Alþýðublaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 4
4
Þridjudagur 11. apríl 1978 jgUtm ,
alþýöu
Ctgefandi: Alþý&uflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjöri og ábyrgöarmaftur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös-
son. Aösetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, slmi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverð lSOOkrónur á mánuöi og 80 krónur i lausasölu.
Þingmenn, embættis-
menn og ýmsir aðrir
Miklar umræður hafa
orðið um hlunnindi
em bættisma nna og
bankastjóra, þingmenn,
sem hafa launuð störf ut-
an þings, nefndakónga og
fleiri slíka. Athyglin hef-
ur aðallega beinzt að
þingmönnum og háttsett-
um opinberum embættis-
mönnum.
Hlunnindi bankastjóra
og ráðherra eru af því
tagi, að þau ber að leggja
niður þegar í stað. Má í
þvi sambandi benda á
tollaafslátt og lán vegna
bílakaupa. Það er hreint
siðlaust að þessir tekju-
háu menn fái ivilnanir,
sem jafngilda árslaunum
verkamanns og jafnvel
mei ra.
Einnig þarf að hafa
strangt eftirlit með risnu
hóps opinberra embættis-
manna, og koma í veg
fyrir, að þeir gegni svo
mörgum störfum að þeir
geti engu einu þeirra
sinnt ' sómasamlega.
Þingmenn verða að hafa
frumkvæði að því, að a11-
ar aukagreiðslur til
þeirra verði tilkynntar
skattyf irvöldum.
— Á sama hátt er full
ástæða til að f ylgjast með
búsetu þingmanna. Þing-
menn utan Reykjavikur
njóta margvislegra
hlunninda. Þeir fá dag-
peninga, ferðastyrki og
f leira. Margir þeirra búa
i Reykjavik verulegan
hluta ársins og búseta
þeirra utan Reykjavíkur
ósjaldan til málamynda.
Ekki væri úr vegi að gera
nokkra úttekt á þessu bú-
setu-fyrirbæri og kanna
um leið greiðslur til ein-
stakra þingmanna.
En það, sem kannski er
eftirtektarverðast i þeirri
umræðu, er Alþýðu-
bandalagsmenn hafa
meðal annarra beitt sér
fyrir, er að fylgjast með
að hverjum þeir beina
spjótum sinum. Þeir hafa
einkum og nær eingöngu
rætt um þingmenrr, sem
eru 60, og fámennan hóp
háttsettra embættis-
manna. Öll bein laun
þessara manna eru þó
gefin upp, og þeir greiða
væntanlega tekjuskatta
samkvæmt því.
Af margvíslegum
ástæðumhefði Alþýðublað-
inu þótt eðlilegt, að
Alþýðubandalagið beindi
spjótum sínum að þeim
þjóðfélagshópi, sem er
mjög fjölmennur, hefur
hærri laun en þingmenn
og embættismenn, en
um leið aðstöðu til að
skammta sér laun, risnu
og skatta. Þessi hópur er
margfalt stærri en hópur
embættismanna og þing-
manna, sem nýtur hlunn-
inda og hef ur f leiri en eitt
starf.
Vegna gloppóttra
skattalaga, siðlausrar
fyrirgreiðslu og margvís-
legrar aðstöðu hefur
þessi hópur rakað að sér
verðbólgugróða, án þess
að greiða af honum veru-
legan skatt. Aðstaða hans
í þjóðfélaginu er svipuð
aðalsmanna fyrr á öld-
um. Leiguliðarnir eru
þeir, sem greiða skatta af
lágum- og miðlungstekj-
um. Það væri verðugra
verkefni fyrir Alþýðu-
bandalagið að berjast
gegn fríðindum þessa
hóps i stað þess að halda
uppi málþófi um kosn-
ingabrellur, þar sem hin-
ir illu andar eru komisar-
ar Framkvæmdastofnun-
ar.
Þá er nauðsynlegt að
hafa hugfast í umræðum
um laun þingmanna, að
þau eru í langflestum til-
fellum ekki nema brot af
launum fjölmenns hóps í
þjóðfélaginu. Þingmenn
verða að vera efnahags-
lega sjálfstæðir. Mörgum
hættum er boðið heim, ef
þeir eru það ekki. Þeir
verða hins vegar að fara
eftir þeim lögum og regl-
um, sem þeir setja öðr-
um. —ÁG
Rabb við forrádamenn DAS
„Við eigum þessu fólki skuld að gjalda”
Happdrætti dvala-
heimilis aldraðra sjó-
manna, sem við þekkj-
um einkum undir gælu-
nafninu DAS, hefur nú
hafið 24. happdrættisár
sitt.
Vissulega er happ-
drættið sú fjáröflun,
sem hefur gert Sjó-
mannadagsráði kleift,
að standa undir þeim
miklu framkvæmdum,
sem þegar hafa verið
gerðar. En sýnt er, að
ráðamenn láta hvergi
deigan siga.
Bygging dvalar-
heimilisins i Hafnar-
firði er þegarkomin vel
á veg og rúmar nú 84
vistmenn. Þar er einn-
ig tekin til starfa dag-
deild fyrir aldraða,
) sem er nýjung hér á
i; landi.
Þegar nýja DAS-hús-
ið var sýnt blaðamönn-
um siðastliðiiui föstu-
dag, voru forráðamenn
starfseminnar, Pétur
Sigurðsson alþingis-
maður og Baldvin
Jónsson, f r a m -
kvæmdastjóri, inntir
eftir þvi, hvort frekari
nýjungar væru á prjón-
um i starfsemi DAS,
heldur en dagdeildin
nýja-
Þeim kom saman um
eftirfarandi:
„Raunverulega gengur aldr-
aða fólkið gegnum nokkur stig,
sem þarf að sinna og vinna að
úrbótum á. Dagdeildin er eitt af
þeim og má kalla hið fyrsta.
Henni er ætlað að sinna þörfum
þeirra, sem vel eru rólfærir og
hafa nokkra starfskrafta, sem
annars nýtast ekki á almennum
vinnumarkaði. Þar þarf að
korha i viðbót heimilishjálp i
mörgum tilfellum, sem fleytir
fólkinu yfir þá erfiðleika að geta
ekki ráðið fullkomlega við
heimilishald hjálparlaust.
Við litum svo á, að það skipti
aldrað fólk afar miklu máli, að
þurfa ekki að sundra heimilinu
fyrr en um annað þrotnar. Hér
þurfa sveitarfélögin vitanlega
að taka sinn þátt I. •
Næsta stig mætti svo vera, að
aldraða fólkið gæti átt kost á
hæfilega stórum ibúðum, þegar
minna er orðið umleikis og i
sambandi við það möguleikar á
frekari þjónustu, til dæmis með
heimsendingu matar, auk þess
sem það ætti greiðan aðgang að
hejlbrigðisþjónustu. Flutningur
á ellideild og siðar sjúkradeild
mega svo kallast lokaskrefin.
Hér er mikið verk að vinna og
verðugt verkefni fyrir alla, sem
skilja og meta aðstöðuna og
vilja leggja hönd á plóginn, til
þess að greiða nokkuð af þeim
skuldum sem við eigum þessu
fólki að gjalda. Þar erekki verið
að reiða fram neina ölmusu.
Þá höfum við aðeins hafizt
handa um tilraun, sem við bind-
um nokkrar vonir við, en það er
að koma á fót einskonar sumar-
dvalarstarfsemi fyrir aldraða.
Oft og viða hagar þannig til,
að aldraðir eru á ýmsan hátt
háðir aðstoð barna sinna og
annarra ættingja. Nú getur ver-
ið þörf fyrir þetta fólk, að
bregðasér frá um stundarsakir,
til dæmisfarai sumarleyfi. Þá
kann að skipta máli, að a ldraða
fólkið hafi að einhverju aö snúa
sér i þjónustuefnum, og sömu-
leiðis hina yngri, að geta hvarfl-
aðfrá án þess að hafa áhyggjur.
Það er einmitt þetta, sem við
viljum koma til móts við.
Stutt sumarleyfisdvöl getur
lika sannarlega verið góð til-
breyting fyrir aldraða fólkið, þó
það séi sjálfu sér mestmegnis,
eða algerlega sjálfbjarga.
Reynslon verður auðvitað að
sýna, hvað fært er og heppilegt
að gera i þessu efni, til dæmis
má benda á, að þess er ekki
nægur kostur að hver og einn
geti fengið einkasvefnrými.
Jafnvel þótt fastir vistmenn
hvörfluðu frá um stundarsakir,
er ekki unnt að ráðstafa húsnæði
þeirrahanda öðrum. En um allt
þetta erum við fúsir til að ræða
og freistað að ná samkomulagi
um við sveitarfélögin, sem hlut
eiga að máli, þó aldraða fólkið
sé ekki handbendi þeirra beint.
Engum er heldur skyldara,
eða ætti að vera ljúfara en dval-
arsveit, að liðka til fyrir öldruð-
um ibúum sinum. Þar viljum
við koma á móti”, luku þeir fé-
lagar máli sinu.
o.s.
ítt víz i i&zí ,-iif ’.