Alþýðublaðið - 19.05.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 19.05.1978, Qupperneq 4
Föstudagur 19. maí 1978 alþýðu LlLeh tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurösson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla IX, simi 8X866. Kvöldslmi frétta- Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mán- uöi og 100 krónur I lausasölu. HAMSKIPTI Það er með einkennilegri staðreyndum um islenzkt samfélag, að sennilega má á það gizka að Morgunblaðið sé keypt á nær fjórum af hverjum fimm heimilum i landinu. Það er ó- trúlega mikil útbreiðsla. Það er hins vegar frjálst val kaupenda og þeirra helgur réttur. En þetta er þeim mun einkennilegra þegar á það er horft, hvernig Morgunblaðið hefur verið að umhverfast nú fyrir kosningar. Flokksáróð- ur Morgunblaðsins verður grimulausari með hverjum deginum. Þegar hæfilega langt er til kosninga eru fréttir á útsiðum blaðsins. Þeg- ar nær kosningum dregur verður það stórfrétt á baksiðu að Birgir ísleifur Gunnarsson sé að fara að halda einhverja fundi i Reykja- vik. Fréttir vikja, en gerfiviðtöl við frambjóðendur verða æ plássfrekari. Embættiskerfi borgarinnar er nýtt til fulln- ustu. Þeir ganga frá áætlunum (eins og grænu byltingunni forðum), þeir afhenda ibúðir. Þeir birta broshýrar og hamingjurikar ljósmyndir af frambjóðendum, embættismönnum. Njót- endur félagslegrar þjónustu, sem þó eru ekki að gera annað en neyta mannréttinda sem ættu að teljast sjálfsögð með siðmenntuðum þjóð- um, verða með óvæntum hætti þátttakendur á kosningaljósmyndum Morgunblaðsins. Morgunblaðið er stórt, blaðsiðurnar eru margar og blaðið er útbreitt. Samt er það eins- dæmi i lýðræðisrikjum að nærfellt fjögur heim- ili af hverjum fimm greiði fullt verð fyrir póli- tiskan áróður af heldur ódýrri tegund. Vera má, að útbreiðsla Morgunblaðsins eigi stóran þátt i langvarandi stjórn Sjálfstæðis- flokksins á Reykjavikurborg. Morgunblaðið hefur einnig að undanförnu búið til andstæðing fyrir borgarstjórnarmeirihlutann og þessum andstæðingum hampar blaðið stöðugt. Höfuð- andstæðingurinn er Alþýðubandalagið, og satt er það, léttvægur er hann. Það er einnig senni- lega rétt mat hjá Morgunblaðinu að ef þvi tekst að koma þvi inn hjá nógu mörgum að baráttan standi milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags, þó gerir það róður Sjálfstæðisflokksins léttari. Morgunblaðið hefur verið að taka hamskipt- um. Að auki hefur Morgunblaðið eina megin- reglu fyrir borgarstjórnarkosningar. Á mið- vikudag fyrir kosningar gerir Morgunblaðið sina lokaútrás. Þá verður blaðið undirlagt með vinalegum fjölskyldumyndum af hamingju- sömum frambjóðendum, þá verður fréttum og áróðri ruglað saman. Og hápunkti nær svo stórsóknin á kjördag. Reykvikingar hafa horft á þennan leik svo lengi sem elztu menn muna. Blað allra lands- manna tekur stigmagnandi hamskiptum sem málgagn meirihluta borgarstjórnar. Svo verður eins og blaðran springi á kjördag. Daginn eftir kosningar taka þeir siðan sann- gjörn viðtöl við oddvita allra lista um kosn- ingaúrslitin. Alþýðublaðið vill hvetja lesendur Morgun- blaðsins til þess að fylgjast kirfilega með þess- um kostulegu hamskiptum. Það er i sjálfu sér ekki hægt að hafa mikið gagn af Morgunblað- inu meðan það er i þessum ham. En það er hægt að hafa nokkurt gaman af þvi. ,VG Meindýraeydir sóttur heim rotturf urt skeið og i fyrri viku f' brugðu blaðamenn Al- þýðublaðsins sér á fund hans, til þess að kynnast i stórum dráttum hvern- ig starfsemi þessi er rekin. Þegar viö komum inn Ur dyrun- um, rekum við strax augun i mann, sem er i óöaönn aö brytja niöur franskbrauö, og i fyrstu mætti ætla aö til stæöi aö fara aö fóöra endurnar á tjörninni. En þegar hann seilist eftir stórum brúsa, vendilega merktum hinum þrieina eiturkrossi og mynd af hauskúpu, þarf ekki frekar vitn- anna viö hvaö hér er 1 bigerö. Þaö kemur enda á daginn, aö kassinn meö franskbrauöinu á aö fara rakleitt niöur i fjöru, þar sem hann á aö veröa tálbeita fyrir rottur, sem þar kynnu aö búa. Við skyggnumst betur I kring um okkur og komum auga á kort af Reykjavik,alla vegaút stungið meöprjónum, sem hafa mismun- andi litanhaus. Sumir prjónanna tákna að hér hafi menn rekizt á rottu, aörir að þarna hafi verið mýs á ferli. Blóðrauö kerti vekja llka athygli okkar, þaö eru para- fínstönglar, gegnsýröir rottueitri og ætlaöir til aö hengja I ræsi og brunna. Breiðholtið rottulaust enn Við nánari athugun á kortinu í lágreistu húsi við Þessi starfsemi er rekin Vegamótastig i Reykja- undir stjórn Ásmundar vik, er meindýraeyðir Reykdal, sem gegnt hef- borgarinnar til húsa. ur þessu starfi um nokk- Undir þessari eldavél, I húsi einu I gamla bænum bjó mús, sem þrátt fyrir tvær tilraunir haföi ekki látiö glepjast, en náö aö éta agniö, — ósködduö. En hér er ekki gefizt upp og enn er gildran spennt. Markús skipstjóri opnar Sjóbúð: Framleiðir m.a. nýja tegund björgunartaekis Sjóbúð Markúsar skip- stjóra— islandi allt; þess- ar áletranir má lesa á skiltum utan á lágreistri byggingu við Hvaleyrar- braut 7, í Hafnarfirði. Þarna er að finna vinnu- stað Markúsar B. Þor- geirssonar, en um leið er þarna að finna merka samantekt slysasögu is- lands, aðallega sjóslysa- sögu, í máli og myndum á veggjum. Markús útbýr og selur margs kyns nytjahluti úr næloni sleftóg fyrir bila, öryggisnet fyrir menn sem vinna á vinnupöllum utan á og inni í byggingum o.s.frv. Einnig net til að varna því að slys geti hlot- iztaf götum í góifi nýbygg- inga. Þá framleiðir Markús sérstæðar net- mottur úr næloni til að koma bilum úr sjálfheldu í hálku. Að sögn hans voru mottur þessar reyndar f vetur og gáfu góða raun. Síðast en ekki sízt hefur Markús útbúið hlut sem hann nefnir bjargmottu.Það er netbútur meö flothringjum & og i mottuna er fest löng nælonsnúra. Markús taldi bjargmottuna hafa marga kosti umfram venjulega bjarg- hringi til að bjarga fólki úr sjó og vatni. Til dæmis bærist netið ekki nærri þvi eins hratt undan straumi og bjarghringur og auk þess væri betra að festa á þvi hendur. Sagöi hann upplagt aö hafa mottur af þessari gerö meö i skemmtibátum og öörum bátum Markús kvaðst lengi hafa haft ,og hafa taugina i mottuna stöðugt áhuga á slysavarnamálum, enda fastbundna viö bátinn, þannig að fjórum sinnum komizt I lifsháska hún væri stööugt til taks. Hugnanlegur vinnustaöur: myndir á veggjum, steroútvarp og kæli- skápur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.