Alþýðublaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 14. mars 1981 A blaðamannafundi, sem haidinn var i Kaupmannahöfn i tilefni af útkomu bókar- innar, tóku allir greinahöfundar skýrt fram, að þrátt fyrir misjafnar skoöanir f utanrfkismálum, væri samstarf jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndupi tneira itg styrkara en nokkurra annarra ffokkahópa. Alfir ffokkarnir gerðu sér far um að lcita leiða á sviði afvopnunar, og I þeirn tiigangi hefðu m.a. starfað vinnuhópar innan Aiþjóðasambands jafnaöarmanna og meöal norrænu jafnaðarmannaflokk- anna. Samstarfið á sviði utanrikismála væri náiö, en þar giiti hin guilvæga regia að virða skoðanir hvers annars. Samstarfið væri m.a. sérstætt fyrir þær sakir, að ís- land, Danmörk og Noregur væru aðilar að Atlantshafsbandaiaginu, en Svfþjóð og Finnland fylgdu hlutleysisstefnu. Þrátt fyrir það gætu jafnaðarmannaflokkar þess- ara fimm landa rætt utanrikismál af einurð og staöið saman að útgáfu þeirrar bókar, sem hér um ræðir. 1 þessum efnum, sem og á öörum sviðum, væru landa- mæri ekki hindrun i baráttunni fyrir jafnaðarstefnunni. STEFNfl (SLENSKRA JAFNAÐARMANNA I UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM Arni Gunnarsson, alþm., er einn sex höfunda bókarinnar um utan- rikis-og öryggismál sem norrænir jafnaðarmenn hafa gefið út. Sérstaða islands. 1 utanrikis- og öryggismálum hafa íslendingar umtalsverða sérstöðu, ef borið er saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Þar kemur ýmislegt til, en þó einkum smæð þjóðarinnar, landfræðileg lega Islands og það hve háð þjóðin er sjávarafla. íslendingar hafa ekki.her, land- iðliggur miöja vegi á beinni linu milli Moskvu og New York, á miðri siglingarleið kaupskipa og kafbáta á Norður-Atlantshafi og þjóöin hefur um áratuga skeiðháðharöa baráttu fyrir út- færslu fiskveiöilandhelgi sinnar til að tryggja lifsafkomu sina. Utanrikis- og öryggismál hafa veriö mikiö deiluefni á íslandi um langan aldur. Þar ber hæst ágreininginn um aðild Islands að NATO og varnarsamningur Islands og Bandarikjanna, sem hefur I för með sér dvöl banda- risks varnarliös á tslandi. Óhætt mun að fullyröa, aö ágreiningur um utanrikismál hefur átt stærri þátt i þvi en nokkuð ann- aö hin siðari ár aö skipta jafn- aðarmönnum i hópa. Það fer hins vegar ekkert á milli mála, að yfirgnæfandi meirhluti Islendinga styður aðildina að NATO, eins og greinilega kom fram I kosningum, sem haldnar voru nokkrum mánuðum eftir að Island geröist aðili aö NATO. Alþýöuflokkurinn styöur aðild Islands að NATO. Þó er réttog skylt að taka fram, að Samband ungra jafnaðarmanna hefur lýst sig andvigt dvöl varnarliðs á Islandi og aðild Islands að NATO. Jafnframt hefur SUJ lýst andstöðu við öll hernaöar- bandalög. A þingum Alþýöu- flokksins hefur hins vegar yfir- gnæfandi meirihluti fulltrúa lýst stuðningi við aöild Islands að Atlantshafsbandalaginu. I stefnuskrá Alþýðuflokksins þar sem fjallaö er um tsland i samfélagi þjóðanna, segirm.a.: ,,Meö alþjóöasamstarfi skal vinna að friði i heiminum og aöstoð við þær þjóðir, sem eru afskiptar I efnahagsmálum eða búa viö órétt i stjórnmálum. — Alþýðuflokkurinn telur, að utanrikisstefna lýöveldisins eigi að markast af þjóðlegri reisn og metnaði til aö varðveita fullveldi þjóðarinnar og lýðræðislegt stjórnarfar. Gæta verður efnahagslegs og menningarlegs sjálfstæðis þjóöarinnar.” I stefnuskrá Alþýðuflokksins er lögö á það áhersla, að íslend- ingar eigi að byggja utanrikis- stefnu sina á þátttöku I Samein- uðu þjóðunum og norrænu samstarfi. Þetta eru hyrningar- steinar utanrikisstefnu Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkurinn gerir sér ljóst að afnám hverskonar hernaöarbandalaga er alger forsenda fyrir raunhæfri friövæöingu i heimin- um og afvopnun allra þjóöa. Þess vegna styöur hann og leggur áherslu á alla viðleitni, er stefnir að þvi marki. Raunhæf viðleitni hefur veriö iyric'hendi hin siöari árin, en þvi fer fjarri að úr spennu hafi dregið. Enn standa hernaðar- risarnir gráir fyrir járnum and- spænis hvorir öðrum og þeir friöartimar eru ekki i höfn, sem Alþýðuflokkurinn telur grund- völl hlutleysisstefnu og brott- farar úr-NATO. Alþýðjtflokkurinn bérst fyrir þvi að~tryggja sjálfstæði og fullveldi islenskú þjóðarinnar. öryggi hennar og algjör yfirráð yfir landi, landgrunni og' hafinu yfir þvi. Jafnaöarstefnan er i eðli sinu alþjóðahyggja og verður ekki framfylgt til hlitar nema með samvinnu allra þjóða. Utanrikismál fela i sér viöleitni mannkynsins til að móta eigin framtiö og eru að þvi leyti sambærileg hinum stefnu- markandi hugsunarhætti inn- anlandsstjórnmála. Nú bjóðast smáþjóðum fá tækifæri til aö koma fram hugsjónamálum eða heildarstefnu á alþjóöa- vettvangi, þar sem sérhags- munir og hnefaréttur ráða mestu. Islendingar gera sér grein fyrir þessum leikreglum, en vilja stuöla aö breytingum á þeim i þá átt að auka mátt alþjóðasamtaka, alþjóðasam: starf og alþjóðlegrar stefnu- mörkunar i velferðarmálum alls mannkyns. Hlutleysisstef nan Hlutlaust tsland á þessari stundu er óraunsæ tálvon. Reynsla Islendinga af tveimur heimsstyrjöldum sýnir og sannar að þjóðin getur ekki veriö hlut- laus. Hún verður að taka afstöðu til menningarsamfélaga i austri og vestri og um leiö þeirra hernaðarbandalaga, sem ýmsir telja, að hafi þó þrátt fyrir allt tryggt þann frið, sem rikt hefur á vesturhveli jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar siðari. Islendingar ákváðu að skipa sér i sveit meö vestrænum þjóðum og þar við situr. tsland var ekki hernaöarlega mikilvægt i átökum þjóða á norðurhveli jaröar fyrr en I heimsstyrjöldinni siðari. Þó áttu Islendingar von á hernámi I fyrri heimsstyrjöldinni, þótt landið væri einangraö fyrir margra hluta sakir. Þjóðverjar lýstu yfir hernaðarsvæöi umhverfis Bretlandseyjar i tengslum við hafnbann sitt, en norðurmörk þess voru skammt norðan viö Færeyjar. Einangrun Islands var þvi ekki rofin. En á milli heimsstyrjaldanna urðu flugvélar og kafbátar sifellt fullkomnari og varö fljót- lega ljóst, að þessar vigvélar gátu teigt hramma sina yfir þúsund milna haf til tslands. Hernám Islands 10. mai 1940 kom fáum á óvart. Einangrun Islands var lokið fyrir fullt og allt. Að styrjöldinni lokinni kom i ljós aö Þjóðverjar höfðu gert áætlanir um hernám landsins. — Tilgangur Breta meö hernáminu var fyrst og fremst sá að koma i veg fyrir, að Þjóðverjar næðu fótfestu á tslandi. En þegar frá leið höföu Bretar, Kanadamenn og siöar Bandarikjamenn stöðugt aukin not af bækistöðvum á Islandi i orrustunni um Atlantshafiö og fyrir flugsamgöngur yfir hafiö. Frá styrjaldarlokum hefur Island stööugt orðið mikilvæg- ara sem eftirlitsstöð með ferðum kafbáta og flugvéla um Norður-Atlantshaf, einkum á milli tslands og Grænlands. Astæðulaust er aö rekja þróun þeirra njála. I bók siffni „Stormar og strið” segir Beoedikt Gj'öndal, formaöur Alþýðuflokkfeins: „Ef Islendingar veldu þann kost aö gera land sitt hlutlaust og varnarlaust, þrátt fyrir óhrekjanleg söguleg rök, mundi skapast einskonar tómarúm i þessu hernarlega mikilvæga landi. Mundu þá bæði stórveldin gera áætlanir og hafa viðbúnaö til aö ná landinu, ef til átaka kæmi. Af þeim viöbúnaði beggja, sem verður að teljast óhják væm ilegurw , mundi stafa, að barist yrði um landið og i landinu. Þannig mundi hlut- leysisstefnan leiða yfir þjóöina hernaðarátök i landinu með öll- um þeim hörmungum, sem þvi kynni að fylgja. Þessi stefna beinir þjóðinni rakleitt i þær hörmungar, sem fylgismenn hennar þykjast vilja forðast. — Með þvi að hafna hlutleysi og taka upp öryggisstefnu hafa Islendingar hins vegar tryggt sér nægilegar landvarnir til þess, að svo erfitt yrði aö ná landinu, að likur á innrás eða átökum hér væru hverfandi. Þetta er gert með þátttöku i varnarbandalagi Atlantshafs- rikjanna, varnarliði á hættutim- um, sem fara mun úr landi, þegar friðvænlegar horfir i heiminum og hætta á styrjöld minnkar. Þessar röksemdir hafa byggst á þröngu, islensku öryggissjónarmiði og nægja einar til að réttlæta þá marg staðfestu ákvörðun yfir- gnæfandi meirihluta þjóöarinn- ar að hafna hlutleysi.” Alþýðuflokkurinn gerir sér einnig grein fyrir þvi,áð!örlög islensku þjóðarinnar hljóta að verða nátengd þvi umhverfi, sem hún býr I. lsland er á miöju Norður-Atlantshafssvæðinu og verður að taka tillit til nágranna sinna, t.d. Noregs, Danmerkur, Færeyja og Kanada. Ef tsland breytti stefnu sinni og gerðist hlutiaust, myndi það jafngilda hnefahöggi i andlit Norðmanna og Dana og hafa alvarleg áhrif á þá utanrikisstefnu, sem þessar þjóðir hafa valiö eftir vandlega ihugun og bitra reynslu af hlut- leysi. Það yrði alvarlegt áfall fyrir öll nágrannariki Islands, ef Island tæki skyndilega þveröfuga stefnu við þau. — Þetta telur Alþýðuflokkurinn hluta af samstöðu jafnaðar- mannaflokka á meginlandi Evrópu, en hvetur um leið ti þess aö allar færar leiðir verði reyndar til að xiraga úr þeirrispennu, er rikir i alþjóða- málum, og jafnaðarmenn um heim allan ættu aö hafa forystu um. Rauði þráðurinn i þessum hugleiðingum er sá, að hin gamla vernd Islendinga, fjarlægöin frá öörum löndum og einangrunin, er úr sögunni. Afvopnunarmál. Islendingar hafa engan her, aðeins léttvopnaða landhelgis- gæslu, sem gegnt hefur hlut- verki sinu með miklum sóma. Islenskur her er nær óhugsandi, enda íslendingar sýnt i þvi máli nær algjört áhugaleysi. Sú hug- mynd kom fram fyrir nokkrum árum, að tslendingar tækju viö margvislegum tæknilegum störfum bandariskra hermanna i varnarliðinu á Keflavikurflug- velli og hefðu á hendi ýmis þau eftirlitsstörf á hafinu kringum Island, sem Bandarikjamenn sjá nú um. Þessi hugmynd hefur aldrei orðiö að veruleika. Islendingar hafa fylgst náið með hinni öru uppbyggingu hernartækni stórveldanna. Sérstaklega hafa þeim oröið liósar 'gifurlegar framfarir i “PPbyggingu sovéska flotans, sém af og til stundar heræfingar útaf Islandsströndum og hefur stöðug umsvif á hafinu milli Islands og Grænlands. Stærri og fullkomnari kafbátar og her- flutningavélar minna Islend- inga látlaust á hamfarir striðs- véla stórveldanna. Þá hafa talsverðar deilur risið á tslandi um hugsanlega geymslu kjarnorkuvopna á Keflavikurflugvelli. Þessar deilur hafa kviknað af og til, en stjórnvöld á hverjum tima hafa gert fullnægjandi grein fyrir þvi, að á tslandi séu engin kjarnorkuvopn. Stefna islenskra stjórnvalda I þessum efnum hefur ávallt veriö skýr og ótviræð, þe. að ekki komi til greina, að kjarnorkuvopn verði geymd á tslandi. Af hálfu Bandarikjamanna hafa ekki verið settar fram neinar óskir um staðsetningu neinna tegunda kjarnorkuvopna á Islandi, og ekki heldur af hálfu annarra aðildarrikja NATO. I þvi eldflauga- og vopnabún- aðarkapphlaupi, sem nú á sér stað á milli stórveldanna, hafa tslendingar lagt þunga áherslu á árgangur tilrauna til afvopn unar. Þeir hafa lýst óþolinmæði vegna seinagangs SALT 2 viðræönanna, og að ekki skuli vera unnt að hefja SALT 3 viðræöur. Afvopnun stórveldanna er undirstaöa þess, að hernaðarbandalög verði lögð niður. Eins og nú horfir eru litlar likur á þvi að það takist náinni framtið, og má I þeim efnum minna á stóraukna spennu i heimsmál- um vegna ástandsins i Afghanistan og Iran og nú siðast i Póllandi. — Vart þarf að taka fram stuöning Islendinga við banni við tilraunum með kjarn- orkuvopn og aðrar ráðstafanir, sem dregið geta úr styrjaldar- hættunni. Smaeinuðu þjóðirnar Alþýðuflokkurinn leggur þunga áhersiu á hið mikla gildi Sameinuðu þjóðanna fyrir alla friöarviöleitni I heiminum og til jöfnunar kjara og aukins réttlætis. Stjórnleysiö, sem nú rikir I alþjóðamálum er andstætt jafnaöarhugsjóninni. Þaö stefn- ir heimsfriði I voða og hindrar lausn þeirra vandamála, sem stofna framtið' mannkynsins I hættu. Þótt verulegar umbætur i alþjóðamálum verði hvorgi auðsóttar né fljótfengnar, ber Islendingum aö berjast fyrir þeim, t.d. á vettvangi Samein- uöu þjóðanna og þá einkum i samvinnu við þjóöir Norðurlanda, sem okkur eru skyldastar að hugsunarhætti og þróunarrikin, sem mest liða fyrir óréttlæti rikjandi skip- unar. Jafnframt ber tslending- um að gera sér ljóst að búa sig undir, að sanngjörn og framsýn skipan alþjóðamála hlýtur að miða að kjarajöfnun meðal þjóöa og leggja þyngstu byrðar á auöugu rikin, þar á meöal ísland. Alþýðuflokkurinn telur, að sem fyrsta skref i rétta átt eigi tslendingar þegar að hætta aö þiggja framlög frá alþjóða- stofnunum. Siðan eigi þeir að taka mjög vaxandi þátt i þróunarhjálp fyrir milligöngu alþjóðastofnana og ná sem fyrst settu marki Sameinuðu þjóöanna um 1% þjóöartekna til þróunarhjálpar. Þvi miður hef- ur þessu marki ekki enn verið náð. Framlagi Islendinga ber einkum að beina að þeim framkvæmdum, þar sem þeir hafa af sérstakri reynslu að miðla. Alþýðuflokkurinn vill i þessu sambandi að þróunarrikin verði studd i baráttu sinni fyrir efna- hagslegu og pólitisku sjálfstæði. Hann fordæmir þær leifar nýlendustefnunnar, sem felast I arðráni auðugu þjóðanna á náttúruauðlindum og vinnuafli fátæku þjóðanna. Flokkurinn styður sókn frelsishreyfinga gegn innlendri og erlendri haröstjórn og vill stuöla aö sam- stöðu smáþjóða til verndar rétti sinum. Frá upphafi hafa Islendingar bundið miklar vonir við Sameinuðu þjóðirnar. A ýmsum sviðum hafa þær brugðist af þeirri einföldu ástæðu að mannkyn hefur ekki náð þeim þroska, er þarf að vera fyrir hendi, áður en alheimsþjóðfélag veröur til, sem sáttmáli banda- lagsins stefnir að. Meinsemdin er sú, aö enn eru til þjóöir, sem stefna ekki að heimsfriði, heldur heimsyfirráöum og kæra sig kollóttar um vilja meirihlutans á þingi þjóðanna. Friðargæsla samtakanna hefur aðeins tekist aö óverulegu leyti og vonin um að Sameinuðu þjóðirnar gætu ábyrgst vopnlausum smáþjóðum friö og öryggi hefur brugðist. A öðrum sviðum hefur mikill og stundum ótrúlega mikill árangur náðst. Það hlýtur þvi að vera eitt af höfuöverkefnum Norðurlandaþjóðanna að efla starf Sameinuðu þjóðanna og reyna betur til að ná samstöðu á vettvangi þeirra við atkvæða- greiðslur og tillögur I réttinda- málum undirokaöra smá þjóða. A allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna er hlustaö á rödd Noröurlanda, en hún mætti stundum vera hvassari. Eftir Árna Gunnarsson, alþingismann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.