Alþýðublaðið - 01.05.1981, Qupperneq 32
Bjarni P. Magnússon skrifar
VALDDREIFING
1. mai er fyrir okkur jafnaöar-
menn áminningar og hvatn
ingardagur fyrir öflugri baráttu
til stuðnings framgangs hug-
mynda okkar og tillagna, Þó svo
að sósialdemókratar geti glaðst
yfir mörgum unnum sigri, þá er
langt i frá aö hægt sé aö segja að
okkur hafi miðað verulega að þvi
marki að koma á fót grundvallar
hugmynd okkar um virkt lýðræði.
Ef þróun siðustu aldar er
skoöuö út frá þvi sjónarmiöi að
athuga hvort og þá hvernig
valdahlutföll hafa breyst verður
niöurstaöan sú, að vissulega hafi
orðiö á breyting, en sú breyting
hafi ekki orðið á þann hátt að
þátttaka hins almenna borgara i
beinni stjórnun hafi aukist heldur
einkennist breytingin fyrst og
fremst af þvi að ný fámennis-
stjórn hefur tekiö viö af annarri.
Það jákvæða við þá breytingu á
fámennisstjórn (meö fámennis-
stjórn er átt viö stjórn helstu -
þjóðmála) er aö fulltrúar eignar-
réttar hafa oröið að vikja fyrir
fulltrúum alþýöu, og má vissu-
lega þakka þvi þá breytingu sem
oröin er á kjörum hins almenna
borgara frá þvi sem var i upphafi
aldar.
Ekki skal vanþakka né van-
meta þá sigra sem unnist hafa.
Þvert á móti eiga þeir aö vera
okkur hvatning og sönnun þess
hvaðgera má ef vilji er til staöar.
Meö það i huga og eins þá grund-
vallar hugmynd jafnaöarmanna
aö sérhver einstaklingur verði
sem virkastur i ákvarðanatekt á
sem flestum sviðum þjóðlifsins er
augljóst að mikið er óunniö og
margt þarf að breytast áður
en þeim áfanga veröur náö.
Ýmsir spyrja hvort nokkur
ástæöa sé til frekari breytinga.
Þeirri spurningu er fljótsvarað af
þeim sem aðhyllast stefnu
jafnaðarmanna og nægir I þvi
sambandi aö benda á fyrr
nefnda grundvallar afstöðu. Þá
eru þeir einnig til sem spyrja
hvort ekki sé fyllsta ástæða
til þess að treysta þeim fulltrú-
um alþýðunnar sem i sérhvert
sinn veljist til trúnaðarstarfa
fyrir hreyfinguna. Svarið viö
þeirri spurningu_ er einfald-
lega neitandi. Ekki vegna þess að
þeir snúist öndverðir gegn fyrri
skoðunum heldur einfaldlega
vegna þeirrar staðreyndar, að
valdhafar verða alltaf fulltrúar
þess kerfis sem þeir stjórna og
verða þvi smám saman fyrstir til
þess að verja þaö gegn breyt-
ingum, sem gætu leitt til þess að
þeirra eigin öryggi sé ógnað.
Munid
veislukaffid
í IÐNÓ
kl. 14.30
Ekki þarf að lita langt aftur til
þess að sjá aö oftlega hefur full-
trúi verkalýðshreyfingar, sem
valist hefur til áhrifa, endað i ein-
hvers konar forystuembætti.
Ekki má skilja þessar linur svo aö
fulltrúar verkalýöshreyfingar séu
ekki þess verðungir, heldur er
einungis verið að benda á að slikt
fyrirkomulag sé það byggt á hug-
myndum fámennisstjórnunar
eins og nú er i okkar þjóðfélagi
verður þess valdandi ef ekki tekst
þeim mun betur til,að skapa tor-
tryggni milli valdhafa og almenn-
ings. Gott dæmi hér um er siðasta
kjarasamningalota sem tók eina
tiu mánuði og varð verkalýðs
hreyfingin að axla sinn hluta
kostnaðar viö þá gerð. Blekiö var
varla þornað á samningnum
þegar svokallaö „vinveitt rikis-
vald” rifti þeim einhliöa.
Forsenda riftunarinnar var sú,
aö komast yrði hjá kjaraskerð-
ingu sem af samningnum hlytist
ef þeir væru látnir gilda. Er nema
eðlilegt aö spurt sé : Hvaöa til-
gangi þjónar það að hafa menn á
launum i tiu mánuði til þess eins
aö gera ástandið verra en áður?
Auövitaö neitar verkalýðsfor-
ystan slikum ásökunum, og kann
vel að vera að rök hennar séu
gild. Hitt stendur þá eftir að sam-
bandsleysi hennar við umbjóð-
endur sina er slikt, i raun, að
óvinveitt rikisvald fær óáreitt að
skerða kjörin og þvi til staðfest-
ingar er viðurkenning hreyf-
ingarinnar með þvi að aðhafast
ekki.
alþýðu'
blaðið
laaur
Alþýðuflokkurinn hefur siöustu
ár mjög barist fyrir frekari vald-
dreyfingu t.m. með flutningi
frumvarpa á Alþingi um atvinnu-
lýðræöi. Það Alþingi sem nú situr
hefur til meöferöar frumvarp Vil-
mundar Gylfasonar um breytingu
á vinnulöggjöfinni og miðar þaö
frumvarp að þvi aö tryggja fram-
kvæmd hugmyndarinnar um
virkt lýðræöi innan verkalýös-
hreyfingarinnar. Jafnaðarmenn
eiga að fylgja hugmynd Vil-
mundar um aukiö lýöræði innan
hreyfingarinnar með þvi að
styðja það. Treysti menn sér ekki
til þess að taka áfangann i einu
skrefi þá er hægt að hugsa sér að
hafa þau mörg og smá en umfram
allt aö byrja og væri þá nær-
tækast að endurskoöa núverandi
kerfi samninga og færa þá i
frekari mæli heim í hérað. Er
ekki að efa að sú verður stefna Al-
þýðuf lokksins eftir reynslu
siöasta árs.
Samvinnufélögin
dma hinu vinnandi fólkj
til lands og sjdvarallra heilla
d hinum löngu helgaða bardttu-
oghatíðisdegi alþjóðlegrar verkalyðshreyfingar
$ SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA