Alþýðublaðið - 14.12.1979, Síða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Síða 2
2 JÓLABLAÐ HEIMSÓSÓMI Hvaö mun veröldin vilja? Hún veltist um svo fast, aö hennar hjóliö snýst. Skepnan tekur að skilja, að skapleg setning brast, og gamlan farveg flýr. Hamingjan vendir hjóli niður til jarðar, háfur eru til einskis vansa sparðar, leggst i spenning lönd og gull og garðar en gætt er siður hins, er meira varöar. Þung er þessi plága, er þýtur út i lönd og sárt er að segja frá. Millum frænda og mága magnast strið og klönd. Klagar hver, mest er má. A vorum dögum er veröld i hörðu reiki. Varla er undir, þó að skepnan skeiki. Sturlan heims er eigi létt i leiki. Lögmál bindur, en leysir peningurinn bleiki. Svara með stinna stáli stoltarmenn fyrir krjár, en vernda litt meö letur. Þann hefur meira úr máli, manna styrkinn fár og búkinn brynjar betur. Panzari, hjálmur, pláta, skjöldur og skjómi skrúfa lögin og réttinn burt úr dómi. Að slá og stinga þykur nú fremd og frómi. Féð er bótin, friöur, sátt og sómi. Hinn, er peninginn plægir (plokkan öll er töm, með okur og ránin röng), hverjum þrælnum þægir, Þörf er jöfn og söm, bæöi bráö og löng. Peningurinn veitir völd, en minnkar náðir, verða margir dandimenn forsmáöir. Sýknir bændur eru sóttir heim og hrjáöir. Sinn mun hvor, þá réttinn standa báðir. Hvert skal lýðurinn lúta? Lögin kann enginn fá, nema baugum býti til. Tekst inn tollur og mdta. Taka þeir klausu þá, sem hinum er helzt I vil. Vesöl og snauð er veröld af þessu klandi. Völdin efla flokkadrátt i landi. Harkamálin hyljast mold og sandi. Hamingjan banni, að þetta óhóf standi... Hvað er með fénu fengnu, fyrst er það kemur heim á rúman rikisgarð? Það gleymir ári gengnu, hann greip fyrir tveimur og tveim: snauöur af sælu varö. Hann gerir sig reifan, rússerar, drekkur og býtir. Rikismaðurinn viö litilmagnann kýtir. Kotungurinn eftir kúm og sauöum sýtir. Sjálf náttúran þennan lifnað lýtir. Þegar hann veitir veizlur, vinur er margur i nóg, þótt væri enginn áður: tér þá bæn og beiðslur, en ber þó upp litinn plóg, nema fyrir skuldir skráöar. Falli nokkuð hamingjubann til handa, heldur sér þá vinina fjarri standa. Hinn er eftir einn i sökum og vanda. Ærið trúi ég þann voöann mörgum granda. Svo eru ágjörn augu auðugs manns og brjóst sem grimmt helvitis gin, dofin sem drukkin i laugu draga til leynt og ljóst auð, sinn æðsta vin. Æ þvi heldur sem hann hefur gózið meira heit ágirndin þyrst er enn á fleira, likt sem sandur, sjór eöa sprungin leira, sá ég ei, nær honum skal allvel eira. Sár er þessi þorsti, sem þrengir rikisfólk að girnast fátæks fé. Þeir eiga ærna kosti, öl eða vin sem mjólk, að stööva stundar hlé. Sinni gera þeir sálu út aö vóga. Svarlegt væri ööru fyrr að lóga. Þó hann svelgi sjóinn og lönd sem skóga, siður en áður hefur hann peninga nóga. Dregst af þessu drafli dyggð á annan hátt og siðanna setning snjöll. Störf og stundlegur afli stýttir daginn sem nátt. Svo fara óhóf öll. Kemur þar skjótt, að skekinn mun vindur úr æðum, skrokkur er kaldur og numinn úr fögrum klæðum: valdi sviptur og veraldar öllum gæðum veltur I gröfina áta möðkum skæðum. Veltur hann pall af palli, Er plægði fram um þörf og tapaði tima þrátt: hrapar hann fall af falli, og fylgir rangleg störf, en gerði hið góða fátt, hafandi sjaldan hjartað guöi til handa, hnigur þvl undir pinu neðsta fjanda: þar eru nógar nauðir illra anda. Náðalaust mun þetta heimboð standa. Sú sála, er sinum gæðum sáði i þarfir oft, af vondum völdum sködd, snýst frá snöggum klæðum, snarar sér hátt i loft og hljóðar hárri rödd: Riki burgeis, bú þig vopnum góðum og buga þá fjándur, er steypa yfir þið glóðum. Gef til hjálpar gull og silfur úr sjóðum. Þú grottaðir meira, þar viö forðum stóðum. Hvað er nú gott til greina? Hann greip við öfluga hönd i þessi sturlan staddur: hann gerir með glæpi eina gæðalausa önd, þá hann er kvalarans kvaddur. Krafiö er skyn fyrir skeikan hugarins orða. Skelfur jörð og himinn i millum sporða: Styður þá hvorki stoð né nokkur skorða: staður enginn leyndur, að megi sér forða. Vart munu verndir greiöa vin og bjór sem malt, það aura eyðslu veldur, á þingi þvi enu breiöa, sem þreytt er lögmál allt og himnakóngurinn heldur. Sála kotungsins kærir eftir sinu, kúgan missir fjár meö holdsins pinu. Hofmann góöur, hygg að ráði þinu, hvað þig snertir i þessu kvæði mlnu. Þú ert á þessu móti þvilikt lif og sál, sem skilst viö heiminn hér. Þú ert ei gerr af grjóti og getur ei klæðst með stál. Þú flytur ei fé með þér. Tak nú vara þér: timi er aftur að venda: túlka ber þér fram i veginn að senda. Herra Jesús láti oss lukku henda, lifið gott og langt, en beztan enda. Skáld-Sveinn (ca. 1460-ca. 1530) Heimsósómi Skáld-Sveins er elzta kvæði sinnar teg- undar á Islenzku, ádeilukvæöa á þessa veröld. „Efnið hélt áfram að vera vinsælt á 16. og 17. öld: ... Það var ofttengt lofi um liðna tima,hina gömlu góðu tima, sem menn álitu, að hefðu veriö svo miklu betri en nútiminn. Góður er hver genginn og heimur versnandi fer. Þessi skoðun gekk eigi aðeins á Islandi heldur um alla vest- ræna kristni.” (Úr Islenzk Bókmenntasaga 874-1960 eftir Stefán Einarsson.) jyj s iteyKhús Sambandsins sími 14241

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.