Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 30
FRJÁLSUM SAMNINGSRÉTTI LAUN-
ÞEGA ÓGNAÐ AF SUÓRNVÖLDUM
Hvaðsem tækniþróun i heimin-
um er stórstig og e.t.v. ógnvænleg
á köflum, verður einu ekki breytt
af mannavöldum, timinn heldur
áfram sinn vanagang, hvað sem
ööru liður og hvort sem maðurinn
beitir hugviti sinu til góös eða ills
fyrir mannkynið. 1. mai er þvi
sem áður á sinum stað i
framvindu timans, — dagurinn,
sem launþegar viða um heim
hafa valið sér sem dag uppgjörs
og ihugunar um kaup sitt og kjör.
íslenzk verkalýðshreyfing
minnist þess i dag, að þaö tók
hana meginhluta siðasta árs, að
ná samningum við vinnu-
veitendur, sem voru undirritaðir i
lok október 1980 og ógiltir af rikis-
valdinu á gamlársdag. Svo einfalt
var það.
Forustumenn verkalýðshreyf-
ingarinnar þurftu ekki ósjaldan
aö brýna sig á siðasta ári við gerð
kjarasamninganna og voru þá
ekki spöruð stóryrðin um óbil-
girni atvinnurekenda, að vilja
ekki samþykkja sanngjarnar
kröfur launafólks.
Loks tókust samningar, eftir
um 10 mánaða þóí, og þótti
mörgum, sem afraksturinn væri
ekki mjög mikill, eftir svo langt
samningaþóf. Launin mið.að við
dagvinnu, sem samið var um,
voru um siðustu áramót á bilinu
frá 3.600 til 5.000 kr. fyrir
meginþorra launþega innan ASl.
Skyldi einhver fjölskylda treysta
sér til að lifa af þessum launum?
Auðvitað ekki. Lausnin er mikil
yfirvinna og að báðir foreldrar
vinni utan heimilis.
En hafi hinum almenna launa-
manni þótt afrakstui inn litill eftir
allt samningastappið, hvað finnst
hinum sömu þá um þá gjörð rikis-
stjórnarinnar, að ógilda þessa
óverulegu samninga og skerða
framangreinda launataxta um
7% þann 1. marz sl., með setningu
bráðabirgðalaga á gamlársdag?
Þvi var haldið fram, af stjórn-
völdum, aö lægst launaða fólkinu
yrði bætt kaupskeröingin með
lækkun skatta. Jafnvel þó svo
væri, sem jafnan er mjög erfitt að
henda reiðurá, þá eru laun þessa
fólkssvolág,að þau nægja hvergi
nærri fyrir brýnustu lifsnauð-
synjum meðalfjölskyldu, hvað þá
að af þeim sé hægt að greiöa
skatta.
Að lokum vil ég geta þeirrar
hættu, sem verkalýðshreyfing-
unni stafar af þvi, að stjórnvöld
hafa í áraraðir ógilt með lagaboði
kjarasamninga, sem verkalýðs-
hreyfingin hefur gert við
viðsemjendur sina. Siendurtekin
Magniis L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur.
ihlutun stjórnvalda i gildandi
kjarasamninga er orðin hrein
ógnun við frjálsan samningsrétt
launþega, sem verkalýðshreyf-
ingin getur ekki unað við.
Ég óska öllum launþegum
heilla á þessum hátiðisdegi
þeirra.
Magnús L. Sveinsson.
Flytjum starfsfólki okkar og öðru
vinnandi fólki til lands og sjávar
árnaðaróskir í tilefni 1. maí
MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA
Sendum viðskiptavinum vorum og launafólki
landsfólki öllu kveðjur i tilefni af hátiðisdegi
verkalýðsins 1. mai
KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR
Föstudagur 1. maí 1981 Alþýðublaðið
Karvel_____________________4
Þetta var árið 1932. Sama haust
og pöntunarfélaginu var komið á
fót var stofnaður styrktarsjóður
til stuðnings félagsmönnum ef
slys eða veikindi bar að höndum.
Þá fékk félagið og úthlutað garð-
ræktarlöndum fyrir félaga sina,
sem ræktuðu kartöflur og þess
háttar”.
Samningar sem mörkuðu
tímamót.
Við spurðum Karvel Pálmason
að þvi' hvað bæri hæst i sögu
félagsins að hans mati. Hann
sagði: — Að minu áliti er það
þrennt sem ber hæst. t fyrsta lagi
samningarnir við útvegsmenn 9.
febrúar 1939. t þessum samning-
um varsamið um hlutatrygginga-
sjóð. Þetta var i fyrsta skipti sem
slikir samningar voru gerðir á
landinu og urðu þeir samningar
visir að þvi sem rikjandi er i dag.
Samningarnir hljóðuðu uppá, að
2% af afla voru lagðar i hluta-
tryggingasjóð til að tryggja sjó-
mönnum, tekjur, ef illa gekk. 1
öðru lagi markaði stofnun Hf-
eyrissjóðsins árið 1970 timamót i
sögu félagsins. Þá var stofnaður
sérstakur lifeyrissjóður fyrir Bol-
vikinga. Margir efuðust um það,
að sjóður af þessari stærð myndi
geta sinnt þvi hlutverki sem hon-
um var ætlað. Það hefur hins
vegar sýnt sig, að það var rétt að
stofna þennan sjóð og hefur hann
verið til mikils gagns i byggðar-
laginu. Hann hefur að öllu leyti
verið til mikils gagns i byggðar-
laginu. Hann hefur að öllu leyti
staðið við skuldbindingar sinar
gagnvart félagsmönnum og lánað
sjóðfelögum vel, miðað við aðra
sjóði. i þriðja iagitel ég, að kaup
verkalýðsfélagsins á húsnæði þvi,
sem við rekum d<kar starfsemi i
nú, árið 1972, hafi verið mikil og
góð ákvörðun. Það voru margir
sem töldu það ævintýramennsku,
að verkalýðsfélagið keypti sér
svo mikla eign, eign sem áður
hafði rúmað lögreglustjóraem-
bættið, sparisjóð og hreppsskrif-
stofur. Það hefur sýnt sig, að full
þörf var á þessu húsi, sem þá var
keypt fyrir 2,6 milljónir en er nú
metið á 50 milljónir skv. Bruna-
bótamati”.
Dreifing valdsins.
Að lokum spurðum við Karvel
Pálmason hvað það væri sem
hann vildi sérstaklega taka fram
á þessum timamótum i sögu
félagsins i Bolungarvik. Hann
sagði þetta: — Það kemur fyrir
að menn efast um gildi verka-
lýðshreyfingarinnar. Sumum
finnst jafnvel litið til þess koma
að vera i verkalýðsfélagi. Á þess-
um timamótum dettur mér það
helzt i hug hvernig gera megi
verkalýðsfélögin aftur að þeim
lifandi félagsheildum sem þær
voru, á fyrstu árunum og langt
fram eftir. Hvernig virkja megi
hinn einstaka félaga. Verkalýðs-
félögin hafa sannað gildi sitt þann
tima sem þau hafa starfaö, en
félögin og hreyfingin i heild eiga
að vera i stöðugri endurnýjun og
mótun, enda er slikt nauðsynlegt,
ef félagsskapurinn á að lifa.
Hér i Bolungarvik hefur verið
beitt aðferðum i baráttunni sem
hafa skilað mikilli og stöðugri
uppbyggingu i byggðalaginu. Oft-
ast hefur verið leitast við aö leysa
málin, án þess að láta koma til
mikilla átaka, ef frá eru talin
fyrstu árin. A þeim árum held ég
að atvinnurekendum hafi lærzt
það að taka afstöðu, sem leitt gæti
til samkomulags, frekar en að
egna til átaka. Þetta hefur, eins
og ég sagði áðan, orðið byggða-
laginu til góðs.
Ég held að verkalýðshreyfingin
verði að leita nýrra leiða til þess
að virkja hinn einstaka félaga.
Þar verður t.d. að leggja meiri
áherzlu á dreifingu valdsins, eða,
að draga úr miðstýrðu valdi
heildarsamtakanna einstökum
félögum til upplyftingar. Færa
verður samningsgerðina meira
heim i hérað þannig að félagar
verkalýðsfélaganna á staðnum
fái tækifæri til að sjá um þetta
sjálfir. Með þessu móti trúi ég að
félagarnir láti sig meiru skipta
málefni sin, auk þess sem ég trúi
þvi að slik valddreifing myndi
verka eins og hvatiá starfsemina
i félögunum. Að lokum vil ég
segja þetta: Það hefur verið gæfa
Verkalýðs- og sjómannafélags
Bolungarvikur að hafa á öllum
timum átt dyggan, að visu ekki
fjölmennan hóp félaga sem hefur
staðið vörð um félagið og máls-
stað þess og lagt á sig erfiði til
þess að sjá málefnum félagsins
borgið. Min afmælisósk til handa
félaginuá þessum timamótum er,
að svo megi verða áfram og að i
þeim hópi fjölgi svo félaginu
auðnist að halda á lofti, með
sóma, þvi merki sem frumherj-
arnir reistu fyrir 50 árum. Merki
fórnfúsrar baráttu, fyrir bættum
hag og betra lifi, ekki bara fyrir
félaga Verkalýðsfélagsins, heldur
lika allra ibúa byggðalagsins”.
Staða framkvæmdastjóra
Bæjarútgerðar Reykjavikur er laus til
umsóknar. Staðan veitist frá 1. oktober
n.k.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist borgar-
stjóranum i Reykjavik fyrir 16. mai n.k.
Bæjarútgerð Reykjavíkur
Aðalfundur HF Skallagríms
verður haldinn föstudaginn 8. mai 1981 kl.
14.00 að Heiðarbraut 40 Akranesi (Bóka-
safn Akraness)
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál
Stjórnin