Alþýðublaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. júní 1981.
5
lÚEiindum íonno.skipt
Annað eldsneyti er flug-
steinolío ).
is konar tækni sem fyrir hendi er
til þess að afla sér viðbótarorku i
kuldaköstum. útsala eða niður-
greiðsla á raforku til hitunar
leysir engan vanda heldur aðeins
flytur hann til. Viðfangsefnið er
að gera rafhitunina fjárhagslega
hagkvæma bæði fyrir notendur og
raforkuiðnaðinn.
Orkuverð eldri hitaveitnanna
er nú með öllu öraunhæft og hefur
letjandi áhrif á orkusparandi að-
gerðir húseigenda. Það hefur i för
með sér orkubruðl og aukinn
þrýsting um stöðugt nýja vatns-
öflun til veitnanna.
Orkunotkun i íönaöi er annar
meginþáttur i orkubúskap okkar.
Á þvi sviði er verulega orku að
vinna með bættri hönnun og stýr-
ingu hvers kyns vélbúnaðar. Um
allan heim einbeita menn sér nú
að þvi að minnka þá orku, er
nauðsynleg er til iðnaðarfram-
leiðslu og jafnframt er leitað leiða
til að nýta betur afgangsvarma,
sem áður hefur verið leiddur
brott með kælivatni eða lofti.
Sem dæmi um þetta má nefna,
að nýlega eru komnir á markað
rafhreyflar með 10—15% betri
raforkunýtingu en eldri gerðir og
i hinum svonefnda „orkufreka”
iðnaði hefur tekizt að lækka orku-
þörfina pr. tonn af framleiðslu
verulega jafnframt þvi, sem út-
blástursvarmi hefur verið nýttur
til húshitunar eða raforkufram-
leiðslu. örtölvutæknin skapar
nýja möguleika á nákvæmari
stýringu og orkusparnaði.
Ég hef áður minnst á oliunotk-
un fiskim jölsverksmiðja, en
orkunotkun islenzku verksmiðj-
anna hefur verið með þvi mesta
sem þekkist eða um 70 kg af oliu á
hvert tonn hráefnis að meðaltali
og er þá raforkunotkun verk-
smiðjanna ekki talin.
Vitað er hvernig lækka má oliu-
notkunina i um 40 kg. af oliu pr.
tonn af hráefni og er nú stefnt að
þvi takmarki eins hratt og fjár-
hagslega geta verksmiðjanna
leyfir.
Einhverntima kemur að þvi að
breyta verður um orkugjafa við
þurrkun fiskimjöls, en vegna
lélegrar nýtingar hámarksafls-
ins, sem til þurrkunar þarf er lik-
legt að kol fremur en raforka
komi i stað oliunnar.
Frystiiðnaðurinn er mikilvæg-
ur þáttur i atvinnulifi okkar og
verulega stór raforkukaupandi.
Athuganir i Færeyjum og i Noregi
sýia að verulega er hægt að
minnka orkuþörf frystihúsa með
bættri stýringu véla, endurbótum
á einangrun frystiklefa og fleiri
atriðum. Jafnframt er hægt að
endurvinna þann varma, sem
leiddur er burt úr hráefninu við
frystingu. bannig ætti frystihús,
sem vinnur úr ca. 4000—5000 tonn-
um á ári að geta gefið varma sem
nægir til upphitunar á vinnslusöl-
um frystihússins auk ca. 80 vel
einangraðra ibúðarhúsa.
0
• ' í' f f :
Mitterrand við skrifborö forsetans f Elyseehöll.
VIÐTAL VIÐ JAQUES MEGIN VIÐFANGSEFNIÐ ER
AÐ finna öllum
ssar* atvinnu A nýjan leik
Jacques Deiors, hinn nýi fjármálaráðherra i rikisstjórn jafnað-
armanna i Frakklandi er 55 ára gamall. Hann gekk i Jafnaðar-
mannaflokkinn árið 1974 og hefur á seinni árum verið einn af nán-
ustu ráðgjöfum Mitterrands. Helztu markmið Mitterrand-stjórnar-
innar i efnahagsmálum eru að binda endi á atvinnuleysið og auka
hagvöxt. Margir veita þvi fyrir sér, hvaða ráðum franskir jafnaðar-
menn munieinkum beita til þess að ná þessum markmiðum. Ýmsir
hafa látið i ljós efasemdir um að stytting vinnuvikunnar, lækkun líf-
eyrisaldurs og f jölgun opinberra starfsmanna verði tii annars, en að
hækka verð á útflutningsvörum Frakka, og auka viðskiptahalla og
verðbólgu. Ljóst er að franskir jafnaðarmenn hafna þröngum pen-
ingamagnskenningum, sem nú einkenna mjög hagstjórn i Banda-
rikjunum og á Bretlandseyjum. Frakkar voru seinir til þess aö upp-
götva Keynesíska hagfræði. Franskir jafnaðarmenn viröast hins
vegar nú vera eindregnir Keynesistar. Hér fer á eftir viðtal sem
bandariska timaritið Newsweek átti við hinn nýja fjármálaráð-
herra.
„Vidtal um efnahagsstefnu nýju rikisstjórnarinnar i
Frakklandi og samskipti franskra jafnaðarmanna við
Reagan-stjórnina í Washington”
SPURNING: 1 hverju er hinn
„nýi sti'll” franskra jafnaðar
manna einkum fólginn?
SVAR: Við erum evrópskir
sósialdemókratar. Við höfum
aðlagað stefnu okkar raunveru-
leikanum i frönsku þjóðfélagi á
okkar timum. Sögulega séð hef-
ur franskt þjóðfélag einkennzt
af mjög öflugu rikiskerfi og
óhóflegri sammiðjun valdsins.
Þegar við tölum um sósialiska
sjálfstjórn, þá meinum viö þjóð-
félag þar sem valdinu er dreift
og fjölbreytni rikir.
SPURNING: Þið höföuð i
kosningabaráttunni mjög á orði
hugtök eins og: „Að lifa öðru
visi”. Hvað þýðir það?
SVAR: Hægri stjórnin i
Frakklandi stefndi i áttina að
þjóðfélagi „tveggja þjóða”.
Annars vegar var minnihluti
þjóðarinnar sem naut hárra
launa og mikillar félagslegrar
virðingar. Hins vegar var af-
gangurinn af þjóðfélaginu: All-
ur almenningur lék aðeins
aukahlutverk og gat ekki gert
miklar kröfur. Hvorki varðandi
tekjur, atvinnuöryggi eða fé-
lagsleg réttindi. Við gerum okk-
ur grein fyrir þeim takmörkun-
um sem erfitt efnahagsástand
setur okkur. En við munum
vinna gegn þessu tviskipta þjóð-
félagi efnahagslegra og félags-
legra forréttinda annars vegar
og annarsflokks borgara hins
vegar. „Að lifa öðru visi” merk-
ir þá þjóðfélag, sem einstakl-
ingarnir geta sagt um með góðri
samvisku: „Ég hef minu já-
kvæða hlutverki að gegna”.
SPURNING: Gagnrýnendur
halda þvi fram, að Frakkland
hafi ekki efni á að borga reikn-
inginn, sem útgjaldaáform ykk-
ar kosta?
SVAR: A þeim fáu vikum sem
við höfum verið við völd, höfum
viö gert þrenns konar ráðstaf-
anir til þess að koma þjóöinni
aftur til starfa. Fyrsta aðgerðin
— hækkun lágmarkslauna og
bótagreiðslna tryggingakerfis-
ins —• var gerð i nafni félags-
legrar samstöðu. Annað skrefið
snerist um þaö að fjölga störf-
um. Þriðja atriðið — lækkun
vaxta á rekstrarlánum iðnaðar-
ins — er hugsuð til þess að auð-
velda iðnfyrirtækjum aö komast
i gegn um stundarerfiðleika og
til þess að hvetja þau til fjár-
festingar á ný. Til samans leiða
þessar aðgerðir til um það bil
1% örari vaxtar þjóðarfram-
leiðslu en ella hefði orðiö. Við
munum ekki setja franskt efna-
hagslif úr skorðum. Við höfum
tekið i arf hagkerfi, sem ekki
' var i jafnvægi. Viö stefnum aö
þvi að koma þvi i jafnvægi á ný.
SPURNING: Iðnrikin eiga nú
Pierre Mauroy, forsætisráð-
herra Frakklands.
við efnahagserfiðleika aö etja
og samdráttar gætir i heimsviö-
skiptum. Setur þetta ykkur ekki
stólinn fyrir dyrnar varðandi
vöxt þjóöarframleiöslu?
SVAR: A okkar timum má
merkja einkum tvo hugmynda-
fræðilega skóla, sem ráða af-
stöðunni til þessarar spurning-
ar. Fyrri skoðanahópurinn set-
ur baráttuna gegn verðbólgunni
iöndvegi. Ný störf verða ekki til
fyrr en árangur hefur náöst i
þeirri baráttu. Hinn skólinn,
sem við erum aldir upp i, kennir
að við verðum að berjast gegn
verðbólgu og atvinnuleysi sam-
timis. Enginn — og það á vissu-
lega ekki viö um okkur jafnað-
armenn — hugsar um þessi mál
út frá hugmyndunum annað
Jaques Delors: „Við erum and-
vigir tviskiptu þjóðfélagi veli-
auðugrar forréttindastéttar
annars vegar og annarsflokks
borgara hins vegar”.
hvort — eða. Við viljum við-
halda opnu og virku markaðs-
kerfi og leggja fram okkar skerf
til þess að stuðla að nýjum hag-
vextii'hinu evrópska hagkerfi.
SPURNING: Hafið þið orðið
varir verulegs fjárflótta frá
Frakklandi siðan þið komuð til
valda?
SVAR: Nei. Fyrst i stað gætti
nokkurrar spákaupmennsku
gegn frankanum. Annars vegar
vegna hárra vaxta i Bandarikj-
unum og hins vegar vegna þess
aö kjör Mitterrands forseta kom
viöskiptaheiminum i opna
skjöldu. Við höfum siðan gert
nauðsynlegar ráöstafanir til
þess að binda endi á þessa spá-
kaupmennsku. Hlutirnir eru
’<ndir stjórn.
SPURNING: Munu hinir háu
vextir i Bandarikjunum draga
úr vilja Evrópumanna til þess
að standa við skuldbindingar
sinar um útgjöld til varnar-
mála?
SVAR: Mitterrand hefur þeg-
ar fullvissað alla um aö Frakk-
ar munu standa við allar skuld-
bindingar sinar i varnarmálum.
Enginn annar ieiðtogi i Evrópu
hefur verið eins einbeittur og af-
dráttarlaus i andstöðu gegn út-
þensiustefnu Ráðstjórnarrikj-
anna Tilhneiginga til hlutleysis
gætir hins vegar i öðrum Evr-
ópulöndum. Við verðum að gæta
þess að samdráttur i efnahags-
lifinu verði ekki til þess aö
draga úr vilja og getu Evrópu-
þjóða til árangursriks sam-
starfs i varnarmálum.
SPURNING3 Getur þú lýst
fyrir okkur hversu umfangs-
miklar þjóðnýtingaráætlanir
ykkar eru og hversu hratt þær
koma til framkvæmda?
SVAR: Það er of snemmt að
svara þvi. Nefna má að þrir
þjóönýttir franskir bankar —
Société Génerale, Banque Nat-
ional de Paris og Le Credit
Lyonnaise — eru meðal fimmtiu
stærstu banka i heimi. Renault,
sem er einn af allra stærstu
bilaframleiðslusamsteypum
heimsins er rikisrekið. Þarna
eru okkar fyrirmyndir.
SPURNING: Verður þessi
stefna ykkar ekki til þess að
drepa i dróma frumkvæöi ein-
staklinga og vilja til samkeppni
i þágu neytenda?
SVAR: Alls ekki. Við stefnum
alls ekki að rikisforræði eða rik-
iseinokun. Það er leniniskt hug-
tak. Viö visum þvi gersamlega á
bug. Við erum einnig gegn alls
herjar rikisreknu velferðarkerfi
frá vöggu til grafar. Markmið
okkar meö takmarkaðri þjóö-
nýtingu er að leysa ákveðin iðn-
rekstrarvandamál, ekki að
binda þau i hnút.
SPURNING: Hvað er fram-
undan i samskiptum Frakka og
Bandarikjamanna?
SVAR: Mitterrand mun reyn-
ast hreinkilinn en traustur
bandamaður i skiptum sinum
við ykkur. Bandarikjamenn
kunna að vera dálitiö ruglaðir i
riminu vegna þess sem gerzt
hefur i Frakklandi. Þeim er
hollt að hafa i huga að hér i landi
hafa ekki orðið raunveruleg
stjórnarskipti i 23 ár. Banda-
rikjamenn eru vanir stjórnar-
skiptum. Eftirað við höfum lagt
dálitið að okkur til þess að skilja
betur hver annan, þá er ég þess
fullviss aö samstarfið mun
ganga prýöilega.
(JBH — endursagöi)