Alþýðublaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. marz 1978.
3
Neytendasam
tökin 25 ára
Næstkomandi fimmtudag, 23.
marz, eru iiðin 25 ár frá stofnun
Neytendasamtakanna hér á
landi.
Þau Sveinn Asgeirsson hag-
fræðingur, Jónína Guðmunds-
dóttir og Jóhann Sæmundsson
prófessor áttu forgöngu að þvi
að undirbúningsnefnd að stofn-
un samtakanna var komið á
laggirnar. Var bráðabirgða-
stjórn kosin 26. jan. 1953 og áttu
sæti i henni Sveinn Ásgeirsson,
Helga Sigurðardóttir skóla-
stjóri, Eiríkur Asgeirsson for-
stjóri, Páll S. Pálsson lögfr. og
frú Margrét Jónsdóttir.
Ney tendasamtökin voru
formlega stofnuð þann 23. marz
1953 og var fyrsti formaður
kjörinn Sveinn Asgeirsson, en
alls skipuðu 25manns stjórnina.
Neytendasamtökin geröust
þegar i upphafi aðili að Alþjóða-
sambandi neytendafélaga,
International Organization of
Consumers Unions, og eru sam-
tökin háð lögum þess.. Samtök-
in hafa gefið út Neytendablaðið,
en útgáfa þess hefur gengið
erfiölega þar sem félagar i söm-
tökunum eru i rauninni alltof fá-
ir til að standa undir kostnaði af
reglulegri blaðaútgáfu og öðr-
um rekstrargjöldum samtak-
anna. Félagsmenn eru nú á
þessum timamótum 3004, en
þyrftu að vera um 10 þúsund
talsins.
Mjög umsvifamikill þáttur i
'starfi Neytendasamtakanna er
kvörtunarþjónusta þeirra og að
ýmsu leyti sá mikilvægasti.
Berast skrifstofunni mörg mál
til úrlausnar, mörg torleyst, en
skrifstofan leitast við að miðla
málum og ná sáttum svo að báð-
ir aðilar megi vel við una. t
mörgum tilvikum veita samtök-
in lögfræðilega aðstoð ef þurfa
þykir, og er trúnaöar-lögfræð-
ingur I þjónustu þeirra. Flestar
kvartanir berast vegna raf-
magnstækja og vefnaðarvöru,
en einnig vegna húsgagna, gólf-
teppa og glerisetningar. A árinu
1977 bárust 403 kvartanir og 750
fyrirspurnir.
A afmælisárinu og ef litið er
til framtiðarinnar eru megin-
verkefni Neytendasamtakanna
þessi: Fjölgun féjagsmanna.
Aukinn stuðningur hins opin-
bera við lausn verkefna sam-
takanna. Skipaðir verði fulltrú-
ar samtakanna sem vlðast á
landsbyggðinni, einkum i þétt-
býli. Stofnaðar verði mats-
nefndir og aukið samstarf inn-
flytjenda og framleið-
enda annars vegar og Neyt-
endasamtakanna hins vegar og
stofnaður neytendadómstóll svo
sem tiðkast viða erlendis. Unnið
verði merkvisst að neytenda-
fræðslu i skólum.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu
LANDSÝN-ALÞÝÐUORLOF
AÐ FRÆÐAST OG FERÐAST
Ferðaskrifstofa launþegasamtakanna
Skólavörðustig 16 — Sími 28899
Kynnisferð til Júgóslaviu
Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Alþýðuorlof
hafa f samvinnu við Feröaskrifstofuna Landsýn skipulagt
sérstakar orlofs- og fræðsluferðir fyrir félagsmenn i stétt-
arfélögum innan Alþýðusambands tslands, ætlaðar þeim
sem hafa hug á að sameina orlof og fræðslu með þvi að
kynnast löndum og þjóðum um leiö og þeir njóta hvildar
og hressingar.
Fyrsta ferðin til Júgósiaviu verður farin
17. >)ai 1978.
Ferðin stendur yfir i 3 vikur. Dvalið verður i baðstrandar-
bænum PORTOROZ — Blómahöfninni — á strönd Adrla-
hafsins i 2 vikur, en einni viku verður varið til skoðunar-
og fræðsluferðar um einhver fégurstu héruð Júgóslaviu.
Auk þess að kynnast rómaðri náttúrufegurö og sögufrægu
umhverfi.gefst þátttakendum kostur á þvi að heimsækja
verksmiðjur og aðra vinnustaði, opinberar stofnanir og
sveitarstjórnir og fræðast með viötölum og á annan hátt
um lifskjör fólksins og kynnast stjórnarfari Júgóslaviu.
Verð aðeins kr. 145.000.-
Þessi einstæða ferð mun aðeins kosta kr. 145.000,- á mann
fyrir þá sem eru félagsmenn i stéttarfélögum innan ASt
eða i félögum sem aöild eiga að Alþýðuorlofi.
Innifalið I þessu veröi er: Dagflug Keflavik/Ljubljana,
fiutningur til og frá flugvelli i Júgóslaviu, gisting I 3 vikur,
þ.e. 2 vikur á hótelunum Neptun/Apollo I Portoroz með
frium aðgangi að einkabaðströnd hótelanna, morgun-
mat/kvöldmat allan timann og — siöast en ekki sist — 7
daga skoðunarferð með Islenskri leiðsögn.
Bókanir hjá Landsýn h.f„
Skólavörðustig 16, simi 28899, og þar eru veittar frekari
upplýsingar.
Akranes-Akranes
Kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninga
1978 liggur frammi til sýnis á bæjarskrif-
stofunni Kirkjubraut 8, frá 28. mars til 25.
april n.k.
Bæjarstjóri
CASITA
fellihýsi í ór
Nú er kominn tími til að tryggja sér Casita fellihýsi fyrir sumarið.Þaö muna allir eftir töfrakerr-
unni á sýningunni Heimilið ’77sl. hausten þá heillaði hún alla.sem fengu hana augum litið, þegar
hún var i essinu sinu.
Væntanlegir kaupendur hafi sainband við
okkur strax i dag. Munið að Casitaheillar
alla með sinni frábæru, snilldarlegu,
frönsku hugvitsemi. Þér eruð aðeins 30
sekúndur að reisa þak yfir höfuð fjöl-
skyldu yðar með Casita: Casita heillar
alla.
Hallbjörn J. Hjartarson h.f.
Skagaströnd, simi 95-4629.
ÚTIER VETUR -
HJfl OKKUR ER VOR
Mynta Mnra ÓQ Ilcpla Smæra
Við bjóðum BLÓMALÍNURNAR frá HAGA
i nýjum og fjölbreyttari búningi.
*"toelf&ðnnrétt-
-"uisar
HAGI Hf
Glerárgötu 26 Akureyri sími 96 21507 Suðurlandsbraut 6 Reykjavik sími 91 84585