Alþýðublaðið - 14.03.1981, Side 1
alþýðu
blaðið
t á i: t
l'"*S
<»*
vjn
Laugardagur 14. marz 1981 —39. tbl. 62. árg.
Þrjár ÚRVALS ferðir
Dregið 15. mars
Gerið Happdrætti
skil Alþýðuflokksins
Alþýðuflokkurinn 65 ára
Jafnaðarstefnan er
mannúðarstefna
okkar tíma
Frumvarp um breytingar á
reglum um björgunarlaun:
„Verðum að
afnema þessar
fornaldarreglur”,
segir Magnús H.
Magnússon
Lögð hefur verið fram á A1
þingi tillaga tii þingsályktunar,
þar sem rikisstjórnin er hvött til
að undirbúa breytingu á þeim
ákvæðum siglingalaga, sem
lúta að björgun skipa og skips-
hafna. Markmið hinna breyttu
reglna á að vera það, að skip-
stjórnarmenn þurfi aldrei að
veigra sér við, kostnaðarins
vegna, að biðja um þá aðstoð,
sem að mestu gagni mætti kóma
i hverju tilviki.
Ekki þarf að rifja upp þá um-
ræðu, sem átt hefur sér stað i
fjölmiðlum undanfarið um mis-
jafnar kröfur, sem Landhelgis-
gæslan annars vegar og eig-
endur annarra skipa hins vegar
gera til björgunarlauna.
Magnús H. Magnússon, sem
mælir fyrir tillögunni á Alþingi,
sagði i samtali við Alþýðu-
blaðið, að mál væri komið til að
fornaldarreglur, sem um þetta
giltu og væri eðlilegu björg-
unarstarfi á hættustundu oft
fjötur um fót, yrðu afnumdar.
í greinargerð með frumvarp-
inu segir að ákvæði siglingalaga
um greiðslur vegna björgunar
skipa, séu á margan hátt úrelt
orðin, enda komin til ára sinna.
Þau leiði oft til þess, að skip-
Framhald á bls 2.
lírskurði sakadóms
hnekkt í Hæstarétti:
Ríkissaksóknari
telur ekki
ástæður til
rannsóknar
Hæstiréttur felldi i gær úr gildi
úrskurð sakadóms Reykjavíkur
um að tveimur biaðamönnum
Dagblaðsins væri gert skylt að
segja til heimildarmanna sinna
og dæmdi þeim þúsund krónur
hvorum i kærum álskostnað.
Þessi niðurstaða Hæstaréttar
tekur ekki til þess meginatriðis
hvortblaðamönnunum sé skylt aö
segja til heimildarmanna sinna,
heldur byggist hún á þvi að rikis-
saksdknari telur ekki ástæðu til
að halda rannsókn málsins
áfram.
I greinargerð rikissaksóknara
sem rakin er i dómi Hæstaréttar
kemur fram að embætti hans
hafði engin afskipti af framvindu
þessarar rannsóknar og var em-
bættinu ókunnugt um hana. Segir
þar ennfremur að meginefni
fréttar Dagblaðsins hafi beinlinis
verið rangt og þvi hafi rannsóknin
ekkimiðað að þvi að upplýsa hver
hafi brotið trúnað heldur hver
hafi gefið blaðamönnunum
rangar upplýsingar. Tilgangur
hennar sé þvi hæpinn, auk þess
sem ekki hefur verið leitt I ljós
eöa þvi haldið fram aö fréttin hafi
tálmað rannsókn Keilufellsmáls-
ins. Vægi opinberra hagsmuna
við úrlausn þessa ágreiningsefnis
sé þvi nokkuð á huldu. Kemst
rikissaksóknari aö þeirri niður-
stöðu að ekkisé ástæða til að fara
fram á að blaðamennirnir beri
vitni.
Jafnréttisráð átelur embættisveitingu Svavars: mmmmm
Jafnréttisráð getur ekki fylgt
málinu eftir með málshöfðun
Fordæmið skiptir miklu fyrir jafnréttisbaráttuna
Jafnréttisráð hefur sent frá sér
greinargerð vegna kæru Freyju
V.M. Frisbæk Kristensen vegna
veitingar lyfsöluleyfuk á Dalvik.
Ráðherra, Svavar Gestsson,
veitti sem kunnugt er óla Þór
Ragnarssyni lyfsöluleyfið, og
fannst mörgum sem ráðherra
hefði brotið jafnréttislögin með
veitingu embættisins þar sem
Freyja hefur mun betri menntun
og lengri starfsreynslu en sá sem
fékk embættið.
1 greinargerð Jafnréttisráðs
fylgir m.a. nefndarálit um-
sagnaraðila, en skv. lyfsölulögum
ber að skipa nefnd tveggja kjör-
inna manna, sem láta skal land-
lækni i té rökstudd álit á hæfni
umsækjenda.
Umsögn nefndarinnar var svo-
hljóðandi: „Undirritaðir hafa
fengið til umsagnar 3 umsóknir
um auglýst lyfsöluleyfi á Dalvik.
Eftir ítarlega athugun á umsókn-
unum og fylgiskjölum teljum viö
alla umsækjendur hæfa. Við höf-
um oröið sammála um að skipa
þeim f töluröð sem hér segir, sbr.
fyrirmæli laga nr. 30/1963: 1.
Freyja V.M. Frisbæk Kristensen,
2. óli Þór Ragnarsson, 3. Magnús
Jónsson. Framangreinda niður-
röðun rökstyðjum við þannig:
Freyja hefur lengstan og fjöl-
breyttastan starfsferil að baki,
auk þess sem einkunn hennar á
kandídatsprófi er miklu mun
hærri en hinna tveggja. Erfiðara
er aftur á móti að gera upp á milli
Magnúsar og Óla Þórs. Það, sem
úrslitum réði var þó það, að
Magnús hefur aðeins starfað i
lyf jabúð um rúmlega tveggja ára
skeið, en hinn timann i lyfjaheild-
sölu, þar sem lyfjagerð er ekki
stunduð”.
Umsögn landlæknis var svo-
hljóðandi: „Með tilliti til starfs-
ferils og stjórnunarstarfa raða ég
umsækjendum um lyfsöluleyfið á
Dalvik i eftirfarandi röð: 1.
Freyja V.M. Frisbæk Kristensen,
2.-3. óli Þór Ragnarsson,
Magnús Jónsson”.
1 greinargerð Jafnréttisráðs
segir m.a. að lyfsöluleyfi hafi
verið veitt i 23 skipti siðan heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytið
hóf að veitalyfsöluleyfi. Andstætt
fullyrðingum ráðherra, kemur
það fram að aðeins einu sinni
hefur þeim verið úthlutað leyfinu
sem umsagnarnefndin eða land-
læknir hafa ekki sett númer eitt.
Niðurstaða Jafnréttisráðs er þvi
sú, að ráðherrar hafi almennt
talið það eðlilegt að fara að eftir
faglegri umsögn umsagnar-
nefndar og landlæknis.
Siðan segir i greinargerð Jafn-
réttisráðs: „Jafnréttisráð átelur
þvi þessa veitingu ráðherra og að
hann skyldi ekki leita álits ráðs-
ins áður en hann veitti lyfsölu-
leyfið, en eins og fram hefur
komið er það m.a. hlutverk Jafn-
réttisráðs að vera ráðgefandi
Freyja ....og Svavar
ákvað að slapp með
kæra ekki.... skrekkinn!
gagnvart stjórnvöldum við stöðu-
veitingar.
Jafnréttisráð telur að stjórn-
völdum beri að ganga á undan
með góðu fordæmi i þessu sem
öðru og væntir ráðið þess að
stjórnvöld gæti jafnréttissjónar-
miða kynjanna.
Þá vill Jafnréttisráö benda á að
þessi veiting verður síst til að
hvetja konur til að sækja um
ábyrgðarstöður”.
Greinargerð Jafnréttisráðs var
samþykkt samhljóða.
Ýmislegt i málflutningi ráð-
herrans Svavars Gestssonar
vekur athygli. Sérstaklega vegna
þess aö Alþýðubandalagið þykj-
;ist hafa haft patent á jafnréttis-
málum og er málið t.d. þess
vegna athyglisvert lika. Mergur-
inn málsins er hins vegar sá að
hér hefur hæfari konu verið
hafnað i embætti og karl ráðinn i
Framhald á bls 2.
Oddviti Jafnaðarmanna i
Háskóla tslands, Stefán
Matthiasson.
Sigur umbóta-
sinnaðra stúdenta
í kosningunum
í Háskólanum
Meirihluti vinstrimanna i Stúd-
entaráði, sem hefur ráðið þar i tiu
ár, féll i kosningum til ráösins á
miðvikudag sl. A-listi, Vöku,
Félags lýðræðissinnaöra stúdenta
fékk 557 atkvæði i kosningunum,
og 4 menn kjörna, B-listi Félags
vinstrisinnaðra stúdenta fékk 690
atkvæði og 5 menn kjörna og C-
listi Félags umbótasinnaðra stúd-
enta fékk 512 atkvæöi og 4 menn
kjörna.
t Stúdentaráði sitja 26 menn, en
þeir eru kosnir i tvennu lagi. Fyr-
ir kosningarnar i gærdag höfðu
Vökumenn 8 menn og vinstri-
menn 9. Eftir kosningar hafa
Vökumenn þvi 12 menn, vinstri-
menn 14 menn og umbótasinnar 4
menn, og er þar með fallinn
meirihluti vinstrimanna eins og
áður sagði, sem við lýöi hefur
verið i 10 ár.
Alþýðuflokkurinn og útvarpið: mmmmmmmam
Ríkisstjórnin rétti tafarlaust
fjárhag Ríkisútvarpsins
F já rha gsvandi Rikisút-
varpsins var til umræðu á
Alþingi s.l. fimmtudag. Eiður
Guðnason, útvarpsráðsmaður
fyrir Alþýðuflokkinn gerði þá
málefni Rikisútvarpsins að
umræðuefni. Hann spurði
menntamálaráðherra fyrst að
þvfhvaðliði skýrsluum málefni
Rikisútvarpsins, sem niu þing-
menn hefðu beðið um fyrir
tveimur mánuðum siðan. Ráð-
herra svaraði þvi til, að skýrsl-
unnar væri að vænta innan
skamms.
Þá vék Eiður að fjárhags-
vanda Rikisútvarpsins i ræðu
sinni. Hann sagði að rekstrar-
halli stofnunarinnar, s.l. tvö ár,
næmi 16 milljónum króna,
meðal annars vegna þess að
stofnunin hefði verið svipt tolla-
tekjum af innfluttum sjónvarps-
tækjum, án þess að nokkuð
kæmi i staðinn. Þess má geta
hér, að Eiður Guðnason lagði á
sinum tima fram gagnmerkt
frumvarp til lausnar fjárhags-
vanda rfkisútvarpsins, sem fékk
þá allgóðar undirtektir þing-
manna.
Eiður sagði, að sú staðreynd,
að rikisstjórnin þrjóskaðist við
að veita stofnuninni leyfi til eðli-
legrar hækkunar afnotagjalda
væri óskiljanleg og tók sem
dæmi, að nú þegar senditiminn
hefði sexfaldast væri afnota-
gjaldi hlutfallslega það sama og
i upphafi, jafnvel þótt sjón-
varpsútsendingar heföu einnig
bætzt við.
Menntamálaráðherra veittist
að Eiði Guðnasyni fýrir að eyða
tima Alþingis i umræður sem
slikar, enda hafði hann ekki
orðið var við, að þingmaðurinn
bæri hag stofnunarinnar sér-
staklega fyrirbrjósti. (Kannske
veitráðherra ekki um frumvarp
Eiðs sem áður var getið.)
Ráðherra fannst það ekkert til-
tökumál þótt dagskráin yrði
stytt og sjónvarpslausum
dögum fjölgað.
Nokkrir þingmenn tóku til
máls undirþessum lið, m.a. þeir
Friörik Sophusson, Stefán Jóns-
son og Sighvatur Björgvinsson.
Allir tóku þeir undir málflutning
Eiös Guðnasonarog Friðrik
Sophusson gagnrýndi harðlega
þau ummæli ráðherra sem hann
hafði um Eið og sagði þau i
hæsta máta ósanngjörn.
Af ummælum ráðherra á
Alþingi og i rikisútvarpinu á
fimmtudagskvöld verður að
draga þá ályktun, að hann sé
ekki ýkja vel inni málefnum
þessara „mestu menningar-
stofnana” þjóðarinnar.
Ummælin um Eið Guðnason,
sem öðrum fremur hefur tekið
upp hanskann fyrir stofnan-
imar, enda gjörkunnugur starf-
seminni, eða sú fullyrðing i
rikisútvarpinu, að afnotagjöldin
væru traustari tekjustofn út
varpsins bera það ekki með sér.
Afnotagjöldin eru stærsti tekju-
stofn sjónvarpsins, en það eru
hins vegar auglýsingatekjur
sem færa rikisútvarpinu mestar
tékjur.
Þess má geta hér, að frum-r
varp Eiðs Guðnasonar um
breytingar á Otvarpslögunum,
m.a. þannig að stofnanirnar fái
aftpr tollatekjur af innfluttum
sjónvarpstækjum, liggur i nefnd
þrátt fyrir hinar góðu undir-
tektir s.l. haust þegar það kom
fyrst til umræðu.
Alþýðuflokkurinn gerði sér-
staka samþykkt vegna þessa
máls og fer samþykkt flokksins
hér á eftir:
Samþykkt þingflokks
Alþýðnflokksins 11.03.
1081.
„Þingflokkur Alþýðuflokksins
er alfarið andvigur þvi, að dag-
skrá sjdnvarps og útvarps verði
skert eins og nú hcfur verið
boðað að i vændum sé. Það er
skoðun þingflokksins, að sú
skerðing bitni mest á þeim sem
sfst skvIdi, ölduðu fólki, og þeim
sem af ýmsum ástæðum ekki
eiga heimangengt eða búa viö
cinangrun.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
minnir á, að Rikisútvarpið er
ekki aðeins ein mesta menn-
ingarstofnun þjóðarinnar,
heldur og öryggistæki i þágu
allra landsmanna, þvi skipti
höfuömáli að starfsemi þess
verði ekki skert með neinum
hætti, heldur beri að efla vöxt
þess og viðgang i hvivetna.
Eiöur Guönason, alþm.
A þessu þingi hafa verið flutt-
ar þrjár tillögur um að styrkja
fjárhag Ríkisútvarpsins með
þvi að það fái að nýju tolltekjur
af innfluttum sjónvarpstækjum.
Þessum tolltekjum var Rikisút-
varpið svipt án þess að nokkuð
kæmi i staðinn. Meðal annars
þess vegna á stofnunin nú við
erfiðan fjárhag að striða. Tvær
af þessum tillögum hafa verið
felldar, en sú þriðja er enn I
umfjöllun menntamálanefndar
efri deildar.
Þingf lokkur Alþ vðuflokksins
telur einsýnt, að rikisstjórnin
verði tafarlaust að gera ráðstaf-
anir til að rétta fjárhag Rikisút-
varpsins. Það er hægt að gera
með margvislegum hætti öðrum
en að skerða þá þjónustu, sem
stofnunin veitir landsmönnum.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
itrekar andstöðu sina við öll
áform um að stytta dagskrár út-
varps og sjónvarps.”