Alþýðublaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 6
6 AKUREYRI Laugardagur 22. september 1979 Kynning á starfsemi Aiþýðufhkksféiaganna á Akureyri Reglulegir almennir fundir um bæjarmál á mánudögum — og svo sem verið hefur hjá Alþýðuflokksfélagi Akureyrar síðasta vetur Starfsemi Alþýðuflokksfélags Akureyrar verður i vetur hagað með likum hætti og unanfarin ár, að þvi er formaður félagsins Hreinn Pálsson lögmaður sagði I viðtaii við blaðið. Bæjarmálafundir verða haldnir i félagsheimili Alþýðu- flokksfélaganna, Strandgötu 9 , á mánudagskvöldum fyrir bæjarstjórnarfundi klukkan 8,30 e.h. Verður næsti bæjarmála- fundur mánudaginn 24. þ.m. á fyrrgreindum tima. Einnig eru fyrirhugaðir fundir með Al- Hreinn Pálsson þingismönnum flokksins, eða öðrum gestum eftir þvi sem til- efni gefast til á hverjum tima. Nokkur verkaskipting hefur komist á milli Alþýðuflokks- félagsins og Fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna á Akur- eyri, varðandi skipulagningu félagsstarfseminnar. Mun Al- þýðuflokksfélagið einkum beina kröftum sinum að þvi sem kalla mætti hinar „alvarlegri” hliðar hennar, en ætlunin er að Full- trúaráðið sjái um „léttari” hliö- ina, svo sem árshátið, skemmti- kvöld og þviumlikt. Nánar veröur skýrt frá starf- seminni i vetur siðar, eftir þvi efni og ástæður gefa tilefni til. Ný sljóm vimur að því að efla starfsemi félags ungra jafnaðarmanna — opið hús i Strandgötu 9 öll mánudagskvöld klukkan 8—10 Heimir Sigtryggsson. A aðalfundi Félags ungra jaf naðarmanna á Akureyri siðastliðið vor var kjörin ný stjórn féiagsins, og er formaður þess Heimir Sigtryggsson. Ný- kjörin stjórn kom saman til fundar strax að loknum aðal- fundi og var þar ákveðið að kanna grundvöll blaðaútgáfu á vegum FUJ. Starfshópur tók að sér að annast útgáfu eins tölu- blaðs Alþýðumannsins, m.a. til að greina frá 50 ára afmæli Sambands ungra jafnaðar- manna. Var blaðinu dreift i öll hús á Akureyri. Ekki þótti grundvöllur fyrir frekara félagsstarfi yfir sumar- timann, en litill hópur félaga i FUJ fór i sumar til Sviþjóðar og tók þar þátt i útihátið — eins konar kosningaundirbúnings- hátíð — sænsku ungkratasam- takanna, SSU. Vetrarstarf Undirbúningur að vetrar- starfi er nú nýlega hafinn af fullum krafti. Ákveðið hefur verið að efna til almennra funda um tiltekin efni, og verður fyrsti fundurinn, sem haldinn verður að öllum likindum i næsta mán- uði, helgaður umræðu um stööu og stefnu islenskrar verkalýðs- hreyfingar. Annar slikur fundur kann að verða haldinn fyrir jól, en ekki er hægt aö ákveða strax hvert viðfangsefni hans verður. Veröur fyrsti fundurinn ræki- lega auglýstur i næsta tölublaði Alþýöumannsins. Veigamesta viðfangsefni FUJ i vetur verður útgáfustarfsemi. Stjórn félagsins hefur gert sam- komulag við blaðstjórn Al- þýðumannsins og formenn Al- þýðuflokksfélags Akureyrar, Kvenfélags Alþýðuflokksins og kjördæmisráös um að FUJ taki að sér útgáfustarfsemi fyrir flokkinn, og er stefnt að þvi að sameina útgáfu Alþýðumanns- ins og sérstaks blaðs, sem FUJ hafði ráðgert útgáfu á. Er nánar gerð grein fyrir hugmyndum um þá útgáfu neðar á þessari siðu. Nýir félagar I viðtali sem Alþýðumaður- inn átti við Heimi Sigtryggsson, formann FUJ, lagði hann á- herslu á að hvetja nýja félaga til að koma til starfa. Þegar væri margt ungt fólk komiö til starfa og aðrir, sem reynslu hefðu úr starfi FUJ, en svo mörg at- hyglisverö og spennandi viö- fangsefni og hugmyndir um fjölbreytt félagsstarf hefðu ver- iö reifuð á stjórnarfundum, að einungis vantaði fleiri vinnu- fúsar hendur til starfa. Blómlegt félagsstarf Alþýðu- flokkskvenna að vanda — könnuð þátttaka kvenna í félagsstarfi almennt Aslaug Einarsdóttir er formaður félags Alþýöuflokks- kvenna á Akureyri. Tiöinda- maður blaösins tók hana tali á dögunum og innti hana frétta af félagsstarfinu. „Það er óhætt að segja”, sagði Áslaug, „að starfið hafi verið fremur blómlegt á siöast- liðnum vetri. Haldnir voru fund- ir, skemmtikvöld og þvíum likt. Einnig má geta um starfshóp er I gangi var siðastliöinn vetur innan félagsins og vann að könnun á þátttöku kvenna 1 félagsstarfsemi á Akureyri. Er þetta hluti af stærra verkefni á vegum Landsambands Alþýðu- flokkskvenna, og eru fleiri svip- aðir stafshópar starfræktir við- ar á landinu. Niðurstöður þeirra verða svo ræddar á landsfundinum I Reykjavik i byrjun október.. Ólöf Jónsdóttir var fulltrúi okkar á „Norræn- um menningardögum”, sam- bands norrænna sósialdemó- kratakvenna sem að þessu sinni voru haldnir á Laugarvatni og varð sú för einkar fróðleg og skemmtileg. Hvað geturðu sagt okkur um starfsemi á vetri komanda? Starfsemin liggur af skiljan- legum ástæðum að mestu leyti niðri yfir sumarmánuðina en fer svo i gang á ný er haustar. Ætla má að hún veröi með svipuöum hætti og veriö hefur undanfarin ár. Haldnir verða fundir, skemmtikvöld og föndurkvöld. Við verðum með okkar árlega basar og laufabrauössölu fyr- ir jólin og starfshópur mun Áslaug Einarsdóttir. væntanlega einnig verða 1 gangi. Hvað um ferðalög? Fyrirhuguð var ferð til Sauð- árkróks i boði Alþýðuflokks- kvenna þar, en af ýmsum orsök- um svo sem vegna ótiöar hefur ekki enn orðið af henni. Ræðst það mikið af veðri og færð hvort úr þvi verður. Þið sjáið um kaffiveitingar á fundum annarra flokksféiaga i bænum. Já og okkur finnst að karlpen- ingurinn innan flokksins megi vera okkur þakklátari fyrir þennan þátt starfsemi okkar. Aö minnsta kosti þá kann hann vel að meta sopann hjá okkur. Þú ert einnig formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag- anna á Akureyri. Hvaö geturðu sagt okkur um starf þess? Starf Fulltrúaráös Alþýðu- flokksfélaganna á komandi vetri er enn I mótun. Það mun aö vanda sjá um hina hefð- bundnu árshátið, og hugmyndir eru uppi um að gera það að vett- vangi fyrir upplifgun félags- starfsins svo sem með þvi að standa fyrir skemmtanahaldi, spilakvöldum og þviumliku, eða i einu orði þvi sem kalla mætti hina „léttari hliö starfseminn- ar”. Auglýst eftir ungu fólki til að taka þátt í skemmtilegu viðfangsefni bæjar pósturinn Hugmynd að blaðheiti. Hverjir vilja koma til starfa viö aö móta Eins og fram kemur í frétt hér að ofan er hópur innan FUJ á Akureyri nú að undirbúa útgáfu nýs blaðs, sem ætlunin er að verði fjölbreytt og fræð- andi bæjarblað, eins konar lifandi mynd bæjarlífsins og í senn gott uppsláttarrit líðandi stundar. Viö viljum hvetja ungt fólk til að koma til starfa viö þetta blað. þetta blað? Pólitik mun ekki sitja i fyrirrúmi, og við ætlumst til þess aö allir sem að blaðinu starfa geti unnið vel saman án tillits til stjórn- málaskoðana eða annarra skoð- ana. Þótt ýmsar meginlinur varð- andi blaöiö séu þegar ljósar, þá er það þeirra sem koma til starfa að móta blaöiö frá degi til dags, ráöa efni þess og útliti. Leiðbeinandi verður fenginn til að starfa með hópnum, og viljum við eindregið hvetja þá sem vila kynnast af eigin raun blaöa- mennsku og öllum hinum marg- vislegu störfum við blaöaútgáfu, að slást i hópinn. Auk þess sem þátttakendur i þessu starfi munu kynnast af raun starfi við blaðamennsku og útgáfu og fá tilsögn við slik störf, er stefnt að þvi að hópnum verði á næsta ári boðið i kynnisferð til nokkurra blaða á Norðurlöndum. Þeim sem áhuga hafa og vilja leggja hönd á plóginn og taka þátt I skemmtilegu samstarfsverkefni er bent á að koma á Strandgötu 9, 2. hæð, eitthvert næstu mánu- dagskvölda, milli klukkan 20-22, eða hafa samband viö Ingvar G. Ingvarsson I sima 22241, á kvöld- in. Undirbúningsnefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.