Alþýðublaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 8
8
AAiðvikudagur 22. marz 1973.
ITexti:
Jóhannes Ágústsson
Frumvarp eitt liggur |
nú fyrir Alþingi og nefn-
ist það "Frumvarp til
laga um þroskaþjálfa?
Segja má að frumvarp
þetta sé lagt fram i
beinu framhaldi af sam-
þykkt laga um Þroska-
þjálfaskóla íslands á s.l.
ári. Þótthér á landi hafi
verið starfræktur skóli
er sérmenntar þroska-
þjálfa siðan 1958, er
þetta i fyrsta sinn sem
frumvarp er lagt fram á
þingi um starfsgrein
þessa. Það þótti því ekki
úr vegi að kynna lesend-
um blaðsins að nokkru
starfsemi skóla þess er
menntar þroskaþjálfa:
og þá um leið i hverju
undirbúningur sá er
fóigin er þroskaþjálfar
fá fyrir starf sitt.
Hvað er þroskaþjálfi?
Þar sem orðið þroskaþjálfi er
tiltölulega nýtt i málinu er
kannski ástæða til þess að gera
dálitla grein fyrir hvað það inni-
ber. Þroskaþjálfi mun fyrst hafa
verið notað opinberlega þá er
nafni þroskaþjálfaskólans var i
reglugerð 1972 breyttú úr Gæzlu-
systraskóli i Þroskaþjálfaskóli.
t fyrstu munu þroskaþjálfar
aðallega hafa fengizt við likam-
lega aðhlynningu og hjúkrun
vangefinna, og kallaðist starf
þeirra þá starf gæzlusystra. Siðan
hefur starfssvið þroskaþjálfa
vikkað til muna og er nú við-
fangsefni þeirra auk vandamála
vangefinna, vandamál allra
þroskaheftra yfirleitt. Þess fólks
er vikur frá þvi eðlilega á ein-
hvern hátt, andlega eða likam-
lega. Þroskaþjálfar starfa þó
fyrst og fremst meðal vangef-
inna. Auk þess að sjá um alhliða
velferð þroskaheftra þurfa
þroskaþjálfar að einbeita sér að
hverjum og einum og skipuleggja
þjálfunaráætlun fyrir hvern ein-
stakling. Slikar áætlanir geta
spannað allt frá frumstæðustu at-
höfnum, t.d. að kenna viðkom-
andi að matast og halda sér
hreinum og upp i það að undirbúa
hann til að flytja á fjölskyldu-
heimilieðaaðfara i störf á hinum
almenna vinnumarkaði. Það er
t.d. ennfremur í verkahring
þroskaþjálfans að annast undir-
búning þess að þroskaheftir ein-
staklingar geti tileinkað sér bók-
legt nám.
Hvað hjúkrun þroskaheftra
snertir sérstaklega má t.d. geta
þess aö þroskaþjálfar eiga að
geta gefið lyf samkvæmt fyrir-
mælum læknis auk sprauta, pipa,
bakstra, hann mælir blóðþrýst-
ing, tekur púls, gætir að öndun
o.fl. Þá skal þroskaþjálfi geta
fylgzt með frávikum likamsstarf-
semi sjúklings frá þvi sem eðli-
legt getur talizt hvað varðar mat-
arlyst, svefn, hægðir, þvaglát,
uppgang og fleira i þeim dúr.
Störf þroskaþjálfa eru oft á tið-
um einnig verkstjórnarstörf,
margir þroskaþjálfar veita for-
stöðu deildum eða einingum
þeirra stofriana er annast að-
hlynningu þroskaheftra.
Að lokinni þessari örstuttu
kynningu á starfi þroskaþjálfa
skulum við vikja að þvi þá er
blaðamenn Alþýðublaðsins heim-
sóttu Þroskaþjálfaskólann
fimmtudaginn þann 16. þ.m.
Nemendur undirbúa
sýningu.
Þá er blaðamenn heimsóttu
skólann þarsem hanner til húsa i
nágrenni Kópavogshælis, komust
Að annast þá af þegni
þjóðfélagsins sem vei
á sig komnir
bekkur dveljast nú viðsvegar á
hinum ýmstu stofnunum fyrir
þroskahefta við verklegt nám.
Það kom þvi i hlut 2. bekkinga að
undirbúa þátt Þroskaþjálfaskól-
ans i sýningunni á Kjarvalsstöð-
um. Undirbúningur sýningarinn-
ar hefur tekið u.þ.b. einn mánuð.
Skólinn skiptist i 3 bekki þ.e.
einn bekk á hverju námsári en
þroskaþjálfanámið er 3 ár. Nokk-
urnveginn álika stór hluti náms-
ins er bóklegt og verklegt nám.
þeir brátt að þvi, að það er efst
var á baugi meðal nemenda þá
stundina^var undirbúningur þátt-
töku þeirra isýningunni „Viljinn i
verki”. En sýning þessi stendur
nú sem hæst að Kjarvalsstöðum.
Asamt Þroskaþjálfaskólanum
taka þátt i henni Styrktarfélag
vangefinna, en efnt er til sýn-
ingarinnar f tilefni 20 ára afmælis
þess, öll heimili vangefinna i
landinu svo og Oskjuhliðarskóli
og Landssamtökin Þroskahjálp.
Nemendur, sem staddir voru á
miðhæð skólahússins i annarri
tveggja skólastofa skólans voru
uppteknir við æfingu á brúðuleik-
riti. Þeir ásamt kennara skól-
ans i leikbrúðutækni Mariu
Eiriksd,. tjáðu blaðamönnum
að einn þáttur i sýningu þeirra að
Kjarvalsstöðum myndi verða
brúðuleiksýningar. En hugmynd-
in er að kynna m.a. skólastarfið
með leikbrúðum. Nemendur hafa
bæði samið textann fyrir leik-
brúðurnar og unnið að gerð þeirra
i kennslustundum hjá Mariu.
Ástæðan fyrir þvi að leikbrúðu-
tækni er ein námsgreina við
Þroskaþjálfaskólann er sú að
meðleikbrúðum eru taldir auknir
möguleikar á þvi fyrir þroska-
þjálfa að ná til þroskaheftra. T.d.
hvað varðar fræðslu.
Með leikbrúðusýningum á
Kjarvalsstöðum er einnig ætlun
nemenda Þroskaþjálfaskólans að
kynna starfssvið þroskaþjálfans,
þá munu þeir og fjalla um mann-
úðarsjónarmið o.fl. Bókasýning
er og á vegum þeirra að Kjar-
valsstöðum þ.e.þeir munu kynna
námsbækur varðandi þroska-
þjálfanám. Þá kynna þeir verk-
efni sin i föndri og samfélags-
fræði. Þeir er vinna að þessari
sýningu erusvotil eingöngu nem-
endur 2. bekkjar skólans. 1. og 3.
,,t húsnæði skólans var slðasta athvarf holdsveikra á íslandi.”
Björg Einarsdóttir fulltrúi á skrifstofu skólans rekur fyrir blaða-
mönnum sögu skólans og skólahússins.
Þroskaþjálfanemar niðursokknir I starf sitt. Hér er unnið að samningu texta fyrir leikbrúður þær er
koma skulu fram I brúðuleikhúsi skólans að Kjarvalsstöðum.
Námsferðalag 3. bekkj-
ar að námi loknu.
Þegar blaðamenn komu til að
hlýða á brúðuleik nemenda var
einmitt verið að f jalla um skólann
ogstarfsemihans i brUðuleikhús-
inu. Þar kom m.a. fram að nem-
endur læra dönsku, ensku, sið-
fræði fyrir utan verklegt nám,en
það fer fram sem fyrr segir á hin-
um ýmsustofnunum er annast þá
þroskaheftu s.s. endurhæfingar-
deild og skóla fyrir þroskahefta.
Inntökuskilyrði i Þroskaþjálfa-
skólannerum.a. þau að nemandi
skal vera oröinn fullra 18 ára,
hafa lokið námi úr 2. bekk i sam-
ræmdum framhaldsskóla (fjöl-
brautaskóla) og hafa þá lagt
stund á vissar námsgreinar. Þá
er talið æskilegt að umsækjandi
hafi hlotið nokkra starfereynslu.
Þroskaþjálfun er þriggja vetra
nám, skólinn starfar frá 1.
september til 31. mai. Veturinn
1977-1978 munu 54 nemendur
stunda nám við skólann, en á
hverju hausti eru teknir inn 20 ný-
ir. Einu sinni I mánuði fara nem-
endur i leikhús. A svonefndum
fwidurkvöldum vinna nemendur
að gerð ýmissa hluta sem þeir
siðan selja á basar höldnum fyrir
hver jól. Agóðinn rennur i ferða-
sjóð nemenda, en á hverju ári fer
3. bekkur i námsferðalag. Er þá
oftast haldið erlendis og kynna
sér þar nýorðnir þroskaþjálfar
hinar ýmsu stofnanir fyrir
þroskahefta. A siðasta ári var
farið til Danmerkur en nú mun
ætlunin að halda til Sviþjóðar.
Síðasta athvarf
holdsveikra.
Næst gengum við á fund Bjarg-
ar Einarsdóttur, fulltrúa á skrif-
stofu skólans, og fræddi hún okk-
ur m.a. um sögu skólahússins.
Það var Kvenfélagið Hringurinn
sem árið 1926 lét byggja húsið
sem endurhæfingarhæli fyrir
berklasjúka. En þar skyldu þeir
dveljast fyrst um sinn eftir dvöl á
berklahælum, áður en þeir hæfu
störf Uti i þjóðfélaginu. Var þar
um að ræöa starfsemi undanfara
þeirrar er siðar hófst t.d. að
Reykjalundi i Mosfellssveit.
Þarna var rekinn búskapur, enda
stendur húsið i útjaðri Kópavogs-
jarðarinnar, eignar rikisins og
fengust endurhæfingarsjúkling-
arnir við landbúnaðarstörf. Rikið
yfirtók starfsemi hælisins i kring-
um 1940 og dvöldust þar siðan
holdsveikir. Siðasti holdsveikis-
sjúklingurinn yfirgaf hælið fyrir
aðeins tveimur árum og er það
eini eftirlifandi Islendingurinn
haldinn sjúkdómi þessum.
Gæzlusystraskóli tslands var
siðan stofnaður 1958 og var frá
upphafi i tengslum við Kópavogs-
hælið og staðsettur þar. Forstöðu-
maður Kópavogshælis var jafn-
framt skólastjóri, gegndi Björn
Gestsson þvi starfi allt til ársins
1977 er Bryndis Viglundsdóttir tók
við starfanum, þá varð skólinn og
sjálfstæð stofnun, enda heyrir
hann siðan beint undir Heil-
brigðis- og tryggingamálaráöu-
neytið.
Piltar stunda nú einnig
þroskaþjálfanám
I upphafi voru fremur fáir nem-
endur er stunduðu nám við
Gæzlusystraskólann og eingöngu
’konur. Nú hefur aftur á móti
fjöldi nemenda aukizt, auk þess
sem nokkrir piltar taka þátt i
starfi skólans. Munu þeir er
þangað hafa sótt ánægðir með
dvöl sina þar, að sögn Bjargar
fulltrúa. Það er heldur ekki von-
um framar að nemum i þroska-
þjálfun fjölgi þvi skortur mun á
fólki með slika ,menntun.
Þrir fastir starfsmenn eru við
skólann þ.e. skólastjóri, verk-
námskennari og siðan fulltrúi á
skrifstofu. Við skólann starfa 17
stundakennarar i hinum ýmsu
greinum. Haldnir eru vikulegir
fyrirlestrar og þá til þess fengnir
sérfræðingar hinna ýmsu sviða
er varða þroskaþjálfanám. A
vegum skólans er og efnt til nám-
skeiða. S.l. haust var t.d. efnt til
þriggja mánuða kvöldnámskeiðs
i hagrænni handmennt. Til
smfðanámskeiðs fyrir nemendur