Alþýðublaðið - 07.03.1978, Side 5
Þriðjudagur 7. marz 1978.
#
5
STEFNUMIÐ
Menningararfurinn, bókmenntir, saga, eymd,.
basl og hin eiiífa viðleitni til betra lífs við erf ið skil-
yrði, mótar öðru fremur siðferðiskennd íslenzkrar
þjóðar. Saga Jóns Sigurðssonar og bókmenntir Jón-
asar Hallgrimssonar segja okkur að hér megi lifa
góðu lífi, sé rétt á málum haldið. íslenzki verka-
maðurinn, iðnrekandinn, sjómaðurinn, bóndinn,
kaupmaðurinn, útvegsbóndinn og hinn opinberi
starfsmaður trúa að svo sé, og bera því þjóðlífið
uppi af eljusemi, fórnfýsi og dugnaði. Þessu fólki
er það kappsmál að sanna að hér megi lifa góðu líf i,
siðferðiskennd þess segir að svo megi verða. Auð-
vitað greinir menn á um skiptingu þjóðarkökunnar
en þrátt fyrir það er sá ásetningur f lestra sameig-
inlegur að allt skuli gert til þess að kakan verði sem
mest bæði að gæðum og magni því er það of ur eðli-
legt að þessu fólki sárni þegar það aftur og aftur
verður að taka hrakförum óstjórnar íslenzks efna-
hagslífs, og það án þess að gefa viðhlítandi skýr-
ingu á því hverju sé um að kenna.
Hvers vegna fá menn á íslandi ekki að gera með
sér viðskiptasamning, án þess að ríkisvaldið rifti
honum i sífellu, hvers vegna er ríkið ei+t undanþeg-
ið að standa við gerða viðskiptasamninga, sýna
stjórnarherrarnir með því gott fordæmi?
Hver er skaðvaldur íslenzks efnahagslífs þegar
svo er komið að vaxtabyrði í undirstöðuatvinnuveg-
unum er orðin jöfn ef ekki meiri en launakostnað-
urinn sbr. ástandið í saltfiskiðnaði? Hvers vegna
þarf alltaf að ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur, skera niður laun hvort heldur er i rekstri
fyrirtækja með afnámi verðbóta eða i þjóðarbú-
skapnum með gengisfellingu? Það má gera breyt-
ingar án þess að skerða laun í fyrirtækjum með
rekstrar hagræðingu.aðhaldi og sparnaði. í þjóðar-
búskapnum má einnig gera hið sama og það er hluti
stjórnvalda að sjá svo um en hvers vegna er það lát-
ið ógert? Hvers vegna dregst bankakerfið saman,
með þeim af leiðingum að f rjálsu innlendu athaf na-
lifi er hætt?
Svarið er að vegna hagsmuna einnar stéttar er
þessu svona farið. Tveir stærstu stjórnmálaf lokkar
landsins eru sníkjujurtir sem nærast á þjóðinni og
geta ekki lifaðán þeirra efnahagslegu skilyrða sem
síðustu áratugi hafa staðið þjóðinni fyrir þrifum,
dregið úr henni máttinn. Framsóknarf lokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn byggja tilvist sína á hags-
munum heildsala, sem af græðgi keppa um fjár-
magnið við þá sem f járfesta vilja í framtíðinni.
Vandi okkar er sá að okkur skilst ekki að peningar
eru miðill, auðæfin eru hugsun okkar og athafnir.
Peningar gera hugsun að athöf n og athöfn að verð-
mæti. Stjórn efnahagsmála síðustu ára hefur
umfram allt annað miðað að því að hvetja fólk til
þess að spara ekki peninga svo hægt væri að lána þá
til uppbyggingar islenzks athafnalífs, miklu frem-
ur sé það skynsamlegra að flytja sem mest inn af
innlendri hugsun og athöfnum, heildsalarnir sem
eiga f lokka auðhyggjunnar þurfa að leggja erlenda
miðla inn á banka erlendis þeir miðlar eru sterkir
vegna þess að bak við þá stendur þarlend hugsun og
þarlend orka og athöfn. Alþjóð veit að þegar
heildsalarnir brjóta siðareglur þá heitir það ekki
lögbrot, nei þá er rokið til og reikningar stofnaðir
sem nú á einum mánuði hafa borið um 30% vexti,
meðan Islenzki skussinn fær 1.58%
Lög sem sett eru til þess að vernda slíka hags-
muni brjóta gegn siðferðiskennd þjóðarinnar. Mót-
mæli íslenzks verkafólks í gær og fyrradag eru
mótmæli gegn athöfnum sem einungis miða að því
að á því sé brotið í þeim tilgangi að tryggja nær
óbreytta efnahagsstefnu heildsalanna. SUJ styður
heilshugar alla viðleitni í þá átt sem miðar að því að
skapa þjóðinni traust og dugmikið ef nahagslíf. Slík
mótmæli beinast því gegn heildsalavaldi Sjálf-
stæðisf lokksins og Framsóknarflokksins til hags-
bóta öllum þegnum, heildsölum sem öðrum.
Bjarni S. Magnússon.
Kvenréttinda
mál á Spáni
Konur eiga á hættu aö fá allt að 6 ára fangelsisvist fyrir hórdóms-
brot, en slikt brot er léttvægt fundið ef karimaður á i hlut.
Spænskir alþýðuflokksmenn
fjölluðu sérstaklega um kvenrétt-
indamál á 23. ársþingi sinu I
Madrid fyrir skömmu. Þar var
lögð áherzla á, að konur og karlar
eigi að standa jafnrétthá gagn-
vart lögunum, komið verði á virk-
ari kynferðisfræðslu, getnaðar-
varnarlyf verð ókeypis, fóstur-
eyðingar verði löglegar og ókeyp-
is, samfélagið veiti einstæðum
mæðrum aðstoð og að vændi veröi
afnumið. Flestar þessar kröfur
láta liklega undarlega i eyrum Is-
lendinga, en eins og kemur vel
fram i þessari grein, er langt frá
þvi, að konur hafi notið sjálf-
sagðra mannréttinda i stjórnartið
Frankos.
Undanfarna fjóra áratugi hefur
verið litið á konur sem réttminni
aðila en karla á öllum sviðum
þjóðlifsins, enda var löggjöfinni
beinlinis beitt i þá átt að áhrif
kvenna yrðu sem minnst. Eftir
sigur Frankos i borgarastriðinu,
var stórt skref stigið aftur á bak.
Kvenréttindahreyfingin átti einn-
ig mun erfiðar uppdráttar á Spáni
en i mörgum Evrópurikjum.
Fyrstu kvenfélögin voru kaþólsk
og höfðu að markmiði ákveðnar
lagabreytingar, án þess þó að
reyna að greina og leysa vanda-
mál kvenna i heild. Segja má, að
um raunverulega hreyfingu sé
ekki að ræða fyrr en um miðbik
þessarar aldar.
Á tima annars lýðveldisins
1931, fór hagur kvenna mjög
batnandi, sérstaklega ef haföar
eru i huga þær lagabreytingar,
sem þá voru gerðar. Má nefna að
um þetta leyti öðluðust konur
ýmis lýðréttindi, sem nú eru talin
sjálfsögð s.s. atkvæðisrétt.
Þegar borgarastriðið hófst, var
mönnum i verkalýðsforystunni
ljóst, að konur yrðu að taka við
mörgum þeim störfum, sem karl-
menn á vigstöðvunum höfðu
gengið úr. Hófst þá mikil áróöurs-
herferð, sem konur i röðum lýð-
veldissinna brugðust vel við.
Tóku þær við störfum,sem fram
að þvi höfðu verið álitin karla-
störf. Um þetta leyti urðu til ýmis
samtök kvenna sem fullyrða má,
að orðið hefðu kveikja að
spænskri kvenréttindahreyfingu,
ef striðinu hefði lyktað á annan
veg.
„Konan á að vera heima
og þegja.”
Rikisstjórn Frankos lögleiddi
þá vinnulöggjöf, sem verið hafði i
gildi fyrir borgarastriðið og setti
nýja löggjöf „til verndar fjöl-
skyldunni”. Sem dæmi um efni
þessara nýju laga má nefna eftir-
farandi:
Svo segir i lögunum, að „börn i
fjölskyldum megi ekki vera það
mörg, að konan neyðist til að
leita sér vinnu utan heimilis.”
I vinnulöggjöfinni segir, „að
hlifa skuli konum við vinnu i
verksmiðjum.”
Tilskipun frá 17. feb. 1939:
„giftar konur, sem lifa eðlilegu
heimilislifi, hafa ekki rétt til að
leita til atvinnumiðlara.”
Nýja stjórnin hafði það ekki
aðeins að markmiði aö frelsa
alþýðukonuna undan verksmiðju-
vinnu, heldurkom hún algerlega i
veg fyrir, að konur með full
starfsréttindi kæmust i toppstöð-
ur hjá hinu opinbera s.s. i störf
rikissaksóknara, dómara og fl.
Fetað fram á við
Það er sorgleg staðreynd, að
það er fyrst og fremst þörfin fyrir
aukið vinnuafl i iðnaði, sem er
kveikja að lagabreytingu i frjáls-
ræðisátt á siðasta áratug. Þannig
segir i Iögum frá 1961, að „virða
beri rétt kvenna til vinnu.” Frá
upphafi siðasta áratugs hafa lög-
in smám saman verið að þokast i
frjálsræðisátt. Siöustu ákvæðin,
sem sett voru á þingi I fyrra, hafa
það að markmiði að tryggja jafn-
rétti karla og kvenna til atvinnu
og kveða á um, að ekki megi mis-
muna konum i launum, „enda
þótt litið sé á viss störf sem
kvennastörf.”
Nokkur dæmi um það félags-
lega böl, sem óhjákvæmilega
fyigir litlum lýðréttindum
spænskra kvenna:
65% vændiskvenna koma frá
barnmörgum fjölskyldum.
92% vændiskvenna hafa ekki
barnaskólapróf.
Af nemendum tækniháskóla eru
aðeins 3% konur.
Konur i spænskum háskólum
eru helmingi færri en karlar.
Hugsunarháttur sem
vonandi heyrir
sögunni til:
„Þú veizt, að þegar þú ert gift,
mátt þú aldrei risa gegn hon-
um. Þegar hann reiðist, skaltu
þegja. Þegar hann öskrar á þig,
skaltu lúta höfði án þess að
mæla orð af vörum. Þú skalt
láta undan honum, svo framar-
lega sem kristileg samvizka
býður þér ekki annað.”
Að elska eiginmann þinn jafn-
gildir þvi að umbera hann.
Konur eiga að sýna yfirmönn-
um sýnum skilyrðislausa
hlýðni og undirgefni og þannig
á hlutverk konunnar jafnan að
vera i lifinu, að sýna mannin-
um undirgefni i hvivetna.