Alþýðublaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 4
4 AKUREYRI AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Frá Námsflokkum Akureyrar Innritun í almenna námsflokka og starfsgreinaflokka fer fram í Gagnfræðaskólanum á Akureyri dagana 24.-29. september í stofu 19 frá kl. 17-20. Námskeið hefjast mánudag 1. október. Haustönn lýkur 15. desember. Námsgjöld greiðist við innritun. Allar nánari upplýsingar er að finna í kennsluskrá og við innritun. f almennum námsflokkum verður boðið upp á kennslu í eftirtöldum greinum: Bílaviðgerðir (4 st. á viku), bókband I & II, ensku l-V, ísl. f. útl., norsku barna, norsku I—11, sænsku, spænsku, vélritun I—11, pýzku l-ll. í starfsgreinaflokkum verða eftirtalin námskeið: Smábátapróf - kenndar verða þrjár stundir á viku. Námskeiði lýkur með prófi, sem veitir rétt til að stjórna bátum upp að 30 rúmlesta stærð. Einkaritaranámskeið - kenndar verða átta stundir á viku. Sjá nánar í kennsluskrá. Námskeið í alm. skrifstofustörfum - kenndar verða átta stundir á viku. Sjá nánar í kennsluskrá. Báðum þessum námskeiðum lýkur með prófi í desember. Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám- skeið einkaritara og skrifstofufólks er gagnfræða- próf og undirstöðuatriði bókhalds, vélritunar og stafsetningar. Skólastjóri. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Námskeið í uppeldisfræðum Innritun á námskeið í uppeldisfræðum fyrirstarfsfólk dagvistunarstofnana, leikvalla og dagmæður, sem vinna við gæzlu barna í heimahúsum ferfram í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri dagana 24.-29. septem- ber í stofu 19 frá kl. 17-20. Þeir, sem gegna þessum störfum nú eða hyggjast gegna þeim síðar, eru eindregið hvattir til að sækja þessi námskeið. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum, með kvik- myndum og verklegum æfingum í samræmi við stundaskrá. Sjá nánar í ker.r.siuskrá Námsflokka Akureyrar. Félagsmálastofnun Akureyrar. Námsflokkar Akureyrar. Tilkynning frá Hitaveitunni Hitaveita Akureyrar er nú reiðubúin að tengja við veitukerfið hús við eftirtaldar götur: EYRARVEG SÓLVELLI VÍÐIVELLI REYNIVELLI GRENIVELLI NORÐURGÖTU norðan Eyrarvegs RÁNARGÖTU ÆTISGÖTU HRISEYJARGÖTU norðan Eiðsvallagötu HJALTEYRARGÖTU GRÁNUFÉLAGSGÖTU austan Hjalteyrarg. Húseigendur við ofantaldar götur eru eindreg- ið hvattir til að ganga frá greiðslu heimæða- gjalds og tengja hús sín sem allra fyrst. Hitaveita Akureyrar veitir einnig viðtöku heimæðagjöldum úr öðrum bæjarhlutum, sem dreifikerfi er lagt I á þessu ári. Nánari upplýsingar um það, hvenær unnt verður að tengja hús við aðrar götur verða gefnar jafnóðum og það verður Ijóst. Laugardagur 22. september 1979 Skrifstofustarf Lífeyrissjóðurinn Sameining óskareftir starfsmanni. Umsóknir sendist sjóðnum fyrir 10. okt. nk. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Allar upplýsingar gefur Jón Helgason, forstöðumað- ur sjóðsins, Skipagötu 12, sími 21739. Lífeyrissjóðurinn Sameining. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING: Fulltrúakjör Auglýst er eftir framboðslistum vegna kjörs fulltrúa félagsins á 9. þing Verkamannasambands fslands og 16. þing Alþýðusambands Norðurlands. Framboðslisti til þings Verkamannasambandsins skal skipaður 14 félagsmönnum og jafnmörgum til vara, framboðslisti til þings AN 28 fulltrúum og jafn- mörgum til vara. Þá skulu fylgja hverjum lista með- mæli 100 fullgildra félagsmanna. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins í Skipagötu 12 á Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 24. september nk. Allsherjaratkvæðagreiðsla verður auglýst síðar, komi fram fleiri en einn listi vegna fulltrúakjörs til hvors þings. Akureyri, 17. september 1979. Verkalýðsfélagið Eining. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Bygginganefnd Akureyrar vekur athygli á því að samkvæmt Byggingareglugerð er óheimilt að gera breytingar á húsum þ.á.rn. útliti húsa, svo sem gluggum, nema Bygginga- nefnd Akureyrar hafi áður samþykkt breytinguna. Ennfremur er athygli vakin á því að allar bygginga- framkvæmdir, nýbyggingar og breytingar, skulu unnar undir stjórn löggiltra byggingameistara. Akureyri, 10. september 1979. Byggingafulltrúi Akureyrar. 4 Lífeyrissjóður trésmiða Sjóðsfélagar, sem hyggjast sækja um fasteignaveðs- lán haustið 1979, þurfa að skila umsóknum á tíma- bilinu 1. til 15. október. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrif- stofu sjóðsins, Ráðhústorgi 3. Stjórn Lífeyrissjóðs trésmiöa. ................. 1 "■' 1 -.." AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Kartöflugeymsla Þeir aðilar sem hafa hólf í Geymslu bæjarins, eru beðnir að greiða leigu fyrir þau fyrir 1. október, á skrifstofu bæjargjaldkera. Að öðrum kosti verða hólfin leigð öðrum. Garðyrkjustjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.