Alþýðublaðið - 17.01.1981, Side 5

Alþýðublaðið - 17.01.1981, Side 5
Laugardagur 17. janúar 1981 5 ORKUKREPPA A ÍSLANDI - ORKUKREPPA Á ÍSLANDI - ORKUKREPPA A ISLAN SLANDI - ORKUKREPPA Á ÍSLANDI - ra nokkrum mönnum virkja, þá þaön þýðublaðið 900 milljónir g.krtína og er þá reiknaðmeð, aðskömmtun standi i u.þ.b. tvo og hálfan mánuð. Skiptingin innbyrðis er siðan þannig, að Rafmagnsveitur rikis- ins greiða 58%. Orkubú Vest- fjarða 20.1% Laxárvirkjun 19.4% og Rafveita Siglufjarðar mun greiða 2.5%. Stóreigendurnír Landsvirkjun og Reykjavikur- borg greiðir engan kostnað vegna keyrslu dieselstöðva og þessu höfum viðmótmælt. M.a. hafa tvö sveitarféiög á Austurlandi mót- mælt þessu þ.e, Stöðvarfjörður og Egilsstaðir og ég vænti þess, að fleiri fylgi i kjölfarið. Við erum ákaflega óánægðir með þetta og þá einkum það, að ekkert hefur verið gert til að jafna þessum kostnaði niður á raforkuneytend- ur. í greinargerð Landsvirkjunar nú fyrir skömmu kom fram, að árið 1978 skrifuðu þeir ráðherra og bentu á, að þessi staða þ.e. orkuskortur gæti komið upp á ár- inu 1981. > Voru þetta fyrstu ábendingar til stjórnvalda að svona gæti farið? j Nei, siður en svo. Við bentum á þetta fyrst 1974 i okkar ályktun- > um fyrir austan, um þaðleyti sem ' heimild fékkst fyrir 1. áfanga j Bessastaðaárvirkjunar á \ Alþingi,. Þá bentum við á það, að upp gæti komið hér orkukreppa áður en fyrstu vélar Hrauneyjar- fossvirkjunar færu af stað. Landsvirkjun ákvað hins vegar I að það mætti fresta gangsetningu fyrstu vélar Hrauneyjarfoss- virkjunar til 1981 en við itrekuð- um óskir okkar árið 1975 og lögð- um siðan ætiðupp frá þvi áherslu á það á hverju ári, að 1983, þegar Hrauneyjarfossvirkjun væri fullnýtt þá yrði ástandið miklu al- varlegra, vegna þess að það tekur minnst 6 ár að byggja slikar virkjanir og ákvörðun um næstu virkjun eftir Hrauneyjarfoss átti þvi að taka á árunum 1978—’79, en sú ákvörðun hefur enn ekki verið tekin, okkur til stórskaða. Það er stóralvarlegt mál. Við höfðum margbent á þetta, að orka frá Hrauneyjarfossi verður fullnýtt árið 1983, sérstaklega ef um slæma vatnsstöðu verður að ræða á næstu tveimur árum og afleið- ingin er sú, að árin 1983 og fram að næstu virkjun verða kannski erfiðustu ár i orkubúskap okkar, jafnvel þó að ákvörðun verði tek- in strax um nýja virkjun. Það er þó hægt að bæta mikið ástandiö með þvi að stifla við Sultartanga, sem mun auka orkuvinnslugetu Landsvirkjunar og koma i veg fyrir isskolun. Orkunefnd Sambands sveitar- félaga á Austurlandi hefur sem sé frá árinu 1974 varað við þeim orkuskorti, sem nú er orðinn að raunveruleika. Viðþurftum að fá fyrsta áfanga Fljótdalsvirkjunar i tveim 32 MW áföngum og fyrri áfangann inn 1978 og bentum á það, það mætti ekki dragast leng- ur en til 1979 til að komast hjá orkuskorti. Ef farið hefði verið að okkar ráðum væri nú ekki orku- skortur i landinu hvorki til stór- iðju eða almenningsveitna. Segja má, að greinargerð Landsvirkj- unarum orkuskortinn sé staðfest- ing á þessum málflutningi okkar. Sem sé ábendingar okkar hafa reynst réttar en forystumenn orkumála hafa ekki borið gæfu til að fara að þessum ráðum. Við höfum stundum þurft að „slátra” nokkrum mönnum til að fá fram nauðsynlegar umbætur i vega- málum. Orka nú er jafnnauðsyn- leg okkur eins og súrefnið mann- inum og ef við þurfum að slátra nokkrum mönnum i kerfinu til að fá fram nauðsynlegar virkjanir, þá það. Þeir vilja helst ekki virkja, þessir herrar, nema á Þjórsársvæðinu og þær fram- kvæmdir hafa ekki aukið miðl- unargetu kerfisins. Eina alvöru- miðlunin er i Þórisvatni. Hins vegar bentum við Austfirðingar á það, að það sem orkukerfið raun- verulega þyrfti væri verulega aukið miðiunarrými. Um atvinnupólitEk og orkuöflun Hvcrja telur þú aðalástæðu þcss, að tregðu hefur gætt til að taka ákvarðanir um virkjanir á öðrum svæðum en Þjórsársvæð- inu? Ég held að höfuðástæðan sé sú, að eignaraðild er i höndum Reykjavikurborgar og rikisins til helminga og áhrif Reykjavikur- borgar i þessu sambandi vegna nálægðar framkvæmdastaðar, hin efnahagslega atvinnupólitik, sem liggur þarna að baki, ræður þvi fyrst og fremst, að annars staðarer ekki virkjað. Menn gera ekki greinarmun á atvinnustefnu og nauðsynlegum orkufram- kvæmdum. Verðbólguáhríf orkuskömmtunar Svo er sannað mál, sem tengist þessu og það eru verðlagsmál Rafmagnsveitnanna. Nú er ljóst, að það áfall, sem rafmagnsveit- urnar verða fyrir vegna orku- skömmtunarinnar, hlýtur fyrr eða siðar að leiða til hækkunar á gjaldskrá og við erum einmitt nú að ihuga það i stjórn RR hvort við eigum að sækja um hækkun fyrir 1. feb. til að mæta þessu tjóni. Tjón okkar i heild nemur eins og áður sagði um 900 milljónum gkr. og rekstraráætlanir fyrir árið 1981 sýna rekstrartap upp á 1125 milljónir gkr. Allt er þetta um- framkostnaður vegna keyrslu dieselstöðva og bitnar eingöngu á ibúum landsbyggðarinnar. Við höfum rætt um það hvort við ætt- um að sækja um gjaldskrárhækk- un, en niðurstaðan var sú, að við ættum að leggja málið fyrir stjórnvöld og biða átekta. Niður- staðan verður samt auðvitað sú i lokin, að það verður að hækka gjaldskrána, þegar verðstöðvun lýkur. Hvað þýðir þetta mikla gjald- skrárhækkun i smásölu? Þetta munu vera um 7—8% hækkun, sem þarf til að mæta þessum kostnaði á ársgrundvelli. En hvernig var fjárhagsstaða RR áður en þetta ástand kom upp. Eru rafmagnsveiturnar I stakk búnar til að mæta þessu ástandi? Það má segja, að fjárhagsstaða þeirra sé all-sæmileg. Arið 1979 skiluöu rafmagnsveiturnar hagn- aði, og h'kur benda til að einnig verði rekstrarafgangur á árinu 1980. Undanfarin ár hefur verið gert átak til að rétta af fjárhag rafmagnsveitnanna. Gjaldskráin var lagfærð og útkoman hefur verið góð undanfarin tvö ár. En þessi gjaldskrárhækkun er ekki aðalatriði. Aðaláherslu nú viljum við Austfirðingar leggja á það, að ekkihafi verið farið að okkar til- lögum og það komi okkur nú rækilega i koll. Ákveðið var að virkja á Suðurlandi og leggjajinur út i landshlutana og það hefur sýnt sig, að þessi stefna var röng. Og hvað sem liður öllum samn- ingum RR og Landsvirkjunar segjum við nú að „þetta þjóð- hagslega tap á þessum þjóðhags- lega hagnaði” verður ekki borið uppi af hinum 50 þús. ibúum á landsbyggðinni sem kaupa orku frá rafmagnsveitunum. Þessu erum við að mótmæla fyrst og fremst. Selja okkur afgangsorku við forgangsorkuverði Og ég vil einmitt nota þetta tækifæri til að koma þvi hér að, að skv. greinargerð Landsvirkjunar nú, eru þeir að selja okkur hreina afgangsorku viö forgangsorku- verði. Við erum auðvitað tilbúnir til að bera okkar hluta af byrðun- um, keyra okkar dieselstöðvar, þegar þess er þörf, en við viljum ekki bera áfölleins og þetta einir. Svartnætti i aðsigi Samkvæmt þvi, sem þú hefur sagt verður hér á landi eins konar „myrkt timabil” frá 1983 fram að næstu virkjun, jafnvel þó að strax verði gripið til einhverra ráðstaf- ana. Hverjar verða helstu afleið- ingar þessa „svartnættis”? Já, mesta myrka timabil i raf- orkusögu okkar verður ef til vill á þessum árum og ég tel að við eig- um að freista þess, að fá frekari orku frá Kröfluvirkjun. Ég vii taka það fram, að orkumálastjóri hefur hvað eftir annað gefið út yfirlýsingar um það, að hæfilegt væri, að næsta stórvirkjun okkar yrðitekin inotkuná árinu 1987, en við Austfirðingar höfum bent á að það sé alltof seint og þarna grein- ir okkur á viðráðunautana. Já,þú spyrð um afleiðingar. Þær bein- linis blasa við okkur nú. Þær eru blátt áfram hroðalegar og nægir að minna á yfirlýsingar forstjóra álversins, Ragnars Halldórsson- ar, um útflutningstap fyrirtækis- ins vegna orkuskerðingarinnar, sem mun nema á fjórða milljarð gkr. á mánuði og einn þriðji af þvi er hreint tap fyrirtækisins. Þar að auki sjá menn, hvað aukinn oliu- kostnaður leiðir yfir okkur, auk- inn kostnaður vegna hans getur numið allt að 2 milljörðum gkr. á mánuði og við allra verstu skil- yrði algera lömun á atvinnulifi i landinu. Þá segi ég, það hriktir i undirstöðum þjóðfélagsins og þessi kreppa er þegar skollin á. Við sem búum á landsbyggðinni þekkjum hana vel. Þar hefur fólk lifaðvið þetta og er búið að fá nóg af. Hvað ber stjórnvöldum að gera til að reyna að draga úr áhrifum orkuskorts á þessu timabili? Eðlilegasta byrjunin er að gera stiflugarð við Sultartanga, sem bætir stöðu virkjana i Þjórsá: Hefjast handa sem fyrst við virkjun á Austurlandi t.d. 1 áf. 90 MW i' Fljótsdalsvirkjun og hefja framkvæmdir við Blöndu. Þar bendir þó allt til ágreinings við landeigendur um beitarland, sem mun fara undir vatn. Ég tel, að fyrsta virkjun, sem ráðast eigi I eins og nú standa sakir sé Fljóts- Erling Garðar Jónsson dalsvirkjun 1. áfangi. Þar er eng- inn ágreiningur uppi engin vandamál vegna umhverfisáhrifa og 1. áfangi virkjunarinnar er mjög hagkvæmur hvað stærð snertir. Hvernig er ástandið á Austur- landi núna? Ástandið er þannig núna á Austfjörðum, aö þar höfum við tvær rennslisvirkjanir og ef linan til okkar bregst eins og gerðist i vetur, þá höfum við ekki aflgetu til að anna þörf og það verður al- gert neyðarástand i' fjórðungnum, ef til bilunar kemur og hún varir i meira en6—7 daga. Til alvarlegr- ar bilunar getur komið i stórveðr- um og tekið miklu lengri tima að gera við þær. Þess vegna geym- um við vikuvatnsforða i Lagar- fljóti af öryggisástæðum. Ég vil bara minna á ástandið á Homa- firði hér um árið, þegar hluti ibúanna varð að flýja staðinn. Slikt ástand getur komið upp aft- ur og fyrr en varir. Það hefur enginn treyst sér til að setja kostnað af byggðalinu inn i orkuverði. Hefur þá byggðalin an engan tilgang meðan svo er ástatt i orkumálum okkar? Vissulega er litið gagn af henni meðan litil eða engin orka kemur um hana, það segir sig sjálft. A sinum tima var um það deilt, hvort við ættum að fara i byggða- linu eða virkja t.d. á Austurlandi eðaNorðurlandi. Sú leið var valin að fara i byggðalinuna. Nú sést að þetta var röng stefna og það sem meira er, það treystir sér enginn til að setja kostnað viö byggðalin- una inn i orkuverðið, heldur borga skáttborgarar brúsann. Þannig mælist þetta ekki k i orkuverðinu. Greiðslubyrði vegna J 2^ byggðalínunnar nemur nú um a 19S1 örorku. Talið er að i heiminum séu um 400 milljónir manna sem búa við skerðingu eða fötlun af ein- hverju tagi. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 10% hverrar þjóðar séu fatlaö fólk á einhvern hátt, eða 20—30 þúsund manns hér á landi. Mest er um fatlað fólk I vanþróuðum rikjum. Veldur þvi m.a. vannæring, sjúkdómar og ófullnægjandi heilsugæsla, þ.á.m. skortur á mæðravernd. Viða skortir mikið á að mat- vælaframleiðsla, húsakostur, skólar og atvinnumöguleikar fullnægi þörfum Ibúanna. Fatlað fólk er i hópi þeirra sem erfiðast eiga með að afla sér nauðþurfta. 1 mörgum þróunar- löndum er naumast til að dreifa nokkurri læknismeðferð, hjálpartækjum, sérkennslu, starfsmenntun eða atvinnutæki- færum fyrir fatlaða. Oft er sú aðstoð sem um er að ræða ein- ungis hægt að fá á nokkrum stórum stofnunum, svo aö dreif- býlið og fátækrahverfin, þar sem flest fatlaða fólkið býr, fer að mestu á mis við hana. Með vaxandi tækni koma nýir skaðvaldar. í iðnvæddum rikjum skaddast fjöldi manns árlega i umferðinni, við vinnu sina og af völdum hættulegra efna i umhverfinu. Streita og öryggisleysi spilla geðheilsu manna. Jafnvel i velferðarrikjunum sitja fatlaðir á hakanum.* Samfélagið er oftast byggt upp •með þarfir einhvers óskil- greinds „venjulegs fólks” fyrir augum. Fólki sem er atgervis-1 skert á einhvern hátt er bægt frá fjölmörgum þáttum þjóðlifsins, sumpart af þvi að við almenn skipulagsstörf er ekki tekið tillit til þess að menn eru misjafn- lega gerðir, sumpart vegna þess að aðbúnaði fatlaðra er svo áfátt, að þeim er illmögulegt að lifa eðlilegu lifi. Skert atgervi, likamlegt eða andlegt, veldur þvi, jafnvel i velferðarrikjum, að menn verða oft að sæta lélegri menntun, fá- breyttu starfsvali, slæmu hús- næöi, þröngum efnahag og fátæklegu menningar og félags- lifi. Þeir veröa þvi einangraðir og einmana. Mikið djúp er staðfest milli raunverulegra lifskjara fatlaðs fólks og ákvæðanna i yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi þvi til handa. Þess vegna hafi Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að árið 1981 skuli helgað baráttunni fyrir bættum kjörum fatlaös fólks hvar sem er I heim- inum. Einkunnarorð alþjóðaárs fatlaöra eru: „Fullkomin þátttaka og jafnrétti". Til að ná þessum markmiðum þurfa viðhorfin i þjóðfélaginu aö breytast i þá átt að fatlaðir verði viöurkenndir sem eðli- legur hluti af þjóðfélagsheild- inni. Þvi ber að taka fullt tillit til þessara staðreynda og gera umhverfið þannig úr garði að fatlaðir geti orðið virkir þátt- takendur á öllum sviðum þjóð- félagsins. Ein forsendan fyrir breyttum viðhorfum er al.nenn umræða og fræðslustarf um málefni fatl- aðra. A ári fatlaðra verður þvi lögð mikil áhersla á fræðslu og upplýsingastart á breiðum grundvelli þar seni fjallað verð- ur um hina ýmsu þætti sem snerta á einn eða annan hátt fatlaða. Sem dæmi má i nefna, ráðgjöf til foreldra fatlaðra barna, I 7 skóla- og menntamál L_/ Ileyrnarskerðing og málleysi er eín tegund fötlunar. Meö réttum tækjabúnaði og þjálfun má ná undraverðum árangri. IRA - ALÞJÓÐAÁR FATLAÐRA-— ALÞJÓÐAÁR FATLAÐRA - ALÞJÓÐAÁR FATLAÐRA - ALÞJÓÐAÁR FATLAÐRA— ALÞJÓ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.