Alþýðublaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 12
útgefandi Alþýðuflokkurinn KDirwimAri/P 7 7 Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild i / blaðsins er að Hverf isgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. APRÍL 1978 Skuld ríkissjóðs við Seðlabanka jókst um 50% frá áramótum Rikisstjóður skuldar nú Seðlabanka íslands tæplega 22 milljarða króna og hefur þá hækk- að um 7 milljarða frá því um áramót þegar Seðla- bankinn átti um 15 mill- jarða hjá rikissjóði. Auk þessarar hækkunar er rétt að geta þess að lán sem Séðlabankinn tekur erlendis og endurlánar siðan rikissjóði, hafa hækkað um sem svarar 2.7 milljörðum króna vegna gengisuppfærslu frá þvi um áramót. tgreiðsluáætlun rikissjóðs fyrir árið 1978 er gert ráð fyrir þvi að lántökuþörf rikissjóðs hjá Seðla- banka, vegna reksturs A-hluta stofnanna, fyrstu 6 mánuði árs- ins, sé 7 milljarðar. Þessi mælir hefur þvi þegar verið fylltur nú þegar 3 mánuðir eru liðnir af timabilinu. 1 greiðsluáætlun A-hluta rikis- sjóðs er gert ráð fyrir jöfnuði i rikisf jármálum i árslok 1978. Þetta kemur fram i fréttatilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins um þessi mál. Þar segir einnig að fjárþörfrikisins sé breytileg eft- ir mánuðum þar sem tekjur inn- heimtist yfirleitt siðar á árinu en gjöld falla til. Fjárþörf rikissjóös til að brúa slikt bil tekna og gjalda hafi verið um 7 milljarðar króna fyrstu 3 mánuði ársins, sem sé rúmlega 630milljónkróna hærri upphæð en gert var ráð fyr- ir. 1 fréttinni segir að frávik þetta megi fyrst og fremst rekja til greiðslna Rikisábyrgöas jóðs vegna skuldar RARIK við Lands- virkjun og uppgjörs útflutnings- uppbóta á landbúnaðarafurðir vegna fyrri ára. ES Þeir voru margir góðborgararnir sem brugðu undir sig betri fætinum i bllðunni á sunnudaginn og fóru i göngutúr 1 sólskininu. Þeir, sem ekki áttu gott með að leggja i langar göngur létu sér gjarnan nægja að setjast út i dy ragættina og láta sólina baða sig. — Mynd:—ATA 8k*ll Pálsson i laxeldistöðinni aft Laxalóni — My nd — GEK Skúli á Laxa lóni fær 15 milljónir kr. greiddar — tjónid metid á 32 milljónir Tekin hefur veriö á- kvörðun um að greiða Skúla Pálssyniá Laxalóni 15 milljónir króna í bætur, vegna þess tjóns sem hann varð fyrir er seiðum í laxeldistöð hans var fargað s.l. haust. Eins og mönnum er í ferski minni reis upp mikill ágreining- ur milli Skúla annars vegar og yfirvalda hins vegar um heilbrigði seiða i stöð Skúla að Laxalóni í Mosfellssveit. Greiðslan til Skúla Pálssonar er til komin á grundvelli, fjár- lagaheimildar, en i 6. gr. fjár- laga er sérstakt ákvæðisem heimilar ríkissjóði að bæta tjón sem upp kunna að koma vegna fisksjúkdóma. Ekki er greiðslan til Skúla talin til bóta 1 þeim skilningi að bótaskylda sé talin var fyrir hendi, enda munu dómstólar þurfa að skera úr um slikt. Landbúnaðarráðuneytið lét á sinum tima meta tjónið sem Skúli varð fyrir er seiðum i lax- eldistöð hans var fargað og samkvæmt þeirri könnun er tjónið metið á 32 milljónir króna. Þær bætur sem nú hefur veriðákveðið að greiða hrökkva þvi tæplega fyrir helmingi þess tjóns. Samkvæmt upplýsingum Al- þýðublaðsins mun lögfræðingur Skúla freista þess að fá þetta mál tekið fyrir að nýju i þvi skyni að fá bótaupphæðina hækkaða. Hefur hann nýverið ritað rikisstjórninni sérstakt bréf þess efnis. —GEK 10 manna nefndin Aðildarfélögin flýti athugun á enn frekari aðgerðum Adstodarfólk tannlækna myndar stéttarfélag „Nú má heita að menn fyrir norðan, austan og sunnan hafi gert upp hug sinn um þátttöku i að- gerðum okkar og aðeins eftir að vita hvað veröur hjá Vestfirðingum og á Suðurnesjum, ” sagöi Snorri Jónsson, þegar blaðið átti tal af honum í gær. Snorri sagði að á fundi tiu- mannanefndar i gærmorgun hefði verið gerö sérstök samþykkt sem hér fer á eftir: „ 10 manna nefnd ASl kom sam- an til fundar kl. 10 i morgun (þ.e. gærmorgun) að ósk Karls Stein- ars Guðnasonar, formanns Verkalýðs og sjómannafélags Keflavikur og nágrennis. Gerði hano grein fyrirumræðum þeim, sem fram hefðu farið á Suður- nesjum og væntanlegri þátttöku félagsins þar i aðgerðum Verka- mannasambandsins. Að loknum umræðum, var eftirfarandi sam- þykkt gerð samhljóða: 10 manna nefnd ASl samþykkir aö beina þvi til aðildarsamband- anna, að þau flýti alhugun sinni á frekari aðgerðum, er þegar hafa verið ákveðnar. Þann 8. s.l. var stofn- að nýtt stéttarfélag, Fé- lag aðstoðarfólks tann- lækna, og voru stofnfé- lagar á stofnfundi, sem haldinn var i Snorrabúð á annað hundrað. Formaöur hins nýja félags var kjörin Erla Ingólfsdóttir og sam- kvæmt frásögn eins meðlims hinnar nýkjörnu stjórnar, mun i gær hafa verið sent bréf til Tann- læknafélags Islands, þar sem far- ið er fram á samningaviðræður um kaup og kjör. Kjör þessarar stéttar fólks munu hafa verið afar ólik til þessa, bæði að þvi er varð- ar kaup og starf, en viðfangsefni hafa verið mis viðtæk á hinum ýmsutannlækningastofum. Mikill áhugi er meðal félaga á stéttarfé- lagi sinu, og á undirbúningsfundi þess fyrir nokkrum vikum skiptu fundarmenn hundruðum og ein- ingarhugurinn mikill. AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.