Alþýðublaðið - 30.03.1978, Side 5

Alþýðublaðið - 30.03.1978, Side 5
Fimmtudagur 30. marz 1978 5 Örn Bjarnason skrifar SKOÐUN Fátt er það sem gert hefur fjölda fólks gáfaðra á undan- förnum árum en stagl um kyn- slóðabil nútimans. Hafa i þessi tilefni riðið fram á ritvelli alls kyns fræðimenn og spekingar með snjallræði á gylltum töfl- um. Sálfræðingar, uppeldis- fræðingar, afskiptafræðingar, veðurfræðingar og tölfræðingar hafa látið móðan mása, auk leikmanna ýmis konar. Hefur hver og einn sina útskýringu á málinu eins og við er að búast, og þótt skýringar þessar séu ekki i öllum tilfellum,,pottþétt- ar” ogeins mjög ólikar, þá virð- ast allir sammála um, eftir að hafa hellt úr sér i þessa veru, að minnast ekki á málið meir, eins og samvizkan hafi verið róuð með þvi einu, að stiga fram á ritvöllinn einu sinni eða svo. Það kom nefnilega upp úr kaf- inu, og hefur liklega verið tals- vert,,sjokk” fyrir aðstandendur og upphafsmenn kynslóðabils- ins, að þessi uppfinning, sem átti að færa mönnum friðinn, leysti ekki neitt nema siður væri, og nú er svo komið að við erum að glata þjóðerni okkar vegna þessa gerræðis. En um hvað er verið að tala. Hver er þessi uppfinning sem ég nefndi og i annan stað: hvað er kynslóðabil? Kynslóðabil er að minu viti það, þegar niðjarnir taka að litlu sem engu leyti upp þá þjóð- hætti og þá menningu sem for- verarnir létu eftir sig, en gripa þess i stað upp það sem auganu lizt bezt hverjusinni, án tillits til innihalds, og tala siðan um það sem sina eigin menningu, hversu slæmt sem það kann að reynast til frambúðar, —nú eða hversu gott. En hvernig stendur þá á þvi að við höfum á þennan hátt misst niður arf fyrri kynslóða, þannig að afar og ömmur þekkja orðið enga siðu lengur hjá barnabörnum sinum? Ef við förum eins og eina öld aftur i timann þá var þetta ekki svona, segja menn. Hvað gerðist sem kippti þessu öllu svona úr föst- um skorðum? A sinum tima bar ég þessa spurningu undir Hreiðar Jóns- son, iþróttaþjálfara á Akureyri, en þess ber að geta að Hreiðar er naskur maður. Hann taldi að þetta hefði gerzt þegar mönnum datt þaö snjall- ræði i hug að henda gamla fólk- inuinn á elliheimili, krökkunum á barnaheimili,en vinna sjálft þ.e.a.s. milliliðurinn, tvöfaldan vinnutimaá degi hverjum. ,,Þá fór þetta sjáðu til úr skorðum.” í gamla daga var þetta nefni- lega þannig, að á meðan vinnu- fært fólk vann það sem vinna þurfti á heimilinu, þá var þaö gamla fólkið sem uppfræddi krakkana i rólegheitum heima í bænum (Vel á minnzt. Rólegheit var eitt og nokkuð sem datt upp fyrir i leiðinni.). Þannig myndaðist aldrei neitt kyn- slóðabil, vegna þess að það var • alltaf eða oftast einn liður á milli uppfræðarans og nemand- ans i heimsins fræðum. Þetta er i stuttu máli svar iþróttaþjálfarans Hreiðars Jónssonar, og það verð ég að segja að mér finnst hann hafa skotið þarna mörgum lærdóms- fræðingnum ref fyrir rass. Mér skilst að á sinum tima hafi þessi lausn, þ.e. að koma gamla fólkinu á elliheimili og krökkunumá leikskóla, eða eitt- hvað þvi um likt, átt að auka á þægindi fólks. Þá virðist mér hafa gleymztað börn og gamal- menni eru lika fólk, og einnig hitt, aö börnum liður iðulega bezt hjá gamalmennum og ekki siður gamalmennum i návist barna. En það var ekki einu sinni svo vel, fyrst nýgift fólk þurfti endilega að reka foreldra sina úr húsum sinum og inn á rikisstofnanir, að menn hefðu vit á þvi að lofa börnunum að fljóta með, fyrst að þurfti nú endilega að losna við þau Uka, heldur þótti finna að koma þeim fyrir i sér fangelsi, og nú er árangurinn að koma i ljós. Úr þessu ruslararáði varð, gott fólk, — kynslóðabii. örn Bjarnason. Rithöf- unda- Þing ílok apríl — samningar vid útgefendur adalmál Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við Rannveigu Agústs- dóttur, skrifstofustjóra Rithöf- undasambands íslands og innti hana frétta af málefnum rithöf- unda. Rannveig sagði að þriggja daga rithöfundaþing yrði haldið i lok april og að einnig þá yrði aðal- fundur Rithöfundasambandsins. Liklegt er talið að aðalmál þingsins verði rammasamningur Rithöfundasambandsins við út- gefendur, en hann er, eins og mál standa i dag, mjög ófullkominn, enda hugsaður til bráðabirgða á sinum tima. Ragnar Aðalsteinsson lögfræð- ingur sambandsins vinnur nú að þvi að safna gögnum um þá samninga sem einstakir rithöf- undar hafa verið á hjá sinum for- leggjurum, en búast má við að þegar þau gögn liggi fyrir, verði fyrst hægt að gera sér einhverja hugmynd um hver kjör rithöf- unda raunverulega hafa verið á undanförnum árum. J A þinginu i lok april verður kos- inn nýr formaður Rithöfunda- sambandsins, þar sem vitað er, að Sigurður A. Magnússon , nú- verandi formaður, verður ekki á landinu næsta árið. — Ariðandi er að rithöfundar sendi Ragnari Aðalsteinssyni, lögfræðingi sambandsins, gögn um þau kjörsem þeir hafa verið á að undanförnu, svo að könnunin gefi sem bezta mynd af ástand- inu, sagði Rannveig Agústsdóttir, skrifstofustjóri Rithöfundasam- bands Islands að endingu. Ö.B Mumó • alþjóólef’t hjálparstarf Rauóa krossins. RAUÐl KROSS ISI.ANDS ■ . L..QG ÞAD * iii ii1 VARSTPU! - / . - s ■, ' ■■'&prz ?:■' , •, >/■.. .■ ■■■-' *»• V '': ■£** ..j't ;•£, i’’ '• Hver af askrifendum Visis eð því að taha þátt í áskrifendagetraun Vísis, hefur jafnáé möguleika tilþess að verða eiruim bíl ríhari^ijM Hringdu strax, símirin er 8 6611. m. : ... . Áskrífendagetraun VÍSIS ($v> rv>

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.