Alþýðublaðið - 01.05.1981, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Qupperneq 16
16 Föstudagur 1. maí 1981 Alþýðublaðið Hörður Zóphaníasson: Leiðir samvinnuhreyfingarinnar og Aiþýðuflokksins eiga og hljóta að liggja saman Alþýöuflokksmenn á tslandi hafa átt, og eiga enn, minni hlut i samvinnustarfi og samvinnu- hreyfingunni en jafnaöarmenn viöa erlendis. JafnaBarmenn á hinum Noröurlöndunum eru t.d. buröar- ásar i samvinnuhreyfingu landa sinna. Stefnurnar eiga samleið baö fer ekki á milli mála, aö jafnaöarstefnan og samvinnu- stefnan eiga samleiö. Þess vegna er þaö dapurlegt hversu margir ágætir jafnaöar- menn eru áhugalitlir um sam- vinnustarfið og samvinnuhreyf- inguna. beir gera sér ekki grein fyrir, aö samvinnustefnan er grein á meiöi jafnaöarstefnunnar, grein sem gæti veriö blómleg og mikil- væg i trjágaröi jafnaöarmanna. Bara fyrir framsóknar- menn? Sumir telja aö samvinnu- hreyfingin sé bara fyrir fram- sóknarmenn. Þaö er mikill mis- skilningur. Enginn einn stjórn- málaflokkur á samvinnuhreyf- inguna. Samvinnumenn eru úr öllum flokkum. Hitt er satt og rétt, aö fram- sóknarmenn og Framsóknar- flokkurinn hafa látiö sig sam- vinnuhreyfinguna miklu skipta. beir hafa margir hverjir tekiö þátt i starfi kaupfélaganna af llfi og sál og þess vegna oröið þar á- hrifa og valda miklir. Alþýöuflokksmenn hafa ekki fariö eins aö i heildinni skoöaö. Þess vegna eru áhrif þeirra og völd innan samvinnuhreyfingar- innar ekki eins mikil og æskilegt er aö minum dómi. Félagsmálalögmálið þarf að hafa i huga Ef Alþýöuflokksmenn viös vegar um landiö hrista af sér sleniö og taka til starfa i kaup- félögunum af einlægni og alúö, á- huga og krafti, þá kemur þaö aö sjálfu sér aö áhrif þeirra og völd innan samvinnuhreyfingarinnar færu vaxandi. Þaö er lögmál allra félags- hreyfinga, að áhugasamir og dugmiklir félagsmenn veljast þar til forystu og áhrifa, og eiga þvi stærri hlut i stefnu og stefnumót- un félags sins sem áhugi þeirra og hæfni til félagsstarfa er meiri. Þetta ættu Alþýöuflokksmenn aö hafa I huga, þegar þeir hugsa til samvinnuhreyfingarinnar. Alþýðuflokksmenn hafa þar verk að vinna 1 stefnuskrá Alþýöuflokksins segir meöal annars: „Jafnaðarstefnan felur i sér hugsjónir lýöræöis og félags- hyggju. Meö félags hyggju er átt viö aö framleiösla og dreifing lifs- gæöa mótist af samvinnu og sam- stööu.” A öörum staö i stefnuskrá Alþýöuflokksins segir: „Mörg atvinnutæki eru þó svo mikilvæg I atvinnulifi og valda- kerfi landsins og einstakra byggöarlaga, aö þau eiga aö vera samfélagseign og stjórnendur þeirra ábyrgir fyrir almenningi. Eigendur þeirra geta veriö sveitarfélög, samvinnufélög og sjóöir i umsjá launþegasamtaka, og er slikt eignarform oft væntan- legra til aö dreifa valdinu en bein rikiseign.” Og enn segir i stefnuskrá Alþýöuflokksins: „Alþýöuflokkurinn styöur sam- vinnuverslun til þess aö tryggja hag neytenda.” Af þessum tilvitnunum sést, aö leiöir samvinnuhreyfingarinnar og Alþýöuflokksins eiga og hljóta aö liggja saman. Viö Alþýöu- flokksmenn höfum þar verk aö vinna. Viö megum ekki bregöast þvi hlutverki okkar frekar en öör- um sem okkur ber aö rækja. Neytenda kaupfélög eru fá lslensku kaupfélögin eru flest að mestu leyti félög fram- leiöenda, félög bænda. Hrein neytendakaupfélög eru fá. I þessu liggur ef til vill nokkur skýring á þvi, aö hlutur Alþýöuflokks- manna I samvinnuhreyfingunni er ekki meiri en raun ber vitni um. Félagsleg deyfð og leti er háskagripur Þegar þaö fer svo lika saman, aö i hinum fjölmennu neytenda- kaupfélögum er félagsleg deyfö meiri og fundarsókn og þátttaka félagsmanna miklum mun minni en i framleiöendakaupfélögun- um, skýrist þaö enn betur hvers vegna hlutdeild Alþýðuflokks- manna I samvinnustarfinu er minni en hún ætti aö vera. Félagsleg deyfö og leti eru háska gripir I herbúöum allra, ekki sist félagshyggjumanna eins og jafnaöarmanna. Þar mættu fleiri vakna og hrista af sér sleniö og taka til höndunum til góðra verka innan samvinnu- hreyfingarinnar. Mikilvægt hlutverk neytendakaupfélaga Neytendakaupfélögin hafa miklu hlutverki aö gegna, ekkert siöur en framleiöendafélögin. Þau eiga aö fara i broddi fylk- ingar hvaö snertir vöruval, vöru- gæöi, hagstætt vöruverö og góöa þjónustu. Allt er þetta mikilvægtfyrir neytendurna, hiö venjulega fólk þéttbýlisins, fyrir mig og fyrir þig- Nýjasta dæmið um það Samvinnufélögin hafa gert átök I þessum efnum. Eitt nýjasta dæmiö um þaö er verlsunarmiö- stööin og vörumarkaöurinn á Miövangi 41 I Hafnarfiröi. Þar hefur tekist vel til meö aö þjóna þessum tilgangi. Sjón er sögu rikari Sjón er sögu rikari og þvi ættir þú sem þessar linur lest aö leggja KAUPFÉLAG REYKIAVÍKUR OG NÁGRENNIS Sendir félagsmönnum sfhum og allri alþýðu til lands og sjávar bestu árnaðaróskir í tilefni dagsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.