Alþýðublaðið - 07.03.1978, Síða 12

Alþýðublaðið - 07.03.1978, Síða 12
 alþýóu- blaðió Otgefandi Alþýðuflokkurinn bRlf) 11 1D A G LJ R Ritstjórp Alþýðublaðsnins er að Siðumúia 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að PnlUJUunwun Hvsrfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. 7 1978 ■ * I / Átök á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar: „Adalfundurinn sviptur ákvörðunarvaldi sínu” — segir Ný hreyfing Til nokkurra tiðinda dró á aðal- fundi Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar i Tjarnarbúð s.l. laugardag, og gengu nokkrir fél- agar af fundi i mótmælaskyni. Fyrir fundinum lágu nokkrar ályktunartillögur frá Nýrrihreyf- ingu, andstöðuliðinu sem bauð fram gegn stjórn Þóhalls Hall- dórssonar I St. Rv. nýlega, og fleirum, alls 8 tillögur. Kváðu til- lögurnar á um að aðalfundurinn skoraði á stjórnina að beita sér fyrir trúnaðarmannanámskeið- um og námskeiðum i fundarsköp- um, ræðumennsku, gerð kjara- samninga og fleiru, aö nú verði gerð gangskör að úrbótum í dag- vistunarmálum og þrýst á borgarstjórn um að fá meira f jár- magn til að fjölga dagvistunar- stofnunum i borginni, að aðal- fundurinn mótmæli harðlega kjaraskerðingunni, aö mótmælt verði harðlega túlkun vinnumála- fulltrúa Reykjavikurborgar á 35. gr. reglugerðar um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavik- urborgar.aðaflaðverði framlaga til útgáfustarfsemi á vegum félagsins og ein tillagan gerði ráð fyrir að stjórn og fulltrúaráð St. Rv. beitti sér fyrir þvi að reglum félagsins verði framfylgt þ.á m. aðstöðu fulltrúa á vinnustöðum til að fyigjast með starfemanna- t.'tl. í starfsréglum fyrir fulltrúa- ráðiff. Aukþessvarskoraðá stjórnina að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að félagaskrá sé unnin að öllu leyti á vegum félagsins á grundvelli upplýsinga sem launa- skrifstofa Reykjavikurborgar annars vegar og fulltrúar hins vegar láta af hendi. Öllu visað til stjórnar A fundinum gerðistsiðan það, að fram kom dagskrártillaga um að visa öllum tillögunum 8 til stjórnar félagsins og var hún samþykkt með 32 atkvæðum gegn 24. Þórhallur Halldórsson, for- maður St. Rv., greiddi atkvæði með tillögunni, en nokkrir stjórnarmeðlimir greiddu at- kvæði gegn henni. 1 „opnu bréfi til félaga i Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar”, sem Ný hreyfing heíur látið frá sér fara um aðalfundinn segir, að aðal- fundur sé æðsta vald félagsins samkvæmtlögum þess og lögum, sem almennt séu i gildi i samtök- um launafólks. Einu sinni á ári fái félagar tækifæri til að ræða starf stjórnar og fulltrúaráðs, flytja til- lögur og nota atkvæðisrétt sinn um málefni félagsins. Segir Ný hreyfing að samþykkt tillögunnar um að visa öllum tillögunum, til stjórnar, „þýði i raun að aðal- fundur sé sviptur ákvörðunar- valdi sinu” og að þetta hafi verið „gerræðisleg aðgerð til að svipta félaga i Starfsmannafélaginu lög- bundnum lýðréttindum — at- kvæðis- og tillögurétti sinum” — og hafi nokkrir félagar yfirgefið fundinn i mótmælaskyni. I lok opna bréfsins til félaga, segir Ný hreyfing: „t ljósi þessara atburða vakna mikilvægar spurningar, sem hér er varpað til félaga i St.Rv.: — Viljum við lýðræðisleg vinnubrögð i okkar félagi? — A aðalfundur að halda gildi sinu sem æðsta vald félagsins? — Hvernig dettur félögum á aðalfundi i hug að stjórn og full- trúaráð geti fjallað um áskoranir til sjálfs sin? — SættafélagariSt.Rv. sig við að fulltrúar okkar greiði atkvæði gegn þvi að halda vinnustaða- fundi um mikilvæg kjaramál eins og gerðist á opnum fulltrúaráðs- fundi mánudaginn 1. marz? — Eru núverandi fulltrúar starfi sinu vaxnir? Siðustu spurningunni fá félagar tækifæri tilað svara i kjöri til full- trúaráðs, miðvikudaginn 16. marz og fimmtudaginn 17. marz n.k. Ný hreyfing hvetur félaga i St.Rv. til að ræða þessar spurn- ingar og kjósa þá fulltrúa sem þeir treysta fyrir málum sinum”, segir að lokum i bréfi Nýrrar hreyfingar. —ARH Erlendur Einarsson: Hagur SÍS stórum verri 1977, en árid ádur í nýútkomnum Sambands- fréttum.segir á þá leið að i fyrsta hefti þessa árs af Samvinnunni, sem sent verður tii kaupenda næstu daga, birtist viðtal við for- stjóra Sambandsins, Erlend Einarsson. Þar svarar hann spurningum blaðsins um ýmis atriði, sem varða stöðu og hag Sambandsins og samvinnuhreyf- ingarinnar á yf irstandandi timum, og m.a. svarar hann spurningu um rekstrarniðurstöðu Sambandsins á s.l. ári sem hér segir: „Rekstrarniðurstaða Sam- bandsins fyrir árið 1977 ligg- ur ekki fyrir. Það er ljóst, að á fyrra helmingi ársins var rekstrarstaðan sæmilega hag- stæð. En þetta breyttist mjög til hins verra þegar liða tók á seinni hluta ársins. Rekstrarkosnaður hækkaði mjög mikið og miklu meira en tekjur. Vissar rekstrar- greinar hafa lent i miklum erfið- leikum, eins og t.d. iðnaðurinn. Það gefur auga leið, að þegar helztu kostna&arliðir eins og laun hækka á árinu um 70%, þá fari ýmislegt úr skorðum. Rekstur ársins 1977 hlýtur að stórversna frá 1975, og það getur oltið á ýmsu, hvort rekstrarniðurstaðan verði ofan við strikið. Við þessar aðstæður hlýtur að verða á yfir- standandi ári dregið mjög úr öllum framkvæmdum hjá Sam- bandinu og samvinnufélögunum. Reynt verður að skera niður rekstrarkostnað af fremsta magni til þess að forðast eða minnka taprekstur.” „Byggðaþróunaráætlun Norður-Þingeyjarsýslu ...enn sem komid er í frétt frá sýslunefnd Noröur-Þingey jarsýslu segir m.a. að í júní 1975 hafi af hálfu Fram- kvæmdastofnunar ríkisins verið lögð Fram byggöar- þróunaáætlun fyrir sýsl- una. Ekkert hefur enn ver- ið gert til að hrinda í f ram- kvæmd áætlun þessari. Með áætluninni var þó viðurkenndur af opinberri hálfu sá mikli vandl sem Norður-Þirtgeyingum er á höndum. Byggðin í Norður-Þingeyjar- sýslu hefur um langt árabil átt i vök að verjast. Bæði hefur strjál- býli verið mikið og atvinnutæki ekki nægilega mörg og stöðug, svo að sýslan hefur orðið að berj- ast við fólksfækkunarvanda. Skömmu eftir útgáfu byggðar- þróunaráætlunar 1975 fundust auðug rækjumið i öxarfirði, en þá brá svo við, f/ð allur sá vandi Norður-Þingeyinga sem i áætlun- inni er lýst, var gleymdur og Sjávarútvegsráðuneytiö úthlutaði veiðileyfi til skipa úr öðrum sýsl- um. Aðalfundur Sýslunefndar Norður-Þingeyjarsýslu haldinn á Kópaskeri hefur nú sent frá sér stuðhingsyfirlýsingu, þar sem lýst er yfir „fullum stuðningi við kröfu ibúa við öxarfjörð um al- gjöran forgang þeirra til nýting- ar rækjumiða i firöinum og skor- pappírsplagg ar fundurinn á Sjávarútvegsráðu- neytið að verða við eðlilegum og sjálfsögðum kröfum þeirra til sama ri'ttar og viðurkenndur hef- ur verið alls staðar, þar sem rækjuveiðai eru stundaðar inn- anfjarðar viö landið.” Prófkjör Sjálfstædismanna til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi: Adeins einn náðibindandi kosningu Lokið er nú talningu at- kvæða í prófkjöri Sjálf stæðismanna til bæjar stjórnarkosninga í Kópa- vogi á komandi vori. At- kvæði greiddu alls 854, er f lokkurinn hlaut við kosn- ingar 1974 alls 1965 at- kvæði. Þau tiðindi gerðust, að ein- ungis einn frambjóðandi hlaut bindandi kosningu, Axel Jóns- son, alþm. i 1. sæti listans með 243 atkv. en alls 503 atkv. i öll sæti. Þá vekur það athygli, að fyrr- um samtakamaður, Guðni Stefánsson, járnsmiður, hlaut næstflest atkv. i fyrsta sæti, 198 en samtals 381 atkv. Bragi Michaelsson, bæjarfull- trúi, hlaut 264 atkv. í 3. sæti, en samtals 402 atkv. Fjórða sæti hlaut Grétar Norðfjörð fulltrúi með 243 atkv. og samtals 345 atkv. Fimmta i röðinni varð Stein- unn Sigurðardóttir með 259 at- kvæði i það sæti og alls 329 atkv. Sjötti I röðinni varð Stefnir Helgason, kaupm. með samtals 298 atkvæði. Hann, ásamt Rich- ard Björgvinssyni, hefur verið einn af aðaltalsmönnum Sjálf- stæðismanna i bæjarstjórn Kópavogs undanfarið kjörtima- bil. Richard tók hinsvegar ekki þátt i prófkjörinu að þessu sinni. Prófkjör flokksins í Reykjavik Er haft var samband við skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í gærmorgun höfðu alls á ní- unda þúsund kosið en kjör- fundi mun hafa lokið kl. 2C.30 i gærkvöldi. Alls kusu Sjálfstæðisflokkinn i Reykjavik i siðustu bæjar og sveitarstjórnarkosningum 1974 26973. Orslit prófkjörsins munu hafa verið kunn eftir miðnætti i nótt. Það var eindregin ósk sjálf- stæðismanna að ná tölunni 10.000 atkvæði, en alls þurfti rúm 8000 til þess að prófkjörið gæti talizt gilt, i gærmorgun var það sem sagt á mörkunum. Um helgina munu og hafa verið prófkjör á vegum Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri, Seltjarnar- nesi og i Kópavogi. Prófkjöri mun hafa lokið á Akureyri kl. 20.00 i gærkvöldi. Um miðjan dag i gær höfðu hátt i 1100 greitt atkvæði en Sjálfstæðisfl. hlaut i siðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingum 2225 atkv. og 5 menn kjörna. Úrslit prófkjörsins i Kópavogi eru kunn. J.A. Úrslit í skoðanakönnun Framsóknar á Akureyri: Sigurdur Öli og Tryggvi efstir Úrslit eru nú kunn í skoðanakönnun þeirri er Framsóknarflokkurinn á Akureyri efndi til í tilefni bæjar- og sveitarstjórna- kosninga i vor. Þeir 6 efstu í skoðanakönnun- inni urðu þessir: 1. Sigurður óli Brynjólfsson kennari er hlaut 348 atkv. i 1. sæti en alls 658 atkv. eða 79% greiddra atkvæða. 2. Tryggvi Gislason skólameistari með 228 atkv. i 1.-2. sæti, alls 564 atkv. eða 68%. 3. Sigurður Jó- hannesson með 320 atkv. i 1.-3. sæti, alls 476 eða 57%. 4. Jó- hannes Sigvaldason ráðunautur með 250 atkv. i 1.-4. sæti, alls 370 eða 45%. 5. Ingimar Eydal kennari með 294 atkv. i 1.-5. sæti, alls 362 atkv. eða 44%. 6. Og Pétur Pálmason verkfræð- ingur með 336 atkv. i 6. sæti. Alls kusu 830, skoðanakönn- unin stóð yfir frá 3.-5. marz. 1 siðustu bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum hlaut Fram- sóknarflokkurinn samtals 1708 atkvæði og 3 menn kjörna af 11 i bæjarstjórn. J.A. FEensan fremur væg „Inflúensan er fremur væg og hefur verið að stinga sér niður hér og þar, en varla er hér um mikinn faraldur að ræða," sagði Heimir Bjarnason, að- stoðarborgarlæknir, í við- tali við blaðið í gær. Heimir sagði að einkenni, „flensunnar” væru þau sömu og vant er, hiti, höfuðverkur, bein- verkir og þess háttar. Hann kvað litið hafa borið á vondum eftir- köstum, og sagði að ekki hefði enn fengizt skorið úr hvaða tegundar þessi inflúensa nú er. Hefði að visu tekizt að greina stofn I einu eða tveimur tilfellum, en þar væri um svo litið úrtak að ræða, aö ekki yrði á þvi byggt. Heilsufar i borginni kvað Heimir annars með liku móti og vant er á þessum árs- tima.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.