Alþýðublaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 1 I. APRÍL 71. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. Ritstjórn bladsins er til húsa í Sídumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Ákærðir fyrir að misnota starfsaðstöðu sína — Opinbert mál höfðað gegn fyrrum bankastjórum og skrifstofustjóra Alþýðubankans Á þessum tímum þegar flest það sem gamalt er verður að víkja fyrir hinu nýja er gaman að sjá for- tiðina skjóta upp kollinum á ný. Gamli söluturninn sem flestir Reykvikingar kannast við hefur nú verið gerður upp og endurreistur á því sem næst uppruna- legum stað. Þessi skemmtilega bygging mun í framtíðinni þjóna nýju hlutverki og eflaust með sóma. AB-mynd ATA Rikissaksóknari höfð- aði i gær opinbert mál á hendur þeim Óskari K. Hallgrimssyni og Jóni Hallssyni, fyrrum bankastjórum Alþýðu- bankans, svo og Gisla Jónssyni fyrrum skrif- stofustjóra sama banka, fyrir brot gegn almenn- um hegningariögum. Eru ofangreindir enn fyrst og fremst ákærðir fyrir að hafa misnotað starfsstöðu sina i bank- anum og þar með gerzt brotlegir við 249. gr. hegningarlaganna. í fréttatilkynningu sem embætti rikissak- sóknara lét frá sér fara i Endur- reistur gær varðandi þetta mál kemur fram, að banka- stjórunum er gefið að sök, að hafa á árunum 1974 og 1975 hagað lán- veitingum, vixlakaup- um, yfirdráttarheimild- um og ábyrgðarskuld- bindingum i nafni bank- ans á þann veg, að einatt vantaði mikið á að næg- ar tryggingar væru sett- ar fyrir greiðslum með þeim afleiðingum að bankinn varð og verður fyrir fjárhagslegu tjóni sem skiptir tugum milljóna króna. Þá er þeim óskari Hallgrimssyni og Gisla Jónssyni gefið að sök aðláta geyma innistæðu- lausa tékka að upphæð rúmlega 35 milljónir króna, mánuðum saman á árinul975 i bankanum, lengst af sem reiðufé i kassa. Er Jón Hallsson talinn hafa látið þetta viðgangast þó að hann hafi hlotið að vita um það. Ennfremur er Jóni Hallssyni og Gisla Jóns- syni gefið að sök, að hafa á árinu 1975 gefið út fjö lda innistæðulausra tékka samtals að fjár- hæð rúmlega 3,3 milljónir króna til einkaþarfa á reikninga sina i bankanum, og séð um að þeir væru inn- leystir og geymdir i bankanum i langan tima án þess að reki væri gerður að innheimtu þeirra. —GEK Sprengiframboð Sjálfstædismanna í Kópavogi Er Jónas Haralz einn stuðn ingsmanna nýja listans? ,, Nú er ákveðið, að efnt verður til sérstakst f ram- boðs í Kópavogi við bæj- arst jórnarkosningar í vor," sagði Guðni Stef- ánsson, járnsmiðameist- ari, sem kjörnefnd lista Sjáifstæðisf lokksins, færði niður i fimmta sæti listans á dögunum, þótt honum eftir niðurstöðum próf kjörs bæri annað sæt- ið. „Viðbrögð fólks hér eru þann- ig, að hjá þessu verður ekki komizt”, sagði Guðni, en kvaðst enn ekki geta gefið nánari upp- lýsingar um hinn nýja lista. Meðal stuðningsmanna er Kjartan Jóhannsson, læknir og flogið hefur fyrir að Jónas Haralz sé einn þeirra, sem styðji þetta framboö og kvaðst Guðni að visu hafa heyrt þvi gleygt, en vissi ekki á þvi sönn- ur enn. Guðni sagði sig af listanum, eftir að niðurstöður kjörnefndar voru birtar, en samkvæml próf- kjörsreglum þurfti ákveðið at- kvæðamagn að vera fyrir hendi, til þess að prófkjör væri bind- andi fyrir kjörnefnd og náði þvi atkvæðamagni aðeins Axel Jónsson, sem skipaður efsta sæti Sjálfstæðisflokkslistans. Við prófkjörið var aldur þeirra, sem þátt máttu taka i þvi lágur, yngstir 16 ára. I stað Guðna i annað sætið var skipaður Rikharður Björgvins- son. Guðni Stefánsson hefur get- iö sér orð fyrir starf sitt aö i- þróttamálum i Kópavogi á und- anförnum árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.