Alþýðublaðið - 01.05.1981, Qupperneq 21

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Qupperneq 21
Alþýðublaðið Föstudagur 1. maí 1981 21 um Uthlutaðan tekjuafgang af viðskiptum og er þá enginn greinarmunur á þvi gerður, hvort hann er borgaður út eða lagður I stofnsjóðsreikninga félagsmanna hjá félögunum. Sama regla gildir um Sambandið og kaupfélögin. Samvinnumenn telja þetta meinloku og benda á, aö engum muni detta i hug að neita kaup- mönnum um að draga frá tdcjum sinum þann afslátt af viðskiptum, er þeir veittu viöskiptamönnum sinum við ársuppgjör. Stofnsjóð- ur félagsmanns er séreign hans og þvi fullkomlega eðlilegt að sá tekjuafgangur sem þangað fær- ist, sé álitinn hliðstæður þeim sem Utborgaður er. Hiö sama er að segja um stofnsjóði kaupfélag- anna hjá Sambandinu. Rett er að geta þess, að á undanförnum árum hefur aðal- þunginn i skattlagningu fyrir- tækja færzt yfir á ýmiss»konar op inber gjöld, sem ekki taka mið af tekjum, og við útreikning þeirra er enginn munur geröur á sam- vinnufélögum og fyrirtækjum meö önnur rekstrarform. Mikil- vægi tekjuskattanna hefur þvi minnkaö. Það sýnir sig lika, þeg- ar flett er hinum árlegu skatta- skrám hvaðanæva af landinu, að samvinnufélögin eru þar viðast á meöal allra hæstu skattgreið- enda. Deilurnar um „skattfrið- indi” samvinnufélaganna hafa þvi stööugt verið að færast nær því aö veröa að einberu karpi um keisarans skegg. Dæmin sanna það, að samvinnuhreyfingin og fyrirtæki hennar hafa aldrei f ærzt undan þvi að taka á sig eölitegan og sanngjarnan hluta af kostnaö- inum við litgerðþjóðarskútunnar. „Þegar stórar hugsjónir rætasf’ „Þegar stórar hugsjónir rætast, fer mikið fyrir þeim I framkvæmdinni.” Þessi orð viðhafði þáverandi stjórnarfor- maður Sambandsins, Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra i sjón- varpsþætti, sem sendur var út i tilefni af 75 ára afmæli Sambandsins I febrúar 1977, og eiga þau viö þá stærð og þaö um- fang, sem Sambandiö og kaup'- félögin hafa nú náö. 1 þessum orðum er mikill sann- leikur fólginn. Frumherjar fyrstu kaupfélaganna voru miklir hug- sjónamenn og gerðu sér glæstar vonirum vöxt og viðgang þessara nýju félaga. Þeir sáu fyrir sér aukningu og eflingu verzlunar og afuröasölu kaupfélaganna, og lika hitt hvernig þau myndu siðar færa Ut kviarnar og hasla sér völl i fleiri starfsgreinum. Þeir áttu stórar hugsjónir fyrir hönd félaganna. 1 dag er ekki hægt aö segja annaö en að þessar hugsjónir hafi rætzt að fullu og jafnvel riflega það. Fólkið i landinu hefur kosið að efla og styrkja samvinnufélög sin með þvf aö beina viöskiptum sinum til þeirra i rikum mæli. Þessum stuðningi hafa félögin siðan svaraö meö þvi að auka stöðugt starfsemi sina og fara út i nýjar starfsgreinar. Arangurinn hefur orðið sá, að I dag er rekstur samvinnufélaganna orðinn mjög umfangsmikillog kemur við flest svið mannlegs lifs i landinu. NU á timum hefur staöa sam- vinnuhreyfingarinnar þó breytzt mikið frá þvi sem var á fyrstu baráttuárunum. Islendingar búa nU i velferðarþjóðfélagi, og þrátt fyrir ýmsa efnahagslega vaxtar- verki hafa hröð uppbygging og vinnusemi þjóðarinnar fært landsmönnum hverja tækninýj- ungina á fætur annarri og búiö öUum almenningi mjög sóma- samleg lifskjör. Það gefur auga leið, aö i velferöarþjóöfélagi nú- timans hafa samvinnufélögin og fyrir tæki þeirra allt ööru hlut- verki aö gegna en fyrrum. Til dæmis eru nú ekki neinir erlendir kaupmann að berjast við, og verzlunarálagning er nú ekki svo há, að þess sé kostur aö skera vöruverð niður um þriðjung eða helming með þvi einu að taka upp samkeppni. Þetta þýðir þó ekki, að sam- vinnuhreyfingin hafi nú lokið ætlunarverki sinu, siöur en svo. Það liggur I mannlegu eöli, að alltaf verður að gera ráð fyrir þvi aö fram á sjónarsviðið komi einstaklingar, sem vilja keppa að þvi að hagnast sem allra mest á kostnaö meöborgara sinna. Meðan löngunin tii að auka viö eignir sinar i veraldlegum gæðum hefur ekki horfið úr mannseðlinu, sem trúlega verður biö á, hafa samvinnufélögin þvi veigamiklahlutverki að gegna að halda henni innan eðlilegra tak- marka og aö standa vörð um hagsmuni almennings i þvi efni. Það er þó e.t.v ástæða til aö taka það fram, að þetta þýðir ekki, að samvinnufélögin séu á móti þvi einkaframtaki og frelsi einstak- linga, sem skapar þeim olnboga- rými til að nýta krafta sina og brjótast áfram af eigin dugnaði til efnalegs sjálfstæðis. Þvertá móti eru þau fylgjandi sliku og hafa margoft stutt við bakiö á mönn- um í slfkri aðstöðu. En þau eru á móti þvi einkaframtaki, sem skapar fáa en auðuga einstaklinga, sem I krafti efna sinna geta skapaö sér óeðlileg völd yfir afkomu og lifsöryggi meðborgara sinna. Þetta innifelur, að samvinnu- hreyfingin verður stöðuet að halda áfram að efla starfsemi sina á öllum þeim sviöum, sem hún hefur haslað sér völl á, og að Verkamannafélagið FRAM Seyðisfirði sendir félagsmönnum og öðru launafólki árnaðaróskir i tilefni af 1. AAAÍ Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur sendir verkafólki kveðjur i tilefni l.MAÍ halda inn á ný svið eftir þvi sem hagsmunir almennings krefjast. Hreyfingin hefur ekki einokunar- aðstöðu á neinu starfssviði sinu og sækist heldur ekki — né á að sækjast — eftir þvl að skapa sér slfka aðstööu. Hagsmunum landsmanna er bezt þjónað með þvl að sterk samvinnufélög veiti öðrum aöilum atvinnu- og viðskiptalífsins heilbrigða sam- keppni og hindri þannig óeðlilega mikla valda- og gróöasöfnun á fárra manna hendur. Meö þvi móti verður hún styrkasta stoð almennings I landinu I sókn hans eftir framförum og bættum lifs- kj örum. Á núverandi starfssviðum sin- um er ljóst, að samvinnuhreyf- ingin hefur mörgum og stórum verkefnum aö sinna á komandi árum. A mörg þessara verkefna hefur verið bent i samvinnumála- umræðu undanfarinna ára, og skulu hin helztu rakin hér. A sviði þessara verkefna hefur veriö bent i samvinnumálaumræðu undan- farinna ára, og skulu hin helztu rakin hér. A sviöi smásölu- verzlunar er þannig brýnt að halda áfram þeirri uppbyggingu og eflingu dreifingarkerfisins sem unniö hefur veriö aö á liðnum árum, með enn frekari lækkun kostnaðarins við vörudreifinguna fyrir augum. Þá hefur lika verið bent á það, að hlutdeild sam- vinnuverzlunar I smásöluverzlun á höfuðborgarsvæöinu er allt of litil til að veita neytendum nægi- legt öryggi I samkeppninni, og er þaö þvi eitt af stærstu og nærtæk- ustu framtiöarverkefnum hreyf- ingarinnar aö reyna aö ráöa þar bót á. Á sviði iðnaðar, fyrst og fremst ullar- og skinnaiðnaðar, hafa mikilátök veriö gerð undan- farin ár, og þar er greinilegt aö stór verkefni eru framundan. A sviði Utgerðar fiskvinnslu og sölu sjávarafuröa hefur hlutdeild samvinnuhreyfingarinnar verið vaxandi, og ljóst er að þennan þátt þarf aö reyna aö efla enn frekar á komandi árum. A sviði afurðasölu landbúnaöarins eru samvinnufélögin stefnumótandi aðili, og þar þarf m.a. að halda áfram þeirri endurnýjun og uppbyggingu á vinnslustöðvum landbúnaðarins, sem unniö hefur verið að siðustu árin, og sækja fram I markaösmálunum. Þá er brýn nauðsyn að halda áfram aö efla fjármálastofnanir hreyf- ingarinnar, svo að hún geti i vax- andi mæli orðiö sjálfri sér næg um rekstrarfé á komandi árum. Samvinnuhreyfingin þarf einnig að keppa að þvi að laða til sin sem mest af hæfu starfsfólki og i sam- bandi við allan fyrirtækjarekstur sinn rlður á miklu að hún hagnýti sér jafnan alla nýjustu tækni til að gera hann sem hagkvæm- astan. Eins og rætt er hér að framan hljóta félags- og fræöslu- málin líka að verða ofarlega á verkefnalista samvinnufélag- anna á næstu árum, þvi að á miklu veltur aö vel takist til að finna nýjar leiöir til aö virkja þaö mikla afl, sem býr i hinum 40.000 félagsmönnum Sambandskaup- félaganna. Það er erfitt að spá um þaö í ainu sibreytilega þjóðfélagi nútimans, hvaöa aðstæöur geta komið upp, sem kunni aö leiða til þess að samvinnufélögin taki enn nýjar greinar upp i starfsemi sina. Nýjastastarfsgreinin i sam- vinnurekstrinum er þátttaka I ferðamannaþjónutu með stofnun og rekstri ferðaskrifstofu, en ljóst er, að slik þjónusta við almenning hlýtur aö verða vaxandi þáttur I starfi hreyfingarinnar á komandi árum. Og komi upp sú staöa I framtiðinni, aö almannaþarfir ka'líí á þátttöku samvinnu- félaganna á einhverjum enn öðrum sviðum, þá er ósennilegt annað en aö þau gegni þvi kalli. A það skal lika bent, að ýmsar tegundir samvinnufélaga, sem hafa átt góðan framgang viöa erlendis, hafa einhverra orsaka vegna átt miklu erfiðara uppdráttar hér á landi. Meö þessu er t.d. átt viö framleiöslusam- vinnufélög iðnaðarmanna, en að þeim hefur naumast kveðið hérlendis, þar til fyrir örfáum árum. Byggingasamvinnufélög hafa heldur aldrei náö viðlika út breiðslu hér og vlða erlendis, þar sem þau starfa af miklum krafti og sjá um að útvega fólki húsnæði af öllum stærðum á kostnaðar- veröi. Hið sama er aö segja um samvinnuútgerðarfélög, þvi að þrátt fyrir nokkrar myndarlegar tilraunir hafa þau aldrei náð aö breiðast út hérlendis, og hefur þess verið getið til, að þar hafi hlutaskiptakerfi Islenskra sjó- manna meðal annars ráðið miklu. Það er siöur en svo ósennilegt, að á einhverjum af þessum sviðum eigi eftir að veröa breyting á komandi árum, sem samvinnu- menn innan Sambandskaupfélag- anna hlytu vissulega að fagna. Þá hefur lika verið bent á þaö, aö I veröbólgu undanfarinna ára hefur átt sér stað mikil eigna- tilfærsla i þjóðfélaginu, sem hefur leitt til mikillar misskiptingar þjóöarauðsins. Þaö eru fyrst og fremst þeir, sem eiga miklar fasteignir, sem hafa efnazt á þessu og eignatilfærslan til þeirra hefurframaröðru orðið á kostnað hinna efnaminni. Jafnframt þvi að það er eitt af hlutverkum sam- vinnufélaga að berjast gegn óhóf- legum verðbólguvexti, þá hlýtur það aö veröa þjóöinni mikið hags- munamál við slikar aðstæður að efla samvinnufélögin. Hjá þeim tryggir fjárfesting það, að at- vinnutækin veröi sameign fjöld- ans en lendi ekki I eigu fárra efnamanna. Af þessum sökum hljóta samvinnumenn að stefna að þvi að efla fyrirtæki sln. Forstjóri Sambands Isl. sam- vinnufélaga hefur I mörg horn að lita I starfi sinu, en eitt af verk- efnum hans er aö vaka yfir þvi, hverthreyfingunni beri að stefna, á hvaða sviö starfseminnar eigi aö leggja mesta áherzlu og hvar sé þörf á að halda inn á nýjar brautir. Af þeim sökum styðst margt aí þvi, sem hér sagði um framtiöarverkefni hreyfingar- innar, við þaö, sem Erlendur Einarsson forstjóri hefur látið frá sér fara I ræðu og riti um þessi mál á undanförnum árum. Eins er þó enn ógetiö, sem e.t.v. varðar ekki minnstu, og fer þá bezt á þvl aö vitna beint I orö hans. 1 ávarpsgrein, sem hann ritaði í Arsskýrslu Sambandsins fyrir árið 1976, 75. starfsár þess, segir hann: „A sviði efnahagsmála biður samvinnuhreyfingarinnar það verkefni að efla islenzkt framtak með þjóðinni. Halda áfram Jróttmikilli sókn i sjávarútvegi og iðnaði, beita nýrri tækni I vörudreifingu, s t y ð j a landbúnaðinn i-.til þess aö leysa vandamálin, sem þar steðja aö, hjálpa fólki til þess að eyða fristundum sln- um á skynsamlegan hátt, efla félagshyggju, styðja menn- ingarmál á sem flestum sviöum, Utrýma tortryggni og leita nýrra leiða til þess aö sætta fjármagn og vinnu. Auka samhug og fegra þjóðlifið. Hugsjónir samvinnumanna I dag eru margar og stórar. Það rUmast margt innan þess hug- taks, aö einlægt samstarf geti leyst flestan vanda. En hug- sjónirnar um samvinnu, er skapi betra líf á Islandi, eru aðeins frumkvæði. Þærduga skammt, ef þær verða ekki að veruleika. Þá rykfalla þær á skammri stund og veröa dauöur bókstafUr i timans rás. Til þess að láta hugsjónir rætast þarf framtak, atorku og mannddm. Að skapa manndóm og viðhaida honum innan sam- vinnuhreyfingarinnar kann að reynast þýðingarmesta hug- sjónini samvinnuhreyfingunni, þegar litiö er til f ramtiðarinnar á 75 ár afmælisári Sambands- ins.” Það er e.t.v. einmitt þetta siðast nefnda, sem, þegar öllu er á botninn hvolft, er kjarninn i öllu starfi samvinnumanna. Þaö er nauðsynlegt og góðra gjalda vert að Utvega fólki vörur og þjónustu á sanngjörnu verði og að koma I veg fyrir aö þetta sama fólk sé haft að féþúfu. En samvinnu- hreyfingin felur það einnig i sér, að þar vinna menn saman i staö þess aö berjast um bitana. Þar styöja menn hver annan og styðjast hver við annan. Ef grannt er skoöaö felst hreint ekki svo litil mannrækt i einni saman þátttökunni i sliku starfi, sem beinlinis stefnir að þvi að bæta heiminn I kringum okkur. Þótt amstur hins daglega lífs vilji á stundum taka alla krafta manna i sa mvinnuhreyfingunni sem annars staðar, má það samt ekki veröa til þess að þetta mannræktarhlutverk hennar gleymist. er grunnvara S Kaupfélaglð Frá Fóstruskóla íslands Umsóknir um skólavist næsta skólaár þurfa að berast skólanum fyrir 1. júni n.k. Nánari upplýsingar og umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.