Alþýðublaðið - 01.05.1981, Síða 14

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Síða 14
14 Föstudagur 1. maí 1981 Alþýðublaðið Verkamannasamband íslands sendir meðlimum sinum og verkalýð öll- um stéttarlegar heillaóskir i tilefni 1. MAÍ BANDALAG STARFS- MANNA RÍKIS OG BÆIA sendir meðlimum sinum og öðrum laun- þegum árnaðaróskir i tilefni 1. MAÍ og hvetur til þátttöku i kröfugöngu og úti- fundi launafólks. Sendum norðfirskum verkalýð og öðru vinnandi fólki til sjávar og sveita okkar bestu heiilaóskir i tilefni 1. MAÍ KAUPFELAGIÐ FRAM Neskaupstað. Sementsverksmiðja ríkisins sendir öllum launþegum tiflands og sjávar árnaðaróskir i tilefni 1. maí Sendum viðsldptavinum vorum og landsfólki öllu bestu kveðjur 1 tilefni af hátlðisdegi verkalýðsins 1. mai. ’ ÍSTAK ISLENSKT VERKTAK HF. Verkfræðingar Verktakar söfnunarhringur, fjársterk félagasamsteypa”. Samkvæmt þvl bér að skilja ásakanir um að Sambandið og kaupfélögin séu „auðhringur” þannig, að þau keppi að þvl markmiði að safna saman hjá sér sem mestum fé- gróða og að þeim hafi tekizt dável ikeppninni að þvi marki. Eins og vonandi hefur komið fram fyrr á þessum blöðum, þá væri hér um að ræða allverulegt fráhvarf frá samvinnuhugsjóninni, ef satt reyndist. Þaö er vissulega rétt, að sam- vinnumenn leitast jafnan við að reka fyrirtæki sin þannig að þau skili tekjuafgangi. Það er lika rétt, að þeim hefur á liönum árum oft og tíðum tekizt dável til — jafnvel ágætlega — I þessum efn- um. Það stafar meðal annars af þvi, að samvinnuhreyfingin hefur i heild verið lánsöm með starfs- menn og til hennar hefur ráðizt margtatorkusamtfólk, sem mjög vel kunni til verka i fyrirtækja- rekstri. Það skal lika siöur en svo reynt að draga fjöður yfir það hér, að i samvinnurekstrinum hefur safnazt upp verulegt fjár- magn. Slíkt er reyndar nauðsyn- legt, þvi að í verzlunar- og at- vinnurekstri, þarf alltaf aö binda talsvert fé I húsnæði, áhöldum, vélum og vörubirgðum. Með hag- sýnni stjórn hefur tekizt að búa svo um hnútana, að i samvinnu- rekstrinum eru fyrir hendi fjár- munir til að mæta talsverðum hluta af þessari fjárbindingar- þörf. Slíkter mjög mikilvægt, þvi að ella þyrfti að fá þetta fé allt að láni með tilheyrandi vaxtá- greiðslum. Sé með andúð á málin litið, má vafalaust halda þvi fram, að hér séu á ferðinni auðsöfnunarsjónar- mið. En það sem hér skiptir þó meginmáli er hitt, að gera veröur greinarmun á gróðasöfnun gróð- ans vegna annars vegar og upp- söfnun eðlilegs rekstrarfjár- magns hins vegar. Sambands- kaupfélögin hafa I dag meir en 40 þúsund félagsmenn. Árleg um- setning þeirra hleypur á tugum miljaröa króna, enda er siður en svo nokkuð óeðlilegt við þær tölur, þegar haft er i huga, að þau munu annast meiri eða minni vöruútvegun fyrir a.m.k. tvo þriðju hluta af öllum islenzkum heimilum, auk allrar afurðasöl- unnar og annarrar þjónustu sem þau veita. Þetta er vissulega viöamikið hlutverk, en þess ber að gæta, að félögin hafa ekki orðið sér Uti um það með neins konar forréttindum, þvert á móti hefur meginþorri islenzkra neytenda sýnt það ljóslega áö þeir taka samvinnuformiö fram yfir önnur rekstrarsnið þegar til lengdar lætur. Þetta stafar vafalaust, að verulegum hluta af þvi, aö fólk gerir sér ljósa kostiþess, að sam- vinnufélög flytja ekki burt af félagssvæöum sinum meö fjár- magn sitt og atvinnutæki þar sem kaupmenn aftur á móti geta flutt sig og uppsafnaöan verzl- unargróöa sinn til á milli lands- hluta eftirþvi hvar gróðavonin er mest. En hitt gefur auga leiö, að I þessum viðamikla rekstri kaup- félaganna er þörf fyrir fjárfest- ingar, sem hljóta aö nema all- verulegum upphæðum, þegar þær eru lagöar saman. 1 samvinnu- félögunum hefur verið lögð áherzla á aö reyna að safna sem stærstum hluta af þvi fé, sem þarf að binda i rekstrinum, i formi eigin fjármagns. Þetta hefur gengið misjafnlega sums staðar vel annars staðar miöur. En hvergi hefur það gengið svo vel, að fjármagn hafi safnazt upp um- fram þarfir. Hvert einasta kaup- félag myndi vafalaust telja sig geta notað mun meira eigið fé, en það hefur nú handa á milli. Þetta stafar af þvi, að verði tekjuaf- gangur umfram þarfir hjá sam- vinnufélögum, þá er hann endur- greiddur aftur til félagsmann- anna. Sömu söguna er að segja um Sambandið og samstarfsfyrir- tækin. Þar hafa skipzt á skin og skúrir um afkomuna, tekjuaf- gangur og rekstrarhalli. Þessi fyrirtæki hafa lika getað safnað að sér nokkru rekstrarf jármagni, sem þau binda i fasteignum, tækjum og vörubirgðum. En ekkert þeirra, ef frá eru talin tryggingafélögin og Samvinnu- bankinn, hefur þó safnað að sér svo miklu fjármagni, að þaö hafi orðið óháð bankakerfinu um lána- fyrirgreiðslu. Svo Sambandið sé tekiö sem dæmi, þá hafa eignir þess i fasteignum i Reykjavik og á Akureri alltaf verið mjög hóf- legar miðað við umsvif. Sam- bandið hefur ekki safnað að sér fjármagni til að leggja í iburðar- miklar verzlunarhallir, heldur þvert á móti, og það á ekki neinar stórbyggingar i Reykjavik sem það leigir út undir óskyldan rekstur. Sambandið og sam- starfsfyrirtækin byggja starf sitt fyrst og siðast á þjónustusjónar- miöum við almenning. Þaö þýðir, aö verði fé afgangs i rekstrinum hjá þeim fram yfir brýnustu þarfir, þá er það endurgreitt til viðskiptamanna þeirra, kaup- félaganna, og siðan gengur það til félagsmanna þeirra. Það verður þannig heldur litið úr auðsöfnunaráróðrinum, þegar skoðað er niður i kjölinn. Það er ljóst, að vilji andstæðingar hreyf- ingarinnar halda þvi fram, að hún stundi fjársöfnun umfram þarfir, þá verður á móti að krefjast þess að þeir sanni mál sitt með örugg- um dæmum, sem hætt er við að vefjist fyrir þeim. Lýðræðið í sam- vinnufélögunum Fámennisstjórn, forstjóraveldi — þetta eru orö sem hvað eftir annað heyrast i áróðri and- stæöinganna gegn samvinnu- félögunum. Þau gefa ástæður til að hyggja örlitið nánar að þvi, hvernig hinni lýðræðislegu stjórnun samvinnufélaganna er hagað. Æðsta valdiö i málefnum hvers kaupfélags fyrig er i höndunn aðalfundar þess, sem haldinn er árlega. I smærri kaupfélögum eiga allir félagsmenn sæti á aðal- fundi. Stærri félögin eru hins vegar flest deildaskipt, og eru þá fyrst haldnir aðalfundir I hverri deild, þar sem allir félagsmenn á svæði viðkomandi deildar eiga réttáfundarsetu. Deildafundirnir kjósa siðan fulltrúa til setu á aðalfundi kaupfélagsins. A aðal- fundum deildanna eru að jafnaði fluttar skýrslur um rekstur og stöðu alls félagsins, á sama hátt og á sjálfum aöalfundi þess, svo að þar eiga allir félagsmenn milliliðalausan aögang að upplýs- ingum um hag félagsins hjá stjórn og kaupfélagsstjóra. Á aöalfundi eru skýrslur og reikn- ingar siöan tekin til endanlegrar afgreiöslu, og þar eru kosin stjórn og endurskoðendur félagsins. Þar eru einnig teknar ákvaröanir um þau meiri háttar mál, sem fyrir Vilhjálmur Þdr (1899—1972) stjórnaði umsvifamesta kaupfélagi lands- ins, KEA, 1923—38. Fór fyrir Sambandinu á miklum breytingatimum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.