Alþýðublaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 16. júní 1978 332 * Erna Indriðadóttir skrifar NEYTENDUR ERU OVIRKIR - ÞAR AF LEIÐ- ANDI ERU SAMTÖK ÞEIRRA ÞAÐ LÍKA Samtök sem hafa þaö mark- miö aö tryggja hagsmuni ýmissa þjóöfélagshópa, spretta upp eins og gorkúlur hér á landi sem annars staöar. Þegar sam- tökin fara af staö er yfirleitt mikill áhugi meðal stofnenda og markið sett hátt. Siðan er það næstum algild regla aö þau lognast út af i einhverri deyfð. Þaö eru kannski 10— 20 manns sem taka virkan þátt i starfinu, en svo er fjöldi óvirkra meðlima sem aldrei koma þar nokkurs staðar nærri. Og Neytendasam- tökin eru engin undantekning frá þessari reglu. Félagar i samtökunum eru nú 3200, en i stjórninni sitja 14 manns, sem halda starfinu uppi aö mestu leyti. Þeir vinna óeigingjarnt starf en fá litlar þakkir fyrir, ekki aörar en vitneskjuna um aö hafa lágt góöu málefni lið. Auöveldara aö stofna félög en að halda uppi félagsstarfi 1 fyrsta tbl. Neytendablaösins i ár, skrifar Sveinn Asgeirsson: ,,Það er litill vandi að stofna félög hjá þvi aö halda uppi félagsstarfsemi. Með stofnun Neytendasamtakanna var auk þess ráöizt i aö efna til samtaka um starfsemi á svo viðtæku sviöi, aö verkefnin hlutu aö vera endalaus, svo þrotlaus, aö þaö þurfti mikla bjartsýni til þess að ætla, aö almennur félagsskapur hefði bolmagn til að koma miklu til leiöar i þeim efnum.” Svo mörg voru þau orö. Og neyzla hvers konar spannar sannarlega yfir stórt svið. Neyt- endur eru stór hópur og mislit- ur. Þeir hafa mismunandi mikia peninga á milli handanna og neyzluvenjur eru afar mis- munandi. Réttleysi neytenda ku lika vera meö eindæmum hér á Is- landi og verðskyn þjóöarinnar hálf brenglað af margra ára óðaveröbólgu. Viö þetta bætist svo léleg uppfræösla fólks varðandi vöruval og viðskipta- hætti. Danir halda t.d. uppi neytendafræöslu i útvarpinu og annarsstaðar á Noröurlöndum eru neytendur mun upplýstari en þeir eru hér heima á Fróni. Þaö hefur lengi veriö til umræöu aö koma á neytendafræöslu i skólum, i fcengslum viö skyldar námsgreinar, s.s. samfélags- fræði og vörufræöi. Þetta er þegar komiö til framkvæmda i Danmörku,og i Noregi veröur gefiö út efni i haust, sem ætlaö er til notkunar i skólum þar. Stjórn Neytendasamtakanna hér á landi er nú að kanna hvort möguleiki sé á þvi að koma á slikri neytendafræðslu i tengsl- um við grunnskólana. Þaö er þá ætlunin aö hafa kennsluefni frá hinum Norburlöndunum til hliö- sjónar, en laga þaö að islenzkum aðstæöum. Daglegt starf Neytenda- samtakanna Skrifstofa Neytendasamtak- anna er aö Baldursgötu 12. Þar var örn Bjarnson að vinna þeg- ar blaðamaöur Alþýöublaðsins leit þar inn fyrir skömmu og spurði hann hvort mikið væri leitaö til samtakanna. Sagði örn aö þaö væri aðal- lega komiö eða hringt til þeirra með kvartanir af ýmsu tagi og kvartanaþjónustan er miðdepill starfseminnar. Kaupi neytandi gallaöa vöru snýr hann sér fyrst til seljand- ans til þess að fá leiðréttingu mála sinna, en dugi þab ekki til getur hann snúið sér til Neyt- endasamtakanna til þess aö fá þar stuðning. Auk þess er kaup- endum það siðferðilegur styrk- ur að hafa samtökin i bakhönd- inni i viðureign við seljanda sem hefur selthonum gallaöa vöru en neitar að taka viö henni aftur. A seinasta ári bárust félaginu 403 kvartanir og 750 fyrirspurn- ir. Þetta voru mest kvartanir vegna vefnaðarvöru, matvæla og rafmagnstækja. En á hvern hátt geta Neytendasamtökin þá aöstoöað kaupandann? — Þau kanna fyrst hvort kvörtunin hefur við rök aö styðjast, sagði örn, og reyna siöan að tala um fyrir seljand- anum, senda jafnvel á hann trúnabarlögfæbing samtak- anna, ef hann reynist mjög ó- samvinnuþýður. Ef seljandinn lætur sér ekki segjast, þrátt fyrir aögerðir þessar, er litið hægt að gera. Þaö yröi of umfangsmikið aö fara kannski aö standa i mála- ferlum út af einum gölluðum gallabuxum. Og Neytendasam- tökin hafa ekki yfir nein- ím þvingunum aö ráöa til þess aö beita seljandann, hann getur i rauninni farið sinu fram ef honum sýnist svo. Og þaö jafn- ivel þó sýnt sé aö neytandinn sé i fullum rétti. Opinberir styrkir til Neytendasamtakanna hafa farið lækkandi Neytendasamtökunum hefur veriö borið það á brýn aö þau væru dauð úr öllum æbum og gætu ekkert gert. I þvi sam- bandi benti örn á það að Neytendasamtök geta ekki ver- ið virkari en neytendurnir sjálf- ir. Sofandahátt islenzkra neytenda taldi hann stafa, að einhverju leyti, af verðbólgunni sem ruglaði verðskyn þeirra. kl 15.00 — 18.00 Hvað viðkemur Neytenda- samtökunum sjálfum, þá hefur útgáfu- og fræðslustarfsemi þeirra ekki verið nægilega öflug, sagði örn. Fjármagn er heldur af skornum skammti og rikisvaldið hefur ekki sýnt málum neytenda sérlega mik- inn skilning og styrkir þess til samtakanna hafa farið lækkandi undanfarin ár. En hvernig á aö vekja neytendur til meðvitundar? örn sagði það vera til umræðu hjá samtökunum að gera verð- lagskönnun, þ.e. samanburð á vöruverði i verzlunum. Þá væri hægt að virkja félagsmenn i þvi og glæða hjá þeim áhuga fyrir starfinu. Þá erneytendafræðslai skólum leið til þess að efla skilning almennings á málefn- um neytenda og útgáfu og fræöslustarfsemi samtakanna þyrfti að efla að miklum mun. EI jafnódum í Alþýðubladinu Vinsamlegast hringið spurningar ykkar í síma Alþýðubladsins, 8-18-66 á milli klukkan 9 og 5. Svörin birtast síðan Frambjódendur Alþýduflokksins til alþingis- kosninga vilja svara spurningum lesenda Alþýðublaðsins KOMIÐ TIL STARFA FYRIR A-LISTANN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.