Alþýðublaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 8
Bryndís Schram skrifar um ballett
FULLKOMNUN, EN
William J. Tavlor
Sovésk ógn á
norðurslóðum
Laugardaginn 14. marz n.k.,
flytur bandariskur ofursti
prófessor, William J. Taylor jr.,
fyrirlestur er nefnist Sovésk ógn á
norfturslóðum, á vegum Varð-
bergs og Samtaka um vestræna
samvinnu, (SVS), i Snorrabæ og
hefst fundurinn kl. 12.00. Taylor
er prófessor i félagsvisindum við
hinn kunna bandariska herskóla
West Point og jafnframt forstöðu-
maður öryggismálarannsókna
við sömu stofnun.
William J. Taylor er kunnur
fyrirlesari á sviði öryggismála
við fjölmarga háskóla og aðrar
menntastofnanir i Bandarikjun-
um og viðar. Hingað kemur hann
frá Danmörku, þar sem hann
flutti erindi um varnar- og
öryggismál á norðurslóðum. Her-
foringinn hefur nú nýverið m.a.
unnið fyrir Ronald Reagan,
Bandarikjaforseta og Þjóðar-
öryggisráðið i Washington.
William J. Taylor hlaut BS
gráðu frá Maryland-háskóla og
MA og doktorsnafnbót frá
American University, auk þess
hefur hann lagt stund á fram-
haldsnám við bandariska haákól-
ann i' Beirut (Libanon). Hann
kennir nú utanrikis- og öryggis-
mál við West Point. Hann er fél-
agi i Utanrikismálaráði Banda-
rikjanna og Alþjóðastofnun hern-
aðarmála i Lundúnum.
William J. Taylor hefur skrifað
mikið að greinum og bókum um
varnarmál Vesturlanda. Á þessu
ári, 1981, koma þrjár bækur út
eftir hann: „American National
Security: Policy and progress
(John Hopkins Universily Press),
„Defense Manpower Planning:
Issues for the Eighties (Perga-
mum Press), „Toward Under-
standing the Northen Theater:
Scandinavian Defense Policy De-
cision Making” (National De-
fense University Press). Meðal
helztu ra nnsóknarefna hans sið-
ustu ár hafa verið „Low-Intensity
Conflict” og Military Man-
Power”.
Ballet Russe,
Sovéskur listdans
i Þjóðleikhúsi
Það er ekki að hverjum degi,
sem ilmurinn af heimsmenning-
unni berst inn um bæjardyrnar
hjá okkur hér norður við
Dumbshaf. En þegar svo ber
við, þá fyllumst við andakt og
lotningu gagnvart sköpunar-
verkinu. Við gleymum bæði
stund og stað, látum berast burt
frá meðalhófinu i algleymi
hrifningar og þakklætis til for-
sjónarinnar. Allt i einu er borgin
okkar oröin nafli alheimsins.
Gestir okkar þessa viku, list-
dansarar af hinum ýmsu þjóð-
ernum Sovétrikjanna, sýndu
okkur á ógleymanlegan hátt, að
það er hægt að ná fullkomnun i
listsköpuninni, að það er hægt
að aga mannslikamann, þar til
ekkert verður ómögulegt.
Rússar byggja sina dans-
mennt á aldagamalli hefð, þar
sem aðeins hið bezta er nógu
gott. Þeir byggja hana á þrot-
lausri vinnu úrvalshópa, þar
sem allt er látið vikja fyrir
þessu eina — hinni hreinu linu
kjarnanum i listsköpuninni. A
þennan hátt hafa Rússar eign-
azt ódauðlegar stjörnur, nöfn
einsog Pavlova, Ulanova, Beri-
sova. A þennan hátt munu þeir
eignast nýjar Pavlovur, Ula-
novur og Berisovur. En þeirra
hlutskipti verður ekki að skapa
sjálfum sér nafn, heldur aðeins
að viðhalda minningu hinna
gengnu. Allar munu þær keppa
við Palovur fyrri tima. Og þaö
er stjörnurnar i Þjóðleikhúsinu
lika að gera. Eru þær betri eða
verri en Ulanova? Hlutverkin
eru þau sömu. Það kemur að-
eins maður i manns stað.
Undarleg er sú þversögn, að
það land, sem kennir sig við
byltinguna, skuli i rauninni vera
ihaldssamast af öllum. Á meðan
aðrar þjóðir reyna að feta sig
fram á við, brjóta upp rikjandi
hefð og brydda á nýjum túlk-
unaraðferðum, virðast Rússar
horfa til baka, halda fast i það
liðna, þó svo að þeir hafi hvað
eftir annað náð algerri full-
komnun i túlkun. Það er engu
likara en þeir óttist samtið sina.
Rómantiskir ballettar Tsjai-
kovskis, eins og Svanavatnið,
Þyrnirós eða Hnetubrjóturinn,
eru að visu draumfagrar barna-
sögur, en engu aö siöur órafjarri
raunveruleikanum. Þær eru tál-
sýn sem hjálpa mönnum til að
gleyma um stund, en fullnægja
á engan hátt kröfum nútima-
fólks. Ef ballett á að gera annað
og meira en svala nautnaþorsta
óseðjandi fagurkera, þá verður
hann að skirskota til samtíðar
sinnar, endurspegla rikjandi
viðhorf. Eftir heimsókn Rúss-
anna erum við engu nær um
samtið þeirra eða þjóðfélags-
vemleika. ösjálfrátt höllumst
við að þeirri skoðun, að þessi
glæsilega sýning i Þjóðleikhús-
inu sé ef til vill eins konar
Pótemkintjöld, blekking, tál-
sýn.
A meðan fisléttar dansmeyjar
flögra um sviðið, reyni ég að
lesa úr svip þeirra. Njóta þær
liðandi stundar, dansa þær af
gleði innri þörf, eða eru þetta
kannski liðamótalausar brúður,
mótaðar eftir forskrift sóvét-
skipulagsins? Hvað eru þær að
hugsa, á meðan þær stiga hið
fullkomna arabesque? Þrá þær
frelsið? Frelsi til að tala, skrifa,
dansa að eigin geðþótta? ótal
nöfn koma upp i huga
mér — Askenasy, Rostropoviss,
Nureev, Bukovski, Solzenizin...
Hvenær bætast þessar I hópinn?
Framhald á 6. siðu.
LjddmlU Smorgatsjeva ásamt meðdansara. Tiit Harm f „Anton og Kledptftrn”.
A ratsjAnni
öðru hverju koma upp meðal
þjóðarinnar krisur. Astandið
verður skyndilega alvarlegra en
það er venjulega og þjóðin
rambará barmi glötunar. Þá fær
þjóðin að sjá úr hvaða málmi
leiðtogar hennar eru steyptir.
Undir slikum kringumstæðum,
þegar aðgerða er þörf, taka Is-
lenskri stjórnmálamenn til hönd-
unum og skrifa bréf, skipa
nefndir, halda ræður, marka
stefnu og hafa áhyggjur almennt.
Allt frekar en aö gera eitthvað,
eða hugsa. Sumir segja að þetta
sé vegna þess, að islenskir stjórn-
málamenn séu latir. Það er ekki
rétt. Þeir eru hræddir.
tslenskir stjórnmálamenn eru
nefnilega með þeim ósköpum
fæddir, allir sem einn, að þeir sjá
aldrei færri hliðar á nokkru máli
en tvær. Gott dæmi um það er
yfirlýsing Steingrims Hermanns-
sonar, sjávarútvegsráðherra
þess efnis, að, að sönnu sé togara-
flotinn of stór miðað við af-
rakstursgetu fiskistofna. en hann
sé hinsvegar of litill miðað viö
þarfir byggðarlaganna um land
allt. Þannig tala islenskir stjórn-
málamenn almennt, þvi þeir sjá
ætið tvær hliðar a.m.k. á hverju
máli. Og þess vegna kúgast þeir
af ótta, i hvert sinn, sem þeir sjá
fram á aö aögeröa er þörf.
Að visu er að finna misvitra
stjórnmálamenn viðar en á Is-
landi, en varla svo marga saman.
Að vi'su skrifa stjórnmálamenn
erlendis bréf, skipa nefndir,
halda ræður, marka stefnu og þar
fram eftir götunum, en það er
jafnoft til aö fela það sem þeir eru
raunverulega að gera eins og til
að fela að þeir eru ekki að gera
nokkurn skapaðan hlut.
Nú um daginn skrifaði Brésnéf
hinn einvaldi i Rússlandi og ný-
lendum þess, t.d. bréf til nokk-
urra ráðamanna i Vestur-Ev-
rópu. Eitt þessara bréfa var
stilað á Gunnar Thoroddsen, for-
sætisráðherra Islands.
Það er margt lfkt með Rússum
og íslendingum. Með báðum
þjóðum má finna mikla drykkju-
menn. Með báðum þjóðum hefur
þróast i sögunni, ótrúlegur út-
lendingaótti jafnvel útlendinga
hatur. Með báðum þjóðum fara
stjórnmál þannig fram, að haföar
eru kosningar til sýnis en raun-
veruleg völd eru I höndum fárra
manna. Báðar þjóðir eru miklar
bókmenntaþjóðir og virða þess-
vegan ritaö orð litils. Og siöast en
ekki sist eru báðar þjóöimar
undir stjórn öldunga.
Þegar öldungurinn Brésnéf
skrifar öldungnum Gunnari bréf,
má vera ljóst af framansögðu að
efni bréfsins þarf ekki að ihafa
nokkurn hlut með textann aö
gera. Reyndar þarf efni bréfsins
ekkert að hafa að gera með það,
sem Brésnéf ætlar sér að ná
fram, með sendingu þess. Það má
hinsvegar geta sér þess til, að þó
bæði Gunnar og Leonid séu
gamlir, fjalli bréfið ekki um
„öldrunarvandamál”.
Menn gera ráð fyrir þvi að i
bréfinu biöji Léonid Gunnar að
lita með velþóknun á afvopnunar-
hjal Rússa og jafnvel að Léonid
vilji að Gunnar ásamt öðrum
þjóðarleiðtogum Evrópu, reyni
að tala um fyrir Reagan, sem er
öldungur númer þrjú i þessu
máli, en hann er forseti Banda-
rikjanna, eins og sumir hafa
kannski heyrt.
Léoníd hefur nefnilega heyrt
það ofani Reagan, að Ronni
(Reagan) ætli i hermennskuleik
og vilji nú búa dáta sina nýjum
vopnum. Léonid vill hinsvegar
hafa frið i sinum soldátaleik, og
finnst Ronni vera að skemma
fyrir sér með tilburðunum. Þess
vegna talar Léonid mjög um það,
að heimsfriðnum stafi ógn af til-
burðum Ronna, og það má til
sanns vegar færa, að þegar ekki
er hafður uppi mótþrói viö yfir-
gangi, verður auðvitað ekki
ófriður. Ef hinsvegar menn fara
að sýna yfirgangi Rússa mót-
spyrnu, veröur úr ófriöur, sem er
stórhættulegur heimsfriðnum.
Þetta sést best i Afghanistan,
enda er sagt, að Brésnéf hafi
skrifað bréf til skæruliða þar, og
beðið þá aö hætta að slást við
soldátana sina þvi þeir stofnuðu
heimsfriðnum I hættu með
þessum ósköpum.
En hagspekingur nokkur benti
Þagli á aðra hlið á málinu, og
skyndilega leið Þagli eins og hann
væri orðinn stjórnmálamaöur og
farinn að sjá tvöfalt að minnsta
kosti.
Rússar eru ekki ýkja rikir. Þeir
eru reyndar eitt fátækasta heims-
veldi sögunnar. Þeir eyða nú
þegar stórum hluta þjóðartekna
sinna i herbúnað. Ef Bandarikja-
menn fara út i kapphlaup við þá,
yrðu þeir að eyða meiri hluta
þjóðartekna sinna i það hlaup,
sem þýddi að minna yrði eftir til
skiptanna milli þegnanna, sem
ekki búa þó rlkmannlega fyrir.
Spekingurinn sagði Þagli, að til-
burðirnir I Ronna væru ekki
annað en sérlega raffinéruð að-
ferð Bandarfkjamanna til að
neyta efnahagslegs aflsmunar.
Þeir hafa efni á að eyða fé i sol-
dátabúnaö, en Rússar I raun og
veru ekki. Þessvegna skrifar
Brésnéf nú bréfin góðu. Hann fer
fram á friö, en i raun og varu er
hann aö reyna að forða gjald-
þroti.
— Þagall
HEIMSFRIÐUR EÐA GJALDÞROT
Punkturinn frumsýndur
1 gærkvöldi var kvikmyndin
Punktur, punktur, komma strik,
frumsýnd i Háskólabiói.
Kvikmyndin byggir sem kunn-
ugt er á metsölubókum Péturs
’Gunnarssonar annarri með sama
heiti, hin ber nafnið. Ég um mig,
frá mér til min. Þar er stráknum
Andra fylgt frá unga aldri fram á
unglingsárin, með öllum þeim til-
brigðum sem fylgja þvi að upp-
götva heiminn.
Að myndinni unnu um 300
manns ef allt er talið og ef öllum
er innanbrjósts eins og honum
Pétri Jónssyni, sem leikur litla
strákinn Andra, þá er ekki að efa
að eftirvæntingin verður mikil
þegar tjaldið verður dregið frá.
Pétur sagðist vera spenntur, en
gaf lftið út á það hvort hann ætti
eftir að verða heimsfrægur kvik-
myndaleikari.
Háskólakórinn á
Vestfjörðum
Háskólakórinn mun heimsækja
Vestfirði dagana 13—15 mars nk.
og halda þrenna tónleika:
Flateyri föstudagskvöld 13.03
kl. 21.00
ísafirði laugardag 14.0:. kl.
17.00
Bolungarvik sunnudag 15.03 kl.
17.00
Auk þess syngur Kórinn við
messuá ísafirði á sunnudag. Þar
prédikar einn kórfélaga stud.
theol. Dalla Þórðardóttir.
Háskólakórinn hefur ekki áður
heimsótt Vestfirði, en fyrir réttu
ári fór hann um Austurland og
hlaut þar góðar viðtökur.
Kórinn hefur einnig farið söng-
• ferðir utanlands — til Skotlands
1976 og til Norðurlanda 1979.
Kórinn hefur starfað óslitið frá
1973 og er nær eingöngu skipaður
fólki, sem nemur við H.I. Lengst
af hefur Rut Magnússon stjórnað
; og leiðbeint félögum hans.
Háskólakórinn er blandaður
kór og fyllti skarð, sem á sinum
:■ tima varð þegar karlakórinn
„Stúdentakórinn” hætti að starfa
i uppúr 1970.
Efnisskrá sú, semm kórinn
hefur æft i vetur er að langmestu
leyti Islensk, jafnframt þvi að
vera óvenjuleg og lifleg. Hún
s; samanstendur af stúdenta og
gleðisöngvum, þjóðlögum, og ný-
legum og glænýjum verkum, sem
sum hafa ekki verið flutt opinber-
lega fyrr en á tónleikum kórsins
um sl. mánaðamót.
Efnisskráin er einnig nokkuð
sér- vestfirsk, þarsem hana prýða
verk 5 vestfiskra höfunda, þeirra
Jónasar Tómassonar eldra og
yngra.
Jakobs Hallgrimssonar
Jóns Asgeirssonar — og siðast en
ekki sizt
Hjálmars H. Ragnarssonar, en
hann er jafnframt söngstjóri Há-
skólakórsins.
BOLABÁS
„Vinstrimenn báru sigur úr
býtum”, sagði I Þjóðviljanum
á fimmtudag, daginn eftir að
kosiö hafði veriö i Háskólan-
um. Sigur vinstrimanna var i
þvi fólginn, að þeir misstu
meirihlutann, sem þeir hafa
haft þar i tiu ár. Við skulum
vona að þeir vinni fleiri slika
sigra fljótlega.