Alþýðublaðið - 14.03.1981, Side 3

Alþýðublaðið - 14.03.1981, Side 3
Laugardagur 14. mars 1981 3 Alþýðuflokkurinn 65 ára Jafhaðarstefhan er mannúðarstefna okkar tíma Islenskir jafnaðarmenn minnast þess, þessa dagana, að flokkur þeirra hefur náð að fylla hálfan sjöunda áratug starfsævi sinnar. Stofnfundurinn var haldinn þann 12. mars árið 1916, i miðri fyrri heimstyrj- öldinni. A þessum sextiu og fimm árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á Islensku þjöðfélagi. Það er á engan hallað, þótt fullyrt sé, að veigamestu hug- myndirnar að þessum þjóðfélagsbreyt- ingum hafa verið sóttar i smiðju lýðræðis- jafnaðarmanna. 1 hugmyndafræðilegum átökum liðinna áratuga hefur Þjóðfélags- hugsjón lýðræðis jafnaðarmanna sannað giidi sitt. 1 átökum frumbýlingsáranna við þröngsýni og forneskju viðhorf ihalds- og forréttinda afla, gerðust jafnaðarmenn brautryðjendur nýrrar þjóðfélagsgerðar. En jafnaðarmenn hafa einnig orðið að hevja harða baráttu á „öðrum vigstöðv- um’.’ Áratugum saman hafa lýðræðisjafn- aðarmenn orðið að heyja harðvituga hug- myndafræðilega baráttu gegn kommún- istum og fylgifiskum þeirra. Sú hug- myndafræðilega deila má nú heita til lykta leidd i okkar heimshluta. 1 öllum meginatriðum, sem um hefur verið deilt, hafa jafnaðarmenn reynst hafa rétt fyrir sér —en kommúnistar rangt. Hugmyndir þeirra reyndust byggðar á sandi. Þeir mega nú blygðast sin fyrir fortiðina. Kenningar þeirra hafa reynst vera lifslýgi ma rgrakynslóða. Lýðræðisjafnaðar- stefnan hefur hins vegar fest sig i sessi, sem mannúðarstefna okkar tima. Atburðarásin i Póllandi siðustu misserinrt ætti að nægja til að leiðrétta misskilning þeirra manna, sem efast um lifsmagnið i þjóðf élagshugmyndum jafnaðarmanna. Vonir hinna bestu manna um þjóðfélag friðar, frelsis, jafnréttis og öryggis eru öðru fremur bundnar fyrirheitinu um framgang lýðræðissinnaðar jafnaðar- stefnu i heiminum. (Jpphaf lýðræðislegar jafnaðarstefnu i Evrópu má rekja tilhinnar sögulegu hug- myndabaráttu milli orthodoxmarxista og lýðræðislegra umbótasinna, sem háð var á timabilinu frá 1890 fram að rússnesku byltingunni. Sá sem öðrum fremur lagði grundvöllin að þjóðfélagssýn lýðræðis- jafnaðarmanna i Evrópu, var Þjóðverjinn Edward Bernstein. Jafnaðarmannaflokk- arnir i Evrópu, sem fóru að láta verulega að sér kveða i lok 19du aldar og á fyrstu áratugum þeirrar 20ustu, sóttu upphaf- legu hugmyndir sinar i vopnabúr Karls Marx. Marx var að sönnu mikill spá- maður og innblásinn gagnrýnandi þjóð- félagslegrar örbirgðar breska frum- kapitalismans. En hugmyndir hans voru að mestu mótaðar fyrir miðja nitjándu öld, áðuren stofnanir pólitisks lýðræðis höfðu náð að festa rætur. Almennur kosn- ingaréttur og stofnun og starf verkalýðs- hreyfingar og fjöldaflokka jafnaðar- manna, allt kom þetta siðar til sögu Menn gerðu sér smám saman ljóst, að forspár Marx um óhjákvæmileik hinnar sögulegu þróunar, stóðust ekki. Það var ekkert óhjákvæmilegt við þau „lögmál”, að verkamenn hlytu að búa við siversn- andi sultarkjör, að þjóðfélagið hlyti að umhverfast i örfámennum hóp fjár- magnseigenda annars vegar, og alls- lausan öreigalýð hins vegar, að lögmál stéttarbaráttunnar leiddi miskunnarlaust til valdbeitingar og byltingar. Þessir brautryðjendur jafnaðarstefnunnar gerðu sér snemma ljóst, að hinn félagslegi veru- leiki var flóknari en svo, að hann rúmað- ist allur i ritum Marx. 1 meðförum arf- taka Marx umhverfðist kenningin i ofs- tækisfuliarfullar trúarsetningar og kreddur: Aðferðin var bylting, fram- kvæmdin þjóðnýting og rikiseinokun. Menn settu samasem merki milli rikis- rekstrar og sósialisma. í höndum Lenins og siðar Stalins leiddi þessi einfaldi dólga- marxismi til alræðisrfkis sjálfskipaðrar forrettinda stéttar, sem hefur afnumið með öllu lýðræði og mannrettindi og við- heldur völdum sinum i skjóli hervalds og ognarstjórnar. Þvilikum hugmyndum höfnuðu lýðræðisjafnaðarmenn. Frá önd- verðu settu þeir lýðræðið ofar öðrum gildum. Þeir visuðu þvi á bug, að einföld og óraunsæ formúla um eignarréttar- skipun, sem útilokaði valddreifingu og lýðræðisleg réttindi, verðskuldaði heitið sósialismi. Þeir höfnuðu þráhyggjukenn- ingunni um óhjákvæmileik sögulegrar þróunar og „hina endanlega lausn” i þjóðfélagsmálum. Einhver frægasta, en um leið misskildasta, kennisetning Bern- steins var: „Hreyfingin sjálf er allt — markmiðið skiptir minna máli”. Þetta þýðir á mæltu máli, að tilgangurinn getur aldrei helgað meðalið. flllir vitibornirmenn viðurkenna nú, að i þessum deilum hafa lýðræðissinnaðir jafnaðarmenn haft rétt fyrir sér. Með þvi að beita tækjum hins pólitiska lýðræðis og þingræðis, hafa þeir öðrum fremur haft forgöngu um svo róttækar breytingar á þjóðfélagsgerðinni, að hún er með öllu óþekkjanleg frá þeim frumkapitalisma, Karl Marx reisti niðstöng á fyrri hluta nitjándu aldar. 1 timans rás hafa stjórn- málahreyfingar sósialdemókrata lært margt af reynslunni og lagað hugmyndir sinar að breytilegum þjóðfélagsveru- leika. Það er aðalsmerki þeirra, að hug- myndafræði þeirra er opin og móttækileg fyrir nýjum hugmyndum. Að þvi leyti eru þjóðfélagskenningar þeirra i samræmi við hugfar og vinnubrögð visindanna al- mennt. Þar skilur á milli feigs og ófeigs: Sósfaldemókrata annars vegar og hug- myndafræðinga alræðissósialisma hins vegar. Það sem að lokum verður alræðis- sinnum að falli, þrátt fyrir alla ógnar- stjórn og hernaðarmátt, er einmitt þetta : Að þjóðfélög þeirra eru stöðnuð og geta ekki tekið breytingum með friðsamlegum og eðlilegum hætti. þess vegna er það ófrávikjanlegt grundvallaratriði i hugmyndafræði jafn- aðarmanna, að standa vörð um lýðræðið. An þess verður enginn breyting, engin þróun. Með þvi að beita lýðræðislega fengriu valdi, og viðurkenna um leið tak- markanir þess, hafa jafnaðarmenn öllum öðrum fremur tryggt alþýðumanna raun- verulegt vald og 'rétt til áhrifa á þjóð- félagsþróunina. Og lýðræðið sjálft er ekki staðnað form. Eitt af markmiðum jafn- aðarmanna, er að færa það stöðugt yfir á fleiri svið, gera það virkara. 1 kjölfar hins pólitiska lýðræðis mun smám saman fylgja virkara efnahagslegt lýðræði. Sliku lýðræði verður aldrei komið á með vald- beytingu ofan frá og niður úr. Þróun i þá átthlytureðli málsins samkvæmt að vera hægfara. „Óhjákvæmileiki . hægfaraum- bóta" — er það næsta sem jafnaðarmenn hafa komist óvisindalegri þráttarhyggju Marxismans. Samdráttarskeið i efna- hagskerfi hins frjálsa heims getur tafið þá þróun. En engin skildi ætla að timabundin samdráttarskeið, af þvi tagi sem við nú lifum, tákni hugmyndalega uppgjöf jafn- aðarstefnunnar. Það breytir aðeins við- fangsefnunum, skapar nokkurn áherslu mun. Þegar dregur úr hagvexti er ekki unnt að halda áfram útþenslu hins félags- lega tryggingakerfis, eins og ekkert hafi i skorist. í seinni tið hafa jafnaðarmenn einnig lært af reynslu, að fyrir þvi eru viss takmörk, hvort og hvernig unnt er að leysa félagsleg vandamál með fjölgun eða útþenslu rikisstofnana. Vegna grund- vallar viðhorfa sinna og reynslu er engum betur treystandi til að ráða fram úr vandamálum af þessu tagi en einmitt þeim jafnaðarmannaflokkum, sem öflug- ast hafa jarðsamband við hinn breiða fjölda i þjóðfélaginu. Grundvallarhugmyndir lýðræðissinn- aðra jafnaðarmanna hafa ótvirætt sannað gildi sitt i pólitisku starfi kynslóðanna á liðnum áratugum. Jafnaðarmenn hafa sýnt það i verki, að stefna þeirra er mannúðarstefna okkar tima. Hún hefur náð sögulegum sáttum við það besta i hugmyndaarfi vestrænnar menningar, sem er trúin á einstaklinginn og sköpuna- matt hans. En i þjóðfélagi jafnaðarstefn- unnar er ekki lengur um að ræða rétt hins sterka til að kúga hinn veika, ekki um rétt arfgengra forréttindahópa til arðráns á fjöldanum. En hagsmunir heildarinnar, þrengja heldur ekki svo að einstaklingn- um, að hann verði sviftur frumkvæði og athafnafrelsi. Þessi sögulega málamiðlun einstaklingshyggju og félagslegrar ábyrgðar er einn helsti styrkur jafnaðar- stefnunnar i reynd. fllþýðuflokkurinn heldur ekki upp á af- mælið með bumbuslætti og basalterium. Þess gerist ekki þörf, þegar afmælið ber upp á hálfan tug. En þess mega Islenskir jafnaðarmenn minnast, að i pólitik er ekki nóg að hafa rétt fyrir sér. 1 sögunni er sá einn talinn hafa rétt fyrir sér, sem sigrar. Alþýðuflokkurinn hefur enn fram að færa notadrýgstu hugmyndimar um þróun is- lensks þjóðfélags fram til aldamóta. En hann á mikið starf óunnið, áður en þær hugmyndir geta borið ávöxt. — JBH „Ef fara á út f brúargerðina eftir upphaflegu áætlunum, er einungis hægt að réttlæta það með þeim féiagslegu áhrifum, sem fylgja framkvæmdinni”, segir Hörður Biöndal. erum með margar framkvæmd- ir, þar sem arðsemin er miklu hærri en 10% og margar aðrar skila litlum arði. Það sem við erum að reyna að gera er að hafa einhver áhrif með arð- semisathugunum á röðun fram- kvæmda og hvernig fjármagnið ernotað. Þetta mat er þvi ein- ungishagrænt mat á arðsemi en ekki t.d. mat á félagslegum áhrifum framkvæmda, sem geta einnig skipt máli. Eru þá dæmi um að lagt sé i margs konar mannvirkjagerð sem ekki er beinlinis fýsileg, nema tekið sé tillit til félags- Iegra þátta? Já, þannig ,er til dæmis um alla vegagerð til strjálbýlli staða cg bæja á landinu. Þeir skila ekki arði i venjulegri pierkingu þess orðs, heldur hef- ur ekki þótt rétt að þeir séu ein- angraðir og það hefur ásamt öðru ráðið vegagerð til þeirra. Nú segir í lok skýrslu þinnar, að byggingarkostnaður þyrfti að lækka um 2,1 milljarð til að fá afkastavexti núll og um 3,7 milljarða til að fá 10% afkasta- vexti og er þá miðað við 20 ára afskriftartima. Er einhver raunhæf leið til að lækka bygg- ingarkostnað? J, það er með þvi að minnka brúna, hafa hana bara eina ak- rein, þannig að aðeins yrði hægt að aka um hana aðra áttina i senn. Hún yrði þá hugsanlega með Utskotum. Það er það litil umferðum brúna, að þettavirð- ist eini möguleikinn til að fá þessa framkvæmd arðsama. Nú er rætt um útfiutning frá steinu llarverks miðju sem hugsanlega verður reist i Þor- iákshöfn. Einnig hefur verið rætt um útflutning Hekluvikurs um höfnina. Þetta mun væntan- lega auka nokkuð umferð um brúna. Gæti þessi aukna umferð haft veruieg áhrif á arðsemi brúarinnar? Við höfum nú látið athuga þetta, meðal annars með tilliti til flutnings á vikrinum, sem þú nefndir, en niðurstaðan er sú, að þetta séu það fáir bilar, að þeir skili tiltölulega litlu, þ.e. að þeir hafa litil áhrif á arðsemina. Eins er það með steinullarverk- smiðjuna, þetta eru það fáir bílar að þeir koma ekki til með að hafa merkjanleg áhrif á niðurstöður þær, sem við höfum þegar fengið. En hvað um frcstun þessara framkvæmda, þó að fáum i þessum plássum þyki það fýsi- legur kostur? Já, við höfum athugað hvort arðbært yrði að byggja brúna árið 1990 og árið 2000 og ■ það kemur lika i ljós þá að brúin verður ekki arðbær, enda þótt þá verði orðin nokkur um- ferðaraukning á svæðinu. Um- ferðin verður sem sé ekki nægi- leg miðað við þær forsendur sem við höfum i dag. Ég vil taka fram i þessu sambandi, að okkar mat tekur einungis til arðsemisathugana. Við metum ekki inn félagslega þætti eða skipulagslega, sem geta skipt verulegu máli. Hefur verið veitt fé til brúar- gerðarinnar? Já, það hefur verið veitt til hennar fé, sem hefur farið mest i athuganir og ýmiss konar undirbúningsrannsóknir. Nú er áætlað að brúargerðin ásamtvegagerð kosti náiægt sex milljörðum gkróna. Þaö væri fróðlegt að fá til samanburðar kostnaðinn við Borgarfjaröar- brúna. Hver er hann orðinn núna og hver var talin arðsemi þeirrar framkvæmdar? Arösemi Borgarfjarðarbrúar- innar var i kringum 10—11% ef mig minnir rétt og heildar- kostnaður er nú i kringum 12 milljarða, þannig að hér er um næstum tvöfalt dýrari fram- kvæmd að ræða. Það segir i skýrslu Fram- kvæmdastofnunar um sam- göngur á Suðurlandi, aö likiega muni það hafa mikinn félags- legan styrk fyrir ibúana á svæð- inu, ef brú yrði byggð yfir Ölfusá. Er sérstaklega talað um áhrif á afkomu ibúa á Stokks- eyri og Eyrarbakka. Hvert er álitþittá þessum fullyrðingum? Ég tel, að ef farið verður út i þessa framkvæmd eftir upphaf- legum áætlunum, þá verður að réttlæta það með einhverjum slikum forsendum. Hins vegar er afar erfitt að fullyrða um það að hve miklu leyti þær eru rétt- ar. Þarna eru menn komnir inn á hrein matsatriðí. Þá er komið að stjórnmálamönnunum, sem taka oft ákvarðanir út frá öðr- um forsendum. „Veruleg hætta er á, að byggð á Eyrarbakka og Stokkseyri legg- ist niður ef ekki veröur af þess- um framkvæmdum” segir Magnús H. Magnússon. Byggð i hættu Ég tel, að brúin sé algjör for- senda fyrir áframhaldandi blómlegri byggð á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún er einnig afar mikilvæg fyrir allt svæðið, þar með talið Selfoss, Hvera- gerði og Þorlákshöfn. Þetta er og á að vera eitt svæði i bæði félagslegu og atvinnulegu tilliti. Á svæðinu er talsvert landlægt eða staðbundið atvinnuleysi og atvinnumarkaður það stór, að hægt er að koma upp nýjum at- vinnugreinum, sérstaklega á þetta við eftir að brúin hefur verið byggð. Þetta er með öðr- um orðum lifsspursmál fyrir nokkuð á annáð þúsund manna byggð og mjög þýðingarmikið fyrir sex þúsund manna byggð til viðbótar. Ég vek athygli á þvi, áð Framk væmdastofnun rikisins taldi fyrir nokkrum árum, að höfnin i Þorlákshöfn ætti að leysa hafnirnar á Eyrarbakka og Stokkseyri af hólmi. Stefnt skyldi sem sé að þvi, að höfnin i Þorlákshöfn yrði heimahöfn þessara byggðarlaga. A grund- velli þessa álits Framkvæmda- stofnunar hefur að mestu verið skrúfað fyrir fjármagn til hafnarframkvæmda á þessum stöðum. Ef það verður eini árangurinn af áliti stofnunar- innar, þá heggur sá vissulega sem hlifa skyldi. Til þess má ekki koma. Ég vek lika athygli á þvi, að stjórnendur allra sveitarfélaga á Suðurlandi, þar með taldir fulltrúar hreppa, sem liggja mjög langt i burtu, þannig að þeireiga ekki beinna hagsmuna að gæta, styðja heilshugar þessa framkvæmd og hafa sam- þykkt framlög úr sýslusjóðum til framkvæmdarinnar. Þetta segir mikla sögu um álit Sunn- lendinga á málinu og samstöðu þeirra. Nú kom fram i viötali við Hörð Blöndal, að brúargerð yfir ölfusárósa er ekki arðbær fjár- festing. Hann sagði, að ef brúin yrði byggð i þvi formi sem nú er talað um, yrðu menn að réttlæta það með félagslcgum áhrifum á byggðina eða öðrum viðlika for- sendum. Ert þú þeirrar skoð- unar, að hin félagslegu áhrif ein nægi tii að réttlæta byggingv brúarinnar? Já, ég er þeirrar skoðunar. Menn verða að hafa það i huga, að þarna er á Eyrarbakka og Stokkseyri um byggð að ræða upp á annað þúsund mánns og hún kemur til með að leggjast niður, ef ekki verður úr þessum framkvæmdum. Menn lifa i þeirri von að brúin komi. Þor- lákshöfn verður það sterk með timanum, að hún dregur allt fólkiö til sin. Hvað' kostar það 1 Framhald á bls 7. \

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.