Alþýðublaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. sept. 144. tbl. 60. árg. Frá komu flóttafólksins til Reykjavlkur. Flóttafólkið loks á áfangastað: brAoduolegt og úvenju- KURTEIST FÓLK alþýöu i nmn Flóttamennirnir frá Viet-Man eru nú loks komnir til landsins. Komu þeir i fyrrakvöld með Kaupmannahafnarvél Flugleiöa. Flóttamennirnir eru 34 aö töiu og flestir af hinu\ ofsótta kinverska þjóöarbroti I Víet-Nam. Þetta eru fjórar fjölskyldur, einn systkina- hópur og fjórir einstaklingar. Ánægt og hresst. Þrátt fyrir rúmlega 40 stunda stanslaust feröalag, var flótta- fólkið óvenju frisklegt viö komuna á Hvitabandiö viö Skóla- vöröustig. Af einhverjum undar- legum ástæöum stóöu verðir lag- anna fyrir framan anddyri Hvita- bandsins og beggja vegna hús- sins. Vera lögreglunnar þarna hafði, þaö I för meö sér aö hópur forvitinna vegfarenda dreif að húsinu til að skoöa. Flóttafólkiö hélt bæöi á blómum og íslenska fánanum er þaö sté út úr rútunni. Flestir voru mjög ánægöir aö sjá og brostu til hinna nýju samlanda sinna. Trillukarlar og #,allt- múlig". Að sögn Björns Friöfinnssonar, sem ásamt nafna slnum Þórleifs- syni sótti fókiö til flóttamanna- búöanna, eru I hópnum bæöi bændur og trillukarlar. Sagöi Björn aö fólkiö væri bráöduglegt og óvenju kurteist. Tók hann sem dæmi að þótt eitthvaö geröist sem þvl væri á móti skapi, væri mjög erfitt aö sjá þaö á þvl. Ein flóttakonan heitir Pham Le Hang, kölluö Hanna, og er 24 ára efnafræðingur. Hún var túlkur þeirra nafna fyrir austan, enda eru hún flugmælsk jafnt á ensku sem frönsku. Björn Friðfinnsson sagöi aö flóttamennirnir kynnu til hinna ýmsu verka. Sumir gætu vafa- laust stundaö trillusjómennsku hér, þótt önnur veiöafæri væru notuö fyrir austan. Einstaka kann eitthvaö fyrir sér i vélaviögeröum, en óllklegt er aö bændurnir geti, sem slikir samiö sig aö islenskum land- búnaöarháttum. Veröa í sér húsnæði. Flóttamennirnir komust flestir viö illan leik til Malasiu oe dvöldust þar yfir sumariö i hrör legum búöum. Þeir munu þvi dveljast á Hvitabandinu I viku tima, þar sem þeim veröur veitt læknisþjónusta og önnur aðhlynn- ing. Aö lokinni dvöl þar, flyst fólkiö I sér húsnæöi viö Meistara- velli. I húsinu á Meistaravöllum, sem nú er kallaö Saigon, hafa ýmsir góöborgarar unnið aö undanförnu viö lagfæringar. Sem áöur greinir er hér einungis um 34 flóttamenn að ræða, en vonast er til aö ein- hverjum ættingjum þeirra auönist aö bætast I hópinn og festa hér rætur. -G.Sv. Olíuviðskipti Islendinga: „AUÐVELT AÐ FA OLÍU HREINSAÐA” — segir Kjartan Johannsson sjávarútvegsráðherra Talsvert hefur aö undanförnu veriö rætt um tillögur Kjartans Jóhannssonar sjávarútvegsráö- herra um olhiviöskipti okkar lslendinga. Tillögur sfnar lagöi ráöherra fyrir rikisstjórnina fyrr i þessari viku, og komu þær þvi Ikjölfar álitsgeröar Oliuviö- skiptanefndar. Alþýöublaöiö haföi tal af Kjartani Jóhannssyni og spuröi hann hvaö fælist 1 tillögunum. Kjartansagöi: „í fyrsta lagi hef ég enn einu sinni itrekað þaö sjónarmiö aö nauösyn sé á þvl aö komast af Rotterdam-skrán- ingu á olfuviöskiptum okkar, þvi fyrirsjáanlegt er aö hún hlýtur aö halda áfram aö veröa okkur mjög óhagstæö, auk þess sem hún getur ekki átt viö I lang- timaviöskiptum.” Og ráöherra bætti viö: „1 ööru lagi hef ég lagt áherslu á aö leit- aö veröi af fyllstu alvöru og af fullum þunga eftir diukaupum frá fleiri aöilum en Rúss- um.Þessum sjónarmiöum hef ég reyndar talaö fyrir í fleiri mánuöi”, sagöi Kjartan. „1 þriöja lagi er I tillögunum bent á grmdvöll aö framtiöar- stefnumótun. 1 þessu felst náttúrulega aö fast veröi haldiö á málstaö okkar I þeim samn- ingaviöræöum sem fyrir dyrum standa viö Rússa, en llka þaö aö viö komum oliukaupamálum okkar á nýjfin grundvöll.” — Þd vitnar til aö þú hafir tal- aö fyrir þessum sjónarmiöum I fleiri mánuöi. Tillögurnar byggjast þá varla á niöurstöö- um olfuviöskiptanefndar? „Sjónarmið mln hef ég byggt á tveimur einföldum staöreynd- um. 1 fyrsta lagi aö þaö sé fyrir- sjáanlegur skortsmarkaöur á ollu á næstu árum a.m.k., þ.e.a.s. aö þaö veröi minna framboö af oliu en kaupendur teljasig þurfa. Þettaþýöir bein- llnis aö uppboösmarkaður eins og Rotterdam-markaöurinn mun halda áfram aö veröa dýr og verö á olíu samkvæmt honum þá aö jafnaöi hærra en raun- verulegur framleiöslukostnaö- ur. Þess vegna þurfum viö aö losa okkur af Rotterdam-viö- miöuninni,” sagöi sjávarút- vegsráöherra. „I annan staö hefur olia veriö dýrari hjá okkur en öörum aö undanförnu. En fyrst aö aörar þjóöir geta fengiö oliu á lægra veröi, þá eigum viö aö geta þaö og veröum a.m.k. aö gera allt sem viö mögulega getum til þess.” — Attu þá viö aö viö kaupum hráolíu og hreinsum hana? „Já, ég á einmitt viö þaö aö viö þurfum aö vera reiöubúin til aö gera samninga um hráollu- kaup, leita eftir slíkum samn- ingum og láta svo hreinsa hana fyrir okkur. Þaö á aö vera til- tölulega auðvelt aö fá dilu hreinsaöa, þvi aö þaö er af- gangshreinsunargeta vlöa I heiminum.” Afram hélt Kjartan: „Ég hef taliö aö meö þessum hætti gæt- um viö náö olluveröinu niöur hjá okkur.” — Hvaö viltu segja um þá gagnrýnisem komiö hefur fram á stjórnvöld um seinagang I þessu sambandi? „Ekki annaö en þaö aö ég hef nú reyndar veriö dálitiö óþolin- móöur sjálfur.” — NU kom út skýrsla ollu- nefndar I sumar sem lýsti ástandinu næsta vonlausu. Tókstuþá litiö sem ekkert mark á þeirri skýrslu? „Þaö er sjálfsagt margt rétt I þeirriskýrslu, en ég hef haft þá grundvallarskoöun aö viö gæt- um komiö oliuinnkaupum okkar betur fyrir og mættum ekki lamast af svartsýni”, sagöi Kjartan Jóhannsson aö lokum. G.Sv. Herstöðvaandstæðingar: EIGI SKAL GRÁTA, HELDUR SAFNA LIÐI Samtök h e r s töö v a a nd - stæöinga hafa sent frá sér til- kynningu um aö þeir ætli sér aö halda fjöldafund og fremja aögeröir I herstööinni I Keflavlk fyrir framan flugstöövabygg- inguna fimmtudaginn 27. september, kl. 20.00. Segir I yfirlýsingu herstööva- andstæöinga aö þrátt fyrir bar- smlöar og ofbeldisaögeröir lög- reglunnar hyggist þeir hvergi láta deigan síga. Telja þeir þaö misskilning einan aö önnur lög gildi innan vallargiröingar, en þar eö fullt fundafrelsi rlkir á Islandi munu þeir aöeins senda lögreglunni tilkynningu um aögeröirnar. Sem kunnugt er kom til stimpinga viö Sundahöfn s.l. miðvikudag, þegar herstööva- andstæöingar réöust á varnar- múr lögreglunnar. Um þessar stimpingar segir I frétta- tilkynningunni aö I athugun sé málshöfðun á hendur lög- reglunni fyrir fruntaskap og meiöingar á fundarmönnum. —G.Sv. Viö Sundahöfn réöust her- stöövaandstæöingar til atlögu meö þorskhausa I broddi fylk- ingar. Pílagrímaflug Flugleiðir hafa gert samning við Alsírbúa um flug pílagríma þaðan til Jedda í Saudi Arabíu. Flutningum þangað verður skipt í tvennt, fyrri hluti hefst þann 3. okt. og sá seinni u.þ.,‘b. 20. Síðan verður gert hlé og flutningar til baka munu hef jast 7. til 10. nóv., þeim mun Ijúka fyrir nóvember lok. Notuð verður flugvél af gerðinni DC8, áhafn- arfjöldi sem fer héðan verður 40, og fjöldi far- þega rúmlega 6500. Stjórn Styrktarfélags van- gefinna hefur ákveöiö aö efna til ritgeröasamkeppni, I tilefni barnaárs. Efniö veröur Hinn vangefni I þjóöfélaginu. Skil- yröi og reglur má finna annarsstaöar I blaöinu. Frá sambandi Alþýðuflokkskvenna Dagana 5. og 6. október n.k. mun Samband Alþýöuflokks- kvenna halda IV. Landsfund sinn aö Hótel Loftleiöum, Krist- alsal, og hefst meö setningu föstudagskvöldiö 5. október kl. 20.00 stundvlslega. Aöalmál fundarins veröur „staöa afskiptra kvenna I islensku þjóöfélagi, á sviöi menntunar, atvinnu og félags- mála”.Þar aö auki veröa rædd verkefni sambandsins næsta starfstlmabil, unniö I föstum nefndum landsfundarins og ræddar lagabreytingar. Reynt veröur aö ljúka verk- efninu um „Konuna” á fundinum, en aö öörum kosti veröur endanlega gengiö frá þvi á reglulegri ráöstefnu sam- bandsins vorið 1980. Unniö veröur I starfshópum og niöurstööur ræddar aö þvl loknu. 1 lok Landsfundarins er fyrirhugaöur kvöldfagnaöur, laugardagskvöldiö 6. október. Allar alþýöuflokkskonur eru velkomnar á fundinn, hvort sem þær eru flokksbundnar eöa ekki. Fundarboö hafa verið send til allra þeirra alþýöuflokks- kvenna sem viö þekkjum og fáum vitneskju um, auk félaga I kvenfélögum Alþýöuflokksins. Kl. 11.00 laugardaginn 6. október mun Ingibjörg Björns- dóttir, deildarstjóri hjá SAA flytja erindi um „Konuna og áfengisvandamáliö” sem stjórnin telur mininn ávinning aö I umræöunum um hina „af- skiptu konu”. Stjórn Sambands Alþýöu- flokkskvenna væntir þess aö sem flestar Alþýöuflokkskonur sæki landsfundinn og tilkynni þátttöku fyrir 30.09. n.k. Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá undirrituöum: Kristin Guömundsdóttir. Kóngsbakka 12, simi 73982. Asthildur Ölafsdóttir, Tjarnar- baut 13, Hf. simi 52911. Guörún Helga Jónsdóttir, Digranesveg 40, Kóp., slmi 42627. Aslaug Einarsdóttir, Goöa- byggö, 2, Akureyri, simi 23792. Samband Alþýöuflokkskvenna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.