Alþýðublaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 7. apríl 1978 Tríóeins fremsta djass ista heims á tónleikum í Háskólabíói / * i Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Karl Steinar Guðnason, Stefán ögmundsson, Páll Zóphanfasson, bæjar- stjóri, Vilborg Harðardóttir, framkvæmdastjóri. — Mynd: GEK. Maðurinn og |s^|f SA — menningardagar ■ ■ ■ V sjómanna og fisk- vinnslufólks ÍVestmannaeyjum Akveöiö hefur verið aö halda menningardaga sjó- manna og fiskvinnslufólks i Vestmannaeyjum dagana 29. júní — 2. júlí i sumar. Munu menningardagar þessir nefnast ,/Maðurinn og hafið". Það er Menningar- og fræðslusamband alþýðu, MFA/ sem stendur fyrir þessu móti ásamt fjölda samstarfsaðila í Vest- mannaeyjum og er þetta liður í samnorrænu verk- efni hliðstæðra samtaka á Norðurlöndum. Með mótinu i Vestmannaeyjum er i fyrsta sinn efnt til slikra menningardaga alþýðu hér á landi og hefur tekizt samvinna við Vestmannaeyinga á mjög breiðum grundvelli. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, öll verkalýðs- félögin, sem hafa innan sinna vé- banda fólk sem vinnur við fisk á sjó eða landi, samtök atvinnurek- enda, fjölmörg félög áhuga- manna og fleiri hópar munu standa að mótinu. Dagskrá menningardaganna er ekki endanlega fullmótuð en hún verður mjög fjölbreytt. Má þar ? Á IMaðurinn og hafið 78 Mcnningardagar sjómanna og fiskvinnslufólks Vcstmannacyjum 29.6.-2.7. 1978 Merki menningardaganna nefna alls konar sýningar, list- sýningar, sýningu á veiðarfærum og vélum, á vinnu skólabarna. Bókasafnið, Byggðasafnið og Fiskasafnið leggja sitt af mörkum og kvikmyndasýningar verða daglega. Vinnustaðir munu opnir gestum á vinnutima, leik- sýningar verða með blandaðri dagskrá, dansleikir og tónleikar. Einnig er fyrirhuguð mjög fjöl- breytt útidagskrá. Þar verður sýnd björgun úr bát, sprang og bjargsig, auk þess sem slökkvi- Frh. á 10. siðu Trió eins fremsta djassista heims Niels-Hennings Osted Pedersens mun leika á tónieikum i Háskóiabiói 24. april n.k. Mörgum djassunnendum mun i fersku minni er hann lék á tón- leikum I Norrænahúsinu i haust ásamt dönskum félögum sinum, og eru þeir tónleikar, taldir af mörgum, þeir beztu sem boðið hefur verið upp á siðustu misser- in. Niels-Henning hefur lengi borið þá von i brjósti að stofna trió það er hingað kemur enda eru félagar hans, gitaristinn Philip Catherine og trommuleikarinn Billi Hart, náskyldir Niels i tónhugsun og jafnvigir i samleik sem einleik. Trióið hefur nýlega lokið við hljóðritun á hljómplötu sem von er á i hljóðfæraverzlanir hér á næstunni. Niels-Henning er fæddur árið 1946. Hann var ekki nema fimm- tán ára þegar hann var talinn einn efnilegasti bassa- leikari djassins. Niels hef- ur hljóðritað með flestum helztu djassleikurum verald- ar og leikið i trióum eins og triói Oscar Petersons og gerir enn og mun hann leika með trióinu á Listahátið i sumar. Á siðasta ári var hann kosinn af lesendum Melody Maker bezti djassbassa- leikari i heimi og þótti vist flest- um djassunnendum timi til kom- in. Philip Catherine sem er belgiskur, er vel þekktur bæði i djass og rokkheiminum. Hann hefur m.a. leikið með hollenzkum hljómsveitinni Focus sem er vel þekkt. Trommuleikarinn Billy Hart er ameriskur negri, og hefur leikið með mörgum þekktustu djassleikurum heims en sló þó i gegn er hann lék með sextett Herbie Hancokc. En undanfarin ár hefur hann verið miðdepill ryþmasveitar Stan Getz. Engin vafi er á að þetta er mik- ill fengur hinu dapurlega hljóm- leikahaldi islendinga, og er von- andi að þvi verði einhver lyfti- stöng með þessari heimsókn. Það er djassvakning sem á veg og vanda af hingaðkomu triósins, en það er einmitt Djassvakning sem hefur reynt hvað mest að halda uppi vegi og virðingu djassins. Forsala aðgöngumiða mun hefjast i Faco i dag föstudag. -KIE Mótmælastaða vid sovézka sendiráðið á morgun Á morgun, föstudag kl. 15-19, verður mótmæla- staða við sovéska sendi- ráðið í Reykjavík á vegum Einingarsamtaka kommúnista (marx- lenínista) — EIK(m-l). Verður staðið undir kröf- unum: Sovétríkin og Kúba burt frá Norð-Austur Afríkul, Til baráttu gegn báðum risaveldunum, Sovétrikjunum og Banda- ríkjunum! Island úr NATO — herinn burt! Verður f lutt stutt ávarp kl. 18.00 um baráttumál þessi, fyrst og fremst ihlutun Sovétríkj- anna í málefni Afríku- þjóða. i frétt um aðgerðirnar segir: ,,t löndunum Eþiópiu og Eritreu i NA-Afriku berst fátæk alþýða hetjulegri baráttu gegn fasiskri stjórn herforingja i Addis Ababa. Sú stjórn fær dyggilegan stuðning i herleiðangri sinum gegn alþýðu landanna frá Sovét- rikjunum og Kúbu. Þessi tvö lönd hafa ekki aðeins stutt fasistana með vopnum og pólitiskt,heldur berjast Sovéskir og Kúbanskir hermenn og hernaðarráðgjafar i striðinu á Afrikuhorninu. Má einna helst likja þessu striði við Indókina striðið, sem Bandarikin háðu og fordæmt var af alþýðu um allan heim. 1 Eritreu hafa Sovéskar herþot- ur varpað napalmsprengjum á óbreitta alþýðu landsins. Sovésk herskip hafa skotið af fallbyssum sinum á hafnarborg Asmara. Alþýðunm sem berst fyrir frelsi sinu er engin miskunn sýnd. Þetta ber að fordæma á sama hátt og árásarstrið Bandarikjanna i Indókina var fordæmt. Mótmæla- alda gegn innrásarstriði Sovét- rikjanna og Kúbu i Afriku er mik- ilvægur stuðningur við frelsis- baráttu þjóða Afriku, sem vilja ráða sér sjálfar eins og við. Setj- um þessa öldu af stað”. P* sfiN total-modulisiert AEG - TELEFUMKEN LITSJÓNVARPS TÆKI 26" er vinningurinn að verðmœti kr. 485.000.- Fyrir rúmlega 10 árum settu AEG TELEFUNKEN verk- smiöjurnar á markaðinn fyrstu PAL litsjónvarpstækin en þá hófust litsendingar eftir þvi kerfi i Vestur Þýskalandi. Siðan hafa yfir 40 lönd meðyfir 700 milljón íbúa tekið TELEFUN- KEN PAL KERFIÐ i notkun. islensk yfirvöld tóku einnig þá skvnsamlegu ákvörðun að velja PAL KERFIÐ FRA TELEFUNKEN fyrir íslendinga. Allir framleiðendur PAL LITSJÓNVARPSTÆKJA framleiða tæki sin undir einkaleyfi TELEFUNKEN og greiða þeim einkaleyfisgjöld. TELEFUNKEN er eina fyrirtækið sem framleiðir litsjón- varpstæki sin með 100% einingarkerfi, sem einfaidar og flýtir viðgerðum. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 * Sími 86611 '&*-00&**&* - Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-18 Sunnudaga kl. 14-22. VÍSIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.