Alþýðublaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 3
3 ,/Sú staðreynd bendir til þess, að á næstu árum og áratugum verði hægt að byggja hér upp orkufrekan iðnað, sem greitt geti hærra verð fyrir orkuna en nem- ur kostnaði viðað framleiða hana... með framleiðslu- kostnaði á raforku sem nemur 16 mills KWh eigum við að standa nokkuð vel að vígi miðað við önnur lönd... Niðurstöður gefa til kynna, að með hliðsjón af flutn- ingskostnaði sé samkeppnisstaða okkar mjög góð í ál- framleiðslu og magnesíum framleiðslu... Að öllu samanlögðu má draga þá ályktun, að samkeppnis- staða okkar f álframleiðslu sé mjög góð og að islend- ingar geti útvegað bæði hráef ni til framleiðslunnar og markað fyrir afurðirnar." (Úr erindi Finnboga Jónssonar, verkfræðings f Iðnað- arráðuneytinu, á orkuþingi). UM SAMKEPPNISHÆFNI ÍSLENSKRAR STÓRIÐJU Miðvikudagur 24. júní 1981 alþýðu- blaðið Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn Framkvæmdast jori: Johann es Guömundsson. Stjórnmálaritstjóri <ábm>: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Helgi Már Arthursson. Blaðamenn: Ólafur Bjami Guönason, Þráinn Hall- grimsson. Auglýsingar: Þóra Haf- steinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Sfðumúla 11, Reykjavik, simi , 81866. Hver er samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar, sem á næstu árum og áratugum ,mun hvað sem tautar og raular risa á Is- landi, i samanburði við keppi- nauta með öðrum þjóðum? Ein- hver ánægjulegasta niðurstaðan sem fékkst i umræðum á nýaf- stöðnu Orkuþingi var sii, að framtiöarhorfur varðandi sam- keppnishæfni orkufreks iönaðar á fslandi væru góðar. Orkukreppan sem nú rikir, og þær gi'furlegu verðhækkunar- öldur sem orðið hafa á öörum orkugjöfum á undanförnum árum, þýða að verðgildi þeirrar orku, sem beisla má i islenzk- um fallvötnum og á jarðhita- svæðum, hefur stórhækkað 1 samanburði við aðra orkugjafa. íerindi sinu á Orkuþingi komst Finnbogi Jónsson, verkfræðing- ur, að þeirri niðurstöðu, að raf- orka til iðnaðar sé nU viðast hvar i heiminum seld á hærra verði, en nemur áætluðum framleiöslukostnaði frá nýjum virkjunum hér á landi. Hann sagði allt benda til þess, að á næstu árum og áratugum „verði hægt að byggja hér upp orku- frekan iðnað, sem greitt geti hærra verö fyrir orkuna en nemur kostnaði viö að fram- leiða hana’.’ Þetta er að sjálf- sögðu ein meginforsendan fyrir þjóðhagslegri arðsemi orku- freks iðnaðar hér á landi. Sá orkufreki iðnaður er um leið helzta von fslendinga um að þeir geti haldið til jafns við grannþjóðir i lifskjörum. Þau iönd, sem búa yfir mikilli ónýttri vatnsorku, hvað þá heldur jarðvarmaorku, standa þvi vel að vigi. t Evrópu er Is- land eitt af fáum rikjum sem enn sem komið er eru tiltölulega skammt á veg komiö i nýtingu orkunnar. Flestiðnrikin, eins og t.d. grannriki okkar i V-Evrópu, eins og t.d. Bretland, Vestur- Þýzkaland og Frakkland þurfa i vaxandimæliaðreiöa sigá aðra og dýrari orkugjafa. Japan, sem nú er þriðja mesta iðnriki heims, er að langmestu leyti háð innflutningi á orku. Raf- orkuframleiðsla þar er að stærstum hluta fengin með oliu. Þetta þýðir að orkukostnaður- inn I stóriðju i þessum löndum fer sihækkandi. 1 Japan hefur það beinlinis leitt til þess að verksm iðjum hefur veriö lokað i stórum stil. Orkufrekur iðn- aður, sem byggir á oliu sem orkugjafa, er fyrirsjáanlega ekki samkeppnisfær i framtið- inni. I erindi Finnboga komu fram þær upplýsingar, að raf- orkuverð til stórnotenda er nú 40-60 mills KWh i löndum eins og Englandi, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Það er helzt i ýmsum þróunarrikjum, sem búa yfir mikilli óbeislaðri vatnsorku, sem bUast má við þvi að framleiðslukostnaður á orku sé hliðstæður og hér á landi. En þegar á heildina er litið, má gera ráð fyrir, að orku- frekur iðnaður i öðrum löndum þurfi að greiða milli 20-40 mills á KWh á næstu árum. | erindi sinu komst Finn- bogi Jónsson að eftirfarandi niðurstöðum um framleiðslu- kostnaö orku frá nýjum vatns- aflsvirkjunum, miðað við full- nýtingu strax, þ.e. miðað við stóriðju sem forsendu stórra virkjana hér á landi: „Miðað við 6% vexti er meðalframleiðslukostnaður frá þessum nýju virkjunum 8,3 aurará KWh eöa sem svarar 14 mills. Miðað við 8% vexti er kostnaðurinn 10,1 eyrir á KWh eða 17 mills á KWh. Ofan á þessar tölur þarf að leggja kostnað vegna aðflutningslina og orkutaps, og má áætla að meðaltali um 2 mills á KWh vegna þeirra þátta, þegar um orkufrekan iðnað er að ræða. Niðurstaðan er þvi sii, að miðað við 6% reiknivexti og fulla verö- tryggingu megi áætla að meðai framleiðslukostnaður á raforku til raforkufrekra iönfyrirtækja hérá landisé um 16 mills á KWh miðað við verðlag i janúar 1981.” Miðað við framleiðslukostnaö á raforku sem nemur um 16 millsá KWh á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Islandi að vera bærilega tryggð. Avinn- ingur okkar hvaö varmaorku snertir er þó miklum mun meiri en i raforkunni. Hins vegar skortir mikið á, að rannsóknir á heppilegri orkunýtingu vegna jarðvarmaorku séu nægilega langt á veg komnar. | umræðum um hentugan orkufrekan iönað hér á landi hefur athygli manna einkum beinzt að áli, kisiljárni, kisil- málmi, magnesium, natrium klorati, pappir og methanoli til innanlandsnotkunar i staö inn- flutts eldsneytis. Hráefnin til þessarar framleiðslu verður i flestum tilvikum að flytja inn. Heildarflutningskostnaöur hrá- efna og afurða á markaö gefur visbendingu um samkeppnis- hæfni Islendinga i orkufrekum iðnaði. t erindi Finnboga Jóns- sonar var flutningskostnaðurinn umreiknaður i orkuverð. Niður- staðan var sú, að út frá flutn- ingskostnaði sé samkeppnis- staða tslendinga mjög góð i ál- framleiöslu og magnesium- framleiðslu. Hann er talsvert hærri f kisiljárn- og kisilmálm- framleiðslu. Aftur á móti þurfa keppinautar okkar annars staðar einnig i flestum tilvikum að flytja að aðföng. flöþvier markaðsmál varöar snúast þau um hvori tveggja, aðgang að hráefnum og hins vegar um markað fyrir afuröir. t flestum tilvikum veröum viö að byggja á innfluttum hráefn- um. Afurðir orkufreks iönaðar verður einnig að mestuað selja á erlendum mörkuöum. Að þvi ervaröarkisiljárn og kisilmálm er fullyrt, að hráefnismarkaðir séu opnir. Einnig upplýsti Finn- bogi Jónsson að erlendir aöilar hafa þegar leitað eftir langtima samningi um kaup á fram- leiðslu kisilmálmverksmiöju hérlendis. Sérfræðingur Iðn- aðarráðuney.tisins var hins vegar langsamlega bjartsýn- astur á samkeppnishæfni ts- lendinga i álframleiöslu. Um það sagöi hann: „Eftirspurn eftir áli mun fara vaxandi á næstu árum og eins og komið hefur fram er sam- keppnisstaða tslendinga i þeirri grein mjög góð. Þvi veldur ekki einungis að hlutfall flutnings- kostnaðar af framleiðsluverö- mæti er lágt. Sá markaður sem tslendingar myndu aö likindum selja til, yrði til rikja innan Efiiahagsbandalagsins. Allar horfur eru á, að Evrópa verði háð innflutningi á áli á næstu áratugum og þau lönd sem ts- lendingar myndu keppa við yrðu Astralia og fleiri riki, sem þurfa aö greiða sérstakan 7% toll af innfluttu áli, sem tslend- ingar losna við vegna sérsamn- inga viö EBE. Þetta jafngildir um 120 dollurum á tonn i bættri samkeppnisstööu fyrir tsland eða sem svarar um 8 mills á KWh i raforkuverði.” Hér kveður heldur betur við annan tón en menn eiga að venj- astfrá iðnaöarráöherra. Þess er skemmst að minnast, þegar iðn- aðarráðherra missti út úr sér á Alþingi, að vænlegasti virkj- unarkostur landsmanna nú, væri að leggja niður Alverið i Straumsvi'k. Helzti sérfræð- ingur hans hefur nú fært að þvi gild rök, aö þarna hafi ráðherr- ann misst út úr sér mestu öfug- mæliársins — ef ekki áratugar- ins. Ófrægingarherferö Alþýðu- bandalagsins og Þjóöviljans gegn þeim mönnum, sem af mikilli framsýni tóku á sinum timaákvörðun um byggingu AI- versins i Straumsvik, sem á sin- um ti'ma var upphaf stóriðju- stefnunnar á tslandi, hefur nú endanlega reynzt dauö og ómerk.Núer eftirað vita, hvort iðnaöarráðherrann er pólitiskt frjáls aö þvi að draga rökréttar niðurstöður af upplýsingum sér- fræðinga sinna. —JBH Sýndarlýðræði? A siöustu árum hafa Alþýöu- •andalagsfélögin vföa um land iöhaft forval viö uppstillingu á ista viö Alþingis- og sveita- tjórnakosningar. Félagiö i lópavogi mun vera þaö fyrsta em tók upp þessi vinnubrögö og iö rööun á G-listann i Reykja- ik fyrir vetrarkosningarnar 979 var stuöst viö forval i fyrsta inn. Nvl í vikunni voru sam- ykktar nyjar forvalsreglur yrir A Iþyöubandalagiö i leykjavfk og hefur blaöiö reint fra þeim i fréttum. Ekki er þaö ætlun min aö fara saumana á þeim reglum eöa örum forval sreglum heldur söa lftillega forval og prófkjör g hugsanleg áhrif þess. Aöalmunurinn á forvali og rrtfkiöri er sá aö i Drófkiöri tengsl viö heppilega aöila og itök og aöstööu eigi fyrirfram miklu meiri möguleika á aö veröa tilnefndur en sá sem hefur litiö eöa ekkert af öllu þessu. Eöa hvaö geröist ekki i alþingiskosningunum i Reykja- vfk 1979 þegar forvali bar beitt. „Kvennasætiö” tapaöist. Þaö þarf ekki aö fara i grafgötur meö þaö aö konur eru valda- lausar i' okkar ágæta þjóöfélagi. til um, þá er verr af st aö fariö en heima setiö. Betra aö hafa gamla fyrirkomulagiö, viöur- kenna iyöræöisieysiö, og biöa þar til forsendur eru fyrir hreyttri skipan. Ef þaö er ekki gertgeturfariöeins og mér sýn- ist vera aö gerast i forvali aö íyöræöiö snúist upp i andstæöu sina og komi til meö aö þjóna fyrst og fremst þeim er íyö- ræöisreglumar voru settar til höfuös. Sá sterki veröur enn sterkari, hann hefur buröi og aöstööu til aö notfæra sér i hag þá bættu aöstööu sem umræddar reglur skapa. Sá vanmáttugi veröur hins vegar enn verr settur en áöur. Þetta vitum viö sem lengi höfum staöiöikvenfrelsisbaráttu sem lenei eekk undir nafninu Helga Sigurjónsdótti _«—:i__ 13 Umræður þeirra um „lýöræöi” hefðu falliöLenin vel i geö Úr einu Að reykja í fyrsta sinn Krafan um aukið lýðræði, bæði atvinnulýðræði, efnahags- lýðræði og stjórnmálalegt lýð- ræði er veigamikill hluti allrar umræðu um nútimalega vinstri stefnu. Fyrir kosningarnar 1978 markaði umræða um prófkjör, kosti þeirra og ekki siður eðli, verulegt spor. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði gert slikar til- raunir,sem þó voru að þvi leyti óverulegar, að einstökum flokksráðum hafði verið falið að ákveða, hvort slikt kerfi skyldi viðhaft eða ekki. Klofningur flokksins á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra stafaði ein- mitt af deilum ekki um menn fyrst og fremst, heldur hvort prófkjör skyldi viðhaft eða ekki. Uppreisnarmennirnir voru menn, sem vildu prófkjör, en urðu undir i deilunum við flokkseigendurna. Alþýðuflokkurinn braut blað i islenzkri stjórnmálasögu þegar hann lögleiddi opin prófkjör i öllum kjördæmum og öllum sveitarstjórnum. Væntanlega dregur enginn jafnaðarmaður lengur i efa, að það hafi verið rétt ákvörðun. Þess vegna er kostulegt að lesa i Þjóðviljanum umræður um það, sem þeir kalla forval, og er þeirra eigin útgáfa af próf- kjörum. Flokkskjarninn i AI- þýðubandalaginu er i eðli sinu á móti þessu aukna lýðræði, og allri röksemdafærslunni sem að bakibýr. Þorsteinn Magnússon, einn af þessum litlausu ungbiró- krötum, sem ganga erinda for- ustunnar i Alþýðubandalaginu, gerir nýlega grein fyrir „nýj- um”, hugmyndum um forval á siðum Þjóðviljans. Honum ferst einsogbarni sem er að reykja i fyrsta sinn. Umræðan er barns- lega feimnisleg — en á sama tima finnst honum hann vera aö gera eitthvað stórkostlega dramatiskt, róttækt og rangt, sem aldrei hafi verið gert áður og aldrei muni leikið eftir. Honum finnst það svolitið Ijótt en um leið svolitið gott. Einsog fyrsta Camelsigarettan. Það er nú allt og sumt Prófkjör, með einum eöa öðrum hætti, er orðinn snar þáttur i lýðræði okkar. Auðvitað hafa þau bæði kosti og galla lýð- ræðis. En við hinir erum nú þeirrar skoöunar, að kostirnir séu fleiri. Alþýðubandalagið hefur auð- vitað ekki haft frumkvæði i þessum efnum fremur en i félagslegum framförum yfir- leitt. Þeir druslast einhvern veginn með, af illi nauðsyn og fyrst og fremst til þess að forð- ast það að vera hallærislegir. En hverjar skyldu nú tillög- urnar vera? Jú, kosningar eiga auövitað að vera eingöngu fyrir skuldlausa og flokksbundna menn. Siðan fer fram fyrri um- ferð. Þá eru sitjandi þingmenn og sveitarstjð'rnarmenn ekki með. Þá er stungið upp á nöfn- um. Siðan fer fram önnur um- ferð. Þá eru allir með. Þá er raðað. Loks er uppstillingar- nefnd (Ingi R. Helgason og Guð- mundur Hjartarson) óbundin af öllu bröltinu. Með öðrum oröum, ef hinir fáu þátttak- endur hafa ekki kosið Svavar og Guörúnu, þá leiðréttir Ingi mis- tökin. Þetta er ekki grin. Þetta er fúlasta alvara. Með hinu flókna kerfi er auðvitað tryggt, að að- eins hópur „mjög áhugasamra félaga” nennir að taka þátt i þessu. En jafnvel þeim geta orðið á mistök. Þá tekur Ingi R. við. Svoleiðis verk hefur hann unnið árum og áratugum saman. Leninismi — elitulýð- ræði Það lifir ekki mikið eftir af leninisma i vestrænum þjóð- félögum. En þetta eru ómeng- aðar leyfar hans. Lenin var þeirrar skoðunar að fjöldinn væri heimskur og liklegri en ekki til þess að komast að „vit- lausri” niðurstöðu. Hann bjó til stjórnkerfi, sem beinlinis byggðist á þessari skoðun. Gamli Marx hefur svo goldið þess, aö þetta kerfi er ranglega rakið til hans. Þetta elitukerfi Lenins smitaði kommúnista- flokka um allan heim — og þvi miður einnig verkalýðshreyf- ingu og vinstri flokka breitt og almennt talað. Vinstri flokkar um allan heim hafa hins vegar i vaxandi mæli verið að gera upp þessa fortið sina — þróa nýtt og inntaksmeira lýðræði. Sú þróun verður auövitað aldrei sár- saukalaus. Þetta er samt að gerast. Kerfi Lenins var byggt á mannfyrirlitningu. Hann, eins og Nietsche, hafði i rauninni skömm á manninum og eigin- leikum hans. Hann trúði á yfir- burði kenninga sinna, og þvi jafnframt, að þær skyldi fram- kvæma úrvalssveit, sem valin væri að ofan. Þessi formúla hefur nákvæm- lega gengið eftir. Syntesan af þessu lýðræði i Sovétrikjunum er i dag Leonid Brésnef. Ótrúlega frumstætt Freistandi væri að draga þá ályktun að fólki i Alþýðubanda- laginu sé þetta mætavel ljóst. Það viti að það býr við lenins lýðræöi og vilji hafa það svo. Það vilji vera hluti af hjörð. Vilji láta stjórna sér að ofan. Öliklegt er það samt. En umræðurnar i Þjóövilj- anum halda áfram. Helga Sigurjónsdóttir skrifar á sunnu- dag ágæta grein i Þjóðviljann um þessi efni. Eins og kannske alltof margir virðist Helga vera þeirra skoðunar að sósialismi og naivitet sé eitt og það sama, þvi meiri barnsleg einlægni, þvi betri sósialisti. Út af fyrir sig er þetta eflaust ekki vitlaus kenn- ing. Hætt er samt við að Inga R. Helgasyni þyki kenningin ekki merkileg. Honum kann að þykja hún nytsamleg, — en ekki merkileg. Grein Helgu er aldeilis með ólikindum skemmtilega rugl- ingsleg. Hún telur þaö forvalinu helzt til tekna að tilgangurinn sé góður (sem þýðir væntanlega að þaö framkallar niöurstöður sem Helgu kemur til með að iika). Siðan er hún þeirrar skoðunar að „forval muni ekki auka lýð- ræði innan flokka heldur er hér á ferðinni enn eitt dæmið um sýndarlýðræöið, sem betra væri að vera án”. Þá á hún væntan- lega við það að samt sem áður geti niðurstöður orðið aðrar en hún hefði kosið. Siðan fylgja ruglingslegar athugasemdir um það, að við lýöræðisaðstæður tali menn við aðra menn og reyni að afla sér og sinum mál- staö fylgis. Loks er forvalinu fundiö það helzt til tekna að niðurstöður séu ekki bindandi, uppstillingarnefnd geti breytt niöurstööum ef þær reynast óheppilegar! Ekki þarf að draga einlægni Helgu Sigurjónsdóttur i efa. En þessar umræður eru svo ótrú- lega barnalegar, þær eru svo fjarri öllu þvi sem upplýstir menn eiga við, þegar þeir tala um lýöræði, að með ólikindum er. $ í annað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.