Alþýðublaðið - 11.04.1978, Síða 9

Alþýðublaðið - 11.04.1978, Síða 9
Þriðjudagur 11. aprfl 1978 9 Mál er að linni Skottulækningar! Nýlega var á það minnzt i umræðum um efnahagsmál okkar að á undanförnum ára- tugum hefðu stjórnvöld gert hvorki fleiri né færri en 22 bráðabirgðaráðstafanir til lausnar efnahagsvanda! Þetta þýðir ekki annað i reynd en að á hverju ári hefur verið gripið til slikra aðgerða svona til jafnaðar! Hér hafa allir stjórnmálaflokkar landsins átt hlut að stjórnum á þessu tima- bili, svo varla verður neinum einum alfarið kennt um ófar- irnar. Við þurfum ekki að fletta blöðum lengi eins og nú standa sakir, til þess að sjá og heyra, að grunntónninn i orðræðum flestra er, að þjóðfélagið þjáist af alvarlegum sjúkdómum efnahagslega. Um þetta kemur flestum saman, en svo má kalla að samstöðunni sé lokið. Menn eru raunar sammála um, að eitthvað þurfi að gera, en hvað þetta eitthvað eigi að vera, er önnur saga. Þetta litla þjóðfélag, sem nánast er ekki viðameira en svo, aðlitamá á það með fullum rétti sem eina fjölskyldu og alls ekki stóra i sniðum miðað við milljónaþjóðir, æfrti ekki að vera stærri vettvangur en svo, að unnt væri að sjá út yfir enda- mörkin á alla vegu. Astæðulaust er að spyrja um, til hverra ráða sé almennt gripið ef einstök fjölskylda sýkist. Það þykir svo sjálfsagt mál, að leita lækninga, sem likur mættu benda til að ynnu bug á sjúkdómnum, sé þess á annað borð kostur. En þegar kemur til sýkingar á þjóðarlikamanum, sýnist þessi einfaldi sannleikur vera furðu- lega hulinn sjónum manna. Reynslan af þessum endalausu bráðabirgðaaðgerðum ætti fyrir löngu að vera búin að sannfæra okkur um, að þær orka i hæsta lagi eins og nokkurskonar aspirin- eða magnyltöflur, aðeins til að létta þrautirnar i bili, án þess að grafast fyrir rætur meinsemdarinnar. Slikar skottulækningar ættu endanlega að verabúnar að sýna vanmátt sinn. Ýmsir vilja nú sjálfsagt segja. Já, við viðurkennum að meinsemdir séu fyrir hendi og lækningar sé þörf. En hvernig á að standa að þeim? Það er meira álitamál og deiluefni! Allt er þetta satt og rétt. En þá kemur að þvi, að við eigum nú orðið allálitlegan fjölda — að tölunni til — af allskonar þjóð- hagsspekingum — spámönnum — sem hafa sérmenntað sig einmitt i þvi að vinna bug á krankleika af þessu tagi. Annað mál er, að okkur virðist ekki nýtast nægilega af kunnáttu þeirra. Eða er hún máske yfir- borðskenndari að inntaki en gráðurnar benda til? Við heyrum daglega, að ein eða önnur framkvæmd sé háð pólitiskri ákvörðun. Þetta er sjálfsagt rétt. En þá hlýtur að vakna áleitin spurning. Eru þá stjórnmálamenn okkar alls ekki vanda sinum vaxnir? önnur spurning gæti einnnig sem bezt hangið hé aftan i. Þora stjórn- málamennirnir máske ekki, einhverra hluta vegna, að taka skarið af? Ef við litum til hinna einstöku fjölskyldna, hvort sem þær eru að reisa bú, eða hafa búið um hrft), mun það vera eitt af þvi fyrsta, sem þær hugleiða i til- efr.i af búskapnum, hvernig þær geti varið tekjum sinum sem hagkvæmast, svo þær hrökkvi fyrir lífsþörfunum. Þetta þýðir ekki annað en, að hver og einn vill gera sér raunhæfa grein fyrir getu sinni og sniður stakk- inn sem mest i samræmi við hana. Aætlanir geta vissulega brugðist, enda oft misjafnlega skynsamlegar. En þarna höfum við þó einn nokkuð fastan punkt i tilverunni, að freista þess eftir öllum föngum að vera sjálfum okkur nóg. Vissulega heyrum við oft og sjáum, að fólk teflir misjafnlega djarft og vitum að nauðsyn getur stundum brotið lög. Fráleitt er samt, að treysta um of á happdrætti tilviljana. Allt frá upphafi íslands byggðar — frá þvi Hrafna Flóki felldi búfé sitt, vegna óforsjálni — hefur það ekki þótt álitlegt að setja á Guð og gaddinn. En hvað hefur verið að gerast á næst- liðnum árum? Hvort sem mönnum likar betur eða verr, er það bláköld staðreynd, að undanfarandi rikisstjórnir hafa gert sig sekar um ótrúlegt kæruleysi i að horfa fram á veginn og meta gerðir sinar eða aðgerðarleysi i raunhæfu ljósi. Þar hefur verið lifað frá hendi til munns og látið vaða á súðum eftir þvi sem verkast vildi. Arangurinn liggur á borðinu. Aðalatvinnuvegirnir — lifs- bjargarmöguleikar okkar — standa ákaflega höllum fæti. Við verðum að játa, að ein aðal- orsökin er, að við höfum gætt næsta litils hófs og látið alltof lengi hjá liða að stinga við fótum. Svo er nú komið, að hin óheyrilega og óhóflega skulda- söfnun okkar er orðin þungur oki, sem komandi kynslóðum er fenginn i arf. Skipulagsleysi og allskonar káf i hlutum, sem vissulega væru æskilegir, ef getan hefði leyft, hafa einkennt þessi siðustu ár. Sjónarmiðið, hvað við höfum fengiðfyrir alltþað fé, sem eytt hefúr, eða varið hefur verið til margháttaðra framkvæmda, virðist algerlega hafa gleymzt. Þetta er þvi hraklegra, sem við höfum hlýtt á innfjálgar ræður ráðamanna um, aðfram- kvæmdir, sem gerðar eru fyrir lánsfé, megi aldrei verða baggi, heldur skref i áttina til að lyfta undir- þjóðarhag. Þar sem hiö gagnstæða er næstum daglegt brauð, eins og nú standa sakir, sýnist fram- kvæmd ráðamanna oft og einatt vera i stil við andvarp postulans fræga, sem viðurkenndi að hann gerðiekkihið góða,sem hann þó vildi, en aftur á móti hið illa, sem hann ekki vildi! Aður en lengra er haldið, hlýtur það að vera ófrávikjan- leg krafa á hendur stjórnmála- mönnum okkar, að leggja á borið fyrirætlanir sinar um leið og þeir ^gkjast eftir kjörfylgi landsmanna. Lakastfgf öilu er skipulagsleysið og jafnvel þó áætlanir væru að einhverju leyti gallaðar, eru þær þó betri en engar. Nóg er komið af sliku og mál að linni. í HREINSKILNI SAGT Oddur A. Sigurjónsson MINNING| Guðmundma Þorleif sdóttir f. 14. 12. 1901 — d. 3. 4. 1978 Og GunnarJónsson f. 7. 6. 1894 — d. 8. 3. 1978 ViP.ni - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm I dag verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju Guðmund- ina Þorleifsdóttir frá Hellisgötu 22 i Hafnarfirði. Hún lést hinn 3. april s.l. rúmum mánuði siðar en eiginmaður hennar Gunnar Jónsson. Má það heita táknrænt um hve samhent þau hjónin voru um hvaðeina, að svo skammt skuli hafa orðið á milli brottkalls þeirra hér úr heimi. Guðmundina var fædd hinn 14. desember i Lykkju i Garðinum. Foreldrar hennar voru Þorleifur Guðmundsson og Hólmfriður Helgadóttir. Bjuggu þau fyrst i Garðbæ i Garðinum, en fluttust til Hafnarfjarðar árið 1919 og bjuggu þar ætið siðan. Þau Þorleifur og Hólmfriður eignuðust tiu börn og komust fjögur þeirra til fullorðinsára. Með Guðmundinu eru þau öll gengin. Hinn 24. júni 1924 giftist Guðmundina Gunnari Jónssyni, sjómanni, i Hafnarfirði. Gunnar var fæddur i Garðahverfinu, en fluttist ungur til Hafnarfjarðar með foreldrum sinum. Strax á unglingsárum tók hann að stunda sjóinn og sótti sjó nær sleitulaust i 38 ár. Guðmundina axlaði störf sjómannskonunnar af æðruleysi, dugnaði og rósemi. Hún bjó eiginmanni og börnum hlýlegt og gott heimili, þar sem friður og unaður rikti. Framan af, meðan harðast var i búi, stundaði hún jafnframt verkakvennavinnu til þess að drýgja tekjur heimilisins. Þeim Guðmundinu og Gunn- ari varð fimm barna auðið. Yngsti sonurinn, Baldur, lést nokkurra mánaða gamall, en hin fjögur sjá nú á bak for- eldrum sinum báðum með mánaðarbili. Þau eru Þorleifur, stýrimaður, sem starfar nú i ál- verinu i Straumsvik, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, Jón, list- málari, kvæntur Ólöfu Óskars- dóttur, Helgi, tæknifræðingur, kvæntur Ingveldi Einarsdóttur, og Guðrún gift Gunnari Hólm- steinssyni, viðskiptafræðingi. Guðmundina og Gunnar settu fyrst saman bú sitt i foreldra- húsum Gunnars, en réðust fljót- lega i að byggja sér hús að Hellisgötu 22. Þar bjuggu þau þar til i desember siðastliðnum er þau seldu húsið og fluttust i hina nýju Hrafnistu i Hafnar- firði. Hellisgata 22 var þeirra heimili i hálfa öld. Eiga margir erfitt með að hugsa sér húsið án þeirra og þykir umhverfið hafa breyzt við flutning þeirra þaðan, rétt eins og Hafnar- fjörður hefur misst hluta af þvi fólki, sem sett hefur svip sihn á bæinn, þegar þau eru nú ekki lengur hér á meðal okkar. Gunnar skipaði sér snemma i sveit jafnaðarmanna og var ötull liðsmaður i baráttu verka- lýðsfélaganna fyrir bættum kjörum. Hann sat um hrið i stjórn Sjómannafélags Hafnar- fjarðar og var formaður þess i eitt ár. Hann var viðlesinn, við- sýnn og einarður i skoðunum. Vinnusemi og trúmennska var honum i blóð borin. Starfs- dagurinn varð lika langur, þvi að eftir nær fjögurra áratuga sjómennsku, hóf hann störf hjá Rafha og vann þar i þrjátiu ár eða allt fram á siðast liðið sumar. Sjómannasamtökin heiðruðu Gunnar árið 1971 og ári siðar hlaut hann sérstaka viður- kenningu frá Rafha fyrir störf sin i þágu þess fyrirtækis. Eg kynntist ekki þeim hjónum Guðmundinu og Gunnari fyrr en á siðustu árum, en þau kynni voru mér lær- dómsrik og ánægjuleg. Gunnar kunni frá mörgu að segja og af öllum samverustundum með þeim hjónum kom glögglega fram hve samrýnd þau voru. Guðmundina var rólynd og æðrulaus. Hún var áreiðanlega ekki þeirrar geröar, að hún hafi nokkurn timann kvartað, þótt i móti blési og það stafaði af henni góðsemi og umhyggju. Mér fannst fögur tign yfir þessum öldruðu hjónum hvar sem þau fóru. Ég flyt börnum þeirra og barnabörnum innilega hlut- tekningu mina og minna um leið og ég læt i ljós þakklæti okkar fyrir ágætar samverustundir með þeim hjónunum Guðmundinu og Gunnari. Kjartan Jóhannsson Aðrar staerðir. smíðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Siðumúla 12 - Sími 38220 ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ Mímúis IiI’ Grensásvegi 7 Simi 82655. lyiOTOfíOLA Altcrnatorar i bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platinulausar transistor i kveikjur i flesta bila. ' llobart rafsuðuvélar. í Haukur og Ólafur h. . í Armúla 32 — Simi 3-77-00. Svefnbekkir á verksmiðjuverði SV E FNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 Sersde- bíla- stödin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.