Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 9
ssssr Föstudagur 14. apríl 1978 9 ■■Slnn hundur af hverium bæ”? óháð framboð Helzter svoað sjá, að nokkuð verði um svokölluð óháð fram- boð, bæði til Aiþingis og samt einkum til sveitarstjórna ó þessu herrans ári. Þar eru þó engan veginn öll kurl komin til grafar. Auðvitað er það skýlaus réttur — sem aldrei má skerða — hvers kjósanda, að skipa sér, eða skipa sér ekki i ákveðinn stjórnmálaflokk, nú eða þá til- tekin samtök um hagsmuna- eða áhugamál. Loks er það algengt, að menn, sem annars tilheyra ekki sama stjórnmálaflokki, skipi sér saman á lista til sveitar- stjórnarkosninga einkum i þeirri von, að fá aukinn styrk þar með, til þess að vinna að sameiginlegum hugðarmálum sem vera kunnu á döfinni þá og þá. Mennhafa gripiðtil þessráðs, að kalla sameiginleg framboð annars ákveðinna flokksmanna i fleiri en einum flokki, óháð, þó deila megi um réttmæti þess, en það stafar vitanlega af þvi, að menn vilja ekki setja ákveðið flokksmark á slika framboðs- lista. Allt er þetta eðlilegt þegar þessar samsteypur gera svo hreint fyrir sinum dyrum, að segja hispurslaust fyrirfram hvaða erindi þau þykjast eiga i lónið. Nokkuð annarseðlis er, þegar tilgangurinn er vafinn i meira og minna þokukenndan hjUp, svo sem einsog þegarþvi' er lýst yfir, að þær vilji og ætli sér að „vinna að framgangi” (!) sveitar- eða bæjarfélags sins, litið skilgreint! Á þær yfirlýsingar verður fremur að lita eins og útúr- snúninginn úr Skúlaskeiði Grims, sem einhverjir meira og minna misheppnaðir bögubósar reyndu að tima- og staðfæra til bilaaldar, þannig. „Skúli gamli sat i jeppa sinum, og vissi ekkert hvert hann var að fara”!, heldur en alvörumál. Oftast er kveikjan i slikum samtökum ei nh v erskona r óánægja með mannlifið og til- veruna og nánasta umhverfi. Það ber ekki svo sjaldan til, að menn verða óánægðir eða móðgaðir, vegna þess, að þeir þykjast ekki sjálfir hafa fengið nægan eða verðskuldaðan fram- gang. Það getur vitanlega alla hent, að vera ekki ánægðir þar með. Slikter þó oftastháð sjálf- dæmi i eigin sök, sem allajafna þykir mega gera ráð fyrir persónulegum skekkjum i, i öllu, sem snýr að manninum sjálfum. Einhver löngu dauður heim- spekingur hefur látið sér það um munn fara, að óánægja sé kveikjan i öllum framförum, og má rétt vera, ef nægilega stórir hópar manna, sem allir eru óánægðir með það sama, safn- ast saman i þeirri veru að bæta úr. A það er samt að lita, að óánægjan ein, sem deilist og dreifist á margskonar aðgerðir og framkvæmdir i umhverfinu — að ekki sé talað um ef hún er meira en minna persónubundin — verður sjaldan máttug til lif- rænna átaka. Þess er nefnilega jafnan skammt að biða, þó hinir óánægðu nái saman i bili, að þeir taki að vera óánægðir hver með annan! Þarf litlum getum aðleiða að endalokum siglingar á þvilikum galeiðum! Þessi hefur og orðið raunin hér á landi, svo sem marg- kunnugt er og má vera öllum ljós, sem nenna að lita yfir far- inn veg. Allt annars eðlis er auðvitað skipan manna i flokka, þó það muni vera næsta fátitt, að menn séu 100% sammála, það er að segja frjálsir menn i lýðræðis- rikjum. En meðan menn eru sann- færðir um, að stefna og aðgerðir ákveðins flokks séu við hæfi og geðslag sitt, að meirihluta, er það vitanlega hygginna manna háttur, að halla sér þar að. Annað kemur varla til greina, vilji menn vera sómasamlega rökrænir. Flokksmönnum stendur einnig opið að vinna að breyti- ingum á stefnu og starfsháttum flokksins, og þar er vettvangur- inn sem telja verður i alla staði eðlilegan. Það er svo enn önnur saga, að eitthvert misheppnað steigur- læti hamlar mörgum frá að skipta um flokka þó skoðanir hafi löngu hætt að falla saman i veigamiklum efnum. Þar kemur til sjálfbyrgings- hátturinn. að láta það ekki á sig ganga, að menn hafi ekki frá öndverðu haft rétt fyrir sér! Þegar um svokölluð óháð Alþingisframboð ræðir, eru það viðtekin lög, að sh'kt getur ekki gefiðrétt til uppbótarsæta. Það er vitanlega fullkomlega rök- rétt. Með lögunum um uppbótar- sæti er gerð tilraun til að þeir flokkar, sem hafa ekki fengið þingfylgi i samræmi við atkvæðamagn, nái nokkru eða fullu réttlæti i hlutfalli við það. Enginn veit auðvitað að fullu i hvaða áttir óháð framboð stefna, eða að minnsta kosti er það lausara i reipum en s vo, að hendur verði á festar, og þar af leiðandi engin trygging fyrir, að þau stefni að svipliku eða sama marki, nema siður sé. Auðvitað má gera þvi skóna, að fram geti komið skörungar i óháðum framboðum, sem skaði væri að missa af löggjafar- þinginu. En þess eru samt fá dæmi, þó til séu. Liklegt er einnig, að slikir menn væru þess umkomnir að safna að sér nægi- leguliði til flokksmyndunar, eða sameinast öðrum, sem hefðu svipuð áhugamál. Hinsvegar verður að lita svo á, eins og löggjafinn hefur raunar staðfest, að óháð framboð séu til litillar þurftar fyrir land og þjóð, einkum ef mörgværuog næðu einhverjum framgangi. I flestum tilfellum myndi það áorka þvi einu, að dreifa kröftum, sem vissulega eru nógu dreifðir fyrir, en gætu nýtzt betur á annan veg. Ágreiningur um meiri eða minni tittlingaskít, hvorki á né má leiða til þess að svipmótið á væntanlegum stjórnendum lands og lýðs, verði eins oog „sinn hundur af hverjum bæ” og bæirnir margir! f HREINSKILNISAGT ___. 0llt,u, k S|8uri°nss<in Afrek danskra skurðlækna Saumuðu afskorna hönd á sinn stad — þrátt ffyrir að klukkustund væri liðin frá slysinu Læknar á sjúkrahúsinu í óðinsvéum i Danmörku unnu óvenjulegt afrek ekki alls fyrir löngu er þeir saumuðu afskorna hendi á 18 ára gamlan danskan verkamann. Þrátt fyrir að afsöguð hendin með öllum fingrum kæmi heilli klukkustund á eftir mann- inum á sjúkrahúsið af slys- staðnum# tókst læknum að sauma hana á og gæða hana lífi á ný. Hins vegar var fingrunum fækkað um tvo/ þar sem útlit var fyrir að tveir fingur myndu ekki verða nothæfir framar. I dag getur maðurinn notað hendina sína til að grípa um hluti o.fl. og hann er byrjaður að fá tilfinningu í fingurna þrjá. Saga þessi birtist i „Ugeskrift for læger”, timariti lækna i Dan- mörku. Þar er nánari lýsing á þessu afreki dönsku læknanna. sem með aðstoð smásjár saum- uðu saman æðar, vöðva og sinar, til að vekja á ný lif i hinum afsag- aða likamshluta. I Danmörku eru það einkum þrjú sjúkrahús sem sérhæfa sig i aðgerðum á borð við þessa, Land- spitalinn, sjúkrahúsið i Arósum og sjúkrahúsið i óðinsvéum. Þetta krefst mikillar sérhæfingar og menntunar og skurðlæknarnir þurfa stöðugt að halda sér i þjálfun, meðal annars með þvi að æfa skurðaðgerðir á dýrum. Setja likamshlutana í plastpoka Til að svona aðgerð megi heppnast, er afgerandi mikilvægt að þeir likamshlutar sem hafa af einhverjum orsökum orðið við- skila við likamann varðveitist á réttan hátt, áður en þeir eru saumaðir á sinn stað. Tveir af læknum sjúkrahússins i óðinsvéum gefa eftirfarandi „uppskrift”. Setjið afrifna likamshlutann i plastpoka og sökkvið honum i fötu með isvatni i. Þannig gæti hann varðveist litt eða ekki skemmdur i einn sólarhring án þess að blóð rynni þar um æðar. Með þessu eru likurnar fyrir vel heppnaðri áðgerð meiri en ella, en læknanna biður erfitt verkefni að leysa: að sauma saman taugar og æðar, skeyta saman bein og flytja húð af öðrum stöðum likamans til að græða yfir meiðslin. Mikilvægt er að þegar I stað verði gengið úr skugga um að t.d. hendi virki nokkurn veginn eðli- lega eftir aðgerð sem þessa. Stifir og óþjálir fingur geta orðið sjúk- lingnum til meiri vandræöa 1 framtiðinni en að þeir væru alls ekki. Þvi var til dæmis tekin ákvörðun um að taka tvo fingur af danska verkamanninum i dæminu hér á undan. Þumalfingur saumaður Læknar i Óðinsvéum hafa einn- ig saumað afskorinn þumalfingur á 16 ára dreng og það með góðum árangri. Drengurinn var að vinna með vélsög og missti fingurinn i sagarhjólið — og ekki þurfti að spyrja að afleiðingunum. Læknarnir segja að með sömu vinnubrögðum megi sauma á sinn stað afskorinn getnaðarlim, eyra eða nef. (Aktúelt) Höndin með öllum fingrunum kom ekki 4 íjúkrahúsið fyrr en klukkutfma eftir slysið. Tveir fingur eyðilögöust.en f dag hefnr sjúklingurinn hönd með þremur virkum fingrum og er byrjaðuraðfá mátt Ihendina. Iliisilis llí Grensásvegi 7 Simi 82655. (& motorola Alternatorar i bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platinulausar transistor kveikjur i flesta bila. Hobart rafsuðuvélar. ltaukur og Ölafur h. . Ármúla 32—Simi 3-77-00. Auo^semiur'. Svefnbekkir á verksmiðjuverði AUGLYSINGASlMI BLAOSINS ER 14906 SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 I Sendi- I bíla- [stöðin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.