Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur 16. júní 1981 alþýðu- blaðiö Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Framkvæmdastjori: Jóhann es Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Helgi Már Arthursson. Blaðamenn: Ólafur Bjarni Guðnason, Þráinn Hall-i gnmsson. Auglýsingar: Þóra Haf- steinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Sfðumúla 11, Reykjavlk, simi . 81866. Um helgina fóru fram þingkosningar í Frakk- landi. Frakkar kjósa til þings í tveimur umferð- um þannig að ennþá er ekki útséð um endanleg úrslit. Hins vegar virðist stefna í það að franskir jafnaðarmenn haldi áfram sigurgöngu sinni, og getur vel svo farið að um næstu helgi fái þeir hreinan meirihluta í franska þinginu. Nú fengu þeir tæplega f jöru- tíuaf hundraði atkvæða, í bandalagi við róttæka vinstri menn. Eins og frönskum kosningalögum er háttað gera flokkar bandalög fyrir kosningar. Á sunnudaginn kemur munu jafnaðarmenn og kommúnistar styðja hverjir aðra, en allt um það stefnir í hreinan meirihluta jafnaðar- manna. Þetta eru einhver mik- ilvægustu tíðindi í sam- tíma stjórnmálasögu í Evrópu. Síðan stjórnar- skrá Frakka var breytt árið 1958, og 5ta lýðveldið svokallaða sett á laggirn- ar, hefur hægriblökkin farið samfellt með völd. Það verður skýrt annars vegar með persónu de Gaulles, hershöfðingja, en hins vegar með þeirri staðreynd að Kommún- istaflokkur Frakklands hefur verið voldugasta aflið á vinstri væng stjórnmálanna þar, haft um 20-25% atkvæða. Kommúnistaf lokkurinn franski hefur verið þrautskipulagður og víða haft veruleg völd í verka- lýðshreyfingu. Hann hef- ur afneitað veigamiklum þáttum fortíðar sinnar. Um skeið varð hann þátt- takandi í svokölluðum Evrópukommúnisma, sem var að vísu ruglings- leg og óljós hugmynda- fræði, en gagnrýnin á So- vétríkin og virtist taka upp eitt og annað úr hag- f ræðikenningum jafn- aðarmanna. Slíka stefnu hafa raunar aðrir kommúnistaf lokkar í Vestur-Evrópu tekið upp, í misjöf num mæli þó. Upp á síðkastið hefur franski kommúnistaf lokkurinn hins vegar forherzt að nýju, og meðal annars varið stefnu Sovétríkj- anna i Afganistan svo nokkuð sé nefnt. flfrek Francois AAitt- errands og jafnaðar- manna hans í Frakklandi er ekki sízt það að hafa tekið við forustuhlutverki á vinstri væng, að hafa boðið frönskum kjósend- um upp á raunverulegan þriðja valkost milli hægriblakkarinnar ann- ars vegar og kommúnista hins vegar. Reynslan sýndi að franski komm- únistaf lokkurinn var öruggasta haldreipi við- varandi valda hægri- blakkarinnar í Frakk- landi. Upp úr 1970 urðu mjög verulegar breytingar á flokki jafnaðarmanna í Frakklandi. AAargt rót- tækt og hugmyndaríkt fólk gekk til liðs við flokkinn, meðal annarra stúdentar sem fengu eld- skírn sína á óróaárunum eftir 1968. Þetta fólk hafnaði hins vegar kommúnistum, bæði í fortíð og nútíð. Franski jaf naðarmannaf lokkur- inn breyttist úr því að vera mjög miðstýrður flokkur, þar sem völd forustumanna voru mikil og í það að verða nánast bandalag sumpart mjög ólíkra skoðana. Á sama tíma tók flokkurinn á hinn bóginn virkan þátt í störfum alþjóðasambands jafnaðarmanna og var í utanríkismálum af- dráttarlaus stuðnings- flokkur vestrænnar sam- vinnu. Þessar breytingar gerðu það að verkum, að smám saman tóku þeir við f orustu á vinstri væng af kommúnistum. Þá fyrst var til orðinn raun- verulegur valkostur fyrir meirihluta franskra kjós- enda. Mitterrand og jafn- aðarmannaf lokkur hans boðar mjög verulegar breytingar á frönsku þjóðfélagi. Þeir boða þjóðnýtingu á nokkrum fyrirtækjasamsteypum. Þess ber þó að geta að í Frakklandi er fyrir mjög veruleg þjóðnýting. Þeir boða styttingu vinnuviku úr 40 í 35 stundir, og hyggjast meðal annars með því að draga úr at- vinnuleysi, sem verið hefur alvarlegt böl í Frakklandi um langt skeið. Þeir hyggjast breyta áherzlum i skatta- málum frá launafólki til fyrirtækja. Innan franska jafnaðar- mannaflokksins hafa á undanförnum árum átt sér stað miklar hug- myndaf ræðilegar um- ræður, ekki sízt fyrir til- verknað AAichél Rochard, sem nú er byggðamála- ráðherra í ríkisstjórn AAitterrands. Þeir hafa lagt áherzlu á valddreif- ingu og atvinnulýðræði, það er ekki aðeins dreift stjórnvald, heldur einnig dreift hagvald. Fari svo, að jafnaðar- menn fái um næstu helgi hreinan meirihluta í Frakklandi, er þar með hafin einhver merkileg- asta stjórnmálatilraun samtíðarinnar. Auðvitað eru margir hættuboðar, og þeir helztir, að ef of hratt verður siglt, þá stefni í verðbólgu. Hreinn meirihluti jafnaðar- manna á franska þinginu dregur úr slíkri hættu. Yfirboð, sem gjarnan fylgja f lokkasamsteyp- um, verða ekki til staðar í sama mæli. —VG. HREINN MEIRIHLUTI í FRAKKLANDI Kaupmannasamtök 1 anna væru nil þó nokkuö margir á si'nu máli og fyndist stefnan ákaflega kjánaleg. Við spurðum Vilhjálm hvort hann teldi samtökin i raun and- sndin frjálsri verslun. „Ég get ómögulega tdlkað þetta öðru- visi”, sagði hann. „Fólk sem nennir að vinna á að fá að gera það, sfn vegna og vegna við- skiptavinarins. Þaö gengur ekki að banna örðum að róa þó maður nenni þvi ekki sjálfur.” — Nenna Kaupmannasamtök- in ekki að róa? „Ekki að minum dómi. Þeir eru alltaf aö tala um einstakl- ingsfrelsi en eru svo með óeðli- leg afskipti af mönnum sem hafa einhverja tilburS i þá átt,” sagði Vilhjálmur og bætti viö að skilgreiningin á hvað væri smá- söluverslun og hvað ekki væri langt í frá nægileg. Með þvi aö þræða borgina gætu menn hæg- lega fengiö hvað sem þeir vildu, og ef ekki þá væri stutt leiðin til nágrannasveitafélagartna. Það væri dapurlegt fyrir kaupmenn á borgarmörkunum að þurfa að horfa á eftir viðskiptavinum sinum yfir og fá þá ekki aftur. Þegar rætt er um þessi mál veröur þó ööru fremur að gæta þess að réttur launþegans sé ekki fyrir borð borinn. Lengri opnunartimi á aö þýða fleiri at- vinnutækifæri en ekki vinnu- þrælkun. Um þá hlið málsins verður rætt hér i blaöinu á morgun. Mótmælir 1 áríðandi að verkalýðssamtökin hraði nauðsynlegum umræðum I félögunum svo aö unnt sé að leggja timanlega fram mótaða kröfugerð. Þetta landsþing verslunarmanna er fyrr á ferð- inni en þing annarra hópa ASt og má segja aö með þvi sé ræki- lega bdið að gefa tóninn i kom- andi kjarabaráttu. Sé þetta for- smekkurinn geta stjórnvöld ekki átt von á öðru en að þurfa að standa reikningsskil gjörða sinna. _Þing^ LIV segir að af háttar- lagi rilcisstjórnarinnar leiði að ekki sé hægt að treysta þvi að kjarasamningar fái að gilda umsaminn tima, jafnvel ekki þeir sem rikisvaldið sjálft er aðili að. Þing LÍV krefst þess að stjórnvöld virði samninga og hagi efnahagsstefnunni þannig að hiln treysti kaupmátt, tryggi atvinnu og dragi Ur verðbólg- unni. Þá er i kjaramálaályktuninni sett fram sU grundvallarkrafa að dagvinnutekjur eins manns skuli nægja til framfærslu einnar fjölskyldu. Verslunar- main krefjast sambærilegra launa við þá fjölmennu laun- þegahópa i landinu sem vinna sambærileg störf. Björn Þór- hallsson var endurkjörinn for- maður Landssambands Is- lenskra Verslunarmanna. Olíuviðskipti 1 að selja oli'uvörur á lægra verði en innkaupsveröið. Allt fyrir at- beina rikisvaldsins. Við þær aöstæður sem rikjandi eru i' oli'umálum okkar Islendinga er fyllilega timabært að varpa þeirri spurningu fram i alvöru hvort ekki væri rétt að þjóðnýta oliuverslunina og láta rikið taka ábyrgð á innkaupum, dreifingu og verðlagningu uppá eigin spýtur. Hér rikir engin sam- keppni milli félaga, sem hefur á- hrif á verðið. Það er fyrirfram fast sett, kerfið er ekki þannig uppbyggt að þaö hvetji til hag- stæöra innkaupa og eins og áður sagði: Samkeppnin milli fyrir- tækjanna er engin i raun. ÞrjU einokunarfyrirtæki sitja að markaðnum. Af hverju ekki að þjóðnýta kerfið við þessar að- stæður? Takmörkim aðgang eriendra herskipa að landhelginni 1 tilefni af slysum, sem kjarn- orkukafbátar hafa orðið fyrir innan landhelgi erlendis, flutti Benedikt Gröndal tillögu þess efnis, aö gefin veröi út ný reglu- gerö, sem takmarki aögang er- lendra herskipa og herflugvéla aö 12 mflna landhelgi islands. Tillagan hlaut samþykki utan- rikismálanefndar, og Alþingi afgreiddi hana 7. mai. Alykt- unin er á þessa leiö: „Alþingi ályktar aö fela rikis- stjórninni aö undirbúa setningu nýrrar reglugeröar um aögang erlendra herskipa og herflug- véla aö 12 mflna landhelgi is- lands til aö takmarka svo sem framast veröur unnt þann aö- gang. Reglugeröin veröi i sam- tæmi viö væntanlegah hafrétt- arsáttmála og gefin út sem fyrst eftir aö hann veröur undirritaö- ur.” 1 greinargerö sagði Benedikt meðal annars: Fyrir nokkrum vikum varö það slys að eldur kom upp i sovéskum kjarnorkukafbát skammt frá Okinawa i Japan. Kafbáturinn varö stjórnlaus, og greip um sig ótti I Japan um aö geislavirkni frá honum kynnni að valda tjóni á mönnum og fiskimiðum. Svo fór, að kafbát- urinn var dreginn til Vladivo- stok, og kjarnorkumengun varð engin. Báturinn var oft innan japanskrar landhelgi, meðan Benedikt Gröndal þessu fór fram — i fullum rétti samkvæmt alþjóðalögum. Þetta atvik varð meðal ann- ars til þess, aö fulltrUar margra þjóða á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Genf i ágUstmánuöi gerðu að umræöu- efni rétt herskipa og herflugvéla til að fara um landhelgi annarra rikja, og mæltu þeir fyrir breyt- ingum I þá átt, að þessi réttur yröi takmarkaður. SU regla hefur lengi gilt, að herskip annarra þjóöa, sem ekki eiga I ófriði, hafi rétt til „meinlausrar siglingar” (innocent passage eöa passage inoffensif) innan landhelgi rikis. Er þar aö sjálfsögðu átt viö sjálfa landhelgina, sem áður var viöa 3 milur, en er nU 12, og kemur þetta 200 milna efna- hags- eða mengunarlögsögunni ekki við. Kafbátum hefur þó verið gert aö sigla jafnan á yfir- borði. „Meiniaus” sigling mun fela i sér, aö herskip hafi vopnabUnað sinn allan „sllðraöan” og sigli viðstöðulaust. Þannig bUin hafa þau notið sama siglingafrelsis og kaupskip, en hafa aö öðrum kosti þurft að fá sérstakt leyfi viðkomandi lands. Þessar regl- ur eiga ekki við um sund, sem eru eina leiöin frá einu hafsvæði til annars. Tillaga þessi er flutt að gefnu tilefni til að vekja athygli á mál- inu, þar sem fjölfarnar siglinga- leiöir kafbáta, þar á meðal kjarnorkukafbáta, svo og ann- arra herskipa af mörgum gerð- um, liggja skammt frá landi okkar. Hér er i gildi tilskipun um „aðgang herskipa og herloft- fara erlendra rikja, sem ekki eiga I ófriöi, aö Islensku for- ráðasviði”. Tilskipun var gefin Ut af Kristjáni hinum tiunda 24. jUH 1939, vafalaust samkvæmt ósk rikisstjórnar Islands. Alþingi samþykkti tillögu Alþýðuflokksmanna:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.