Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Alþýðublaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 10
Föstudagur 16. júní 1978 ■gjjj*' iFöstudagur 16. júní 1978 11 10 SUl síðan RITSTJORI: KJARTAN 0TT0SS0N Jafnaðarstefnan Jaf naðarstefnan eða sósíalisminn stefnir að auknum jöfnuði manna á með- al, hún vill, aðsérhver þjóðfélagsþegn fái réttláta hlutdeild í efnislegum gæð- um og sem allra mest ákvörðunarvald á öllum sviðum þjóðlíf sins. Uppruni jafnaðarstefnunnar Hugsjón jafnaðarstefnunnar tók á sig fasta mynd í kenningum nokkurra 19. aldar hugsuða. Helztur þeirra var Karl Marx, sem telja verður föður nútíma jafnaðarstefnu. Þó að kenningar Marx hafi verið kúguðum verkalýðnum ómetanlegur hvati til átaka, er ekki hægt að ætlast til að hann sæi fyrir alla seinni tíma þjóðfélagsþróun, enda byggði hann i veigamiklum atriðum á heimspekilegum forsendum, sem nú þykja almennt forngripir og stóð á þekk- ingarstigi 19. aldar í vísindum. Kenningar hans haf a því mestan part aðeins sögulegt gildi fyrir nútímamenn. Stærsta missýn Marx var, að hann vanmat mátt verkalýðsins til að knýja f ram breytingar smátt og smátt. A hans tíma voru slíkar andstæður milli kjara yfirstéttarinnar og sultarlifs verkalýðsins og lýðræði auk þess vanþróað, að hann sá enga aðra framfaraleið en byltingu. En auðvaldsöflin voru smám saman knúin til eftirgjafar, til að hækka kaup og bæta aðbúnað verkafólks. Verkalýðsf lokkar efldust til áhrifa samstiga þróun lýðræðis og knúðu fram þjóðfélagsbreytingar, sem settu kúgun verka- lýðsins skorður. En þrátt fyrir það að mikið haf i áunnizt, þó fyrst og f remst hér í norðanverðri Evrópu, en baráttunni langt f rá því að vera lokið. ihalds- öflin hafa enn sterk tök á skoðanamyndun almennings í krafti auðs síns og yfirráða yfir f jölmiðlum, og beita þeim til að slá ryki í augu alþýðu og lof- syngja ríkjandi þjóðfélagskerfi. Þar er Morgunblaðið ágætt dæmi. Kapítalistar finna alltaf nýjar og nýjar leiðir til að draga saman auð í fárra hendur, og baráttunni við þá lýkur því ekki í fyrirsjáanlegri f ramtíð. Stefnumál jafnaðarmanna Þótt grundvallarhugsjón jafnaðarstefnunnar hafi verið sú sama frá upp- hafi, hafa jafnaðarmenn endurskoðað einstök atriði i viðhorfum sínum í Ijósi reynslunnar og lagt mismikla áherzlu á hin ýmsu stefnumál eftir aðstæðum hverju sinni. Hér á eftir verður aðeins drepið á örfá af mikilvægustu hug- sjónamálum jafnaðarstefnunnar, þegar til langs tíma er litið. — Réttlátari tekju- og eingnaskipting. Jaf naðarmenn stef na ekki að því, að allir hafi jafnar tekjur, heldur telja þeir, að taka verði eðlilegt tillit til mismikils f ramlags einstaklinga og starfsstétta til þjóðarbúsins. Hins vegar telja þeir óréttlátt, að nokkur hafi tekjur eingöngu í krafti aðstöðu eða sér- réttinda en ekki f yrir skerf til þjóðarf ramleiðslunnar. Nærtækasta dæmið um slíkter verðbólgugróði, sem byg'gist á því, að þeir sem aðgang hafa að lána- kerfinu láta spariféalmennings vinnafyrir sig. Jafnaðarmenn leggja mégin- áherzlu á gildi vinnunnar og telja rangt, að menn lifi á vinnu annarra. Það liggur því í hlutarins eðli, að jaf naðarmenn eru málsvarar launþega í baráttu þeirra við atvinnurekendur um skiptingu þjóðarkökunnar. — Full atvinna. Jafnaðarmenn líta á það sem skyldu þjóðfélagsins að gera sérhverjum þjóðfélagsþegn kleift að sjá f yrir sér og sínum með vinnu sinni. Þeir leggja höf uðáherzlu á, að aldrei megi koma til atvinnuleysis. — Afkomuöryggi. Jafnaðarmenn telja það sjálfsagt, að enginn eigi að þurfa að óttast um daglega afkomu sína, þótt hann verði fyrir meiri háttar skakkaföllum, svo sem sjúkdómum, slysum og varanlegri skerðingu starfs- orku. Til þess að svo megi verða, er víðtækt almannatryggingakerf i nauðsyn- legt. Almannatryggingar teljast til stærstu sigurvinninga jafnaðarmanna hvarvetna þar sem þeir hafa komizt í valdaaðstöðu, og þar hafa nú yfirleitt allir sannfærzt um gildi þeirra, en í frumskógaþjóðfélögum kapítalismans verða menn gjaldþrota við meiri háttar sjúkdóma. — Valddreifing og atvinnulýðræði. Jafnaðarmenn eru eindregið fylgjandi sem mestu lýðræði á öllum sviðum þjóðlífsins og vilja dreifa valdinu sem mest. Virkt f jöldalýðræði er þeirra hugsjón, þeir vilja,að sem f lestir hafi bein áhrif á ákvarðanatöku í þeim málum, sem þá varðar. Þetta lýðræði vilja þeir einnig leiða til öndvegis í hagkerf inu. Atvinnulýðræði felst í því, að launþeg- ar, þeir sem verðmætin skapa, fái f ulltrúa í stjórnum fyrirtækja þeirra, þar sem þeir vinna. —KO. Þaöer grundvallarskoöun Al- þýöuflokksins i húsnæöismál- um, aö sérhver fjölskylda eigi skýlausan rétt á sómasamlegu og fullnægjandi húsnæöi, jafnt aö stærötil sem allri gerö, hvort heldur er t il eigna r e öa leigu, án tillits til stæröarfjölskyldunnar, samsetningar eöa efnahags. Al- þýöuflokkurinn litur á hús- næöismál sem sjálfsögö mann- réttindi hversog eins og er and- vigur þvi, aö hin spilltu markaöslögmál séu látin ráöa þvi hvort fjölskyldurnar fái uppfyllt þarfir sinar fyrir Ibúöarhúsnæöi. Alþýöuflokkur- inn telur, aö þaö sé verkefni samfélagsins aö sjá til þess, aö sérhver sjölskylda og sérhver einstaklingur geti búiö I sóma- samlegu og öruggu húsnæöi án skuldaklyfja, óhóflegrar vinnu- þrælkunar og óöaveröbólgu i verölagningu Ibúöarhúsnæöis. 1 samræmiviöþetta sjónarmiöer flokkurinn ekki þeirrar skoöun- ar, aö þaö eigi aö vera risavaxiö viöfangsefni sérhverrar fjöl- skyldu aö kllfa þritugan hamar skulda og óöaveröbólgu til þess aö geta búiö meö öruggum hætti I viöunandi húsnæöi. Samfélagið beiti sér fyrir ibúðabyggingum Sú stefna Alþýöuflokksins, aö samfélagiö eigi aö beita sér 1 rikum mæli fyrir ibúöabygging- um fyrir almenning á kjörum, sem honum eru vel viöráöanleg, er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún senn 50 ára gömul, þvi þegar voriö 1929 fékk Al- þýöuflokkurinn sett Iög á Al- þingi um byggingu verka- mannabústaöa. Ibúöirnar I þeim voru seldar launamönnum og fjölskyldum þeirra á viö- ráöanlegu veröi meö sérstökum glæsikjörum. Æ siöan hefur þessari stefnu veriö framfylgt I --A. . * - - ■ , —■■■ , .. ■■■■ Atvinnulýðræði Reykjavíkurborg — atvinnulýðræði Fyrir borgarstjórnarkosning- arnar gaf Alþýöuflokkurinn þaö loforö aö koma á atvinnulýörasöi hjá stofnunum Reykjavlkurborg- ar. Viö gerö málefnasamningsins gekk okkur ekki betur en svo aö þar er ekki minnst einu oröi á at- vinnulýöræöi. Samflokkum okkar I borgarstjórn þótti þetta ekki neitt stórmál og ástæöulaust aö tilgreina þaö sérstaklega aö stefnt skyldi aö auknum lýörétt- indum meöal borgaranna — best væri aö hafa þetta eins og hjá Ihaldinu, fámennisstjórn. Hvers vegna atvinnu- lýðræði? IBarátta fyrri kynslóöa gegn hungri, fyrir öryggi og vernd hef- ur aö mestu tekist a.m.k. hvaö varöar Vesturlönd. Viö sem nú erfum landiö höfum sem betur fer ekki þurft aö kynn- ast hungri og fátækt, — barátta forfeöra okkar hefur fært okkur þó nokkurt öryggi og vernd. Unga fólkiö sem nú erfir landiö er og betur upplýst en áöur. ör- yggiskenndin og þekkingin örvar þörf okkar fyrir sjálfsviröingu, viöurkenningu og virkar hvetj- andiá sköpunarþörfokkar. Fleiri þegnar þjóöfélagsins en stjík-n- málamennogforstjórar hafa þörf fyrir aö sýna hvaö I þeim býr. Nátengt þessu er nauösyn á ný- skipan efnahagsmála — meiri virkni — sparnaöur — nýting — útsjónarsemi — allt þetta veldur þvl aö fyrirtæki geti greitt hærri laun, aö viö fáum lifaö viö betri kjör. Atvinnulýöræöi þýöir afnám efnahagslegra forréttinda. Þegar jafnræöi rlkir milli allra I fyrir- tæki eröruggtaö skattsvik hverfa .— launamisrétti minnkar, fram- leiösla og framleiöni eykst. Hvað vill Aiþýðuflokk- urinn? Tvö siöustu þing hefur flokkur- inn flutt frumvörp á þingi um at- vinnulýöræöi, en talaö fyrir dauf- um eyrum. Margir Sjálfstæöismenn halda þvl fram aö hér sé Alþýöuflokkur- inn aö vega aö eignarrétti ein- staklinga. Hérer þóum misskiln- ing aö ræöa þar sem viö biöjum einungisum aö samráö sé haft, aö komiösé á rekstrarfyrirkomulagi þar sem dýrmæt reynsla starfs- fólks nýtist sem best — en þaö fá sjálfstæöismenn ekki skiliö. Alþýöubandalagiö trúir þvl ekki aö fjöldinn — alþýöa landsins hafi þörf fyrir aö hugsa sjálfstætt Framhald á 14. siöu Landbúnaðarstefnan Alþýöuflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn, sem þorir aö takast af raunsæi á viö vanda Is- lenzks landbúnaöar. Alþýöu- flokksmenn telja þaö hornstein skynsamlegrar landbúnaöar- stefnu, aö landbúnaöurinn full- nægi þörfum innanlandsmarkaö- ar og aö ekki séu fluttar inn land- búnaöarvörur, sem viö getum sjálfir framleitt. Þetta sjónarmiö er I rauninni angi af þvi grund- vallarviöhorfi jafnaöarmanna, aö nýta beri allar auölindir sem bezt, enda segir svo I stefnuskrá Alþýööuflokksins: , ,Alþýöuflokk- urinn vill efla landbúnaö á íslandi og nýta þannig þá auölind, sem gróöur landsins er”. Alþýðuflokksmenn gera sér hins vegar ljóst, aö núverandi stefna I framleiöslumálum land- búnaöarins er löngu úrelt. Fé er ausiö 1 landbúnaöinn i formi niö- urgreiðslna, útflutningsbóta og hvers kyns styrkja — og þó eru bændur ein verst launaða stéttin I landinu. Hingaö til hafa bændur ekki mátt heyra minnzt á breyt- ingar á landbúnaöarstefnunni, og jafnvel talaö um aö Alþýöuflokks- menn vildu útrýma bændastétt inni, en nú á allra síðustu árum viröast þeir vera aö gera sér grein fyrir þvl, aö róttækra breyt- inga er þörf. útflutningsbætur verði felldar niður Ekki veröur lengur viö þaö un- aö aö viö seljum I stórum stll landbúnaöarafuröir, einkum kindakjöt, til nágrannalandanna fyrir brot af kostnaðarverði. tJt- flutningsbætur verður aö leggja niöur eöa a.m.k. halda þeim I al- gjöru lágmarki, og beita veröur öllum tiltækum ráöum til aö jafna þær sveiflur I landbúnaöarfram- leiöslunni milli ára og árstlöa, sem valda timabundinni offram- leiöslu. Endurskoðun niður- greiðslukerfisins Niöurgreiöslukerfiö þarf aö . endurskoöa frá rótum. Nú er sköpuö óeölileg eftirspurn eftir niöurgreiddum landbúnaöarvör- um á kostnaö hinna, og jafnframt er fjölbreytni landbúnaöarfram- leiöslunnar haldiö niöri, þvl bændur leggja alla áherzlu á framleiöslu niöurgreiddra vara. En þvl má ekki gleyma, aö niöur- greiðslur eru mikil búbót, einkum fyrir láglaunafólk og barnafólk. 1 yfirleitt öllum Evrópulöndum tíö- kast einhvers konar niöurgreiðsl- ur á landbúnaöarvörum. Ekki er þvl mælt með þvl, aö niður- greiöslur veröi lagöar niöur, heldur veröi þeim fundiö hent- ugra form. Nýtt verðlagningarkerfi landbúnaðarafurða Núgildandi verðlagningarkerfi hefur gengið sér til húöar og er snar þáttur I verðbólguskrúfunni, sem meö algerlega sjálfvirkum hætti veltir yfir launafólk skriöu veröhækkana á fárra mánaöa fresti. Almenn kauphækkun I landinu hækkar sjálfkrafa launa- liö hins svokallaöa verölags- grundvallar landbúnaöarafuröa og þar meö verö landbúnaöar- vöru. Vlsitölubætur fyrir þá verö- hækkun hækka svo kaupið af sjáifu sér, og þannig gengur þetta hring eftir hring. Hér veröur aÖ höggva á sjálfvirk tengsl kaup- gjalds og verölags og finna nýtt kerfi. T.d. hefur veriö stungið upp á þvl, aö bændur semji beint viö rlkisvaldiö. Áætlunarbúskap! tJrræöi jafnaöarmanna til lang- timalausnar á vanda landbúnaö- arins er áætlunarbúskapur. Meta þarf hagkvæmni hinna ýmsu bú- greina og bústæröa og skipu- leggja framleiösluna I samræmi viö þaö, með áætlun til langs tima, t.d. 15 ára. Stefnt skal aö þvi aö auka fjölbreytni afurða og byggja framleiösluna sem mest á innlendum fóöurvörum og áburöi. Einnig þarf aö taka fullt tillit til ástands gróöurlendis, enda eru nú afréttir landsins vlöa mjög of- beittir, og þarf aö létta á þeim, ýmist meö aukinni ræktun og uppgræðslu eöa fækkun fjár. Hætt er viö þvl, aö I landbúnaöaráætl- un til langs tima veröi aö gera ráö fyrir einhverjum niðurskuröi bú- stofns eða fækkun bænda, og llk- lega hvoru tveggja. Auövelda þarf bændum aö skipta um bú- greinar eöa fara yfir I önnur störf. Byggðasjónarmið Alþýöuflokkurinn leggur á- herzlu á, aö I nauösynlegri land- búnaöaráætlun verði tekiö fullt tillit til byggðasjónarmiða. I stefnuskrá flokksins segir svo: „Landbúnaöur er grundvöllur byggöar I mörgum héruöum, og verður þvl aö skipuleggja hann I samræmi viö byggöastefnu. Þörf er á sérstökum stuöningi viö bændur I rýrari sveitum, sém þarf aö halda I byggö vegna byggðasjónarmiöa.” reynd, þannig, aö Ibúar þeirra hafa búiö viö betri húsnæöiskjör en nokkrir aörir launþegar þjóöfélagsins. Þar hefur sóslal- ismi Alþýöuflokksins sést I reynd. Enn i dag er bygging verkamannabústaöa og ann- arra félagslegra ibúöa eitt meg- in-baráttumál Alþýöuflokksins. Idag bersthannfyrir því,aö lán Húsnæöismálastofnunar rikis- ins (úr Byggingasjóöum rlkisins og verkamanna) nemi 80-90% byggingarkostnaöar og veröi þau til 26-42 ára, aö þvl er verkamannabústaöina varöar. Flokkurinn er sammála verka- lýöshreyfingunni á kjaramála- ráöstefnu ASl I febrúar 1977 um þaö, aö engar framkvæmdir I húsnæöismálum þjóöarinnar á þessari öld hafi dugaö launa- mönnum jafnvel og bygging verkamannabústaöa. Þriðjungur nýrra ibúða verði félagslegs eðlis Þaöer ljóst, aö kjör þau, sem fylgja verkamannabústaöalán- unum, eru eindæma góö, enda hafa eigendur verkamannabú- staða aldrei haft heimild til þess ab braskameð þá og græða á þeim á frjálsum markaöi. 1 dag stefnir Alþýöuflokkurinn ein- dregiö aö þvl, aö a.m.k. þriöj- ungur allra nýrra Ibúöa I land- inu veröi byggöur I félagslegum farvegi, umfram allt sem verkamannabústaöir. Jafn- framt nemi lán þau, sem þeim fylgja 80-90% byggingar- kostnabar og veröi þau annars vegar með venjulegum kjörum Húsnæðismálastofnunarinnar, hins vegar (og þar meö að mestu leyti) til 40-50 ára meö 2 1/8% vöxtum, án vlsitölutrygg- ingar. Flokkurinn vill lögfesta, aö tryggt sé aö launafólk þurfi ekki aðgreiða meir I afborganir af langtimalánum á þessum ibúöum en netfiur 15-20% af dagvinnulaunum verkamanns, eins og nú er algengast t.d. I Noregi og annars staðar þar, sem jafnaðarmenn stjórna. Al- þýöuflokkurinn er einnig þeirr- ar skoöunar að nú orðið sé unnt aö framleiða nægilegt magn Ibúöarhúsnæöis i landinu, þ.e. um 2500 Ibúðir árlega, fullgerð- ar — I landinu er bæði fyrir hendi nægilegt fjármagn (þ.e. i Félagsstefna í næðismálum lifeyrissjóðunum og bygginga- sjóðum ríkisins og verka- manna) og nægilega þróuö tækni til þess aö unnt sé aö ná þessumarki.séskipulega aö þvi unniö. Húsnæðisþróunin i þágu unga fólksins Alþýöuflokkurinn telur hvaö mikilvægast aö vinna aö stór- huga umbótum i húsnæðismál- um unga fólksins I landinu. 1 staö þess aö siga þvl alfarið út I húsbyggingar eða út á hinn frjálsa okurmarkað Reykjavik- ursvæöisins vill hann beita sam- félagslegumráöstöfunumtil þess aðtryggja þvl mannsæmandi og öruggt húsnæði á félagslegum grundvelli. Flokkurinn vill tryggja nægilegt framboð ibúöarhúsnæöis, bæöi eignar- ibúða og leigulbúöa. 1 þvl skyni vill hann efla enn húsnæöislög- gjöfina og gera henni kleift aö veita mun hærri lán en nú tiök- ast út á sérhverja Ibúö, sem nú er byggð, með kjörum, sem séu i samræmi viö gjaldgetu hvers og eins. Flokkurinn telur aö þetta sé unnt aö gera, bæði vegna mikillar tækniþróunar I byggingariönaðinum og vegna hús- þess mikla fjármagns, sem til er I landinu, sé það hyggilega hagnýtt. Alþýöuflokkurinn vlsar þvimeö öllu á bug, aö húsnæöis- skortur og húsnæöisokur séu lögmál, sem ekki sé unnt að kveöa niður og almenningur sé tilneyddur aö bera sem þræl- dómshlekki alla æfi. Hann telur þvert á móti, aö þessa hlekki sem fleiri sé unnt aö brjóta og smlöa úr þeim vopn til nýrri og farsælli stefnu, sem byggist á samhjálp og samfélagshyggju. Unga fólkiö á ekki aö vera dæmt tilaðsetjastaö I minnstu og lök- ustu íbúðunum eins og nú er, þvert á móö á þaö rétt á þvi aö samfélagiö geri þvl kleift aö stofna heimili I vönduðum Ibúö- um, sem þaö getur búiö I meö fullu öryggi. Aukum lánveitingar til kaupa á eldri ibúðum Það var á sinum tlma (1970) aö sett var löggjöf fyrir fulltingi Alþýöuflokksins um lánveiting- ar Húsnæöismálastofnunar rlkisins til kaupa á eldri Ibúö- um. Þvl miöur vantar mikiö á aö f þeim efnum hafi á siöustu 4 árum tekizt að halda I þvi horfi, sem Alþýöuflokkurinn kom þeim málum I á sinum tima. Lánin hafa hriölækkaö samfara ofboðslegri óöaveröbólgu, jafnt I húsnæðismálunum sem á öör- um sviðum. Komist Alþýöu- flokkurinn til áhrifa á ný mun hann beita sér fyrir verulegri hækkun þessara lána á nýjan leik og jafnframt taka upp lán- veitingar til viögerða, viöhalds og endurbóta á eldra húsnæöi. En hann vill lika gera ýmsar aörar ráðstafanir til þess aö tryggja framgang þessarar stefnu, t.d. I umhverfismálun- um. Meö slikum margháttuöum ráöstöfunum vill hann snúa þró- uninni viö og gera eldri hverfi sveitarfélaganna á nýjan leik eftirsótta og ánægjulega staöi, sem fleiri en þeir rikustu getí þá búiö i ogumfram allt unga fólk- iö. Siguröur E. Guömundsson framkvæmdastjóri Húsnæöis- málastofnunar rflúsins. Lífvænleg laun fyrir 40 stunda vinnuviku v. Hér á landi viögengst óhófleg vinnuþrælkun. Verkafólk hefur ekki hærra kaup en svo, aö þaö veröur aö vinna mikla yfirvinnu til aö endar nái saraan. Vinnu- dagurinn hjá þessu fólki er þann- ig oft 10 og allt upp I 16 stundir. Þaö leiöir af sjálfu sér, aö tóm- stundir verða þá sáralitlar, frl- tlmi er lltill og vill nýtast illa vegna þreytu. Fólkiö veröur þannig aö hreinum vinnudýrum. Lltiö tóm gefst til aö sinna per- sónulegum áhugamálum, fjöl- skyldullfi, njóta lista og menning- ar og litiö er hægt aö taka þátt I þjóönýtum félagsstörfum. Meö þessari vinnuþjökun er þannig I reynd girt fyrir virkt fjöldalýö- ræði, sem er einn af hornsteinum stefnu- jafnaöarmanna. Brýna nauðsyn ber því til þess, aö yfir- vinnuþrælkuninni veröi útrýmt, hún er bæöi þjóöarskömm og þjóöarböl. Frumskilyrði þess, aö þetta takist, er vitaskuld veruleg hækkun lægstu launa, þannig að öllum séu tryggö llfvænleg laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Einnig verður yfirvinnu álag aö vera hátt, þannig aö atvinnurekendur leiti allra annarra leiöa fyrr en yfirvinnu. Meö síöustu bráöa- birgöalögum rlkisstjórnarinnar nú á dögunum var stigiö stórt skref aftur á bak i þessu efni, þvl aö I þeim fólst, aö yfirvinnuálag lækkaöi mikiö. Þar sýndi Ihalds- stjórnin enn á ný fram á skiln- ingsleysi sitt á málefnum laun- þega. a—iwnnr i r j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 114. Tölublað (16.06.1978)
https://timarit.is/issue/236232

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

114. Tölublað (16.06.1978)

Aðgerðir: