Alþýðublaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 1
alþýðu blaðið Miðvikudagur 24. júní 1981, a7. tbl. 62. árg. Ferð Vigdísar lýkur í dag Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands hefur undanfarna daga veriö á opinberu feröalagi um Dala- og Strandasýslur. Ferðin hófst með þvi, á laugardag að forseti kom að Laugum, þar sem Byggðasafn Dalamanna er, en þar tóku Dalamenn, höfðinglega ái móti henni. A sunnudeginum kom forseti m.a. að Staðarfelli og Skarði, en þar færöu Dalamenn forseta höfðinglega gjöf, sem er nýút- komin liósprentun Skarðsbókar. I gær heimsótti svo forseti nyrstu byggð á Ströndum, sem er Arneshreppur en þar fór fram hluti af menningarvöku Strandamanna. 1 dag heldur siðan forsetinn heim til Reykjavikur, með við- komu á Borðeyri. Forseti ASi við Svartahaf í boði sovéska Alþýðu- sambandsins — liður í viðleitni ASÍ til að eiga vinsamleg samskipti við verkalýðshreyfingar um allan heim Asmundur Stefánsson, forseti Alþyðusambands islands dvelur nií á Yalta, viö Svartahaf, ásamt fjölskyldu sinni. í viðtali, sem blaðamaður Alþýðublaðs- ins átti við Hauk Má Haralds- son, blaðaf ulltrúa ASÍ, kom fram, að Asmundi var boðið i þessa ferð, af Alþýðusambandi Sovétrlkjanna, en hann mun sjálfur greiða kostnað af dvöl fjölskyldu sinnar. Aðspurður sagðist Haukur Már ekki vita til þess, að það hefði komið til umræöu í miö- stjórnASÍ.hvort Asmundur ætti að þiggja þetta ágæta boð, þó Asmundur heföi ráðfært sig við félaga sína um það, enda hefði þetta boð verið til Asmundar persónulega, og ekki stilað tii ASÍ á nokkurn hátt. Fleiri slík boö hefðu borist, t.d. hefði Kar- velPálmason, miðstjórnarmað- ur i AStog þingmaöur, nii þegiö slikt boð til Sovétrikjanna. Þegar Haukur Már var spurö- ur aö því, hvort ekki heföi verið eölilegt, að afþakka boöiö, með tilliti til þess, að verkamenn i Póllandi, hafa mátt þola sov- éskar hótanir, fyrir frelsisbar- áttu sina, kvaö hann nei viö. Hann sagði að það væri stefna ASl að eiga vinsamleg sam- skipti viö öll verkalýössamtök, hvar sem þau væru i heiminum. T.d. ætti ASÍ vinsamleg sam- skipti við bandarisku verka- lyðshreyfinguna, þó mörgum þætti aðfarir bandariskra stjórnvalda i' rómönsku Amer- iku litiö geöfelldar. Þá væri ASl i betri aðstöðu til að vinna pdlskum verkamönnum gagn, með þvi að eiga vinsamleg sam- skipti við sovésk verkalýðssam- t(8c, en með þvi að slita sam- skiptum við þau. Og lauk þar með viötali blm. Alþýðublaðsins við Hauk Má Haraldsson. Það vefst eflaust fyrir mörg- um, að skilja, hvernig vera As- mundar Stefánssonar á bað- ströndum Svartahafs kann að stuöla aö friðsamlegri lausn á pdlska vandamálinu. Höfuð- stöövar sovésku verkalýðssam- takanna eru ekki þar. Að sönnu kann Asmundur að hitta þar verkalýðsforkólfa sovéska sem og frá öðrum austantjaldslönd- um. En jafnvel þó honum tækist að tala svo um fyrir þeim, að þeir yrðu talsmenn pólsks sjálf- ræðis, er heldur óliklegt, að það hjálpaði Pólverjum nokkuð. Frekar en ASÍ-veifan, sem hangir á stofuvegg hjá Walesa. Það er að visu óliklegt að As- Útvarpsráð hunsar menntun og starfsreynslu: ,Skil ekki þessa niðurstöðu’ — segir Eiður Guðnason Otvarpsráð hefur enn á ný komist að umdeildri niðurstööu i vali sinu á umsækjendum um starf fréttamanns. Ekki er ár liðiö siðan ráðiö hafnaði um- sækjanda sem hafði yfirburöa menntun og mesta starfs- reynslu. Ólgan sem nú er meöal sjdn- Eiftur Guðnason varpsmanna er til komin vegna ákvöröunar ráðsins um aö taka reynslulausa og litt skdla- gengna lögreglukonu fram yfir viðskiptafræöimenntaðan mann með tveggja ára menntun i fj(3- miölafræðum og reynslu i blaðamennsku. Bolli Héðinsson var við nám i fjölmiölafræöum i Þýskalandi á árunum 1974 til 1976. Að loknu námi erlendis hdf hann nám i viðskiptadeild Háskóla Islands og lýkur þvi á þessu ári. A námsárum slnum hefur hann verið sumarafleysingamaöur á Dagblaöinu. Viö leynilega at- kvæöagreiðslu I Otvarpsráði fékk Bolli aðeins 3 atkvæði. Amþriíður Karlsdóttir fékk hins vegar 4 atkvæöi i Utvarps- ráði. HUn er gagnfræðingur frá Kvennaskóla Islands og hefur starfað innan lögreglunnar siðastliðin 5 ár, þar sem hUn hefur sóttýmis námskeið. Telja má vist aö ArnþrUður hafi fengiö atkvæði allra fram- sdknar- og sjálfstæðismanna nema Ellerts B. Schram. Þetta o-u þvf Erna Ragnarsddttir, MarkUs örn Antonsson, MarkUs A. Einarsson og Hákon Sigur- grimsson. Viö þessa afgreiðslu vakti nokkra athygli aö Þorsteinn Broddason fékk ekkert atkvæði, en hann hefur lokið prófi I þjóð- hagfræði og hagsögu frá Lundi i Sviþjóð. Ekki liggur ljóst fyrir hvort niðurstaöa Otvarpsráðs var ein- göngu byggö á pólitisku mati. Bolli Héðinsson mun vera frekar vinstri sinnaöur en Am- þrUður hefur starfað nokkuö i Framsóknarflokknum. Starf það sem hér um ræðir er staöa Ly Sovétmenn senda forseta FIDE tóninn: „Akvördun mín stend- ur algerlega óhögguð” — segir Friðrik Ólafsson sem ekki ætlar að endurtaka skripaleikinn frá siðasta einvigi mundi tækist aö tala um fyrir sovéskum verkalýðsleiðtogum. Þeir em valdir af kostgæfni, dcki eftir frammistöðu i kjara- baráttu fyrir verkalýö Sovét- rikjanna, heldur fyrir hlýöni við flokk og rikisvald. Þeir vita lika hvað til sins friðar heyrir, og láta ekki tæla sig til andstöðu við stjórn sem hefur verið þeim svo góð. Þeir eru auövitað fyrir þetta samsekir félaga Breshnef og öörum valdamönnum Sovét- rikjanna. Og þar er hinn stóri munur á verkalýðshreyfingunum i Sov- étrikjunum og Bandarikjunum. Ef Breshnef vill meiri afköst, eða lægri laun, eða annað það, sem túlkast sem kjaraskerðing, tilkynnir hann þaö, og verka- lýðshreyfingin sér svo um fram- kvæmdina á þvi. Ef Reagan þyrfti slikt, yrði hann að biðja fallega, og fengi samt neitandi svar. Og á sama hátt, og Rea- gan ræöur ekki yfir verkalýös- hreyfingunni, ræður verkalýðs- hreyfingin ekki yfir honum. Hvaö sem Reagan gerir, i róm- önsku Ameriku eöa annars- staðar, er ekki við bandariska verkalýðshreyfingu að kvarta yfir þvi. Þar i liggur munurinn á bandariskri og sovéskri verka- lýöshreyfingu. óbg Sovéska skáksambandiö hefur nú sent frá sér skeyti þar sem mótmælt er viðleitni Friðriks Ólafssonar, forseta FIDE, til aö fá fjölskyldu Victors Kortsnojs ieysta úr haldi i Sovétrikjunum. Fer sambandið frammá aö hald- inn veröi framkvæmdastjóra- fundur innan FIDE hiö fyrsta, enda sé ákvöröun Friöriks um frestun einvigisins á engan hátt lögleg. Friðrik Ólafsson sagði i viðtali við Alþýðublaðið siðdegis i gær að eitthvað hefði dregist að skeytið bærist til hans. Sagði hann aö sér væri ljóst efnislegt innihald skeytisins og af sinni hálfu kæmi ekki til greina að efna til fram- kvæmdaráðsfundar af þvi tilefni. Til greina kæmi að taka skeytið fyrir þegar næst yrði haldinn fundur i ráðinu. Bjóst Friðrik við að það yrði eftir u.þ.b. mánuð i Atlanta i Bandarikjunum. Þetta skeyti er ekkert svar við málaleitan minni, sagði Friðrik, þeir taka enga afstöðu til óska minna um frelsi til handa fjölskyldu Kortsnojs. Hinsvegar segja þeir mig vera að blanda mér i pólitisk málefni sem séu óskyld skákhreyfingunni. Það má kalla alla hluti pólitik ef mönnum sýnist svo, en frá minni hendi er ekki um pólitik að ræða. Ég er fyrst og fremst að þjóna skák- hreyfingunni og reyna að skapa skilyrði til að einvigið geti farið fram á eðlilegan og heiðarlegan hátt. Ég hef ekki áhuga á að þar fari fram annar skripaleikur eins og i Bagiou á Filippseyjum. Friörik ólafsson — Þú stendur m.ö.o. fast á þínu? — Já, þegar maður hefur einu sinni tekiðákvörðun þýðir ekki að flýja af hólmi. Annaðhvort hrekk- ur maður eða stekkur. Ég hef reynt að halda á málum eftir bestu getu og gera allt sem i minu valdi stendur til þess að einvigið megi fara eðlilega fram. Það er þvi ekki maklegt af Sovétmönn- um þegar þeir ásaka mig um pólitiska afskiptasemi. Að endingu sagði Friðrik Ólafs- son að sin ákvörðun um frestun einvigisins væri fullkomlega lög- leg og stæði algerlega óhögguð. Sovétmenn hefðu frest til septemberloka til að leysa vanda- málin og gefa endanlega svör varðandi fjölskyldu Kortsnojs. — g.sv. Útlitið svart á sjúkrahúsum: Ekkert gengur í læknadeilunni — Þröstur i stöðugu sambandi við Svavar Allt er nú komið i óefni á sjUkrahúsunum og ekkert útlit er fyrir aö samkomulag náist með læknum og stjórnvöldum. Deilan hefur nú staðið i fjórar vikur og reglulegir samninga- ftindir veriö haldnir daglega nú undir það siöasta. Heilbrigöis- ráðherrann dvelst enn i frii i Frakklandi án þess að nokkuö fararsnið sé á honum. Að sögn Þrastar Ólafssonar, aðstoðarráöherra voru tveir samningafundir haldnir i gær, sá fyrri hófst kl. 11 en sá siðari kl. 17. Eftir fyrri fundinn sagði Þröstur aö ekki neitt hefði gerst i málinu. Það strandar á kröf- um þeirra um hvað greiða eigi mikið fyrir fræðslukostnaö á sjUkrahúsum, sagði hann. „Þetta er nokkuð stórt bil, á milli 5 og 10%. — Eruð þið ekki á siðasta snUningi með að leysa þetta? — Við erum nú búnir að leysa deiluna einu sinni og ná sam- komulagi viö samninganefnd læknanna, en þeir felldu sam- komulagið á félagsfundi. Viö höfum teygt okkur eins langt og hægt er, en þaö er ekki nóg ef hinirstanda eins og staöar mer- ar. Alþýðublaðiö spurði Þröst hvort menn yröu ekki aö gefa sig þegar alvarleg slys færu að hljótast af deilunni. Hann kvaðst vonast til að samkomu- lag næöist áður en til sliks kæmi og læknar létu máliö ekki ganga svo langt. Fyrirsjáanlegt var strax i marsmánúði að neyöarástand myndi skapast að tveim þrem mánuðum liönum. Þröstur var spurður hvort ekki hefði mátt taka til við vandamálið fyrr en gert var. — Það gafst ekki tækifæri til þess, sagði Þröstur. Læknafé- lagiö sagði gildandi samningi ekki upp heldur fengum viö bréf um uppsagnir einstakra lækna i pósti. Viö ræddum óformlega mjög fljótlega viö Læknafélag- ið, og siðan höfum við unnið sleitulaust aö þessu I 4 vikur. — Kemur f jarvera heilbrigð- isráðherra, æösta manns i heil- brigðiskerfinu, sér ekki illa? — Það er nú simakerf i i land- inu og það er ekkert mál aö tala til Frakklands. Ég tala við hann hvenær sem ég þarf, oft á dag. — Kæmi sér ekki betur að hafa hann á landinu þegar mál- um er komið eins og nú er? — Ég get ekki metiö það. Þaö væri jú kannski ágætt aö hafa hann. Annars eru nú ýmsar ákvaröanir teknar simleiöis og Svavar Gestsson ráðherra er I sambandi við æðstu stjórnendur heilbrigðis- þjónustuna. — Hann gerirþá litiö annaö en að tala I sima i friinu? — Ég býst nú samt viö að hann fái meira fri erlendis en hér heima. Sjálfur get ég hæg- lega talað fimm til tiu simtöl án þess að allur dagurinn fari I þaö, ég veit ekki hvernig þaö er með ykkur á Alþýðublaöinu. Að siðustu sagði Þröstur að sér þætti ákaflega leitt að deilan skuli enn ekki vera til lykta leidd og minnti á aö þaö þyrfti tvo til Kvaöst hann ákaflega vondaufur um aö samningar tækjust i bráö. í samtali sem Visir átti við Svavar Gestsson I slma til Frakklands á mánudag kveðst ráöherrann hinsvegar hafa fylgst mjög vandlega með gangi mála og horfur virtust til- töiulega góöar. — g.sv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.