Alþýðublaðið - 22.03.1978, Síða 11
Miðvikudagur 22. marz 19^8.
Eru þeir ekki allir eins?!
örlagarík
niðurstaða
Fáir atburbir i Vestur Evrópu
hafa verið i skærara sviðsljósi
undanfarið en kosningarnar til
franska þingsins, sem nú eru
nýafstaðnar.
Siðastliðin 20 ár hafa sósialsk-
ir flokkar ekki átt aðild að stjórn
Frakklands, en nú virðist um
sinn, að likur gætu bent til, að
veldi hægri flokkanna þar yrði
niður brotið.
Franski kommúnistaflokkur-
inn er um margt vel skipulagður
og lýtur harðsnúinni forystu,
sem löngum hefur hallast að
Moskvu, þó allmiklar greinir
hafi orðið milli þeirra á siðustu
timum.
Uppkoma hins svokallaða
Evrópukommúnisma hefur átt
sinn þátt i þessari miskliö og
yfirlýsingar foringjaliðs
frönsku kommúnistanna um, að
þeir væru snúnir frá einni aðal-
fræðikenningu Sovétmanna um
alræöi öreiganna, og þá ekki
siður, að sósiölskum flokkum
beri að miða stjórnmálastörf sin
við hagsmuni eigin lands og
þjóðar, hafa farið mjög fyrir
brjóstiö á Sovétmönnum.
En um leið og franski
kommúnistaflokkurinn sneri
inn á þjóðlegri vinnubrögð og
breytta hætti i viðhorfum sin-
um, vaknaði von annarra
sósialskra flokka i landinu, að
kommarnir færu að verða
viðræðuhæfir og hugsanlegir
samstarfsmenn.
Þetta er kveikjan i þvi, að
forystumenn jafnaðarmanna og
róttækra vinstri flokksins töldu
ómaksins vert, að gera tilraun
til samstarfs. Þá mætti og reyna
á, hversu fast kommúnistum
vsri i hendi að snúa frá villu
sins vegar.
Árið 1972 tókst svo að ná sam-
stöðu milli þessara þriggja
flokka i Frakklandi og sam-
komulag um starfsskrá var
gert. Vitanlega þóttu þetta mikil
tiðindi, einnig hér á landi, þar
sem afleggjarar heims-
kommúnismans hafa verið á
nokkru reiki innan Alþýðu-
bandalagsins.
Hinn svokallaði Evrópu-
kommúnismi hefur verið nokk-
urt ihugunarefni um skeið og
það alls ekki fengist staðfest
hvort um væri að ræöa einhver
stefnuhvörf, eða brellur til aö
hylja úlfshárin.
Vitanlega hafa sporgöngu-
menn islenzkra kommúnista
orðið að beina sjónum að þess-
um hlutum, og hefur raunar
ýmislegt — beinlinis spaugilegt
— verið dregið þar fram i dags-
ljósið. Þar til má nefna þær
staðhæfingar, að eiginlega hafi
nú Evrópukommúnisminn fyrst
séð dagsins ljós á okkar ágæta
landi, ja fyrir tveim áratugum
eða svo, þó ekki hafi tekizt að
koma nafni á krógann fyrr en
italskir og franííar skoðana-
bræður gengu þar fram fyrir
skjöldu!
Auðvitað hafa svo okkar
kommar svarið af sér öll tengsl
við Moskvu og lagt áherzlu á
„sjálfstætt liferni!
Vitanlega er reynslan, sem nú
hefur fengizt af einlægni
frönsku kommúnistanna ekki
algild. En hún gæti þó gefið
nokkrar bendingar um, hvers
við mættum vænta á landi hér,
ef á reyndi á svipaðan hátt og
þar.
Við samstarf frönsku flokk-
anna kom strax i ljós, að ás-
megin sósialismans óx, þó það
yrði raunar ekki i þvi formi,
sem kommúnistarnir munu
hafa bundið vonir við.
Þannig tókst jafnaðarmönn-
um að stórauka fylgi sitt á sama
tima sem fylgi kommúnista stóð
að mestu i stað. Verður samt
ekki séð, að slikt gerðist á
kostnað hinna siðarnefndu, og
siðari ágreiningur alls ekki af
þvi sprottinn.
Jafnaður var einnig aðal-
ágreiningurinn, sem áður skildi
þessa flokka að með þeim
sinnaskiptum, sem kommúnist-
ar virtust hafa tekið.
Langt fram á liðið ár virtust
vinstri fiokkarnir vera sigur-
stranglegir i kosningunum, sem
fram áttu að fara i marz og fóru.
En þá gerast þau undur i
siðastliðnum september-
mánuði, að' franskir
kommúnistar taka að vinna aö
þvi .baki brotnu að spiundra
samstarfinu. Þeir taka að gera
ýmsar kröfur á hendur
samstarfsflokkum sinum um
breytingar á áður gerðu
samkomulagi, sem sýnt var, að
hinir gátu ekki gengið að.
Ýmsir erlendir frétta-
skýrendur, sem gjörkunnugir
eru þessum málum, viröast
hafa verið i nokkrum vafa um
hvað hér héngi á spýtunni.
Tvenns hefur verið getið til.
Annað, sem til greina hefur þótt
koma, var að kommúnistum
blæddi i augun fylgisaukning
jafnaðarmanna, borið saman
viö þá sjálfa! Hitt er, að þegar
allt kemur til alls, hafi þeim
ekki verið svo fast i hendi, sem
vænta hefði mátt, að takast á
hendur ábyrgð á stjórn rikisins!
Hvort hér er rétt til getið, eða
ekki, skal ósagt látið. En það
liggur vitanlega á ljósu, að
sundrungin, sem varð i röðum
vinstri aflanna (ef unnt er þá að
kalla kommúnista vinstri menn
yfirleitt) hlaut að verða kær-
komíð vatn á myllu hægri
aflanna.
Raunar var af hálfu frönsku
kommúnistanna ekki látið við
það sitja að draga hófsamlega
fram ágreiningsefnin. Miklu
heldur var áróðursherferð
þeirra á hendur fyrri sam-
starfsmönnum sinum ekki siður
hatramleg en barátta hægri
flokkanna gegn jafnaðarmönn-
um og vinstri róttækum!
Auðvitað liggur það i
hlutarins eðli, að franskir
kjósendur, sem höfðu fyrir aug-
um annað eins missætti, hlutu
að efast um að fært væri eða
skynsamlegt að fá þeim i
hendur stjórnartaumana, sem
voru svo sundurþykkir sin á
milli. Þvi mun hafa farið
sem fór, þó ekki munaði
miklu. Hitt verður að telja
hafið yfir alian efa, að
hefði : samstarf hinna þriggja
flokka veriö jafn heilt og áð-
ur en kommúnistar skárust
úr leik, heföu nú orðið straum-
Hvörf i frönskum stjórnmál-
um. Trúlegt er, að mörgum
sósialistum, bæði i Frakklandi
og öðrum löndum sviði
framvindan. Frakkland er
nægilega voldugt riki hér i álfu,
til þess að ekki sé sama hvorum
megin hryggjar það liggur i
þessu efni.
Hitt er og ekki siöur liklegt, aö
sósialskt sinnuðu fólki veröi á að
hugleiða i alvöru, hverskonar
fyrirbæri hinn svokallaði
Evrópukommúnismi og
fylgjendur hans eru.
Og væri þá óliklegt, að
niðurstaðan af slikum hug-
leiðingum fælist i spurningunni:
Eru þeir ekki allir eins?
í HREINSKILNI SAGT
Kínversk ást
Hér eru hin nýgiftu Odile Pierquin/ sem er frönsk og
Tian Li komin til Parísar frá Kína, en þar voru þau gefin
saman í nóvember sl.
Þessi atburður verður að teljast nokkuð merkilegur
fyrir þær sakir, að þetta er i fyrsta sinn sem Kinverji
gengur að eiga útlending, eftir að menningarbyltingin
hófst.
Því má svo bæta við, að fjölskyldan stækkar
væntanlega bráðlega, Mun Odila Pierquin fæða barn sitt
i Frakklandi.
Ert þú fólagi í Rauöa krossinum r '
Deðldir fólagsins eru um land allt.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Guðmundur Þorsteinsson
gullsmiður
^Bankastræti 12, Reykjavik. j
TRULOF-
HRINGAR
Fljót afgreiösla
Sendum gegn póstkröfu
Alþýðublaðið :
á hvert heimili ■
■ «■■■■■■■■■■■»■■■■■■ ■
VIPPU - BlíSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smíðaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
Síðumúla 12 - Síml 38220
Tilkynning
1. júni 1978 falla úr gildi réttindi til hóp-
ferðaaksturs útgefin 1977.
Réttindi til hópferðaaksturs fyrir tima-
bilið til 1. mars 1979 verða veitt i april 1978
og er umsóknarfrestur til 20. april n.k.
Umsóknir skulu sendar umferðarmála-
deild Pósts og sima, Umferðarmið-
stöðinni, Reykjavik, en þar skal tilgreina
skrásetningarnúmer bifreiðar, farþega-
fjölda og árgerð.
Reykjavik, 20. mars 1978
Umferðarmáladeild Pósts og sima
Kjörskrá
Kjörskrá til borgarstjórnarkosninga, er
fram eiga að fara 28. mai n.k., liggur
frammi almenningi til sýnis i Manntals-
skrifstofu Reykjavikurborgar, Skúlatúni
2,2. hæð alla virka daga frá 28. marz til 25.
april n.k. fra kl. 8.20 f.h. til kl. 4.15 e.h., þó
ekki laugardaga.
Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa
borizt skrifstofu borgarstjóra eigi siðar en
8. mai n.k.
Reykjavik, 22. marz 1978
Borgarstjórinn i Reykjavik
IIíisUm 8iI‘
! Grensásvegi 7
I Simi 32655.
lyfOTOROLA
Alternatorar
i bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
Hobart rafsuðuvélar.
Haukur og Ólafur h.!.
Ármúla 32—Simi 3-77-00.
Auc^senciux!
AUGLySINGASiMI
BLADSINS E R
14906
Svefnbekkir ó
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
50-50
! Sendi-
! bíla-
1 stöðin h.f.