Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 1. maí 1981 Alþýðublaðið Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur 50 ára: Verkalýðshreyfingin á að vera í stöðugri endurnýjun — viðtal við Karvel Pálmason, formann VLSFB Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur verður 50 ára þann 27. maí næstkomandi. Á morguni , laugardag- inn 2. maí, verður af mælisins minnst með hóf i í Bolung- arvík. Meðal gesta verða þeir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson, sem annaðist undirbúning að stofnun félagsins fyrir f immtíu árum og Pétur Sigurðsson, forseti ASV. Auk þeirra verða við- staddir margir af stofnendum félagsins og aðrir velunn- arar þess í gegnum árin. Stofnun félagsins. Formenn VLSFB hafa veriö þeir Guðjón Bjarnason og var hann formaður félagsins frá stofnun til 1942. Við formennsku af honum tók Jón Timóteusson sem gegndi starfinu til 1953. Þá tók við formennsku félagsins Páll Sólmundsson og gengdi hann starfinu til 1958. Varaformaður hjá Páli var Karvel Pálmason, sem naut þar góðrar handleiðslu þess fyrrnefnda. Siðar varð Páll varaformaður hjá Karvel. Formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvikur hefur verið Karvel Pálmason frá árinu 1958. Alþýðublaðið hafði samband við Karvel Pálmason i tilefni afmælisins og bað hann að gera grein fyrir stofnun félags- ins. Karvel sagðist svo frá um stofnun VLSFB: — Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvikur var stofnað 27. mai 1931. Undir- búning að stofnun félagsins annaðist Hannibal Valdemars- son, fyrir hönd Alþýðusambands Vestfjarða. Naut Hannibal þar stuðnings nokkurra stéttvisra verkamanna og verkakvenna i Bolungarvik, en auk þess áttu þeir séra Páll Sigurðsson, sóknarprestur og Sveinn Hall- dórsson, skólastjóri, drjúgan þátt i þvi undirbúningsstarfi sem unnið var. Formlega eru stofnendur félagsins taldir hafa verið 46. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Formaður, Guð- jón Bjarnason, málari, ritari, Jens E. Nielsson, kennari, fé- hirðir Friðrik Teitsson, vél- smiður, varaformaður Ólafur Ólafsson, sjómaður, vararitari Agúst Ehasson frá Æðey og vara- féhirðir, Haraldur Stefánsson”. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvikur var ekki fyrsta verkamannafélagið sem stofnað var i Bolungarvik. Við báðum Karvel að segja svolitið frá að- dragandanum aö stofnun VLSFB. Karvel sagði þetta: — Aður en það félag, sem nú fagnar 50 ára afmæli var stofnað, höfðu verið stofnuð þrjú félög. 26. febrúar 1917 var stofnað fyrsta verka- mannafélagið i Bolungarvik. Stofnandi þess félags var hinn kunni baráttumaður Pétur G. Guðmundsson. Sama ár fluttist hann á brott og lognaðist félagið þá út af. Atvinnurekendur vildu ekki viðurkenna félagið og sam- staða náðist ekki milli verkafólks i landi og sjómanna um stofnun öflugs félags”. Rúmum niu árum siðan var stofnað annað verkamannafélag i Bolungarvik. Um það sagði Karvel Pálmason: — Mönnum varð það ljóst, að brýna nauðsyn bar til þess að mynda með sér samtök til varnar yfirgangi at- vinnurekenda og til þess að knýja fram launahækkanir. Þetta var auðvitað kveikjan að stofnun Verkalýðsfélags Bolungarvikur, sem stofnað var 8. október 1926. Aðalhvatamaöur að stofnun þess félags er talinn hafa verið Björn Blöndal Jónsson. A stofnfundin- um voru mættir 78 menn og voru það mun fleiri en áður höfðu ljáð málinu stuðning sinn. 1 stjórn þessa félags voru kosnir eftir- taldir menn: Finnbogi Bernódus- son, formaður, Pétur Sigurðsson, varaformaður, Jens E. Nielsson ritari, Einar Guðfinnsson gjald- keri og Benóný Sigurðsson með- stjórnandi. Þetta félag var starfandi til ársins 1928, en þá dofnaði félags- starfið verulega og fór svo, að það lagðist niður. Það næsta sem gerðist i verkalýðsmálum hér i Bolungarvik var það, að stofnað var Sjómannafélagið Röst. Þetta var 17. nóv 1927. Félagið starfaði i nokkur ár, en siðan lognaðist starfsemi félagsins út af, en áður hafði það m.a. beitt sér fyrir fyrsta kappbeitningarmótinu sem hér var haldið árið 1929. Siðan gerist það i mai 1931, nánar tiltekið þann 27., að Verka- lýðsfélag Bolungarvikur var stofnað og er það félagið sem enn lifir.Sex árum siðar var stofnuð innan félagsins sjómannadeild og nafninu þá breytti Verkalýðs- og Sjómannafélag Bolungarvikur”. Stórhuga forystumenn. Um bernskuár verkalýðsfélag- anna i Bolungarvik sagði Karvel Arið 1972 festi VLSFB kaup á þessari húseign og fer starfsemin þar fram. Guðjón Bjarnason, málari, for- maður VLSFB frá stofnun til dauðadags (1931—1942). Pálmason m.a. þetta: — Verka- lýösfélögin i Bolungarvik voru stofnuð á þeim tima sem verka- lýöshreyfingin var að skjóta rót- um á tslandi. Brautryðjendurnir hér i Bolungarvik voru stórhuga menn, sem gerðu sér grein fyrir þvi hve nauðsynlegt þaö er erfiöismönnum, að eiga sér sam- tök til að tryggja jafnari skipt- ingu lifsgæðanna. Þeir plægðu akurinn og ruddu þá grýttu braut. sem framundan var i baráttu verkamanna og sjómanna i Bol- ungarvik fyrir bættum kjörum. Ég er ekki viss um að menn geri sér almennt grein fyrir þvi hvað það var, að stofna verka- lýðsfélag og halda uppi baráttu verkafólks á þessum árum. Þeir sem nú heyja baráttuna hafa yfir- leitt ekki þurft að heyja harða og oft vægðarlausa lifsbaráttu i lik- ingu við það sem þetta fólk þurfti. Hér á ég bæði við baráttuna um brauðiðog baráttuna við að halda félögunum virkum og gera þau að baráttutækjum verkamanna. í alsnægtum vill það gleymast, að þessir einstaklingar og verka- lýðsstéttin öll, lögðu grundvöllinn að þvi velferðarþjóðfélagi, sem við byggjum i dag. An baráttu forfeðra okkar, án baráttu braut- ryöjendanna i þágu verkalýðs- stéttarinnar, þá væru kjör alþýðu þessa lands ekki þau sem raun ber vitni, heldur miklu mun verri. Það er min skoðun að við eigum þeim sem brautina ruddu svo sannarlega mikið að þakka. Verkalýðshreyfingin er vissu- lega i sifelldri mótun og endur- nýjun og það á vitaskuld einnig við um okkar félag, sem er einn hlekkurinn i sameiginlegri keðju hreyfingarinnar. Okkur sem komið hafa i kjölfar brautryðj- endanna ber hins vegar skylda til þess að vernda og verja það fjör- egg sem brautryðjendurnir fengu okkur i hendur”. Karvel Pálmason núverandi for- maður félagsins. Atvinnuleysi og bág kjör, Mikil átök áttu sér stað á fyrstu árum Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvikur. Við báðum Karvel að gera grein fyrir að- draganda þessarar baráttu. Hann sagði: — A þeim árum sem félagið var stofnað var rikjandi mikið atvinnuleysi i Bolungarvik sem á öðrum stöðum. Lifskjör al- mennings voru afar bágborin og ástandið slæmt i alla staði. Þetta leiddi til harðra átaka. Atvinnu- rekendum tókst i byrjun að ala á tortryggni milli verkamanna i landi og sjómanna, en þessar fylkingar sameinuðust þó að lok- um og náðu takmarki sinu. Það var tvennt sem forysta félagsins lagði höfuðáherzlu á, eftir að félagið hafði verið stofnaö. i fyrsta lagi, að fá at- vinnurekendur til að viðurkenna félagið sem samningsaðila, og i öðru lagi að berjast fyrir hærri launum og bættum kjörum. Ar leið frá stofnun félagsins þangað til atvinnurekendur viðurkenndu félagið, en 5. febrúar árið 1932 voru undirritaðir fyrstu kaupsamningarnir milli félagsins og atvinnurekenda á staðnum og giltu þeir. Til gamans má geta þess, að um þetta leyti var rætt um dag- kaup karla á fundum, og komu menn sér saman um að tima- kaupið skyldi ekki vera lægra en 80 aurar I dagvinnu og ein króna i eftirvinnu. Daglaun kvenna, eða kven- fólkskaup, eins og það var kallað var á sama tima 50 aurar, fyrir dagvinnu, og 70 aurar fyrir eftir- vinnu. Annars gerðist margt merki- legt i kjölfar stofnunar félagsins. Sem dæmi var komið á fót pönt- unarfélagi fyrir verkafólk með stofnun Pöntunarfélagsins Hvöt. flVARP Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1. maí 1981 1. mai minnast hundruö milljóna verkamanna um heim allan liðinna tima. Þeir hugleiða þá félagslegu þróun, sem oröiö hefur á siöustu tiu, fimmtán eöa hundraö árum. Þeir þekkja af- komuskilyrði foreldra sinna og forfeðra. Þeir bera þau saman við stöðu sina nú og eru sér meövitandi um þær gifurlegu umbætur, sem skipulögð verka- lýðshreyfing hefur náð fram með þrotlausri baráttu viö for- réttindahópa i heiminum fyrr og nú. 1. mai minnast margir þeirra sem oröið hafa aö þjást fyrir verkalýösfélag sitt eða stjórnmálaskoðanir og starf, þeirra sem hafa veriö reknir úr starfi eöa i útlegð, brottreknir, fangelsaðir og pyntaðir og jafn- vel myrtir. 1. mal lýsa verkalýösfélög um heim allan yfir, meö lögmætum eöa ólögmætum hætti, þeim kröfum sem þau gera til vinnu- veitenda og rikisvalds. Þau setja fram hugmyndir sinar um réttlátara, lýðræðislegra og frjálsara þjóðfélag og nýja skip- an alþjóölegra efnahags- og félagsmála. 1. mai standa hundruð milljóna verkamanna saman um heim allan, og i trausti á mátt sinn horfa þeir vongóðir til betri framtiðar. Fyrir 6 mánuðum samþykkti stjórn Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga stefnu- yfirlýsingu fyrir 9. áratuginn. í sambandinu eru nú 128 aöildar- sambönd með yfir 70 milljónir meölima I 91 landi. 1 stefnuyfir- lýsingunni er bent á að frum- markmið sambandsins, sem dregin eru saman I slagoröinu „brauð, friður og frelsi” séu hvert ööru háð, og séu i fullu gildi. En efnahagslegar, félags- legar og stjórnmálalegar að- stæöur til aö ná þeim fram hafa breyst. Heimurinn sem við lifum i einkennist af vaxandi ágrein- ingi og kreppu vegna þess að hagvexti eru takmörk sett.Fá- ein risavaxin fjölþjóöafyrirtæki veröa sifellt aðsópsmeiri i efna- hagskerfi heimsins, og þau stjórna oft bæöi heimsmarkað- inum og hráefnaöflun vegna einokunaraðstöðu sinnar. Tekjumunur þjóða á milli fer stöðugt vaxandi. Samkvæmt upplýsingum Al- þjóðabankans búa áttahundruö milljónir mann i þriöja heimin- um viö aöstæöur sem ekki upp- fylla nein réttlætanleg skilyrði um mannsæmandi lif. Atvinnu- leysi i öllum heimshlutum er hrikalegt. Nú þegar eru 23 milljónir manna I OECD-lönd- um einum saman atvinnulaus- ar. Ráöstefna Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga um „Hlutverk verkalýðshreyfing- arinnar i þróunarmálum”, sem haldin var I Nýju-Delhi i mars- lok sl., sýndi aö óhjákvæmilega fer efnahagslegt og félagslegt ástand i heiminum versnandi, eins og margir hafa spáð. Viö lifum öll i sama heimi. Fátækt, hvar sem hún er, stefn- ir almennri velferö i hættu. Þess vegna verður að ná jafnvægi i hagvexti og bilið milli rikra og fátækra veröur aö minnka. Hér á eftir fara nokkrir þættir úr stefnuyfirlýsingu sam- takanna um þróunarlöndin. — 1 nýrri efnahags- og félags- legri skipan verður að viður- kenna frjáls verkalýössamtök og hlutverk þeirra I þjóðfélag- inu. — Með endurskipulagningu alþjóðlegs fjármálakerfis veröur aö færa stóraukiö fjármagn til þróunarlanda og lækka vexti. — Gera þarf orkuáætlun fyrir allan heiminn og hafa eftiriit með oliugróða. Stofna þarf orkuþróunarsjóð fyrir þróunar- löndin. — Með samræmdri hagstjórn verða iönrikin að koma á fullri atvinnu, auka rauntekjur, auka opinbera þróunaraöstoö, aölaga sig nýjum aðstæöum i heimsvið- skiptum og vinna bug á verö- bólgunni. — Gera þarf áætlun til að uppfylla frumþarfir fólks i þróunarrikjum. — Afnema verður viöskipta- hömlur. — Stofna þarf alþjóölegan sjóö til að standa straum af endurskipulagningu. Alþjóöasamband frjálsra verkalýðsfélaga leggur áherslu á að efnahagsaðgeröir verði ekki eingöngu til hagsbóta fyrir forréttindaklikur og fjölþjóða- fyrirtæki, þær verði að ná til fátækrahverfanna og hinna hungruöu milljóna, umfram allt I dreifbýlishéruðum þriöja heimsins. Þaö er þess virði aö berjast fyrir stefnu Alþjóöa- sambands frjálsra verkalýðs- félaga til að stuðla að réttlæti og friði. 1 mörgum löndum eru nú viö- haföar aðferðir eins og mann- rán, pyntingar, morð, kúgun, útlegö og innilokun á geðveikra- hælum, til þess að þagga niður i talsmönnum verkalýðsfélaga og öðrum þeim, sem eru á önd- verðum meiði við rikjandi stjórnvöld. 1. mai láta hundruð milljóna verkamanna I ljósi áhyggjur yf- ir versnandi stjórnmálaástandi i þessum löndum. Þeir lýsa yfir samstöðu með öllum þeim sem hætta lifi sinu fyrir frelsi og lýðræði. Þeir munu halda áfram aö veita full- an stuöning þeim sem hafa hug- rekki til aö berjast gegn ólýö- ræöislegum rikisstjórnum og ómannúölegum aögerðum þeirra. Ekkert vandamál er óleysan- legt, og þegar allir verkamenn innan vébanda frjálsra verka- lýösfélaga og bandamanna þeirra vinna að þvi að ná fram hinum réttlátu kröfum okkar, komumst viö áreiðanlega nær þvi takmarki aö allir fái brauð, aö friður riki i heiminum og allir njóti frelsis. Lengi lifi 1. mai

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.