Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 1
alþýðu blaðið I*/##*N m Þriðjudagur 16. júnt 1981, 83. tbl. 62. árg. Erindi Kjartans Jóhannssonar á Orkuþingi 81 — sjá opnu Hreinn meirihluti í Frans? — sjá leiðara bls. 3 Aframhaldandi sigur- ganga jafnaðar- manna í Frakklandi Nú bendir allt til þess að Sósialistaflokkurinn i Frakklandi muni vinna yfirburðasigur i kosningunum sem fram fara n.k. sunnudag, en þá fer fram seinni umferð kosninganna. Samkvæmt þvi sem nú er vitaðfengu jafnaöarmenn meirihluta þingsæta i franska þinginu og hefur fylgi þeirra ekki veriö meira siðan fyrir strið. Athygli vekur að kommúnistaflokkurinn fær aðeins um 15% atkvæða og virðast jafnaðarmenn hafa sett þá út á hliðarspor með kraftmiklum málflutningi sinum. Þessi mikla sigurganga jafnaðarmanna i Frakklandi hefur komiö hægri öflunum gersamlega á óvart og vita foringjar þeirra vart hvað til bragðs á að taka nú á siðustu dögunum fyrir seinni umferð- ina. Verulegra breytinga er að vænta á stefnu franskra stjórnvalda fari svo að jafnaðarmenn nái meirihluta i franska þinginu. Gildir það bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Baríttan gegn atvinnu- leysinu i Frakklandi verður númer eitt á blaði, en á sviði utanrikis- mála má gera ráö íyrir að Mitterrand og ný stjórn muni móta mjög harða stefnu gegn Sovétmönnum og verða harðari i stefnu sinni gagnvart þeim en íyrrverandi forseti. Kaupmannasamtökin og frjálshyggjan: Kaupmannasamtökin mæla með boðum og bönnum — einstakir kaupmenn mótmæla „Þess er vænst aö þér takið ekki til birtingar auglýsingu frá verslunum sem brjóta I bága við fram angreindan opnunartíma”, segir í niðurlagsorðum tilkynn- ingar sem Alþýöublaöinu barst fra skrifstofu borgarstjóra I gær. t tilkynningunni er vakin athygli á að samkvæmt nýjum reglum um afgreiðslutima verslana I Reykjavik er óheim- ilt að hafa verslanir opnar á laugardögum frá 1. júni til 1. septcmber. Athygli vekur að það skuli vera Kaupmannasamtök Is- lands sem hafa forystu um setn- ingu reglugerðar sem bannar kaupmönnum að hafa verslanir opnar á laugardögum. Það er ekki á hverjum degi sem hags- munasamtök samþykkja að lýsa eins konar vantrausti á hæfni eigin skjólstæöinga til skynsamlegrar ákvörðunar- tektar. Veit ekki hinn frjálsi kaupmaður hvenær best er aö hafa opið? Hagsmunir hverra Kaupmannasamtök tslands lýsa gjarnan sjálfum sér sem brjóstvörn frjálrar verslunar og hafa sem fulltrúi hennar krafist frjálsrar álagningar. Hins veg- ar hefur frjáls opnunartimi jafnan verið eitur i beinum samtakanna og hlýtur það að teijast meiriháttar brotalöm i hugmyndafræðinni. Frjáls opn- unartimi er annað sterkasta samkeppnistækið og i raun einn af hornsteinum frelsis i við- skiptum. Kaupmenn eru vart að hugsa um hagsmuni neytenda þegar þeir bindast samtökum um aö banna hver öðrum aö hafa opið á laugardögum. Það ætti aö vera hagsmunamál launþega að eiga kost á næturvinnu gegn góðum launum. Ef fylgt er ströngum ákvæöum um aö ekki komi til óhóflegt vinnuálag ætti opnunartimi á laugardögum ekki að vera neitthættuspilfyrir verslunarmenn. Flest bendir til þess að ofan- greind haftastefna sé til orðin á skrifstofum Kaupmannasam- takanna, sem hreinlega þori ekki i alvöru samkeppni. Þessu kunna margir kaupmenn ákaf- lega illa, einkum þeir sem eiga verslanir rétt við borgarmörkin og sjá á eftir viðskiptavinum sinum yfirtil nágrannasveitafé- laganna, Kópavogs og Sel- tjarnarness. ,,Nenna ekki að róa” Alþyðublaöið hafði tal af Vil- hjálmi Helgasyni kaupmanni i Grensáskjöri og innti hann álits á stefnu Kaupmannasamtak- anna i máli þessu. Sagöi Vil- hjálmur að til að byrja með vildi hann taka fram að hann væri ekki meðlimur i samtökunum enda teldi hann sér ekki neinn hag i þvi'. Samtökin geröu litið annað en aö hirða félagsgjöld og reka haftapólitik. Kvaöst w hann vita til þess að íj1 innan samtak- V 13 þing Landssambands verslunarmanna: MÓTMÆLIR KJARASKERDING- IIM RÍKISSTJÓRNARINNAR Láglaunafólk hefur vart I annan tima haft yfir höfði sér jafn fjandsamlegt rikisvald. öll stjórn efnahagsmála gengur út á að halda niðri og skerða kjör iaunþega. Engin lágmarkstil- raun er gerð til að hrófla við sjálfvirku efnahagskerfi, heldur aðeins reynt að falsa afleiðing- arnar. Verslunarmenn, sem i dag eru einhver fjölmennasta lág- launastétt landsins, héldu landssambandsþing á Hótel Sögu um siðustu helgi. A þing- inu bergmálaði sú mikla reiði sem rikir meðal lágtdcjufólks vegna siendurtekinria árdsa nú- verandi stjórnvalda á kjör þess. Landssamband tslenskra Versl- unarmanna bendir á að sá timi sem liðinn er frá siöasta þingi LÍV árið 1979 hafi reynst launa- fólki erfiður. t kjaramálaályktun þingsins segir: „Þing LlVmótmælir ein- hliða breytingum rikisvaldsins á kjarasamningum launafólks, sem æ ofan I æ hafa átt sér stað á liðnum drum, nú siðast með bráðabirgðalögunum á gamlársdag 1980, sem skertu verðbætur á laun þann 1. mars s.l. um 7%, Mótmæli verkalýös- samtakanna við þessu háttar- lagi hafa verið virt að vettugi”. UndirbUningur næstu samnjngsgerðar er þegar hafinn og er Olíuviðskipti Islendinga: Lækkandi markaðsverð skilar sér ekki til innlendra notenda Innkaupajöfnunarreikningur vegna oliusölu er til þess að jafna verðlag á oliuvörum á tslandi. Olíufarmarnir eru mismunandi dýrir í innkaupi, enda háðir breytDegu markaðsveröi á hverj- um tíma, og sjóöurinn stofnaður tilþess að skapa stöðugra verðlag innanlands, og koma I veg fyrir að breyta þurfi verðinu I hvert skipti sem nyr farmur fer i sölu. Þetta var upphafl egurtilgangur með innkaupajöfnunarreikningn- um. Stjórnvöld hafa hins vegar misnotað þennan reikning þannig að þau hafa haldið niðri verðinu, stundum undir kostnaðarverði. Eins og stendur er mikill halli á þessum innkaupa jöf nunar- reikningi, en olfuverö hefur ekki fengið aö hækka hér innanlands i samræmi við hækkanir á erlend- um mörkuöum, eða i samræmi við gengisfellingar islensku krón- unnar. Það er kunnara en að frá þurfi að segja að „heimsmarkaðsverð” á oliu hefurfarið lækkandi siöustu mánuði vegna aukins framboös á erlendum mörkuöum. Þannig kostaöi t.d. tonniö af bensini 854,55* dollara I byrjun árs, en kostar nú 339,75 dollara. Gasolia kostaði ibyrjun árs 301,50 dollara hvert tonn, en kostar nú 265,09dollara. Svartolia kostaði i upphafi árs 229,50 dollara hvert tonn, en kostar nú 185,75 dollara tonnið. Þessi verð eru miðuð viö Rotterdam markað, en það er sá markaður sem oliukaupendur og oliuseljendur nota sem viðmiðun i olíuviðskiptum. 1 sjálfu sér er það ekki rétt, að tala um markað i þessu sambandi vegna þess að það olfumagn sem þarna á aö heita selt kemur e.t.v. aldrei til Rotterdam. Hér er aðeins um það aö ræða, að sölur á oliu eru miðaðarvið þaðverösem gengur i Rotterdam. Sumir segja að meira eða minna leyti séu þetta pri'sar sem stóru oliufélögin hafa mikil áhrif á sjálft Gasoliuverðiö sem hér var nefnt áðan gildir þó ekki fyrir islensk innkaup, enda gasoli'a okkar islendinga keypt, skv. svokölluðu „main-stream” verði frá breska oliufélaginu BNOC. Oliuviðskiptanefnd kallaði þetta verð • almennt oliuvið- skiptaverð. Þetta eru þau verð sem gilda i föstum oliuviðskiptum fyrst og fremst innan eigin sölu- og dreifingarkerfa oliufélaganna. Onundur Asgeirsson, forstjóri OLIS, viðhafði frekar niðrandi orð um þessi verð á Orkuþingi 81 þegar hann sagði að „engin skil- greining hafi fengist á þvi hvernig verð væri reiknað og engar upp- lýsingar um slikt birtar á al- mennum markaði. „Hér átti önundur við „main-stream ” verðið. Hvort sem keypt er á svo- kölluðu Rotterdamverði, eöa á al- mennu viðskiptaverði gildir það, að rikið semur um kaupin. Rikið felur siðan þremur oliufélögum að sjá um dreifingu og sölu á diu- vörunum. Rikið hefur þannig mikil áhrif á verðlag á þessum vörum innanlands, enda verða oliufélögin að sækja um hækkanir til rikisins á oliuvörum. v Fáist ekki hækkun, nú [ý\ þá er tekið lán til L2y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.