Alþýðublaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. júní 1981. 7 Mörkum opinbera 6 Orkusparnaður 4 lagi og gisnu dreifingarkerfi. MeB því aö leyfa heimabrugg veröa stjdrntæki áfengisneyslu óvirk eöa mun minn virk en ella. Sterk vin, léttvln eöabjdr?Ef heildarneysla á alkóhóli eykst virðist skaðsemin jafnmikil hvort sem aukningin starfar af sterkum eöa léttum vínum eða bjór. Hættan við bjórinn er aö hann bætist hreinlega viö þá neyslu, sem fyrir er, án þess að breyta henni að öðru leyti. Er þetta reynsla annarra þjóða, sérstaklega þar sem dreifing á bjór hefur verið með annarri matvöru. Það er hinsvegar fræðiiega mögulegt að innleiða bjór þannig aö hann ryöji Ur vegi sterkari tegundum, en til þess þarf að beita markvisst verðlagningu og dreifingar- kerfi. Drykkjusiöir tslendinga ein- kennast af sterkvinsdrykkju (85%) þar sem mikið magn er tekið á skömmum tima. Erfitt er með stjórnaraögeröum aö breyta drykkjusiðum, en þó hafa stjórnvöld stuðlaö að þvi að viðhalda þessum drykkjusiðum með þviaö verðleggja brennivin ódyrar en aðrar tegundir (a.m.k. tfl skamms tima). Likur benda til, að „ölvunardrykkja” leiði fremur til myndunar alkó- hólisma heldur en ef sama magni er dreift jafnar yfir lengi tima. Það má bvi leiða rök aft þvi,að það sé tilbóta aö innleiöa Íétt vin eöa bjór I stað sterkra vina, ef það tekst án þess að auka heildarmagnið. Að lokum er vert að benda á margvislega möguleika rikis- valdsins tilað draga úr áfengis- neyslu með einföldum ákvörö- unum. Nefna má stöðvun allra áfengisveitinga á vegum hins opinber og stofnana hins opin- bera svo og stöðvun á sölu á toll- frjálsu áfengi. Oft er á þaö bent, að neysla áfengis á tslandi sé minni en viöasthvar annarsstaðar. Tölur eru byggöar á söluskyrslum Afengis- og tóbaksverslunar rikisins. Fullyröa má, aö þessar Davíð gjaldið sé aö finna i Reykjavik en ekki I Genf eöa Brussel? Að þessu tilefni þykir mér rétt að rifja upp að iðnrekendur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta 1969 að styöja inn- gönguna I EFTA, en inngangan var nauösynlegur undanfari samningsins við Efnahags- bandalagið. Menn verða aö gera sér ljóst, að þessi samningur var gerður vegna þess að Efnahagsbanda- lagið taldisér hag i þvi aö fá að flytja iðnaðarvörur tollfrjálst til Islands. Garðabær — lóðaúthlutun Úthlutað verður um 30 einbýlishúsalóðum á svæðinu austan Silfurtúns. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Umsóknareyðublöð afhent á bæjarskrif- stofunni. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar gefur byggingarfulltrúi i sima 42311. Bæjarritari. Laus staða Staða ritara hjá samgönguráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ráðuneyt- inufyrir 10. júli 1981. Upplýsingar um téða stöðu verða ekki gefnar i sima. Reykjavik, 25. júni 1981. Sa mgönguráðuney tið. ÚTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i jarðvegsskipti i hús- grunna við Eiðsgranda. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut 30 þriðjudaginn 30. júni gegn 500 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðju- daginn 7. júli kl. 14 á sama stað. Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik Skrifstofustarf hjá Raunvisindastofnun Háskólans er laust til umsóknar. Þekking á meðferð banka- og tollskjala æskileg ásamt enskukunnáttu. Upplýsingar i sima 21340 kl. 10-12 næstu daga. Umsóknir seiídist Raunvisindastofnun Háskólans sem fyrst og eigi siðar en 10. júli n.k. neyslutölur eigi við litil rök að styöjast. Til viðbótar kemur mikið magn af heimageröu áfengi og smyglað áfengi. Þvi hefur verið haldið fram, að hér á landi látist um 250 manns á ári hverju af beinum eöa óbeinum afleiðingum of- neyslu áfengis. Þaö er skoðun flutnings- manna þessarar tillögu, að áfengisvandi Islendinga sé orð- inn svo alvarlegur að aðgerðir stjórnvalda séu nauðsynlegar og að starfað verði eftir ákveð- inni áfengismálastefnu.” Hér íykur greinargerö Arna Gunnarssonar með tillögu Al- þy ðuf lokksm anna. 8 Það er þvi Bnaöurinn á Islandi sem greiðir aðgangseyrinn aö tollfrjálsum Utflutningi til meginlandsins. Má af þessu sjá, aö dæmisaga Esóps er enn i fullu gildi, þvi enn getur músin hjálpaö ljóninu með þvi að naga sundur viðj- arnar sem ljónið var njörvað i. Hitt þykir mér öllu lakara þegar þeir væna mig um aö ég geri kröfu til þess að „við brjót- um gerða samninga viö aðrar þjóðir, sem eru Islendingum jafn mikilvægir og raun ber vitni”. Standa ber við gerða samninga Ég vil enga samninga brjóta og skiptir mikilvægi þeirra ekki máli. Einmitt þess vegna vildi ég að viðbrögð bæði EFTA og Efnahagsbandalagsins við álagningu aðlögunargjalds yrðu könnuð nii, eins og gert var árið 1979, en ég vildi að sií könnun yröi framkvæmd með jafn já- kvæðu hugarfari sendimanna okkar nú og þá. Lýst eftir stefnu rikis- stjórnarinnar Látum þetta nú allt liggja á milli hluta i bili. Aðalatriðið er aö megin spurningunni er enn með öllu ósvaraö. Hvað ætlar rikisstjórnin að gera? Hún nýtti ekki frestinn, sem aðlögunar- gjaldið veitti henni til að leið- rétta starfsskilyrði iðnaðarins og nil er viöskiptaráðherra kominn heim með nei frá Brussel. Reykjavik, 29. júni 1981 DaviðSch. Thorsteinsson. Auglýsinga síminn 81866 Verið er nú að setja upp slikan endurvinnslubúnað við frystihús Kaldbakshf. á Grenivik við Eyja- fjörð. Ég læt hér staðar numið um orkusparnað i iðnaði, en Orku- sparnaðarnefnd hefur reynt að fá iðnrekendur og fleiri aðila til samstarfsá þessusviði. Reynslan erlendis hefur sýnt, að fljótvirk- asta aðferðin til að ná fram orku- sparnaði i iðnfyrirtækjum er að setja upp sérstaka orkusparnað- arnefnd innan fyrirtækjanna og setja henni markmið t.d. um 7% orkusparnað á ári i'yrstu 3 árin. Með þvi hefur tekizt að virkja hugvit og krafta stjórnenda og annarra starfsmanna við .þetta viðfangsefni. Orkusparnaður við fiskveiðar Orkunotkun við fiskveiðar er þriðji stærsti þátturinn i orku- notkun okkar og þar sem orkan er eingöngu fengin úr innfluttu elds- neyti er um mjög kostnaðarsam- an þátt i orkunotkuninni að ræða. 1 forsendum orkuspárnefndar fyrir spá um oliunotkun 1980—2000 er gerð góð grein fyrir oliunotkun fiskiskipaflotans, en siðan spáin var gerð, hefur orðið meiri.fjölgun á togskipum en þar var gert ráð fyrir. Er hér um mjög varhugaverða þróun að ræða. Oliukostnaður sem hlutfall af aflaverðmæti fer nú vaxandi á öllum veiðum og sérstaklega er hlutfallið óhagstætt við togveið- arnar eða ca. 18—20%. Fjölgun skipa þýðir minni afla pr. skip og þar með versnar hlutfallið enn. Sem dæmi um þær ógöngur, sem við erum komnir I má nefna, að hinir stóru togarar Bæjarút- gerðar Reykjavikur notuðu á s.l. ári rúmlega 7 þús. litra af oliu á veiðidag en afli þeirra á sama tima var 17—19 tonn, sem telst mjög góður afli. Það er öllum ljóst að oliuverð má ekki hækka mikið umfram fiskverð eða afli pr. veiðiskip að minnka til þess að útgerð togskipa verði nær vonlaus fjárhagslega. Talið er að auðvelt sé aö draga úr oliunotkun fiskiskipaflotans um 10% með skynsamlegri véla- notkun og fleiri atriðum. Það dugar þó skammt fyrir verð- hækkunum oliu i framtiðinni. Hér verður þvi að koma til miklu meiri stýring á stærð og gerð fiskiskipaflotans og kvótakerfi um veiöarnar. Orkusparnaöur i heimilisnotkun og tii lýsingar Orkunotkun til heimilishalds og lýsingar er tiltölulega litill hluti af heildarorkunotkun lands- manna, en þó talsvert kostnaðar- samur fyrir almenning og fyrir- tæki. Hægt er að spara verulega orku iheimilishaldi og við lýsingu með aukinni þekkingu og aðgát al- mennings. Nýrri gerðir heimilis- tækja eru sparneytnari á orku en eldri gerðirnar og margvisleg stýritækni, sem nú er á boðstóln- um getur komið i veg fyrir orku- sóun i heimilishaldi. A undanförnum árum hefur orðið mikil aukning i raforku- notkun til lýsingar og veldur þar um miklar lýsingarkröfur og ljós- gjafar með lélega nýtingu. A þessu er að verða gjörbylting er- lendis og hlytur sú þróun einnig að verða hér, þegar húsahönnuðir og húseigendur átta sig á þvi, hvað mikið má spara i liftima bygginga með orkusparandi hönnun þeirra. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi orkusparnað. Á þessu orkuþingi hafa verið lögð fram fróðleg erindi um orkulindir og virkjun þeirra. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að halda áfram að efla lifskjaragrunvöll þjóðarinn- ar með aukinni nýtingu orkulinda okkar. En fjármunalindir okkar og mannauður eru takmörkunum háðar og þvi verður nýting ork- unnar að batna samfara aukn- ingu á orkuframboði. 1 mörgum tilvikum getur bætt orkunýting komið i stað aukningar orku- framkvæmda. T.d. mætti bera saman kostnaðinn við aðgerðir húseigenda til bættrar nýtingar á heitu vatni til upphitunar hús- næðis annars vegar kostnað hins vegar. Orkusparnaður kemur þjóðinni að gagni i minni gjaldeyrisnotkun og með hjálp hans verður meira fjármagn og vinnuafl til ráðstöf- unar i arðbær verkefni. 1 stærra samhengi hefur orkusparnaður áhrif á alþjóðlegan orkumarkað og hann stuðlar að betri meðferð jarðarbúa á takmörkuðum auð- iindum plánetunnar. Það er skoöun orkusparnaðar- nefndar og þeirra sem að henni standa, að orkusparnaður sé langódýrasti kosturinn i flestum tilvikum og einungis þegar hann sé fullnýttur komi aðrir kostir til álita. Lögfræðingur Ráðuneytið óskar eftir að ráða löglærðan fulltrúa til að annast útgáfu Stjórnartið- inda og Lögbirtingablaðs. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknarfrestur er til 10. júli nk. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Dóms- og kirkiumálaráðuneytið, 24. júni 1981. AMERÍKA 3ja vikna ferð til St. Petersburgh, Florida 2 dagar i New York, 6.-29. september Nokkur sæti laus Upplýsingar í símum 29244 - 29273 - 29282' Staðfestingar á pöntunum verða að hafa borist skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10 Rvk. fyrir 2. júlí n.k. Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.