Alþýðublaðið - 14.12.1979, Page 6

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Page 6
6 JÓLABLAÐ „Bækur eru ekki aðeins afþreying” Spjallað vid Véstein Ólason, lektor Nú er bókmenntaumræða í algleymi og sýnist sitt hverjum, sem eðlilegt hlýtur að teljast. Ekki fer alltaf saman úrskurður hins almenna lesanda annars vegar og gagnrýnenda dagblaðanna hins vegar um gæði og gildi bókar. Það má gera ráð fyrir að þessi svokallaði almenni lesandi lesi bók af mörgum ástæðum og þá um leið, að mat hans á bókinni, ef um meðvitað mat er að ræða — eigi sér margar forsendur. En hvað um þá, sem hafa lestur bóka beinlinis fyrir atvinnu eða fræðigrein. Hverj- ar eru þeirra forsendur? Svara við þeirri spurningu og öðrum varðandi bækur, gagnrýni og bókmenntir al- mennt var leitað hjá Vésteini ólasyni, en hann er lektor i bókmenntafræði við Háskóla islands. Hvernig fer kennsla i bók- menntafræöi fram? — Hún getur veriö með mörgu móti, þvi köllum viö alla fræði- lega umfjöilun um bókmenntir bókmenntafræði. En aðferöirnar mótast af þvi, hvort við stefnum aö sögulegri rannsókn á bók- menntum og tengslum þeirra við aöra þætti mannlifsins, eöa þá i innri gerö þeirra og einkennum og túlkun einstakra verka. Ég kenni inngangsnámskeiö um bókmenntafræöi. Þar fjöllum við um aöferðir og hugtök, sem að gagni koma i bókmenntafræöi en auk þess æfum viö okkur i aö greina texta af ýmsum geröum og túlka þá. Hugtökin sem viö fjöll- um um eru m.a. notuö til aö flokka bókmenntir eftir einkenn- um þeirra, s.s. episkar eöa frá- sagnarbókmenntir, dramatiskar, eöa leikrænar og lyriskar, þ.e. ljóörænar. Við fjöllum einnig um brag, stil, byggingu ofl. sem aö gagni getur komiö viö bók- menntagreiningu. Kennsla í lestri — Það mætti e.t.v. segja aö þú kennir lestur? — Já, á vissan hátt má segja svo. — Þú talar um að greina bók- menntaverk. Hvað áttu viö? — Þaö er llklega bezt aö reyna aö skýra þaö meö dæmi, sem ég nota viö kennsluna, smásöguna Bréf sr. Böðvars eftir Ólaf Jóh. Sigurösson, sem margir munu þekkja. I þeirri sögu má greina i sundur mikilvæga þætti, sem tvinnastsaman og þegar viö rekj- um þá i sundur, sjáum viö hvaö höfundurinn er aö fara og hvernig hann vinnur. Sr. Böövar er ýmist úti viö, þ.e. viö Tjörnina i Reykjavik, eöa inni á skrifstofu sinni og þá einn. Viö Tjörnina er margt aö gerast, þar eiga sér staö átök i dýralifinu, þar koma i ljós hvatir manna og dýra. En þegar sr. Böðvar er einn á skrifstofu sinni bægir hann frá sér vandamálum, sem blasa viö utan dyra og einbeitir sér fremur að þvi, sem geöfellt er. Þegar þessi aöskilnaður brotnar niöur i lok sögunnar, brestur þol prests- ins og hann deyr. Persónusköpun — Nú, annaö dæmi um aöferöir höfundar, sem má greina er per- sónusköpun, — orö, sem oftlega kemur fyrir i ritdómum. Talaö er um aö persónan sé ekki nægilega skýr, en það er þá taliö til galla. Hér eru geröar vissar kröfur, s.s. aö persóna i ritverki sýni á sér fleiri en eina hlið og sé sjálfri sér samkvæm, aö hún sé sennileg, hagi sér i orbi'og á boröi eins og raunveruleg persóna gæti gert, vekji hjá okkur samúö, — eða andúö, eftir þvi sem viö á, hafi dýpt, — i stuttu máli sagt, sé sannfærandi. En krafan um skýra persónu- sköpun getur varla átt viö um all- ar tegundir bókmennta? — Alls ekki. Þetta á viö um raunsæisskáldsögu eöa sáifræöi- legt verk, þar persóna eöa persónur eru buröarásinn. ööru máli gegnir i öörum tegundum bókmennta, þegar persónan er meira eöa minna i stööluöu hlut- verki, t.d. i’ leynilögreglusögum, — tja, það eru reyndar til leyni- lögreglusögur meö sálfræbilegu ivafi, en sem sagt i sögum þar sem ekki er þröf á dýpt persónu. Það eru lika margir nútimahöf- undar, sem alls ekki stefna aö þvi aö skapa heillegar eöa sennilegar persónur, segja má aö þeir leysi persónuleikann upp. Þetta á t.d. viö með mjög ólikum hætti — um Thor Vilhjálmsson og Guðberg Bergsson. Hjá Thor er persónan oft fyrst og fremst skynfæri, auga eða eyra sem nemur og skrásetur umheiminn, list og veruleika. Um góöan texta Þúhefur talað um tvenns konar fyrirbæri i skáldritum, sem nem- endum er bent á að greina. Þau lúta bæöi aö uppbyggingu, grind- inni. Hvaö um máliö sjálft? — Málnotkun fellur lika undir þann þátt bókmenntafræðinnar, sem við erum aö tala um. Viö lestur bókar er auövitaö gefinn gaumur aö beitingu oröanna og hvernig þau vinna. Það má segja, að ein krafa sem gera mætti tií skáldverks, sé aö þaö búi yfir ein- hvers konar máltöfrum, máli sé beitt þannig, aö áhrif þess séu meiri én i hversdagslegri mál- notkun. Þetta er raunar ein af grundvallarreglunum, sem not- aðar eru til mats á ritverkum. En þaö er auövitað ekki hægt aö meta gildi verks án tillits til inn- taksins, þetta tvennt þarf aö fara hönd ihönd,—á milli inntaks ann- ars vegar og málsins hins vegar, þarf aö rikja visst jafnvægi og samvinna, eigi verkiö að teljast vel samið. Eru til reglur? Þú hefur talaö um regluri sam- bandi viö mat á bókmenntum? — Að visu já, — en ég vil taka skýrt fram, aö þaö er fráleitt að til sé nokkurt allsherjarlögmál um, hvaö sé góö bók. A hverjum tima liggja vissar forsendur til grundvallar mati — forsendur, sem fara m.a. eftir þeim á- formum, sem viö þykjumst þekkja hjá höfundi, en fylgja á- kveöinni bókmenntahefö. Viö get- um tekiö sem dæmi þaö skáld- sagnaform, sem hér hefur um langt skeiö verið rikjandi, raun- sæisskáldsöguna. Almennt sam- komulag höfunda og lesenda er um aö þetta form eigi aö gefa raunsæja mynd. Bækur þeirra eru þvi dæmdar eftir þvi hversu vel þeim tekst þetta, þ.e. verkin þurfa að búa yfir vissum senni- leika. og þau metin eftir þvi, hversu vel tekst aö skapa hann. Hvert er hlutverk gagnrýnandans? Eitt af hlutverkum gagnrýn- andans er e.t.v. aö benda á þau greiningaratriöi, sem viö höfum rætt um og auka skilning lesand- ans á ritverki? — Já vissulega. Gagnrýnand- inn bendir á aðferðir, sem rithöf- undurinn notar og einkenni á verki hans. Og gagnrýndandinn á aö geta stutt túlkun sina meö rök- um. Bókmenntafræöin reynir aö finna almennar forsendur fyrir slikum rökstuðningi og mótar málfar, sem auövaldar hahn. Sumir vilja halda fram, aö gagnrýnendur skrifi aöeins fyrir aöra gagnrýnendur. Eöa þá, aö gagnrýnendur séu bara mennta- aöall, sem sé aö búa til skoðanir? — Ég held það sé nú fjarri sanni, aö gagnrýnendur skrifi aö- eins fyrir starfsbræöur sina. Einnig, aö þeir búi til skoöanir. Auðvitaö mynda þeir sér skoöun, túlka og leggja mat á það verk, sem þeir eru aö fjalla um, þaö er hluti af starfinu. Þaö . er svo und- ir hverjum og einum komiö, hvernig brugðist er viö mati gagnrýnandans. Heiöarlegur gagnrýnandi gerir lesendum sinum grein fyrir þeim viöhorfum, sem liggja aö baki, — auövitað ekki i hvert sinn, sem hann fjallar um bók. Reyndin er oftast sú, aö lesandinn fer aö þekkja viöhorf gagnrýnandans og les greinar hans meö þaö i huga. — Gagnrýni i blöðum hefur margháttaðan tilgang. Einn er aö kynna bókina og er þá á vissan hátt fréttamennska. En fyrst og fremst er gegnrýni innlegg i sam- ræðu um bók. Hvernig kemur islenzk bók- menntagagnrýni i blööum þér fyrir sjónir? — Þaö hafa orðið töluveröar breytingar á þeim tveimur ára- tugum, sem ég hef fylgst meö henni. Gagnrýnendur eru fleiri, þaö er breyting til batnaðar, eink- um meö tilliti til þess aö gagnrýni sé innlegg i samræöu. Þeir eru misgóðir, en ég held flestir heið- arlegir. Islenzkir gagnrýnendur eru sjaldan mjög haröoröir — hér gerist það varla, held ég, ab ferill rithöfundar sé hreinlega lagður i rúst meö slæmum ritdómum, — liklega má rekja þaö til smæðar islenzks samfélags. Gefum höfundinum tækifæri Ef ég bæöi þig að segja leik- manni, hvernig bezt er aö lesa bók, hverju myndir þú svara til? — Fyrst og fremst aö lesa fordómalaust, meö opnum hug, leyfa bókinni aö verka á hugann, gefa höfundinum tækifæri til að segja þaö sem hann vildi sagt hafa, án þess aö gripa fram i fyrir honum með eigin skoðunum og fordómum. Eftir á, þegar manni finnst bókin fulllesin, kemur svo aö þvi aö gera upp hug sinn um gildi hennar og þess, sem hún hefur að segja. Hvað eru góðar bókmenntir? Viö höfum talaö um aöferöir til aö greina og túlka bókmenntir — um hlutlæga túlkun eins og hún er kennd hér viö skólann. En hlýtur ekki endanlegt gildismat á bók aö vera persónulegt, huglægt? — Jú, þaö er rétt og reyndar er mér illa viö aö tala um hlutlægni I sambandi viö túlkun. Það væri sjálfsblekking aö halda að hún sé möguleg, þótt sjálfsagt sé aö stefna i átt til hennar. Hvaö eru aö þinu mati góöar bókmenntir? • — Viö getum væntanlega verið sammála um, aö þekking manns- ins eykur frelsi hans og þá um leið möguleika hans til lifshamingju. Og við getum lika veriö sammála um, að þessir möguleikar eru oft stórlega takmarkaðir, m.a. vegna þess aö þröng og villandi heimsmynd hneppir vitund manna i fjötra eöa bæklar hana. Góbar bókmenntir, eins og raunar öll list, eru i eðli sinu frelsandi afl. Þegar ég segi i eðli sinu þá er ég aö halda fram þeirri skoðun, aö bókmenntir séu eitt af þeim tækjum, sem viö höfum til aö skynja heiminn með, — bók- menntir gefa ekki aðeins spegil- mynd af raunveruleikanum, heldur eru þær miöill, standa á milli okkar og raunveruleikans. Þær geta veriö frelsandi afl og átt mikinn þátt I aö dýpka og auðga heimsmynd okkar með þvi aö skapa merkingu, þar sem engin var fyrir, með þvi aö gefa þögulli reynslu mál og opna okkur nýja möguleika. Ef heimsmynd okkar takmarkast af þeim orðum, sem við eigum, getur nýstárleg notkun oröa, — t .d. — brey tt þeirri mynd. Þess vegna er svo langt frá þvi að bókmenntir hafi eingöngu þýö- ingu sem afþreying eða annars flokks lifsreynsla, heldur gripa þær inn I allt lif okkar. Og ég lit svo á, að öll bók- menntafræöileg umræöa, hvort sem hún fer fram hér i háskólan- um eöa i öörum menntastofnun- um, i dagblöðum eöa manna á meðal, eigi gildi sitt i þvi aö styrkja frelsunarmátt bókmennta og leyfa honum aö njóta sin. Ellegar þá aö benda á, á hvern hátt margar bækur stuðla að þvi að styrkja einhæfa heimsmynd sem bæklar sálarlifið. — En þetta er auðvitað ekki auðvelt viðfangsefni og þegar miöur tekst geta áhrifin oröiö litil eöa jafnvel þveröfug. Ms

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.