Alþýðublaðið - 01.05.1981, Qupperneq 5
Alþýðublaðið Föstudagur 1. maí 1981
5
Vilmundur Gylfason:___________________
Vinnustaðir og verkalýðshreyfing
A árunum fyrir og um 1960
urðu mjög Itarlegar umræður
innan Alþýðusambands Islands
um skipulagsmál verkalýös-
hreyfingar og skipulag samninga
um kaup og kjör. Virðist af lestri
gagna um þær umræður, sem þá
fóru fram, að yfirgnæfandi vilji
hafi verið fyrir þvi að breyta
skipulagi verkalýðshreyfingar-
innr I þá veru, að vinnustaðurinn
yrði sú félagslega eining sem
semdi um kaup og kjör. Fjögur
Alþýðusambandsþing i röð
áiyktuðu i þessu veru. Milliþinga-
nefnd, skipuð sex kunnum for-
ustumönnum launþegasam-
takanna, tók saman mjög
itarlegar tillögur og greinargerð
með þeim. Niðurstaðan varð sú
að leggja fyrir Alþýðusambands-
þing, að tekið yrði upp eins konar
fyrirkomulag, sem væri bandalag
vinnustaða. Það þýddi að lagt var
til að starfsfólk fyrirtækja, sem
vann að sams konar framleiðslu,
væri saman I félagi, sem þá
semdi við vinnuveitendur.
Þrátt fyrir það að þetta væri
skýlaus viljayfirlýsing margra
Alþýðusambandsþinga, gerðist
ekkert frekar. Astæður þess eru
eflaust margar. Róttækar breyt-
ingar af þessu tagi krefjast vinnu
og hörku þeirra, sem að þeim
eiga að vinna. Gamla skipulagið,
sem fest var i lög 1938, fjallaði
um „stéttarfélög”, og þannig
haföi hreyfingin byggt sig upp.
Þegar þessi mál voru til umræðu i
timaritinu Rétti mörgum árum
siðar, eða árið 1976, sagði
Guðmundur J. Guðmundsson það
liklega ástæðu, að einhver „smá-
kóngapólitik” væri I þessu. Þá á
hann við það, að innan verka-
lýðshreyfingarinnr sé orðið til
kerfi forustumanna, sem sé annt
um að halda i völdin, og telji að
breytingar ógni valdi sinu.
Frumvarp til laga.
I vetur var gerð tilraun til þess
á Alþingi að endurvekja hina tutt-
ugu ára gömlu umræðu um
skipulagsmál verkalýðshreyf-
ingarinnar og samninga um
kaup og kjör með flutningi
frumvarps um stéttarfélög og
vinnudeilur
í þessu frumvarpi til laga er
fylgt sömu grundvallarreglu og
milliþinganefnd Alþýðusam-
bandsins fylgdi fyrir tuttugu
árum rúmum, þ.e. að vinnu-
staðurinn skuli vera grundvallar-
eining, þegar samið er um kaup
og kjör.
Þó er i þessu frumvarpi gengið
nokkru lengra þar sem lagt
er til að grundvallarreglan skuli
vera sú, aö hver vinnustaöur
semji um kaup og kjör, en vinnu-
staðafélögin geti siðan myndaö
bandalög. Mismunurinn er með
öðrum orðum fólginn i þvi, að eins
og milliþinganefnd ASÍ skil-
greindi það fyrir tuttugu árum,
þá ef miðað er við dagblöð var
skylt að allir sem ynnu við dag-
blöð, prentarar, pökkunarfólk,
blaðamenn o.s.frv. væru saman
i starfsgreinafélagi, sem semdi
við blaðaútgefendur. í þessu
frumvarpi til laga er hinsvegar
gert ráð fyrir þvi að grundvallar-
reglan sé sú, að þeir sem vinna
viðframleiðslu dagblaðs og vinna
hjá einum og sama vinnu-
veitandanum myndi félag.
Þannig myndi vera sérstakt
starfsgreinafélag á hverju dag-
blaði. Þessi félög (og fleiri) geta
siðan myndað með sér bandalög
að vild og samið saman ef þau
telja það þjóna hagsmunum sin-
um og félagsmanna sinna.
1 þessu frumvarpi er gert ráö
fyrir þvi aö þessar leikreglur nái
tilallra launtaka nema opinberra
starfsmanna, starfsmanna I
rikisbönkum, sjómenn sem fá
laun sem hluta af fiskverði, og
samvinnustarfsmanna, sem
starfa við sérstakt rekstrarform.
Raunar má halda þvi fram að
þessar leikreglur lúti einmitt
mjög vel að samvinnuforminu.
Þá er gert ráð fyrir þvi, að
þessir reglur gildi um vinnustaði,
þar sem starfa 25 eða fleiri fast-
ráðnir launþegar. A smærri
vinnustöðum gildi áfram það fyr-
irkomulag, sem nú er.
Það er auövitað ijóst að um það
má deila, hvort þetta sé ná-
kvæmlega rétt útfærsla þeirrar
hugmyndar að vinnustaðurinn
verði gildandi sem grunneining,
þegar samið er um kaup og kjör.
Það er ekki aðalatriði málsins.
Aðalatriðið er hitt, hvort vilji er
fyrir hendi, og þá vilji launafóks
fyrst og fremst, til þess aö taka
upp slikt fyrirkomulag. Þegar sú
ákvörðun er tekin — og þá
ákvörðun tóku raunar Alþýðu-
sambandsþing fyrir tveimur ára-
tugum — eru hitt fremur auka-
atriði, hvernig útfærslan verður
nákvæmlega, og hvort frumkvæði
kemur frá Alþingi eða einhvers
staðar annars staðar frá.
Gallar núverandi fyrir-
komulags.
1 þeim tuttugu ára gömlu
greinargerðum Alþýðusambands,
sem fyrr er vikiö að, er lýst þung-
um áhyggjum vegna þess að
verkalýðshreyfingin sé að drag-
ast aftur úr almennri þróun I
þjóöfélaginu, fylgist ekki með,
er stranglega varað við Ihaldsemi
i slikum efnum. Meðal annars er
lýst áhyggjum vegna þess að
fámennir hópar hafi sprengt sig
út úr heildinni og skaðað heildar-
hagsmuni. Slikt vegur auðvitaö
nokkuð.
Að minni hyggju vegur þó
þyngra, að það er rik tilhneiging
til þess að svokallaðir heildar-
samningar verði óraunhæfir. Það
skapast ekki rétt tilfinning milli
þeirra sem kaupa vinnu, og hinna
sem hana selja. Rekstur fyrir-
tækja gengur auðvitað misjafn-
lega. Fyrirtæki eru misjafnlega i
stakk biíin til þess að geta greitt
góð laun. Þegar beitt er heildar-
samningum verður tilhneiging I
þá áttaðmiðastvið þau fyrirtæki,
sem lakast eru rekin. Það þýðir
að launtakar njóta ekki sem
skyldi ávaxta af betur reknum
fyrirtækjum. Og jafnvel svo að ef
i samningum er miöað við eitt-
hvert meðaltal i rekstri fyrir-
tækja, þá hefur það orðið hlut-
skipti rikisvaldsins að hlaupa
undirbagga með þeim, sem undir
núllpunkti eru, með gengisbreyt-
ingum eða öðrum millifærslum.
Eiginlegt jarðsamband milli
fyrirtækis og starfsmanna skortir
oft og of viða Ahugi starfsfólks á
iramgangi og gengi fyrirtækis er
skiljanlega minni en hann gæti
verið. siðan bætist við að i kjöl-
far heildarsamninga sem geta
verið meira eða minna óraunhæf-
ir, koma sérkjarasamningar ,
„sterkir” hópar rifa sig út og
rugla þá mynd, sem samið hefur
verið um.
En aðalatriðið er samt hitt, að
kerfi heildarsamninganna er svo
þungt i vöfum, að það má færa
fyrir þvi gild rök að það skili
.íauntökum alls ekki þeim kjara-
bótum fljóttog vel, sem þeim ber
af afrakstri vinnu sinnar. Það er
kjarni málsins.
Kostir
breytinga
1. Það er almennt viðurkennt að
vinnustaðafyrirkomulagið stuðl-
ar að launajöfnuði. Það er
reynsla erlendis, það er reynsla
bæði i' Straumsvik og á Grundar-
tanga. Þrautreyndir samninga-
menn hafa lýst þessari skoðun
sinni. Þegar samið er innan sama
fyrirtækisins fyrir fólk, sem
sinnir ólikum störfum, skapast
annars konar mórall. Þetta atriði
er veigamikið.
2. Það er lifsskoðun út af fyrir
sigað valda- og ákvarðanaeining-
ar i þjóðfélaginu eigi að vera
smáar, valddreifing mikil. Þetta
fyrirkomulag dreifir valdi, gerir
sérhvern einstakling að meiri
mótanda að þvi er varðar um-
hverfi, kaup og kjör. Þjóðfélag
sem byggt er upp af mörgum
smáum einingum er betra þjóðfé-
lag en hitt sem byggt er upp af fá-
um stórum einingum.
3. Þetta fyrirkomulag eykur
möguleika á þvi að útfæra skyn-
samlega bæði atvinnulýðræði og
efnahagslýðræði. Það yrði i vax-
andi mæli áhugamál bæði fyrir-
tækis og starfsmanna að starfs-
menn sætu i stjórnum, fylgdust
mtó rekstri og hefðu upplýsingar
um afkomu. Það ætti að fara i
vöxt að starfsfólk eða samtök
þeirra keyptu hluta i fyrirtækj-
um, og tækju bannig á sig hluta af
ábyrgðinni. Úmræður um þetta
hafa verið miklar i Sviþjóð á
undanförnum árum, þ.e.a.s. hug-
myndir alþýðusamtakanna þar
um svokallaða launþegasjóði.
4. Þvi beinna og nánara sam-
starf og samband, sem er milli
stjórnar fyrirtækis og starfsfólks,
þvi liklegra er að góð afkoma
fyrirtækis skili sér svo fljótt sem
verða má i betri kjörum launa-
fólks. Eins getur slikt samstarf
orðið til þess að starfsfólk hægi á
launakröfum sinum til þess að
gera fyrirtæki kleift að fjárfesta i
nýjum vélum eða öðru, sem aftur
skilar sér i betri tekjum, þegar til
lengdar lætur.
5. Gera má ráð fyrir þvi aö með
þessum hætti ykjust áhrif starfs-
fólks á fleiri sviðum, til dæmis að
þvi er varðar umhverfismál og
Lærið ensku i Englandi
39 mismunandi námskeiö í 16 skól-
um.
30 ára reynsla.
Starfa allt árið.
Úrvals kennarar og starfslið.
Nýtisku kennsluaðferðir og tækni.
Opnir fólki á öllum aldri.
Ferðaskrifstofa okkar skipuleggur
5. árið i röð sérstakar hópferðir á
Nova School i Bournemouth dag-
ana: 31. mai—21. júni—12. júli—2.
ágúst og 6 september. Lágmarks-
dvöl 3 vikur en hægt að framlengja
dvöl að vild.
Feröasknfstota
KJARTANS
HELCASONAR
Gnoóavog 44 - Simi 86255
Bæklingar sendir og
aðrar upplýsingar um
skólana.
FtKiUoell
Mao««
Jrtiirdmgllfkie*]
Vei«iotMl
•<Ul
■
i Piddietmntftkie
irch«*t*r Æf Bo*r
Wnwith
jtoo thwwburgt
Samtvinnuð kennsla og ýmiskonar
tómstundaiðja, iþróttir, leikir,
fyrirlestrar, skoðunarferðir og
aðrar skemmtanir á einum fræg-
asta baðstrandarstað Eng-
lands — Bournemouth. Gist er á
einkaheimilum, sér herbergi og
aldrei nema einn íslendingur á
sama heimili.
Bókið strax — Takmarkað rými i
hverri ferð. Hægt að nýta APEX-
fargjöldin — flogið báðar leiðir 3
mán. gildistimi og þá lækkar
heildarverðið.
1
fPg
W 1r®S
|ÍS, ifl