Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. júní 1981 5 kvæmt sama erindi var árleg meðalfjárfesting i raforku og stóriðju um 850 milljónir króna og mannafli um 950 manns. 1 er- indi Jóhanns var gert ráð fyrir þvi að stefna að 10 terawattstund- um árið 2000 og þá mundi þurfa ámóta fjármagn og ámóta mann- afla áfram til að standa undir þeim framkvæmdum. En þetta mundi þýða lækkandi hlutfall af þjóðarframleiðslu. Og orkufram- kvæmdir og stóriöja væri þá ekki vaxandi hluti i islenskum þjóðar- bússkap. Þetta sannar mér, að við stefnumótun er ekki bara óhætt heldur eðlilegt að miða viö aukinn hraða og a.m.k. fjórföldun til stóriöju til aldamóta er hæfi- legt markmið. Þetta ætti jafn- framt að þýða það að þær þrjár virkjanir, sem mest eru umrædd- ar að undanförnu og lengst eru komnar i undirbúningi ættu að komast i brúk á næstu 8 árum eða svo. ! Rikisstjórnin bar fram frum- varp um raforkuver á Alþingi fyrir skömmu. t þvi átti að birtast stefna rikisstjórnarinnar eins og ykkur er öllum kunnugt reyndist vera sú að taka ekki ákvörðun um rnálið fyrr en i haust. Það sem i frumvarpinu fólst var einungis það að heimila eða látast heimila eitthvað samkvæmt 1. gr. en taka siðan fram i 2. gr., að áður en til nokkurra ákvarðana eða fram- kvæmda kæmi, skyldi leggja málið aftur fyrir Alþingi. Þegar þessi mál voru til umræðu f jallaði þingflokkur Alþýðuflokksins um þau og markaði stefnu sina i þess- um efnum. Og ég ætla að gera hér sérstaka grein fyrir þvi. I fyrstu er minnt á það, að án uppbyggingar á orkufrekum iðnaði sé allt tal um stórfelld virkjunaráform út i hött. Ef ekki sé ætlunin að reisa og reka iðju- ver, sem byggja framleiðslu sfna á stórnotkuiv raforku, sé engin ástæða til stórfelldra virkjunar- framkvæmda. Virkjun orkunnar til að nýta orkufrek iðnaðartæki- færi, eru á hinn bóginn álitiegasti valkosturinn, sem tslendingar eiga til að treysta lifskjörin i landinu og fjölga atvinnutækifær- um. Verði ekki þegar tekin upp sú stefna, þá má búast við vaxandi landflótta og stöðnun i efnahags- málum. Til þess að nýta þau tæki- færi sem orkan i fallvötnunum veitir til aö skapa hér betra og traustara þjóðfélag, þarf að fylgja fastmótaðristefnu. Stefnan I málefnum orkufreks iðnaðar og i virkjunarframkvæmdum veröur aðfylgjastað. Þá segir: „Alþýðu- flokkurinn telur brýnt, aö þegar i stað verði teknar ákvarðanir um slika stefnumörkun i stað þess úrræðaleysis sem rikir. Alþýðu- flokkurinn telur, að slik stefna eigi að fela i sér eftirfarandi meg- inþætti: 1. Samningagerð um sölu raf- orku til orkufreks iðnaðar verði falin sérstakri orkusölunefnd sem Alþingi kjósi, enda hefur iðnaðar- ráðherra og rikisstjórnin þegar sannað getu- og áhugaleysi sitt I þessum málum. Orkusölunefndin miði störf sin við að sala til orku- freks iðnaðar a.m.k. fjórfaldist á næstu tveimur áratugum. Sér- staklega verði unnið að þvi að fljótlega risi eitt nýtt iðjuver á Austurlandi, eitt á Norðurlandi og eitt á Suðvesturlandi auk stækk- ana á þeim iðjuverum, sem fyrir hendi eru. 2. Virkjanaundirbúningur og framkvæmdir eiga að vera á hendi eins aðila, Landsvirkjunar, sem öllum sveitarfélögum lands- ins sé gert kleift að gerast aðilar að ef þau óska. 3. Til þess að geta nýtt þau tækifæri sem bjóðast og til aö tryggja samfelldar virkjunar- framkvæmdir, verði ávallt kapp- kostað, að á hverjum tima séu fyrir hendi fullhannaðir virkjun- arvalkostir, sem svara til a.m.k. 300 megawatta umfram þær virkjanir sem unnið er að á hverj- um tima. 4. Að Landsvirkjun verði þegar heimilað að reisa og reka eftirtal- in orkuver til viöbótar þeim sem þegar eru fyrir hendi: Nýjar virkjanir eöa viðbætur við eldri orkuver við Tungnaár- og Þjórsársvæðinu með allt að 250 megawatta uppsettu afli. 2. Blönduvirkjun. 3. Fljótsdals- virkjun með þeim virkjunartöl- um, sem þar við eiga. Þá verði Landsvirkjun heimilað að gera stiflu við Sultartanga og gera þær ráðstafanir aðrar á vatnasvæðum ofan virkjananna, sem nauðsyn- legar þykja til að tryggja rekstur þeirra. 5. Við þær framkvæmdir sem þannig verði þegar heimilað að ráðast I, verði við það miðið I fyrsta lagi, aö uppsett vélaafl á Þjórsár-ogTungnaársvæðinu geti hafiö raforkuframleiöslu á árun- um 1983—1985. 2. Að Blönduvirkj- un geti hafið orkuframleiðslu 1986. og 3. Að Fljótsdalsvirkjun- aráfangar komi inn I framleiðsl- una á árunum 1987—1989. 6. Ef ekki nást samningar við landeigendur um virkjun Blöndu samkvæmt tillögum sem fyrir hendi eru eða tillögu 1 fyrir mitt sumar, þá verði Blönduvirkjun frestað en Fljótsdalsvirkjun flýtt að sama skapi. 7. Einungis verði vikið frá ofan- greindri virkjunarstefnu, ef ekki nást samningar um hagkvæma orkusölu i samræmi við hana.” Eins og þið sjáið af þessari ályktun þingflokks Alþýðuflokks- ins og stefnumörkun, þá er hér um ákaflega skýra og afdráttar- lausa stefnu að ræða. t fyrsta lagi teljum við einsýnt, að það verði að fela sérstakri nefnd að fara með raforkusölumálin vegna þess að þau hafa verið vanrækt. I öðru lagi að virkjunarframkvæmdir skuli vera á hendi eins aðila, Landsvirkjunar, sem öll sveitar- félög landsins geti átt kost á að vera aðilar aö. I þriöja lagi, að hönnun sé þannig hagað, að við getum gripiö þau tækifæri sem gefast hverju sinni. t fimmta lagi að timasetja þær framkvæmdir, sem þegar eru nærtækastar og hafa það sem stefnulega viðmið- un og vinna að öflun stóriðjuval- kosta i samræmi við þá stefnu- mörkun. Með þessu móti væri höggvið á þann úrræðaleyishnút, sem drepur nú öll virkjunarmál i dróma. öllum málsaðilum væri ljóst, hver stefnan er og allir gætu einbeitt sér aö þvi að framkvæma verkin I stað þess að eyða kröft- unum eða orkunni i orðagljáfur, skýrslugerð og tilgangslausa tog- streitu eins og nú viðgengst fyrir forgöiígu rikisstjórnarinnar. t þessu máli hef ég ekki vikið að ýmsum öðrum þáttum, sem við leggjum rika áherslu á og koma auðvitað fram I stefnu Alþýðu- flokksins eins og ég rakti hana hér áðan. Ég á þar við hluti eins og náttúruvernd, umhverfismál og mengunarvarnir. Ég tel, að um það riki svo almenn samstaða og svo rikur skilningur, aö þaö sé ekki ástæða til þess aö fara um það mörgum orðum nema aö i þeim efnum hljótum við að gera itrustu kröfur. Og eins og segir i stefnu Alþýöuflokksins, aö við hljótum að vera reiðubúin til þess að fórna vissum virkjunarmögu- leikum og við höfum efni á þvi vegna náttúruverndarsjónar- miöa. Ég vil þá vikja að fjármögnun- arþætti þessara virkjunarfram- kvæmda, þeirrar stefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur boðað. Ég hef þegar sýnt fram á það, að það mundi ekki vera svo aukin hlutdeild i þjóðarbúskap okkar, að þetta væri okkur verulegur baggi. En fjármögnun verður engu að siöur að gerast að veru- legu leyti fyrir innlent fé. Þess vegna höfum við Alþýöuflokks- menn lagt áherslu á, að fjárfest- ingarstefnunni yrði breytt og sparnaður yrði aukinn. Þaö er m.a. af þeim sökum sem við höf- um lagt svo rika áherslu á raun- vaxtastefnuna og það er af þess- um sökum, sem við höfum bent á að stefnubreytingar væri þörf bæði i skipastólsmálum og I land- búnaðarmálum, til þess aö skapa svigrúm án þess að auka spennu til að ráðast i auknar virkjunar- framkvæmdir. Og með raun- vaxtastefnunni viljum við skapa þann sparnað, sem nauðsynlegur er tii þess að ná hér innlendu fjár- magni i þessar framkvæmdir og skapa þannig ekki verðbólgu- spennu. Það má segja, að Olafur Daviðsson og Gylfi Þ. Gislason hafi rætt einmitt um þennan vanda. En það er engin tilviljun, að stefna Alþýðuflokksins i at- vinnumálum tengist saman með þessum hætti. Hér er um heil- steypta stefnu aö ræða I land- búnaðarmálum, i sjávarútvegs- málum, i orkumáluni og I efna- hagsmálum almennt og þá sér- staklega að þvi er varðar raun- vaxtastefnuna. Sannleikurinn er lika sá, aö raunvaxtastefnan er kannske það eina nýja, sem hefur komið fram i efnahagsmálum á undanförnum áratug, og hún er lika að fara að skila árangri núna og ég hvet ykkur öll til þess að standa vörð um hana, einkanlega með tilliti til þeirra úrtölumanna, sem nú fara með stjórn landsins. Það að stjórna þýðir það, að það verður aö taka ákvarðanir, stefnu verður aö móta. Menn mega ekki veigra sér við þvi. Stjórnmálamennirnir eru til þess að taka ákvarðanir, til þess að móta stefnu. Það er sérstaklega hættulegt i þjóðfélagi eins og hinu islenska, sem hefur svo mið- stýrða fjárfestingarstjórn þegar menn veigra sér við að taka ákvarðanir, veigra sér við að velja og hafna og bæta kannski bara hrúgu á hrúgu ofan. Það er af þessum sökum sem við Alþýöuflokksmenn höfum taliö það rétt og reyndar skyldu okkar að marka afdráttarlausa stefnu, ekki bara i þeim málaflokki sem hér um ræðir, orkumálum eins og ég hef hér rakið, heldur lika I öðr- um atvinnumálum og efnahags- málum almennt. Þaö er ekki gert af haröýgi eöa illvilja, heldur af þvi aö við teljum það rétt og nauðsynlegt. Þetta eru ekki loft- kastalar, þetta er samræmd stefna þar sem einn þáttur fellur að öðrum. Við horfum á hags- munir heildarinnar. Við teijum, iið undanlátssemi og þaö að láta reka á reiðanum veröi að hverfa, að slappleiki og reddingar eigi ekki að vera það sem einkennir islensk stjórnmál. Ég get þess hér i upphaíi máls mins, að menn hefðu talað um þörf fyrir ákvaröanatöku og ákvaröanir þyrfti að taka og stefnu að móta I næstum þvi öllu sem menn töluðu um. Viö Alþýöu- flokksmenn höfum verið reiðu- búnir i þeim efnum. Tekist hefur mjög gott sam- starf með MFA og „Visnavin- um”. Hefur það samstarf komið að góðum notum þvi reynslan hefur sýnt að fólk kann vel að meta heimsóknir „Visnavina” á vinnustað sinn og hlýða á söng þeirra og hljóðfæraleik. Samstarf MFA og verkalýðs- félaganna varðandi vinnustaða- heimsóknir hefur verið með ágætum. Samskipti og sam- vinna við verkalýðsfélögin vegna þessara væntanlegu vinnustaðaheimsókna „Visna- vina” út um land hafa og veriö með miklum ágætum. Þá hafa undirtektir ráðamanna i þeim fyrirtækjum sem hefur verið leitaö til i sambandi við visna- sönginn verið góðar. Á söngskemmtunum munu „Visnavinir” kynna MFA og starfsemi þess og dreifa upplýs- ingabæklingum m.a. um Fé- lagsmálaskólann. Þessir vlsnavinir taka þátt I „Visnavinir á vinnustööum”: Aðalsteinn Asberg Sigurðsson Bergþóra Árnadóttir Eyjólfur Kristjánsson Gisli Helgason Ingi Gunnar Jóhannsson örvar Aðalsteinsson Styrkir til listamanna I fjárlögum 1981 eru ætlaðar kr. 765.000 til starfslauna lista- manna. Starfslaunin miðast við byrjunarlaun menntaskóla- kennara. Umsóknir voru að þessu sinni 65 að tölu. Þessir hlutu starfslaun, sam- tals 26: 8 mánaða laun: Jón Þórarinsson til að vinna að tónverkum, Leifur Þórarins- son til að vinna að óperu, Tryggvi ólafssontil aö vinna að myndlist og undirbúa sýningu. 6 mánaða laun: Asgerður Búadóttir til að vinna að myndvefnaði og undir- búa sýningu, Jóhannes Helgitil að skrifa leikrit fyrir sjónvarp og vinna að þýöingum, Jón Reykdaltil aö vinna að myndlist og undirbúa sýningu, Helgi Þorgils Friðjónsson til að vinna að myndlist og undirbúa sýn- ingu, Sigurþór Jakobsson til að vinna að myndlist og undirbúa sýningu, Snorri Sigfús Birgisson til að vinna að tónverkum. 3ja mánaða laun: Agúst Petersentil að vinna að myndlist og undirbúa sýningu, Arni Blandon Einarsson til að vinna aö leikhúsverki, Arni Ing- ólfssontil að vinna að myndlist og félagsmálum myndlistar- manna, Aslaug Ragnars til að skrifa skáldsögu, Gunnar R. Bjarnasontil að vinna að mynd- list og undirbúa sýningu, Gunn- laugur St. Gislason til aö vinna að myndlist og undirbúa sýn- ingu, Haukur Dór Sturluson til að vinna að myndlist og undir- búa sýningu, Helgi Gislason til að vinna að höggmyndalist, Indriði Olfsson til að skrifa skáldsögu, Jóhanna Bogadóttir til að vinna að myndlist, Jón E. Guðmundsson til að vinna að leikbrúðugerð, ólafur Lárusson til aö vinna aö myndlist, Sigrið- ur Björnsdóttir til að vinna að myndlist, Sigurlaug Jóhannes- dóttirtil að vinna að myndvefn- aði og undirbúa sýningu, Stein- ar Sigurjónsson til að skrifa leikrit, Steinunn Þórarinsdóttir til að vinna að myndlist, Þórunn Sigurðardóttirtil að skrifa leik- rit og sviösetja það. Othlutunarnefnd skipuðu Magnús Þórðarson, Thor Vil- hjálmsson og Runólfur Þórar- insson formaður. Nokkur ágreiningur varð i nefndinni um einstaka úthlutun. Þróun í málum heyrnarlausra Félag heyrnarlausra var stofn- að 11. febrúar 1960. Starfsemi félagsins hefur farið vaxandi með árunum og hefur aldrei verið meiri en nú. Arið 1977 festi félagið kaup á húsnæði við Skólavörðustig 21, 2. hæð og stendur nú yfir stand- setning á húsnæðinu. Félagið er aðili að norrænu samstarfi og hefur það orðið mikil lyftistöng fyrir þróun fé- lagslifsins. Gefin hefur verið út Tákn- málsbók, meö tæpum 1500 tákn- um. Nú er unnið að skrásetn- ingu fleiri tákna og er miðaö að þvi að standa jafnfætis Noröur- löndunum á þessu sviöi. Þá hefur félagið mikinn áhuga á, aö hér á landi verði til- tækir táknmálstúlkar, þannig að heyrnarlaust fólk geti tekið þátt i fundum og ráðstefnum á jafnréttisgrundvelli á við heyr- andi fólk. A meðan félagið vant- ar túlka er þetta ekki hægt. Þá rekur Félag heyrnar- lausra, i samstarfi við Foreldra- og styrktarfélag heyrnar- daufra, skrifstofu i Félagsmiö- stöðinni að Skólavörðustig 21 og er þar veitt þjónusta við heyrn- arlausa eftir þvi sem hægt er hverju sinni. Framkvæmdir félagsins við endurbætur húsnæðis hafa verið kostnaðarsamar, en fjármögn- un þess byggist aö langmestu leyti á happdrætti. Er nýlega hafin sala á happ- drættismiðum og treystir Félag heyrnarlausra á stuðning sam- borgaranna nú sem fyrr. Stuðn- ingsmönnum færir félagið bestu þakkir fyrir stuðning á liðnum árum. Sýning „Þróun i málum heyrnarlausra i 114 ár” er framlag félagsins i tilefni ALFA árs. Núverandi formaður félags- ins er Hervör Guðjónsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.