Alþýðublaðið - 07.03.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.03.1978, Qupperneq 4
Þriðjudagur 7. marz 1978. ssar alþýðu- Otgefandi: Alþyðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúia 11, slmi 81866. Kvöldsími fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 —simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð 1500krónur á mánuði og 80krónur Ilausasölu. Óþurftarskrif ÞJódviljans í baráttu launþega- hreyfinganna gegn kjaraskerðingarlögum ríkisstjórnarinnar, hefur tekist mjög merkileg og ánægjuleg samvinna á faglega og pólitíska svið- inu. Samstaða hefur tek- ist um að berjast gegn kjaraskerðingu ríkis- stjórnarinnar og samn- ingsrofum. Launþegar hafa krafist þess, að lög- mætir samningar yrðu virtir. Fullyrða má, að allir ís- lenzkir launþegar hafa hina mestu skömm á á- kvörðunum ríkisstjórnar- innar og f ramkomu henn- ar í garð launþegahreyf- inganna. Hins vegar hafa menn ekki verið sam- mála um leiðir til að berj- ast gegn ólögum stjórnar- innar. Þetta olli því með- al annars, að þátttaka í tveggja daga vinnustöðv- un var ekki eins mikil og vonir stóðu til. Linnulaus áróður ríkis- valdsins og málgagna þess hafði einnig mikið að segja. Þar var sundrung- araðferðinni beitt af öll- um mætti. Og því miður hefur Þjóðviljinn bitið á agnið, efnt til óvinafagn- aðar og vegið að þvi sam- starfi, sem tekist hafði. i leiðara blaðsins fyrir helgi er farið orðum um stuðning Alþýðuflokks og Alþýðublaðs við verka- lýðshreyf inguna, sem ekki verða skilin á annan veg en þann, að Þjóðvilj- inn sé visvitandi að styðja við bakið á þeim, er sundra vilja verkalýðs- öf lunum. Þjóðviljinn gerir mikið úr því, að ekki hafi allir forystumenn Alþýðu- flokksins verið sam- máia um tveggja daga vinnustöðvun og réttmæti hennar. Það er ekki von, að Þjóðviljinn átti sig á því, að innan Alþýðu- f lokksins hafa menn leyf i til þess að láta í Ijós per- sónulegar skoðanir sínar, án þess að hljóta bágt fyrir. Skoðanaskiptin breyta nákvæmlega engu um eindreginn stuðning flokksins við launþega í landinu. Þjóöviljinn hefur ekki gætt þess, að innan Al- þýöubandalagsins voru einnig skiptar skoðanir um baráttuaðferðir gegn ólögum ríkisstjórnarinn- ar. Einn af varaþing- mönnum Alþýðubanda- lagsins og verkalýðsfor- ingi var andsnúinn tveggja daga vinnustöðv- un. Einn helzti verkalýðs- foringi bandalagsins á Norðurlandi hvatti fólk sitt til að vinna. Þetta vita Þjóðviljamenn, en reyna að beina augum alþjóðar frá þessum staðreyndum. Alþýðuf lokkurinn hef- ur sparað sér stóru orðin í þeim átökum, sem nú eiga sér stað. Það vinnst enginn sigur með bölvi og ragni . Og leiðaraupp- hlaup Þjóðviljans gegn Alþýðuf lokknum vegur að því veigamikla sam- starfi, sem tekist hefur innan verkalýðshreyf ing- arinnar. Skrif blaðsins flokkast ekki undir annað en skemmdarstarfsemi, og er vonandi, að um ein- hver mistök hafi verið að ræða. Barátta launþega fyrir auknum áhrifum og bættum kjörum verður ekki árangursrik með Þjóðviljaupphlaupum. Sú barátta skilar arði með þrotlausri vinnu og óeig- ingjarnri samstöðu. Sú samstaða má ekki bregð- ast, allra sízt nú. Leið sátta og samninga verður að reyna til þrautar. Rík- isstjórnin hefur brotið hrottalega á launþegum í heild. Hún verður að bæta fyrir brot sitt. Að öðrum kosti verður samninga- leiðin vandfundin. —AG— ÚR YMSUM ATTUM Reykjavíkurbréf 4. marz «r •* ' aotrltj þetta virðast kjóséndur orðnir V 6glO 1 Sdlltíl svo leiðir á stjórnmálamönnum lrnámmn þar ' 'an<*h að e'nn sjónvarps- Knerunn gaKnrýnandi heldur því fram, að Ýmsar fréttir, sem borizt hafa fólk vilji ekki sjá stjórnmála- ákváðu að koma ekki í skólann á þessum .hátíðsdögum" og láir þeim enginn, þó þeir hafi .tekið for.vstu" í verkfallsaÖKerðum eins ok á stóð. Ekki missa þeir launin v- .*i.„ Hid stéttlausa þjóðfélag vort 1 Reykjavikurbréfi Morgun- blaðsins, þessum vikulega heilahristingi Matthiasar og Styrmis, um siðustu helgi er að finna eftirfarandi fróðleiks- korn: ,,..En nú hafa Islendingar sýnt, að þeir vilja ekki einungis nota þetta lýðræði til að jafna metin i okkar stéttlausa þjöð- félagi, heldur einnig — og ekki siður — til að vernda lög og rétt i landi, sem á lengri sögu lýðrétt- inda og jafnréttis en flest önnur riki. /.../ Auk þess vita allir tslendingar orðið, að stéttabar- áttan, sem er einn helzti hvati verðbólgu hér sem annars stað- ar, er i raun og veru tilbúinn forsenda fyrir átökum hér á landi....” Þá vitum við það. Það fer fram stéttabarátta á tslandi (sem eru hreint ekki nýjar frétt- ir), en það sem meira er: þessi stéttabarátta fer að sögn Mogg- ans fram í stéttlausu þjóðfélagi á tslandi!!? Já, margt er nú skondið i kýrhausnum. Þá er alveg augljóst mál, eftir merki- lega niðurstöðu ritstjóranna um að „stéttlaust þjóðfélag” riki i landinu, að tæplega er rúm fyrir Sjálfstæðisflokkinn, „flokk allra stétta”, lengur i pólitisku litröfi á tslandi. En alveg er ótrúlegt hve hratt Moggaritstjórarnir geta látið þróun þjóðfélagsins ganga fyrir sig. Samkvæmt marxiskri te- oriu tekur sósialiskt þjóðfélag við af auðvaldsþjóðfélagi I þró- uninni (i sósialísku þjóðfélagi lifa leifar stétta og stéttabarátt- an heldur áfram). Að loknu timaskeiði sósialismans kemur svo skeið hins stéttlausa þjóð- félags — kommúnismans. Þar hafa þeir nú plantað okkur niður, félagarnir Matthias og Styrmir. Þeir eru ekki lengi aö þvi sem litið er blessaðir karl- arnir! „Með lögum skal ...” „Fólk lætur ekki segja sér fyrir verkum eins og það sé fjárhundar eða sirkusdýr”, seg- ir i Reykjavikurbréfi Moggans um síðustu helgi. Eitt dæmi um slikt er Albert Guðmundsson, stórkaupmaður og 1. maður á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við þingkosningar i Reykjavik. Hann gefur reglum um bann við hundahaldi i höfuð- borginni langt nef og heldur heimili fyrir fallegan hvutta, hvað sem lög og reglur segja. Annar frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins hefur átt aura á ólöglegum reikningum i kóngs- ins Köben og gaf þannig lögum þar að lútandi langt nef. Og svo rifa skoðanabræður félaganna tveggja i hár sitt og æpa „lög- brot, lögbrot”, þegar verkafólk reynir að verjast hörkulegum árásum rikisvaldsins á löglega og frjálsa kjarasamninga! —ARH

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.