Alþýðublaðið - 14.04.1978, Page 5
iö Föstudagur 14. apríl 1978
5
■ii
bl
Félag matvörukaupmanna 50 ára:
Gagnrýna skipulagsyf irvöld
fyrir stórmarkaðina
— og telja að þeir muni fækka smærri kaupmönnum
Um þessar mundir er
Félag matvörukaup-
manna 50 ára# en félagið
er eitt af 18 sérgreinafé-
lögum innan Kaup-
mannasamtaka islands.
Tómas Jónsson var f yrsti
formaður félagsins, en
lengst hefur Guðmundur
Guðjónsson gengt for-
mennsku þar eða í 20 ár#
en hann sat í stjórn félags
Matvörukaupmanna
samfleytt í 25 ár. Lengst
hefur setið í stjórn fé-
lagsins Sigurliði Krist-
jónsson# eða í 33 ár. Nú-
verandi stjórn félagsins
skipa Jónas Gunnarsson
formaður, ólafur Björns-
son varaformaður, Jón
Þórarinsson ritari, Helgi
Viktorsson, gjaldkeri og
Ingibjörn Hafsteinsson
meðstjórnandi.
A fundi sem stjórn Félags
matvörukaupmanna boðaði til
með blaðamönnum i gær kom
fram að félagið er upphaflega
stofnað til að hamla gegn beinni
sölu heildsala til neytenda. t
máli formanns félagsins kom
fram að þrátt fyrir að margt
hafi verið gert á 50 ára ferli fé-
lagsins til að koma i veg fyrir
ofangreind viðskipti þá hefur
ekki tekist með öllu að útiloka
þau, þótt svo að mikið hafi úr
þeim dregið. Formaðurinn tók
það jafnframt fram að á 50 ára
starfstima félagsins hafi sam-
skipti heildsala og matvöru-
kaupmanna batnað til muna.
begar félag matvörukaup-
manna var stofnað fyrir 50 ár-
um voru stofnfélagar á annað
hundrað talsins. Töluðu tals-
menn matvörukaupmanna á
fundinum í gær um að á þeim
tima- hefði verið offjölgun i
stéttinni, sem komist hefði i
eðlilegt horf á kreppuárunum,
en þá fækkaði matvörukaup-
mönnum talsvert.
Að sögn matvörukaupmanna
er nú enn farið að bóla á off jölg-
un i stéttinni og kenna þeir þar
um m.a. skipulagsyfirvöldum i
Reykjavik, sem leyft hafi stofn-
un mikilla stórmarkaða viða um
bæinn. Töldu fundarmenn að ef
ekki yrði spyrnt við þessari þró-
un ætti hún eftir að hafa i för
með sér að all margir smærri
kaupmenn leggi upp laupana.
A fundi matvörukaupmanna
barst talið nokkuð að frumvarpi
rikisstjórnarinnar um verðlag,
samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti. Voru
kaupmennirnir i flestu óánægðir
með frumvarpið, sem þeir töldu
loðið og illa fram sett. Sögðu
þeir að það sem sett væri fram i
einni grein væri oftlega dregið
til baka i þeirri næstu og bæri
frumvarpið það greinilega með
sér að vera samið af lögfræðing-
um en ekki verzlunarmönnum/
Þó töldu þeir að ákveðin atriði;
frumvarpsins væru til bóta.
A fundinum gerðu kaupmenn-
irnir að umtalsefni skrif fjöl-
miðla um verzlunina i landinu.
Töldu þeir að oft hefði andað
köldu frá fjölmiðlum i þeirra
garð, og alið á tortryggni neyt-
enda i garð kaupmanna.
— Við erum aðeins launþegar
sem ráðum engu um okkar kjör,
sagði Jónas Gunnarsson for-
maður félagsins, — og hræddur
er ég um að mörgum launa-
manninum þætti timakaup okk-
ar kaupmannanna stundum æði
lágt. —GEK
Ráðist inn í
fbúð
A miðvikudagskvöldið voru
tveir menn fluttir á slysavarð-
stofuna eftir að ráðist hafði verið
inn i ibúð þar sem þeir dvöldu við
Hrisateig. Arásarmennirnir voru
fjórir að tölu, og siðdegis i gær
hafði lögreglunni tekist að hafa
hendur i hári tveggja árásar-
mannanna, og stóðu vonir til að
hinir tveir næðust fljótlega. Ann-
ar þeirra sem fyrir árásinni varð
hlaut beinbrot i andliti. Að sögn
Njarðar Snæhólm rannsóknarlög-
reglumanns hafa mennirnir tveir
sem teknir voru fastir eftir árás-
ina, báðir komið við sögu hjá lög-
reglunni áður. —GEK
Innbrot
í fyrrinótt
Nokkuð var um innbrot i höfuð-
borginni ifyrrinótt. Brotist var
inn i Arbæjarskólann en ekki er
kunnugt um að neinu hafi verið
stolið þar. Þá var brotist inn i
verzlun við Bankastræti 8 og stol-
ið 3 tölvuúrum. Ennfremur var
brotin stór rúða i bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar. Ekki
hafði tekist að upplýsa þessi mál
siðdegis i gær er blaðið hafði
samband við rannsóknarlögregl-
una. —GEK
f tilefni 50 ára afmælis Menn*
ingarsjóds og Menntamálaráðs:
Hálfrar aldar
starfsafmæli
Menningarsjóds
og Menntamála
ráðs
Um þessar mundir hafa
Menningarsjóður og
Menntamálaráð starfað
um hálfrar aldar skeið.
Menntamálaráð kom fyrst
saman til fundar 1. júní
1928 og hef ur á þessu tima-
bili haldið alls 1088 fundi,
en það er sem kunnugt er
starfandi stjórn sjóðsins.
Menntamá laróð var
kjörið í fyrsta sinn á Al-
þingi vorið 1928 og skipuðu
það eftirtaldir menn:
Rágnar Asgeirsson, Ariii Rálsson.
Sigurður Nordaþlngibjörg H.
Bjarnason,Stefán Jóh. Stefánsson
Frá upphafi var ráb fyrir þvi
gert að Menningarsjóður hefði
meðhöndum alla þá fyrirgreiðslu
við menntir oglistir i landinusem
opinberir aðilar önnuðust og ekki
féll i verkahring skólastofnana og
sérstakra rannsóknastofnana eða
fjárveitinga frá Alþingi. Var
starfsemi Menningarsjóðs þvi
mjög margþætt lengi framan af,
en sem kunnugt er hefur talsverð
sérhæfing átt sér stað i þessum
efnum á siðari árum. Má þannig
segja að eftir taldar stofnanir hafi
sprottið af Menningarsjóði:
Listasafn Islands,
Vísindasjóður,
Rikisútgáfa Námsbókp,
Lánasjóður Islenzkra náms-
manna,
Fræðslumyndasafn rikisins,
— auk ýmissa opinberra
styrktarsjóða og árlegra fjárveit-
inga vegna starfa að listum og
menntum i landinu. Þessi þróun á
'sér enn stað, og hafa miklar um-
ræður verið að undan förnu um
stofnun sérstaks Kvikmynda-
sjóðs.
Bókaútgáfa hefur löngum verið
umfangsmesti þátturinn i starf-
semi Menningarsjóðs og yfir-
gnæfandi eftir að afskiptum
sjóðsins af námslánum lauk. A
vegum Bókadeildar Menningar-
sjóðs og siðar Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs var á sinum tima kom-
ið upp mjög fjölmennu félags-
mannakerfi um allt land, og var
hér um að ræða stærsta bókafor-
lag landsins um árabil. Hefúr
starfslið Menningarsjóðs jöfnum
höndum unnið að Utgáfustarf-
seminni og öðrum þáttum i störf-
um stofnunarinnar.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins gefur út Al-
manak Islands i samvinnu við
Háskóla íslands, Almanak Hins
islenska þjóðvinafélags og ársrit-
ið Andvara. Meðal annarra Ut-
gáfuverkefna má nefna bóka-
flokkana „Lönd og lýöir” og „Al-
fræði Menningarsjóðs”. Enn má
nefna að á siðustu árum hefur
mikið verið unnið að útgáfu Is-
lenzkrar orðabókar, en endur-
skoðuð og aukin Utgáfa hennar er
i undirbúningi, og væntanlegt er
siðara bindi stórvirkisins Korta-
sögu tslands eftir Harald Sigurðs-
son bókavörð.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur samstarf við ýmsar vis-
inda- og rannsóknastofnanir um
útgáfustörf. Má þar nefna Rann-
sóknastofnun i bókmenntafræði
við Háskóla tslands, Sagnfræði-
stofnun Háskóla tslands og Stofn-
un Arna Magnússonar á Islandi.
A hverju ári veitir Menningar-
sjóður margháttaða styrki til
listafóiks og menningarstarfsemi
i landinu. Nokkur siðustu ár hefur
styrkjunum verið þannig háttað
að veittir hafa verið eftir taldir
styrkir:
styrkur til kvikmyndagerðar,
styrkur til tónverkaútgáfu,
dvalarstyrkir listamanna,
ferðastyrkir og styrkir til
ýmissar menningarstarfsemi,
— og loks hefur Menntamálaráði
jafnan verið falið að úthluta
„styrkjum til visinda- og fræði-
manna”.
Nú sitja þessir menn i Mennta-
málaráði:
Baldvin Tryggvason, varafor-
maður. BjörnTh. Björnsson, Jón
Sigurðsson ritari, Kristján Bene-
diktsson, formaður Menntamála-
ráðs, Matthias Jóhannesen
Nú má taka með toll-
frjálst inn í landið
sem svarar 32 þús.
— leyfilegt tollfrjálst áfengismagn einnig aukió
Frá og með 12. april er ferða-
mönnum, sem koma frá útlönd-
um, heimilt að hafa með sér
hingað til lands, án greiðslu að-
flutningsgjalda, varning að
andvirði allt að 32.000 krónur og
er þá miðað við smásöluverð er-
lendis. Hér er um allverulega
hækkun að ræða, þvi fyrri reglu-
gerð kvað á um að andvirði
sliks varnings mætti einungis
nema 14.000 krónum.
Af þeim 32.000 krónum sem
áður voru nefndar má andvirði
annars varnings en fatnaðar
ekki nema meiru en 16.000
krónum. Hvað varðar matvæli,
þar með talið sælgæti, má ein-
ungis hafa með sér inn i landið
sem svarar 3.200 krónum í stað
1400 áður. Andvirði myndavéla
segulbandstækja, sjónauka og
útvarpstækja má nema 24.000
krónum, enda sé andvirði nýrra
vara i heild ekki meira en 32.000
krónur.
Svo sem kunnugt er, gilda
sérstakar reglur um farmenn og
flugliða, sem eru i förum milli
landa. Menn i þessum stöðum,
sem verið hafa 20 daga eöa
skemur i ferð, mega nú hafa
með sér til landsins tollfrjálsan
varning að andvirði 7.000 króna
eftir hverja ferð, i stað 3.000 áð-
ur. Sé lengd ferðar á bilinu
21—40 dagar skal farmönnum
og flugliðum heimilt að flytja
með sér til landsins tollfrjálsan
varning að andvirði 21.000 króna
i staö 9.000 áður, en fyrir 32.000
kr. i stað 14.000 sé ferð lengri en
40 daga.
Meira tollfrjálst vín
Aukið hefur veriö það magn
tollfrjáls áfengis', sem ferða-
menn mega taka með sér inn i
landið Nú er leyfilegt að taka
með sér sem nemur 1 litra af
sterku áfengi i stað 3/4 litra áð-
ur. Engar breytingar eru frá
eldri reglugerö um það magn
áfengis og tóbaks sem áhafnir
mega taka með sér tollfrjálst
inn i landið.
ES
Bók um þjódgarda
íslands, fólkvanga
og friðlýst svæði
i tilefni hálfrar aldar af-
mælis Menningarsjóðs og
Menntamálaráðs hefur
ráðið samþykkt að efna til
útgáfu bókar um þjóð-
garða islands, fólkvanga
og friðlýst svæði.
Bókin verður eins konar hring-
ferill um landiö og veröa einstak-
ir menn fengnir til að rita um
ákveðna staði.
Bókin hefur verið hugsuð sem
einskonar stofn, sem bæta megi
við eftir þvi sem tilefni gefst.
Ritstjóri hefur veriö valinn
Gisli Jónsson menntaskólakenn-
ari á Akureyri og útgafunefnd
skipa eftirtaldir menn: Baldvin
Tryggvason, Björn Th. Björns-
son, Jónas Jónsson og Sigurður
Þorarinsson.