Alþýðublaðið - 01.05.1981, Síða 9

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Síða 9
Alþýðublaðið Föstudagur 1. maí 1981 9 A svæðisfundi Sambands is- ienskra samvinnufélaga, sem haldinn var i mars sl. hélt Er- lcndur Einarsson forstjóri fram- söguerindi um viðfangsefni Sam- vinnuféiaganna. 1 máli hans kom fram, að sambandsfyrirtækin ættu nú öll við erfiðleika að striða eins og önnur versiun I landinu. 1 tilefni þessa erindis Erlendar, átti blm. Alþýðublaösins viö hann viðtal um þetta efni, sem birtist þann 25. mars sl. Cr þvi viðtali, ásamt viðtali, sem birtist I fyrsta tölublaði Samvinnunnar á þessu ári, var eftirfarandi grein um stöðu StS og ástandið I efnahags- málum, unnin. I upphafi viðtalsins i Abl. þann 25. mars, var Erlendur spuröur að þvi, hvort sú veltuaukning, sem orðið heföi á árunum ’79—’80, og næði I flestum tilfellum aö halda I við verðbólguna, þýddi aö samdráttar væri farið að gæta I rekstrinum? Erlendur sagði, að ekki væri 1 viðtalinu við Alþýðublaðið nefnir Erlendur einnig dæmi um erfiðleika kaupfélaga úti á landi: Ef við tökum sem dæmi kaup- félag úti á landi sem er með ýmsar sérvörur. Veltuhraðinn er kannski um það bil 1,5 á ári. Þegar þetta fyrirtæki fer að borga 50% vexti, er auðsýnt, aö það fer jafnvel meira en öll álagningin i að borga bara fjár- magnskostnaðinn. Sfðan kemur svo allur annar kostnaður, svo sem laun, húsaleiga, ljós og hiti og allur annar reksturskostnaður. Af þessu sést hvers vegna staða verslunarinnar úti á landi er mjög slæm um þessar mundir. Hins vegar kemur það á móti, aö sum kaupfélögin úti á landi eru með mjög fjölbreyttan rekstur”. „Svo er hitt”, sagði Erlendur, „aö fyrirtækjum er óheirtnlt að hækka verð á birgöum, þannig aö verslun úti á landi t.d. sem liggur með einhvern hlut I heilt ár og hann er búinn að hlaða á sig 50% Erlendur Einarsson forstjóri SÍS: hægt að tala um samdrátt I þessu samhengi. Búvörudeildin væri að visu með minni veltu en áöur vegna samdráttar i búvörufram- leiðslu. Aukningin i Búvörudeild- inni er 41,5%, Sjávarafurða- deildin er með 44,3%, Innflutn- ingsdeild meö 51,5%, Véladeildin eykur sina sölu um 42,5% og stafar tiltölulega litil aukning þar af slakri samkeppnisstöðu ame- riskra bila við þá japönsku. Iðnaöardeildin er með 68% aukn- ingu og skipadeildin með tæp 90%. „Þannig má segja”, sagði Erlendur „að I rekstrinum höld- um við nokkuö I veröbólguna, þó aö aukningin sé minni en verð- bólgan I einstökum deildum. Þetta eru erfiðleikatimar fyrir allan atvinnurekstur I landinu. Þetta fer ekkert á milli mála, það eru mjög erfiöir timar. Verslunin á i erfiðleikum vegna þess, að kostnaöarhækkanir eru gifuríega miklar, siðan leggjast vextirnir ofan á þetta, þannig aö reksturs- kostnaðurinn hækkar gifurlega, en tekjustofnanir vaxa ekki að sama skapi, opinberir aöilar reyna að halda þeim niðri til að hamla á móti verðbólgunni”. I ritinu Samvinnan var viðtal viö Erlend, þar sem hann var m.a. spuröur um afkomu kaup- félaganna á árinu 1980, en þvi svaraði Erlendur m.a. svo: Þaö veldur miklum áhyggjum, að verslun kaupfélaga i dreifbýli hefur varla nokkurn rekstrar- grundvöll. Hávaxtakostnaðurinn veldur gifurlegri aukningu á rekstrarkostnaöi verslunarinnar. t dreifbýli þar sem vörubirgðir þurfa að vera miklu meiri og veltuhraðinn er mjög lítill, er vaxtabyröin sérstaklega mikil. Verðlagsyfirvöld hafa ekki tekið neitt tillit til hávaxtanna, og ekki hefur verið leyfilegt að færa upp vörubirgðir á móti verð- bólgunni. — Mér virðist augljóst, að þessar ákvarðanir yfirvalda eiga enga stoð I lögum. Hvað myndi t.d. einstaklingur segja, ef hann væri skyldaður með boöi þeirra aö selja bifreið, sem hann keypti fyrir einu til tveim árum siöan, á sama verði og hann keypti hann á? — En þetta er al- gjörlega hliöstætt. 1 mörgum til- fellum liggja vörur eitt til tvö ár, t.d. varahlutir, áður en þær selj- ast. Eg tel að stjórnvöld taki á sig mikla ábyrgð að ganga þannig á rétt fyrirtækja eins og raun ber vitni nú. Það skyldi enginn ætla, að það sé hagsmunamál byggöar- laganna i landinu að brjóta niður verslunarþjónustu dreifbýlisins. Hvaö kaupfélögin varðar, þáhafa þau viðast hvar veriö buröarásar I byggðarlögunum, bæði hvað varöar ýmsa þjónustu við Ibúana auk þess að hafa verið I forustu um atvinnuuppbyggingu. Nú ætla stjórnvöld að brjóta niður þessa buröarása meö ákvörðunum i verölagsmálum sem ekki fást staðist lagalega séö. Samvinnu- hreyfingin krefst þess að þetta óréttlæti verði afnumið án tafar. Við læknum ekki veröbólguna með þvi að setja nokkur kaup- félög út á kaldan klaka. Samdráttareinkenni gera vart við sig — staða verslunar úti á landi slæm A svæöisfundi Sambands Islenskra samvinnuféiaga, sem haldinn var i mars si. hélt Erlendur Einarsson forstjóri framsöguerindi um viöfangsefni Sam vinnufélaganna. t máli hans kom fram, að sambands- fyrirtækin ættu nú öll við erfiöleika að striða eins og önnur verslun I landinu. 1 tilefni þessa erindis Erlendar, átti blm. Alþýðublaðsins við hann viötal um þetta efni, sem birtist þann 25. mars sl. Úr þvi viðtaii, ásamt viðtali, sem birtist i fyrsta tölublaði Samvinnunnar á þessu ári, var eftirfarandi grein um stöðu SIS og ástandið I efnahagsmálum, unnin. vöxtum en siðan er versluninni gert að selja hann á upphaflegu verði. Það má sem sé ekki færa upp veröið og þetta held ég að sé hvergiviö liöi I heiminum nema hér á íslandi. Þá vék Erlendur að verðbólg- unni og vaxtamálum. Atvinnu- reksturinn á orðið mjög erfitt meö aö standa undir þessu og viö eigum eftir að sjá það, að það eru að koma fram mikil samdráttar- einkenni I þjóðfélagið vegna þessa, þess vegna hlýtur það aö verða höfuðverkefni að ná verö- bólgunni niöur með öllum ráðum. Þar með mundi þessi gifurlegi vaxtakostnaður lækka. Þaö er jú aðalmálið i þessu öllu saman”. Þá var Erlendur spuröur að þvi hvort hann teldi aö samdráttar- einkenni vegna þessa væru komin i ljós. „Já, ég tel að þessi einkenni séu aö gera vart viö sig nú, á þvi er litáll vafi. Það kemur sér að visu vel nú að það er hækkun á fisk- veröi til okkar t.d. þann sem er að reyna aö framleiða fyrir útflutn- ing og svo þann sem framleiöir fyrir innanlandsmarkaö. Hinn mikli fjármagnskostnaður, sem viö þurfum aö standa undir hér heima er langt umfram þaö, sem fyrirtæki i samkeppnislöndum okkar eiga að búa viö. Þessi ein- kenni, sem ég minntist á, þau koma fyrst fram, þegar menn hafa tekið þaö skref að fara með vextina svo hátt. Nú, menn hafa réttlætt þetta meö þvi aö verið sé aö verðtryggja sparifé, en ég held við séum komnir á þaö stig núna, aö við eigum að spyrja hvort við höfum efni á aö standa undir þeirri tryggingu”. 1 Samvinnunni var Erlendur aö lokum spuröur aö þvi, hvert væri hans álit á efnahagsráöstöfunum rikisstjórnarinnar. Varðandi efnahagsmálaráð- stafanirnar sem geröar voru um áramótin, þá voru þær jákvæðar svo langt sem þær náðu. Þær gengu bara of skammt. A hinn bóginn verða menn að skilja, að ekki reyndist unnt að ná sam- stöðuum róttækari aðgerðir.'Trú- lega sátu menn fastir i samþykkt Alþýöusambandsþings, þar sem krafist var, aö þaö ákvæði I visi- töluútreikningi, er tæki að hluta mið af viðskiptakjörum þjóðar- innar yröi afnumiö. Launþega- samtökin voru mótfallin frekari aögerðum i visitölumálum. Þaö ber vissulega aö harma þessa af- stöðu. Visitála og launamál er mikill áhrifavaldur á framgang verðbólgunnar, en fyrir launþega er aukning kaupmáttarins það sem mestu máli skiptir. Þaö er alveg ljóst að við komumst skammt I þvi að ná veröbólgunni niður, nema launþegar taki á sig einhverja fórn I trausti þess að lagður sé grundvöllur að þvi aö kaupmátturinn aukist. Þeir hafa lika mestra hagsmuna að gæta þegar allt kemur til alls. Sérstak- lega hefur láglaunafólk mikilla hagsmuna að gæta i þessum efn- um, vegna þess að veröbólgan fer verst meö þeirra hlut, þaö sýnir reynslan okkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.