyi á
markað erlendis, svo sem i
Færeyjum, Noregi og Grænlandi.
Eftirspurn er nokkur, einkum i
Noregi og Færeyjum. Kaupfélag
Héraðsbúa hefur þegar flutt út
nokkurt magn til Færeyja, og
hafa bændur fengið allgott verð
ráða aðstoðarfólkið áfram, ef
þess er ekki þörf annars staðar,
en þá greiðir viðkomandi bóndi
kaup aðstoðarfólksins.
fyrir eða um 28 kr. pr. kg við
skipshlið. Guðbjörn Guðjónsson
hefirfluttúttöluvertmagni sam-
vinnu viðBústólpa hf. á Akureyri.
Hefur það hey farið til Noregs.
Verðið er fremur lágt eða um kr.
19 pr. kg við skipshlið. Þó telur
Guðbjörn, að mikið framboð sé á
heyi, en aðalvandamálið sé,
hversu mikið kostar að koma
heyinu til kaupenda.
Fyrir Búnaðarþingi liggur nú
tillaga um að kannað verði hvort
ekki væri eðlilegra fyrir alla aðila
að breyta verðlagningu á mjólk
og mjólkurvörum þannig, að
neyzlumjólk beri nokkru meira
uppi af heildarsöluverðmæti
mjólkurvara en hingað til hefur
tiðkazt, og hinar ýmsu vinnslu-
vörur úr mjólk verði þá að sama
skapi á heldur lægra verði en nú
er.
Fram kemur i greinargerð með
tillögunni, að nýmjólk muni vera
seld hér á heldur lægra verði en
algengast er i grannlöndunum, en
þð eru dæmi þess, að mjólkin sé
seld á nokkru lægra verði, t.d. i
'Noregi, Frakklandi og Sviþjóð.
Smjörið sé hins vegar selt á mun
lægra verði en hér, viðast á svip-
uðu verði og útsöluverðið er nú.
Segir i tillögunni að af þessu
megi draga þá ályktun, að hinar
unnu mjólkurvörur hafi verið i
svo harðri samkeppni við skilda
vöruflokka eins og t.d. smjörliki
og álegg af ýmsu tagi, að til þess
að halda sæmilega rúmum mark-
aði hafi sú leið verið valin að lita á
unnar mjólkurvörur sem af-
gangsframleiðslu frá neyzlu-
mjólkursölunni og fá að hluta
verðið á unnum mjólkurvörum
borið uppi af nýmjólkursölunni.
Gert er ráð fyrir, að með verð-
jöfnun verði jafnað á milli mjólk-
urbúanna, þannig að hlutur
vinnslubúanna verði ekki skertur
við þessa breytingu.
Kannaðir möguleikar
á heysölu til útlanda