Alþýðublaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 8
Annað tbl. Málþings komið út: Benedikt Gröndal skrifar um stjórnarskrármál Út er komiö annað tölublað timaritsins Málþing, en það er timarithanda jafnaðarmönnum um þjóðfélags- og menningar- mál. Ritstjórar ritsins eru þeir Kjartan Ottósson og Hilmar S. Karlsson. í þessu tölublaði birt- ast greinar eftir Benedikt Grön- dal, „Um þriskiptingu valds- ins”, Úlfar Bragason, „Forn- sagnarannsóknir nú”, Vilmund Gylfason „Þættir úr sjálfstæðis- baráttunni”, en það er dag- skrá.sem Vilmundur samdi og flutti i útvarp þann 6. april 1980, og Hilmar S. Karlsson skrifar „Hugleiðingar um listina að elska og Erich Fromm”. I grein sinni um {H'iskiptingu valdsins, ritar Benedikt Grön- dal um þær hugmyndir stjórn- visinda, sem liggja að baki is- lensku stjórnarskrárinnar. Hann rekur nokkuð sögu þeirra hugmynda, frá upphafi, en þær koma fyrstfram i ritum franska heimspekingsins Montesquieu á 18. öld. Benedikt rekur siðan nokkur þau ákvæði,sem skerða þessa þriskiptingu valdssins, svo sem rétt forseta til að gefa út bráða- birgðalög, svo og opið og óljóst orðalag um framkvæmdavaldið og hlutverk þess i stjórnar- skránni. Eins bendir hann á þá siðari tima tilhneigingu hjá lög- gjafarvaldinu, þ.e. Alþingi, þegar um flóknar lagasetningar er að ræða, aö láta fram- kvæmdavaldinu mikinn hluta löggjafarvaldsins eftir, með þvi að það sér um tilbúning reglu- gerða. Vegna þessar ágalla á stjórnarskránni og túlkun henn- ar, finnur Benedikt að þvi, að ekki miöar hraðar endurskoðun hennar. Hann segir að lokum: „Mestu máli skiptir að viður- kenna, að ekki verða dregnar linur milli löggjafavalds og framkvæmdavalds, eins og gamlir hugsuðir töldu og stjórn- arskrá okkar gerir ráð fyrir. Þetta tvennt blandast saman á flókinn hátt og verður hvort að hafa megináhrif á hitt, þing og rikisstjórn, sem byggist á meirihluta þess. Þingið verður að gera rikisstórn kleift að stjórna og veita henni þau lög, sem hún telur nauðsynleg. Þingstörf verða að mótast að verulegu leyti af þörfum rikis- stjórnar, og gera það raunar mjög i nágrannalöndum, þótt þingstörf hér á landi séu yfir- leitt illa skipulögð. Þetta þarf þó ekki að hindra Alþingi i að taka sér hlutverk, sem þingið hefur til þessa van- rækt, en önnur löggjafarþing hafa i vaxandi mæli snúiö sér að. Það er eftirlit með fram- kvæmdavaldi, mat þingnefnda á reynslu af settum lögum og þörfum fyrir nýja lagasetningu. A Islandi er rik nauðsyn fyrir þetta starf, en skilningsleysi, TIMARIT HANDA JAFNAÐARMONNUM UM ÞJÓÐFELAGS- OG MENNINGARMÁL Hofundar efms i þessu h< Benedikf Grondal Hilmar S Kartsson Kfartan Otfosson Ultar Bragason Vilmundur Gylfason málþing annir og tregða ráöamanna hafa fyrirbyggt, að Alþingi færi inn á þessa braut. Þess vegna hefur vegur þingsins verið minnkandi á sama tima sem löggjafaþing grannrikja hafa farið vaxandi i nýjum hlutverk- um eftir skipulagsbreytingar, sem hafa lagað hin gömlu kóngaþing að nútima aðstæð- um. Stjórnarskrá lýðveldisins er ekkieins og kjólföt, sem farið er i við hátiðleg tækifæri. Hún er lifandi taugakerfi lýðveldisins.. Það dugir ekki að setja enn á hana einhverjar bætur, eða að imynda sér, að hinn gamli kjarni hennar, sem er frá kon- ungdæmi á miöri 19. öld, dugi hinu nýja lýðveldi 21. og siðari alda. Það verður að semja stjórnarskrá frá grunni fyrir framtiðarþjóðfélag Islendinga. Hér ráða alltof fáir menn. Þeir eru yfirleitt svo yfirhlaðnir störfum við dægurmál, að þeir hafa hvorki tima, orku né áhuga aflögu fyrir nýja stjórnarskrá, sem á að duga þróun einstak- linga og samfélags i' manns aldra. Það er til margt fólk, sem er fært um að taka þátt i sliku starfi. Af hverju má ekki fela þvi að vinna að nýrri stjórnar- skrá, meðan fíokksforingjarnir glima við verðbólguna, sem þeir aldrei ráöa við? Þarna kemur flokksræðið fram i verstu mynd. Foringjarnir geta ekki imyndað sér, að nokkrum öðrum en þeim sé treystandi til að sjá eða skilja hvað eigi að vera grundvallarlög lýðveldisins. Þetta er ein mesta þröngsýni i islenskum stjómmálum nú á dögum, og hún á sér engin flokkabönd, hún virðist alls staðar jafn sterk. Montesquieu heldur áfram að ráða rikjum á Islandi. Það skiptir engu þótt hugmyndir hans hafi i upphafi verið byggðar á misskilningi. Það skiptir engu þótt þær séu þver- brotnar i raun um allt Island eins og önnur lönd. Flokksfor- ingjarnir hafa ekki timatil að athuga þetta. Og þeir treysta engum til þess. Þar við situr.” Stór samsýning á Kjarvalsstöðum opnuð í dag 1 daglaugardag, kl. 15.00 opna 11 listamenn samsýningu að Kjarvalsstööum i Vestursal. Sýningin ber nafnið „Vetrar- mynd” og er þetta i þrið,- ja sinn sem myndlistarmenn sýna undir þessu nafni. Þeir sem taka þátt í þessari sýningu eru Baltasar, Bragi Hannesson, Einar Þorláksson, Haukur Dór, Hringur Jóhanns- son, Leifur Breiðfjörð, Magnús Tómasson, Niels Hafstein, Sig- riður Jóhannsdóttir, Sigurður örlygsson og Þór Vigfússon. „Vetrarmynd” er afar fjöl- breytt isniðum, enda er hér um að ræða verk ólikra myndlistar- manna. Þessi breidd er I sam- ræmi við stefnu þá sem ráðið hefur á fyrri sýningum undir nafninu Vetrarmynd. Þá hafa fulltrúar ólikra listastefna hald- ið sýningar saman. Jafiian er um einhverja endurnýjun að ræða i hópi sýnenda. Þannig sýna nú i fyrsta sinn meö Vetrarmy ndahópnum þau Einar Þorláksson, Niels Haf- stein, Sigriður Jóhannsdóttir, Sigurður örlygsson og Þór Vig- fússon. Aðrir hafa áður sýnt verk sin á sýningum Vetrar- myndarhópsins. Sýningin veröur opin daglega frá kl. 17 til 22, 17. janúar til 1. febrúar. Það er stórmerkilegt, hvað is- lenskan er lipurt tungumál og auðvelt að semja i það nýyrði og allskyns euphemisma. Þegar málverndunarstefnan reis hvað hæst, lá við að nýyrðasmiði væri þjóðariþrótt Islendinga og þeirra helsta skemmtan. Þá voru búin til hreint brilljant orð, svo sem þyrla, þota, tölva o.s.frv. Að visu voru ekki allir landar vorir jafn- liðugir I þessari iþrótt, og sum ný- Á RATSJÁNNI En þó áhugi á nýyrðasmiði hafi dofnað nokkuð siðustu ár, meðal almennings, lifir hann enn i ákveðnum hópi manna. Það eru menn, sem vinna i stofnunum, og nýyrðasmiði þeirra er gjarna köíluð „stofnanamál”. Þeir sem stunda orðasmiöi i stofnanamálið eru miður.vel þokkaðir af almenn- ingi. Ekki svo aö skilja að al- menningur tali gullaldarmál, fjarri þvi. En almenningur fer að timann áður nefnt dæmi úr þvi máli, sem er orðið „samþætt ing”, en það er notað i setning- um eins og „samþætting námsefnisins i mismunandi greinum gerir nemandanum kleift að öðlast viðari heildaryfir- sýn yfir námsefnið”. Þessa setn- ingu, eða setningu mjög áþekka, las Þagall I einhverju merkisriti nýlega. Fyrir utan klúður á borð við „viðari heildaryfirsýn”, er ál: Hvernig hægt er að segja slæm tíðindi þannig að enginn skilur,!” |taki. Sum þeirra finna fyrir „óöryggiskennd”, orðið „samþætting” frekar þr efðu betur farist. beear birtar eru skvrslur. skrif- andi. En einn kennara Þaee yrðin fórust i flugtaki. Sum þeirra náðu á loft, en hefðu betur farist. Svo er t.d. með orð eins og „hljóð- varp”, þegar þaö er notað fyrir útvarpið okkar blessað. 1 fyrsta lagi merkir orðið hljóðvarp þegar allt annan hlut i islensku, sem sé ákveðna hljóðbreytingu. í ööru lagi er orðið stirt, sérlega I sam- setningum, svosem „hljóðvarps- viðtæki”. Enda komu upp vand- ræði, vegna þess aö „sjónvarpið” var kallað þvi nafni. Sumir vildu halda sig við hljóðfræðiheitin og kalla sjónvarpið „klofning”. finna fyrir „óöryggiskennd”, þegar birtar eru skýrslur, skrif- aðar á þannig „islensku”, að menn skilja jafnvel ekki heilu málsgreinamar, nema einstaka samtengingar, forsetningar, (sem eru ærið oft rangt notaðar) og viðskeyti. Einn hópur stofnanamanna, eru kennarar. Þeir hafa komiö sér upp tækniórðasafni, sem er öllum óskiljanlegt sem ekki hafa gengið i gegnum kennaraskóla T.d. hefur Þagall einhvern- orðið „samþætting” frekar þreyt- andi. En einn kennara Þagals i gamla daga var einhverntimann að útskýra beygingu óreglulegra sagna i einhverju rómönsku tungumáli, þegar hann sagði allti einu: „Annars er þetta allt saman konsekvent, svo það meikar engan diff”. „Samþætting” er framför! Þingmenntala gjarnanum ,,at- vinnutækifæri”, þegar þeir fara með utanbókarlærðar setningar á borð við: „Það er mikilvægt fyrir framtið byggðar á landshominu. að atvinnutækifærum fjölgi”. Þá eiga blessaðir mennirnir auðvitað við störf. Þá er það einkenni á stofnana máli, að til þess að halda orða- forða sem minnstum, er gripið til þess ráðs, að nota sýknt og heil- agt „Jákvæður” og „Neikvæð- ur”. Þannig sleppa menn við að flækja setningaskipan. Og menn geta sagt óþægileg tiðindi á stofn- anamáli, án þess að nokkur maður kippi sér upp við það. For- stjóri fyrirtækis, sem þarf að til- kynna verkamönnum sinum, að hann geti ekki borgað þeim laun, fer ekki til þeirra og segir: „Strákar, ég er skitblankur, á ekki eyri, ég bara get ekki borgað ykkur út i dag.” Nei, það gerir enginn forstjóri. Hann fer til verkamannanna sinna, ábúðar- mikill ásvip og segir: „Þvi miður er lausafjárstaða fyrirtækisins neikvæð, eins og stendur, en um leið og hún verðúr jákvæö upp á nýtt, mun ég greiða ykkur launin.” Siðan hleypur hann burt, meðan verkamennirnir eru enn að reyna að skilja það sem hann sagði. „Lausafjárstaðan er neikvæð”, sagði forstjórinn. „Ja, nú á ég ekki krónu”, sagði gamla konan. „Ekki ég heldur”, sagði forstjór- inn. —Þagall alþýöu- Laugardagur 17. jan=1981 KÚLTÚRKORN Kontra-kvartettinn í Norrænahúsinu Mánudaginn 19. janúar kl. 20.30 heldur Kontra-kvartettinn frá Danmörku tónleika i Norræna húsinu. A efnisskrá eru strok- kvartettar eftir Mozart (g-dúr, KV. 387),Carl Nielsen (g-moll,op 13) og Dvorak (Bandariski kvart- ettinn. Kontra-kvartettinn var stofn- aður 1973 af fiðluleikaranum Anton Kontra, sem fæddur er i Ungverjalandi, en verið hefur konsertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitar Sjálands frá 1965. Anton Kontra starfar einnig sem ein- leikari og hafa ýms norræn tón- skáld samið verk fyrir hann, nú siðast samdi Vagn Holmboe fiðlu- konsert fyrir hann. Aðrir meðlimir í Kontra-kvar- tettinum starfa með Dönsku út- varpshljómsveitinni og Sinfóniu- hljómsveit Sjálands. Kvartettinn hefur lagt mikla áherslu á flutning austur-ev- rópskrar tónlistar (Dvorak, Bar- tok, Tjajkovskij) og nýrri nor- rænnar tónlistar auk hinnar si- gildu efnisskrár. Kontra-kvartettinn heldur tvenna tónleika i Norræna húsinu, en aðeins fyrri tónleikamir eru opnir fyrir almenning. Miðar verða seldir i kaffistofu Norræna hússins og við inn- ganginn. Ralf Gothóni í Norræna húsinu Þriðjudaginn 20. janúar kl. 20:30 heldur RALF GOTHÓNI pianótónleika i Norræna húsinu. Ralf Gothóni er fæddur I Finn- landi árið 1946. Hann stundaöi nám 1 Helsingfors, Þýskalandi og Sviss. Hann hlaut mjög góðar við- tökur er hann kom fyrst fram opinberlega á tónlistarhátiðinni i Jyvaskyla 1967 og eftir það lá leiðin opin fyrir hann til tónleika- halds viða um Evrópu, i Sovét- rikjunum og Norður-Ameriku. Hann er prófessor i pianóleik við tónlistarskólann i Munchen og hefur frá árinu 1978 verið listrænn stjómandi óperuhátiðarinnar i Svaonlinna. Auk þess sem Ralf Gothóni kemur mjög oft fram sem einleikari, hefur hann getið sér góðan orðstir sem undir- leikari, m.a. hjá landa sinum ópemsöngvaranum Martti Tal- vela. Ralf Gothóni hefur komið til Islands nokkrum sinnum áður, m.a. kom hann ásamt finnska baritónsöngvaranum Jorma Hynninen á Norrænu menningar- vikunni I Norræna húsinu haustið 1979. A tónleikunum á þriðjudaginn leikur Ralf Gothóni m.a. sónötu eftir hið þekkta finnska tónskáld Einojuhani Rautavaara (1854—1928) og „Myndir á sýningu” eftir Mussorgski. Leos Janacek, sem er i fremstu röð tékkneskra og evrópskra tón- skálda, samdi m.a. tvær stórar pianósvitur, sem nefnast „Grónar götur” og eru taldar til höfuðverka nútima pianótón- listar. Ralf Gothóni leikur fyrri svi'tuna á tónleikunum nú. BOLABÁS Hvað sagði böðullinn, þegar hann leit inn tii fang- anna, rétt fyrir aftökuna? — Góðan daginn, góöir hálsar.l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.