Alþýðublaðið - 14.04.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.04.1978, Qupperneq 4
4 Föstudagur 14. apríl 1978 mSSm1' alþýóu- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. , Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjdri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigur.ðs- son. Aðsetur ritstjdrnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasími: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur i iausasölu. Ríkisstjórnin á leik Fundahöld Alþýduflokksins Sú krafa er nú gerð á hendur ríkisvaldinu, að það semji þegar í stað við launalægsta fólkið í land- inu, félaga i Verka- mannasambandi Islands. Ríkisstjórnin skerti veru- lega kjör þessa fólks með lagaboði, og hefur nú tækifæri til að bæta fyrir óskynsamlega og hvat- víslega ákvörðun. Ríkisstjórnin braut löglega gerða kjara- samninga með lögum. Fyrir þá sök eina er hún erkióvinur launastétt- anna i landinu. Með ákvörðun sinni sannaði hún algjöran skort á stjórnvizku, sem margir höfðu raunar grunað hana um. Verkalýðs- hreyf ingin gerði allt, sem i hennar valdi stóð til að fá ríkisstjórnina ofan af þessari fyrirætlun, og naut stuðnings alls þorra almennings í landinu í þeim tilraunum sínum. Ríkisstjórninni var sýnd mikil þolinmæði og umburðarlyndi. Meðal annars af þeim sökum er ákvörðunin um útf lutningsbannið skiljanleg. En það hefði hins vegar verið klókara, að ákveða allsherjarað- gerðir Alþýðusam- bandsins, undirbúa þær vandlega og koma þannig i veg fyrir, að ríkisstjórn- in gæti smokrað sér undan því, að bæta launa- fólki kaupránið og saka það um uppþot og ábyrgðarleysi Eina leiðin til að halda friði á vinnumarkaði, Alþýðuf lokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið fjölmarga almenna stjórnmálaf undi víða um land. Nær undantekningalaust hafa þessir fundir verið mjög vel sóttir og þar hafa orðið fjörlegar og gagn- legar umræður. Fram- sögumenn hafa haldið stuttar ræður, en mestur hluti fundartímans hefur farið í að svara fyrir- spurnum fundarmanna. Frambjóðendur flokks- ins í Suðurlandskjördæmi efndu þar til nokkurra funda, sem allir voru fjölsóttir. I Vesturlands- kjördæmi hafa verið haldnir fundir þar sem hvert sæti hefur verið skipað. Félag ungra jaf naðarmanna í Reykjavík stendur nú að fundaherferð og á næst- unni verða fundir í flest- um bæjum og þorpum á Vestf jörðum. Á Akureyri sóttu hátt á annað hundrað manns fund Alþýðuflokksins og efnt hefur verið til funda í Norðurlandskjördæmi vestra. Á öllum þessum fundum hef ur verið áber- eins og nú standa sakir, er að rikisstjórnin beiti sér fyrir því, að samn- ingar verði haldnir, a.m.k. gagnvart fólkinu í Verkamanna- sambandinu. Ríkis- stjórnin á þegar í stað að ganga til samninga við þennan hóp launþega. Að öðrum kosti er sam- staða innan Alþýðusam- bandsins um allsherjar- aðgerðir sambandinu lífsnauðsyn. Ef ríkis- stjórnin og vinnuveit- endur hafa ekki vit á því, að hafa frumkvæði að samningaviðræðum við verkalýðshreyfinguna, á hún þann einn kost, að segja þessum aðilum stríð á hendur. í þeim efnum gildir allt eða ekkert. Aðrar leiðir eru ekki færar. andi hve stór hluti fundarmanna hef ur verið ungt fólk. Mikið hefur verið rætt um efnahags- mál, varnarmál, málefni launþega, „kratagull" og bjórmálið hefur talsvert komið við sögu. Allir þessir f undir og sá áhugi, sem þeim hefur verið sýndur, er Alþýðuf lokks- mönnum mikið ánægju- ef ni. Úr ýmsum áttum Hvar er ísland? Það virðist vefjast nokkuð fyrir leiðarahöfundi Morgun- blaðsins hvar i veröldinni Island er a.m.k. i hvaða heimsálfu landið er staðsett. Frá alda öðli, eða frá þeim tima aö menn vissu um tilvist islands og skiptu jafnframt heiminum nið- ur i heimsálfur hefur það jafnan verið skoðun þeirra að landið tilheyrði heimsálfunni Evrópu. Þó er að visu eins og þetta hafi verið nokkuð á reiki a.m.k. svo lengi sem ég man eftir mér. Það kemur og skýrt fram i fyrirsögn leiöara Morgunblaðsins 5. april s.l. er ber yfirskriftina „Atvinnuleysi i Evrópu en ekki hér. „Vissulega þarf engan að undra þótt þeir Morgunblaðs- menn, sem varla vita hvar þeir sjálfir standa I fúafeni íhaldsins (standi þeir þá enn á löppunum en liggi ekki hundflatir fyrir fót- um atvinnurekenda, heildsala sem vesturlenzkra „heilla- kráka” sinna), já vissulega þarf engan að undra þótt þeir geri sér ekki fulla grein fyrir þvi hvar Island er staðsett á jarðar- kringlunni. En slikur ósiður, að gera sér ekki almennilega grein fyrirstöðu Islands, viðhafður af Islendingum, er heldur hvim- leiöur. Þvi miöur hefur alltof lengi viðgengizt sá óvani að Islandi sé i daglegu máli haldið utan við Evrópu. tsland er og hefur frá upphafi tslandsbyggðar verið óaðskiljanlegur hluti heimsálf- unnar Evrópu frá sögulegu, efnahagslegu, menningarlegu o.s.frv. sjónarmiði. Þvi skyldu menn ekki gleyma. tsland er ekki heimsálfa ein út af fyrir sig né hluti Ameriku þótt það virð- ist æðsta ósk sumra hverra, að svo verði, og þá að Island yröi hluti þeirrar Ameriku sem af er dregið nafnorðiö amerikani i islenzku máli. Sá hvimleiði misskilningur hefur einnig náð nokkurri út- breiðslu i málfari manna hér á landi þ.e. að tsland sé ekki eitt hinna „margrómuðu” Norður- landa. Oft er talað um að hitt og þetta viðgangist á norðurlönd- unum en ekki hér. Þetta vanda- mál má einfaldlega leysa með þvi að bæta við fyrir framan oröiö Norðurlöndunum lausa greininum „hinum” þar meö má augljóst vera að Island er með i Noröurlandafjölskyldunni sem það og er. Þeim misskilningi að tsland sé einhversstaðar allt annars- staðar en i Evrópu má redda einfaldlega með þvi að tala um meginland Evrópu og Bret- landseyjar séu eylönd þau með i spilinu. Þvi það skal fúslega viðurkennthér að tsland er eyja og þvi ekki hluti meginlands Evrópu en þó óaðskiljanlegur hluti heimsálfunnar Evrópu. Þó sá misskilningur sé aö visu viða við lýði erlendis að tsland sé hvorki hluti Evrópu né eitt Norðurlanda er engin ástæða fyrir okkur tslendinga að fallast á þann skilning. Ibúar eylands þessa er vér byggjum hafa ekki lagt svo litinn skerf til menning- ararfleiðar þeirrar, sameigin- legrar, Evrópumönnum og hef- ur sá skerfur oftast nær verið góður skerfur. Megi öðrum Evrópumönnum sem og öðrum Norðurlandamönnum en tslend- ingum jafnframt Islendingum sjálfum skiljast sú einfalda staðreynd að Island er hluti og þaö góður hluti Evrópu og Norð- urlanda. J.A. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. horbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstraeti 6, sími lOIOO Aðalstraeti 6. sími 22480. Áskriftargjald 1 700 00 kr. á mánuB. innanlands I lausasólu 90 kr. ainlakiS. Atvinnuleysi í Evrópu —En ekki hér

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.