Alþýðublaðið - 07.03.1978, Síða 9

Alþýðublaðið - 07.03.1978, Síða 9
Þriðjudagur 7. marz 1978. 9 Blygdunarlevsi! Kr ónutölupólitik! Stuðningsblöö rikisstjórnar- innar virðast hafa komizt i feitt á siðustu timum. Nú er sunginn söngur, sem allur gengur i þá átt, að launþegasamtök lands- ins sjái ekki annað en að fá sem flestar krónur i laun, en hirði ekki um verðgildið, það er að segja kaupmáttinn! Hér er vitanlega farið með meiri öfugmæli en jafnvel Mogganum og Timanum er sæmandi, þó ekki séu nú gerðar hærri siðferðiskröfur en þessi skötuhjú standa venjulega und- ir. En flest er i neyðinni nýtandi, sem á þeim sannast. Hver og einn, sem lagði það á sig að horfa og hlusta á Kastljósþátt- inn i sjónvarpinu siðastliðinn föstudag, hlaut að komast að þeirri niðurstöðu, að einmitt það, sem bæði fulltrúi ASÍ, Snorri Jónsson, og fulltrúi at- vinnurekenda, ólafur Jónsson, voru algerlega sammála um, að það væri auðvitað kaupmáttur launanna, sem gilti. Og það varð raunar ekki betur séð og heyrten að báðir hefðu sama á- hugann á að ná þvi marki að vernda kaupmáttinn. Þetta er raunar ekki neitt ný saga fyrir þá, sem hafa vitað um samstöðuna að undanförnu, og það ætti öllum að vera vor- kunnarlaust. Áður en hreyft var við samn- ingum siðast, lögðu bæði laun- þegar og atvinnurekendur fram sameiginlegar tillögur til núver- andi rikisstjórnar, sem gengu sterklega í þessa átt. Menn kunna eflaust að spyrja. Hversvegna voru þessar tillög- ur fyrst og fremst sendar rikis- stjórninni? Eigum við ekki við að búa samningafrelsi? Svarið við þvi er afar einfalt. í þessum tillögum fólst, að veru- lega hefði þurft aö breyta um stjórnarstefnu i efnahagsmál- unum, hverfa frá handahófs- og bruðlstefnu stjórnarinnar, en taka upp virkara aðhald en hún hefur rekið. Hér við bætist, að sitthvað af tillögunum þurfti lagastoð, sem þessi samtök höfðu ekki á sinu valdi. Fullyrða má, að ef rikis- stjórnin hefði hlýtt á raddir þessara reyndu samtaka, hefðu siðustukjarasamningarrunnið i allt öðrum farvegi. Og þaö er næsta trúlegt, að ekki hefði þurft að gripa til neyðarráðstaf- ana nú, enda varla sæmilegt i einhverju mesta góðæri, sem stjórnvöld hafa búið við. Hroki valdamanna var hinsvegar slik- ur, að þeir töldu sig ekki einu sinni þurfa að svara tilmælum samtaka vinnumarkaðarins, hvað þá gera nokkra tilraun til samkomulags! Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður framhjá gengið. Þess i stað var sukkinu haldið áfram, te kin lán á lán ofan, sem hafa svo valdið gersamlega ó- þarfri spennu á vinnumarkaðn- um, álögur á almenning siaukn- ar og verðlag keyrt upp úr öllu hófi. Það væri næsta fróðlegt að fá haldbærar útlistanir á þvi hvað annað launþegasamtökin gátu gert en að freista þess að ná aft- ur glötuðum kaupmætti með hækkunum i krónutölu, undir þessum kringumstæðum. Sú staðreynd er of kunn, til þess að ræða þurfi i löngu máli, að opinber fyrirtæki, þar með talinn rikissjóður, hafa gengið i fararbroddi fyrir slikum hækk- unum.Sveimérekkiaðfurða þó stuðningsmenn og stuðnings- blöð hennar standi gapandi yfir þeim niðurstöðum, sem þannig hafa fengizt! A þennan hátt hefur almenn- ingur mátt sjá buxurnar siga neðar og neðar á stjórnarherr- unum, unz þær eru komnar nið- ur á hæla. Þau axlabönd, sem aðilar vinnumarkaðarins vildu láta i té, voru ekki þegin, og þvi er til- gangslitiðfyrir þá háu herra, að koma nú berrassaðir fram fyrir .ólkið og ætlast til einhverrar vorkunnsemi! AUt fram að siðustu kjara- samningum, voru launamenn — lika að dómi stjórnvalda — mjög hófsamir i launakröfum og vildu reyna til þrautar, að sveigja stjómvöld inn á skyn- samlegar brautir, en allt kom fyrir ekki. En ekki nóg með þetta. Þegar við, sem og aðrar þjóð- ir, stóðum frammi fyrir hinni gifurlegu hækkun á oliuverði forðum, sýndu opinberir starfs- menn þann þegnskap, að sémja um mjög svo hófsamlegar launabætur. Þakkirnar fyrir það voru svo þær, að hófsemi þeirra varhöfði skimpingum og talað um „oliusamninga”! Mættu stjórnarmálgögnin vel minnast þess nú og framvegis i fimbulfambi sinu um harð- drægni opinberra starfsmanna. Þó horfiðværii bili frá þeim fýrirætlunum stjórnarinnar að taka óbeinu skatta út úr visitöl- unni, og hafa á þann hátt frjáls- ar hendur til að gera alla kjara- samninga minna virði en papp- irinn, sem þeir væru skráðir á, mega menn vita, að það er geymt en ekki gleymt á stjórn- arheimilinu. Það er raunar rétt, að aðrar þjóðir, hafa farið svipaðar leið- ir. En þá er þvi við að bæta, að samtimis hefur niðurgreiðslum, sem vissulega tiðkast viðar en hér, einnig veriö kippt út Ur verðlagsvisitölunni. Hér var hinsvegar ætlunin að nota þær til þess að halda visitölunni niðri, en hækka óbeinu skatt- ana, þegar áhrifa þeirra gætti ekki á verðlagsvisitöluna! Hér er þvi um að ræða meiri ósvifni og blygðunarleysi gagn- vart almenningi en vart hefur orðið um langan aldur, ef ekki er algert einsdæmi á ferð. Vist má játa það, að aðgeröir launþega nú siðast geta verið umdeilanlegar. Jafnan orkar tvimælis þá gert er. Hitt er annað, að aðgerðir stjórnvalda með riftun kjara- samninga eru ekki umdeilan- legar i árferði sem þessu. Þær eru blygðunarlaus tilraun til þess að freista þess að grunn- festa vald og viðgang þess skattsvika- og braskaralýðs, sem rikisstjórnin ber mest fyrir brjósti. Það er nú orðið lýöum ljóst. Oddur A. Sigurjónsson í HREINSKILNI SAGT Alþjódasamband frjálsra verkalýðsfélaga: . • < Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur skorað á öll aðildarfélög að hefja skipu- lagða baráttu gegn kynþáttaað- skilnaðarstefnunni i Suður- Afriku. Baráttuna skal hefja með sérstakri baráttuviku, sem stendur yfir frá 13.-21. marz. Lokin bera upp á sama mánað- ardag og manndrápin i Sharp- ville árið 1960. Þá lögðu allir lit- aðir félagar i verkalýðsfélögum um land allt niður passanotkun, sem hafði verið skylduð skv. kúgunarlögum. 1 bænum Sharp- ville trylltist lögreglan vegna þess og greip til vopna gegn Afrikönunum. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa — 69 voru drepnir og fjöldamargir særðir. Þvi er 21. marz nú baráttu- dagur, sannkallaður einingar- dagur fyrir þá sem vilja berjast gegn frelsi svartra i Suður- Afriku, nákvæmlega eins og átti sér stað 16. júni 1976. Þá mót- mæltu skólabörn i fátækra- hverfunum i Sowetho þvi, að enska skyldi kennd I stað afrik- önsku i skólum landsins. Að- gerðirnar kostuðu a.m.k. 1000 manns lifið og mörg hundruð særðust alvarlega. Fátækrahverfið i Sowetho er kapituli útaf fyrir sig. Það er hið stærsta sinnar tegundar i allri Suður-Afriku og þar er hvorki meira né minna en rúmlega einni milljón manna hrúgað saman á svæði, sem er um 85 ferkílómetrar að stærð. Þar er svarta vinnuaflið, sem verk- smiðjubyggingar, skrifstofur og heimili hvita mannsins geta ekki verið án, staðsett. Baráttuvika gegn kynþáttaadskilnaði í Sudur-Afríku! — haldin í þessum mánuði A vegum aðildarfélaganna innan Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga verður gripið til ýmiskonar aðgerða til hliðar við baráttuvikuna i marz. Þá munu enn fleiri verkalýðsfé- lög halda uppi þeirri baráttu gegn aðskilnaðarstefnu stjórn- valda Suður-Afriku, sem þegar er hafin. Má meðal þeirra nefna Alþýðusamböndin i Noregi A þingi þeirra, sem haldið var I mai sl. var m.a. samþykkt að baráttunni fyrir málefnum minni hlutans i Suður-Afriku skyldi fram haldið. Samtök verkafólks og fólks i þjónustugreinum á Norðurlönd- um munu samhæfa hluta starf- semi sinnar með starfi Verka- lýðsmálaráðs Norðurlanda. Hið siðarnefnda hefur þegar lagt kröfugerð i fjórtán liðum fyrir Andrew Kailembo vinnur á skrifstofu Alþjóðasambandsins og er gjörkunnugur framvindu mála i Suður-Afriku. Steen Sildreman hef- ur með hendi samræmingu alþjóðlegrar baráttu fyrir rétti kúgaðs meiri hluta. utanrikisráðherrana á Norður- löndum. Þá hefur verið sett á fót nor- ræn framkvæmdanefnd sem hefur væntanlega, þegar þetta er skrifaö, lagt tillögur sinar fyrir utanrikisráðherrana. Starfshópur Verkalýðsmála- ráðsins hefur þegar setið sinn fyrsta fund með framkvæmda- nefndinni, og hafði, þegar siðast var vitað, verið boðaður annar fundur, þar sem endanlegar ákvarðanir um aðgerðir yrðu teknar og þær siðan kynntar fyrir utanrikisráðherrum. Noregur hefur fyrstur landa gerí ráðstafanir til að takmarka efnahagsieg samskipti við Suð- ur-Afriku. Scm dæmi má nefna, að lánsábyr; ð fyrir útfluttum varningi til í uður-Afriku gildir ekki lengur. Gjaldeyrisleyfi til fjárfestinga eru heldur ekki veitt. Nokkuð hefur verið rætt um hversu jákvæðar þessar aðgerð- ir munu reynast, en þvi verður ekki mælt i móti, að þrátt fyrir þær, aukast samskipti þjóðanna stöðugt. Norska rikisstjórnin hefur að undanförnu lagt rika áherzlu á, að rjúfa að nokkru efnahagsleg tengsl við Suður-Afriku. Við nánari athugun hefur niðurstað- an þó orðið sú, að slikur sam- dráttur kæmi einkum illa við Noreg, og raunar að litill grund- völlur sé fyrir efnahagsaðgerð- um af þessu tagi, nema fleiri en eitt land standi að þeim. Þessi reynsla Noregs fæddi raunar af sér samnorrænu framkvæmda- nefndina, sem áður hefur verið minnzt á. Loks hafa norskir ráðamenn snúið sér til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna með kröfu um, að öllum vopnasendingum til Suður-Afriku verði hætt. Rikisstjórn Nordlis hefur staðfest opinberlega, að i fram- tiðinni verði enn meiri áherzla lögð á að mótmæla kynþáttaað- skilnaðarstefnunni, i orði og verki. Rikisstjórnin hyggst einnig hefja starfsemi til hjálp- ar fórnarlömbum kynþáttaof- sóknanna og til aðstoðar þeim samtökum, sem eru leiðandi i baráttunni fyrir rétti undirok- aðs meiri hluta. *•'*<$ Skartgripir jloli.uuus Irnsson U.uiQ.iurgi 30 áé*mu 10 200 Dúnn Síðumúla 23 /ími 14100 Steypustððm nt \i«./ Skrifstofan 33600 Afgreiðslan 36470 Loftpressur og traktorsgröfur til leigu. Véltœkni h/f Simi á daginn 84911 á kvöldin 27-9-24

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.