Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 16. júní 1981 EINFARAR Pianótónleikar 23. mai i Austur- bæjarbiói Gísli Magnússon, Halldór Haraldsson Eínisskrá: Brahms: Sónata i f- moll op, 34 b Rachmaninoff: Fantasia op. 5. Ravel: Rabsodie Espagnole Pianóleikarar eru áreiöan- lega mestu einfarar allra manna. A&rir tónlistarmenn leika næstum alltaf meö öðrum. En pianistar spila oftast einir og yfirgefnir. Ég hef oft sár kennt i brjósti um þá á tónleikum. Músik er samvinnulist svo þaö virkarnæstum eins og öfugmæli þegar einhverjir skera sig úr hópnum og fara aö fremja tón- list upp á eigin spýtur. Aö þessu leyti er tónlist mjög ólik mynd- list aö ekki sé talaö um ritlist sem iökuö er aöallega af geö- stiröum meinlætamönnum sem fyrirlita og óttast náungann nema aö þvi leyti sem þeir geta notfært sér lifsreynslu hans i lygasögur. Af þessum ástæöum eru þaö talsverö tiöindi þegar tveir pianóeinfarar sverjast i fóst- bræöralag og leika saman fyrir almenning. En þetta geröu GIsli Magnússon og Halldór Haralds- son um daginn. Þeir byrjuöu á sónötu op. 34 b eftir Brahms en þaö verk er svo stórt i sniöum sem hugsmið og tilfinningaleg- ur heimur aö manni finnst þaö eitt sér æriö verkefni. Fyrir venjulegan hlustanda er þaö ihugunarefni ævilangt hvaö þá fyrir flytjendur. Og ég held aö Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um tónlist þurfi mikla visku til aö leika þetta verk vel. Ekki aöeins lær- dóm i tónlist heldur djúpan skilning á lifinu og mönnunum. En þeir félagar léku þessa tón- list mjög fallega. Næst fluttu þeir Fantasiu op. 5 eftir Rakmaninoff. Þaö er ágætt verk eins og flest sem Rakmaninoff samdi. Hann var einkennilega sannur og eölileg- ur I allri sinni tilfinningasemi. En hann var bara svona og bjó yfir finni þunglyndislegri rómantik. Þetta verk var lika sérlega skemmtilega spilaö. Aö lokum fluttu þeir tvimenn- ingar Rapsodie Espagnole eftir Ravel. Hljómsveitargerö þessa verks hefur mér alltaf þótt hálf leiöinleg og veit ekki hvers vegna. Kannski hef ég verið meö magapinu þegar ég heyröi þaö allra fyrst. En þegar ég hlusta á þessa músik sem tónlist fyrir tvö pinó heyri ég tákn og stórmerki I hverri nótu. Og þaö vantaöi ekki tákn og stórmerki I leik þeirra Gisla Magnússonar og Halldórs Haraldssonar. Spilamennska þeirra á þessum tónleikum var þó engin handa- vinna. Hún var sálarþraut og tilfinningaerfiöi, sem stýrt var af vitsmunalegum skilningi og innsæi. Þaö er gott til þess aö vita á þessum siöustu og kannski verstu timum aö tónlist skuli þó stundum vera leikin meö hug- anum, vitsmunum, vilja og til- finningu, þó svo sýnist á yfir- boröinu aö tónlist sé leikin meö höndunum. En sú sjónhverfing er einhver prakkaralegasta blekking sem yfirleitt er til I lif- inu. Siguröur Þór Guöjónsson ... og allir komu þeir aftur Sinfóniutónleikar 4. júni. Efnisskrá: Schubert: Sinfónia nr. 5. Tjakovski: Fiölukonsert. Einleikari: Unnur Maria Ingóifsdóttir. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Siöustu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands fóru fram i Háskólabiói þ. 4. júni. Hljóm- sveitin var nýkomin úr sinni fyrstuutanlandsferö sem viröist hafa tekist vel ef marka má fréttir fjölmiöla. En hér heima hefur förin oröiö upphaf aö leiö- indamáli milli islenskra einleik- ara og forráöamanna hljóm- sveitarinnar. tslendingar eru annáíaðir snillingar I aö klúöra einföldumathöfnum eins og feröalögum. Mér hefur hins vegar þótt blaöaskrif um þessi mál fróölegust fyrir þá sök aö þau opna þeim sem fyrir utan standa ofurlitjö gægjugat I þann persónulega klikuskap sem rik- ir I islenskum tónlistarmálum einsog á flestum öörum sviöum. En hljómsveitin er aftur heima hvaö sem öllu liöur og allir komu þeir aftur sem út fóru. Þaö er bót i máli. Þó stundum finni maöur þess- ari blessaöri hljómsveit allt til foráttu veit enginn hvaö átt hef- ur fyrr en misst hefur. Það er reyndar góös viti aö menn skuli deila um málefni þessa mesta vandræöabarns I menningarlifi þjóöarinnar, sýnir aö llfsmark er meö henni og engum stendur á sama um hana. Forráöamenn sveitarinnar ættu þvi aö taka allri gagnrýni fagnandi. En eins og svo oft á sér stað I þessu fá- menna þjóöfélagi talar fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinn- ar stundum þannig opinberlega aö þaö er eins og hann telji alla gagnrýni á mál hljómsveitar- innar persónulega árás á sig. En menn I hans stööu veröa aö muna aö þeir eru opinberir em- bættismenn sem eiga að vinna aö almenningsheill en ekki skammast viö óvini sina. Mér finnst annars sjálfsagt aö almenningur taki sem mestan þátt I rekstri þessa fyrirtækis þó ekki væri nema aö þeir réöu efnisskránni. Á hverjum loka- tónleikum ætti aö dreifa ein- földu eyöublaöi til áheyrenda þar sem þeir gætu komiö óskum sinum á framfæri og bent á þaö sem betur mætti fara. Framkvæmd slikrar könnun- ar meöal tónleikagesta er litiö vandamál. Hún er komin undir vilja og framtaki en fyrst og fremst er þaö spurning um hvort mönnum finnst eðlilegra aö áheyrendur ráöi sjálfir hvaö þeir heyra eöa einhver nefnd úti i bæ. Sinfóniuhljómsveitin er til fyrir þaö fólk sem hún spilar fyrir. A þessum lokatónleikum voru flutt tvö verk. Þaö var fimmta sinfónia Schuberts og fiölukon- sert Tjækovskis. Þar lék Unnur Maria Ingólfsdóttir einleik meö hljómsveitinni. Þaö þarf heljarmikinn kjark til að leika þetta erfiða verk. En slikt hugrekki veröur aö haldast I hendur viö raunsæi og þekkingu á takmörkunum sin- um. Annars er hugrekki litil dyggö. En þaö tekur kannski stundum dálitinn tima aö átta sig á sjálfum sér. En þegar þaö hefur tekist hættir lifiö aö vera vandamál. I lokin þakka ég Sin- fóniuhljómsveit Islands fyrir skemmtunina i vetur og óska öllum hljóöfæraleikurum gæfu og gengis i sumarfriinu. Siguröur Þór Guöjónsson. ÚTBOÐ Tilboð óskast i gatnagerð og lagnir ásamt lögn dreifikerfis hitaveitu i Suðurhliðar i Reykjavik. Tilboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 gegn 2000. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staðþriðjudaginn30. júni 1981 kl. 11. fh. hfNKAUPASTOFNUN R E Y K) A VI K U R B O R G A R Frikirkjuvegi 3 — Sirru 2S800 SKYTTURNAR Auglýsið i Alþýðublaðinu Alþýðublaðið Simi 8-18-66 Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur lö.júni R-1 til R-250 16.júni R-251 til R-500 18.júni R-501 til R-750 19.júni R-751 til R-1025 r ímmiuuct^u Föstudagur Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bifreiðaeftirlitið að Bildshöfða 8, kl. 08:00 til 16:00. Sýna ber við skoðun, að lögboðin vátrygg- ing sé i gildi. Tryggingargjald ökumanns og skoðunargjald ber að greiða við skoðun. Skoðun hjóla, sem eru i notkun i borginni, er skrásett eru i öðrum umdæmum, fer fram fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sinu til skoðunar umrædda daga, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. 11. júni 1981 Lögreglustjórinn i Reykjavik. eftir Alexandre Dumas eldri 32. — Kvaldir af samviskubiti og áhyggjum! hermdi kóngurinn eftir de Tréville. — Ahem! Ég treysti ekki þessum tvöfeidnissvip sem ég sé hér á öllum andlitum, sér- lega á fési gaskónans þarna bakatii. Komiö þér hingaö. D Artagnan skildi strax, aö boöunum var beint til hans. Hann tók nokkur skref fram, og reyndi aö iita út eins sakleysislega og hann gat. — Þér sögöuö mér, de Trévllle, aö þetta væri unglingur, sagöi kóngur. — En þetta er barn. Var þaö virkilega hann, sem rak Jussac á hol? — Já og Bernajoux tvisvar, siöan. — Er þetta virkilega satt? — Svo maöur nú ekki tali um, aö heföi hann ekki bjargaö mér úr klónum á Bicarat, stæöi ég ekki hér, I standi til aö þiggja boö kóngs, sagöi Athos. — Já en þá hiýtur hann aö vera djöfullegur meö sveröiö, þessi ungiingur frá Béarn! En þegar menn standa Isllkum stórræöum daglega, hlýtur þaö aö fara illa meö klæöi og koröa ekki satt? Og gaskónar hafa alltaf veriö fátækir, ekki satt de Tréville? — Jú herra, þaö hafa enn ekki fundist gullnámur I fjöllunum þar, sagöi de Tréville. Þó margir segi, aö Guö skuldi gaskónum svo sem einn slikan greiöa, aö launum fyrir þaö, hversu vel þeir studdu og böröust fyrir málstaö fööur yöar. 33. — Þaöer aösegja, aö ég má þakka gaskónum fyrir krúnu mina, þvi éger jú son- ur fööur mins, ekki satt de Tréville? Nú ekki ætla ég aö bera á móti réttmæti þessarar skoöunar, sagöi kóngur. — La Chesnaye fariö þér inn á kamesiö mitt og sjáiö hvort þér finniö ekki einhverja peninga, i fötunum i kistunni. Og ef yöur tekst aö finna svo sem fjörutfu gullpeninga, þá skuiiö þér koma hingaö meö þá. — Nú.ungi maöur. Segiö mér nú grannt frá þvi, hvernig allt þetta atvikaöist. Ogali- an sannieikan mundu þaö! D Artagnan sagöi frá öllu, sem gerst haföi um daginn áöur, i smáatriöum. Hann sagöi hversu mjöghann haföihlakkaö tilaöhitta kóng, hvaö heföi gerst I knattieiknum, og hvernig Bernajoux heföi hent gaman aö honum. Kóngurinn hlustaöi á d Artagnan, meöan, meöan ungi maðurinn sagöi frá þvi, hvernig Bernajoux haföinæstum tapaö iifinu, og hvernig þaö mátti vera, aöherrade La Trémouille, sem engan þátt átti I deilunum, haföinæstum misst höllina sina ibruna. — Þetta var frábært, muldraði kóngur. — Þessu ber alveg saman viö þaö, sem her- toginn sagöi frá. Nú hafið þér fengiö nóga hefnd, herrar minir. Nú skuiuöþiö fá borgaö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.