Alþýðublaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. júlí 1981
5
sinni á tveimur „stigum”: Ann-
ars vegar eru samskipti rikis-
stjórnar Ráðstjórnarrikjanna
við aðrar rikisstjórnir. Hins
vegar við andstöðuhópa, sam-
tök og hreyfingar, sem lítsend-
arar Ráðstjórnarinnar reyna að
ná tökum á. Þannig beita þeir
bæði efnahagslegu og pólitisku
valdi hins sovézka rikisvalds,
tiltölulega litlum fjármunum,
miklum vopnasendingum, og
beinum þrýstingi á félagslegar
hreyfingar eins og Þjóöfrelsis-
hreyfingar, kommúistaflokka,
verkalýðsfélög og friðarhreyf-
ingar.
Að þvi er V-Evrópu varðar, þá
er hið hernaðarlega jafnvægi
tiltölulega stööugt. Þrátt fyrir
veikleika sina er V-Evrópa
Bandarikjunum of mikilvæg til
þessað Bandarikin snúi baki við
Evrópu i nafni einangrunar-
stefnu. En ýmiss konar hótanir
og ógnanir, sambland af
pólitiskum, hernaðarlegum og i
vaxandi mæli efnahagslegum
þvingunum, duga Ráðstjórninni
tilað lama V-Evrópu sem virk-
an bandamann Bandarikjanna.
Evrópsk utanrikispólitíker ekki
til. Þetta kemur fram i sundur-
leitum og máttvana viðbrögðum
V-Evrópurikja við ágengni
Sovétstjórnarinnar, ekki aðeins
i Afghanistan, heldur viðs vegar
um veröldina.
Menn haf notað orðið
„Finlandiseringu” um þetta
ástand. Mér gezt ekki að orðinu.
Félagar okkar i Finnlandi eiga
það ekki skilið. Nær væri að tala
um „nýja Miinchen” — ósigur
án styrjaldar.
Herstjónarlist ráð-
stjórnarinnar í þriðja
heiminum
í samskiptum sinum við
þriðja heiminn hafa Sovétrikin
upp á fátt að bjóða: Þau geta
hvorki boðið upp á nothæfa fyr-
irmynd að árangursrikri efna-
hagsþróun né heldur hafa þau
efni á umtalsverðum fjárfram-
lögum til þróunaraðstoðar. En
það sem Ráðstjórnin getur gert,
gerir hún mjög vel: Hún getur
aðstoðað veikar rikisstjórnir
nýfrjálsra þjóða til þess að láta
að sér kveð.
t þessu felst m.a.: Almennur
stuðningur á alþjóðavettvangi
og i fjölþjóðlegu samstarfi.
Þjálfun starfsmanna, jafnt i
hernaði sem i tækni, rausnar-
legar vopnasendingar. Stuðn-
ingur af þessu tagi við þjóð-
frelsishreyfingar, þegar hann er
látinn i té nægilega snemma,
getur sett af stað ferli, sem
smám saman verður ekki aftur
snúið. Níet-Nam, Kúba, Suður
Yemen og Ethiópiahafa öll fet-
að þessa slóð. Mósambique,
Angóla og Sýrland eru nú á
jaðrinum. Leiðtogar þjóð-
ru nú að komast að því,
kilar ekki árangri, og
ra er haldið uppi með
nrtai y/
rfi hefur brugðizt sem
þar sem það hef ur ver-
heiminum: Á Kúbu, í
milli risaveldanna er
MfRIFASVÆÐI" verða
eini: I utanríkispólitík
jórnin sér að þessum
', sem er ekki aðeins að
num, heldur einnig í
tilandiseringu" Evrópu.
orð skilið. Nær væri að
;n" þ.e.a.s. um uppgjöf
a að vera í fararbroddi
ráttu í heiminum. Sem
enn Bandaríkjastjórnar
jórnina. En við getum
skiptahagsmunum fjöl-
þegar skilyrði fyrir
halda spilltum einræðis-
hægri afla við völd...."
frelsishreyfinganna i Nicaragua
og E1 Salvador, sem báðir eiga
aðild að Alþjóðasambandi jafn-
aðarmanna, vilja marka lönd-
um sinum aðra slóð. En bæði
eru þessi lönd skotmörk
sovézkrar utanrikisstefnu. Og
hver getur fullyrt, að valda-
stéttini' Indlandihafi ekki sinar
efasemdir? Alsir er dæmi um
land, sem var komið á ystu nöf
þess að gerast sovézkt fylgiriki,
en hvarf frá þvi á seinustu
stundu.
Ráðstjórnin er þolinmóð. Hún
veithvernigá að taka ósigri, án
máriháttar áhættu, eins og
gerðist þegar henni var fleygt á
dyr í Egyptalandi og siöar i
Sómali'u.Enfráþeirristundu að
eitthvert riki hefur dregizt end-
anlega inn i Sovétblokkina, þá
er vopnavaldi beitt, ef andstaða
ris upp.
Þessi herstjórnarlist, sem
rekin hefur verið af stakri
þolinmæði og samkvæmni i tvo
áratugi, hefur skilað Ráðstjórn-
inni ótrúlegum árangri. Jafnvel
innrásin og hemám Afghanist-
ans hefur ekki enn lokað leiðum
Ráöstjórnarinnar i þriðja heim-
inn.
I
Á sjötugsafmæli herra Sigur-
björns Einarssonar biskups
hinn 30. júni var ég utanbæjar
og haf ði verið um nokkurt skeið.
Af þeimsökum varð ekki úr þvi,
að ég ritaði nokkur orð af þessu
tilefni. Ég vil hins vegar ekki
láta það undir höfuð leggjast.
Astæöan er sú, að Sigurbjörn
Einarsson er i hópi þeirra
manna, sem ég met mest allra
þeirra, sem ég hef kynnzt.
Ég minnist Sigurbjörns
Einarssonar frá fyrstu árum
minum i Menntaskólanum, upp
úr 1930. Hann var þá kominn að
stúdentsprófi og haföi vakið at-
hygli allra nemenda með
snjöllum skrifum i Skólablaðið
og orðræðum sinum. En^ekkert
kynntist ég honum á þeim
árum.
Næst heyrði ég hans getið
nokkrum árum siðar af vörum
séra Friðriks Friðrikssonar,
sem ég var nákunnugur. Hann
spurði mig, hvort við
þekktumst. Ég kvað svo ekki
vera. Þar með lauk þvi tali.
Ekki vissi ég fyrr en iöngu
seinna, að leiðir þeirra lágu
snemma saman að þvi eina
HERRA
SIGURBJÖRN
EINARSSON
SJÖTUGUR
Veikleiki utanríkis-
stefnu
lýðræð isr íkja nna
Frammifyrir þessari sovézku
herstjórnarlist standa hin
vestrænu lýðræðisriki tiltölu-
lega berskjölduð. Þau skortir
samræmda heimssýn. Hvorki
V-Evrópa né Japan taka þátt i
þessu tafli, þar sem heimurinn
allur er skákborðið. Evrópa og
Japan láta sér nægja að tryggja
viðskiptahagsmuni sina til
skamms ti'ma. Aðeins Banda-
rikin reka utanrikispólitik á
heimsvisu. En þau skortir alla
samkvæmni og þolinmæði.
1 utanrikispólitískum sam-
skiptum si'num við önnur lönd
treysta Bandarikin eingöngu á
efnahagslegt vald rikisins. Þau
skortir alla hugmyndafræðilega
leiðsögn. Þeim lætur litt að not-
færa sér efnahagslegar og
félagslcgar andstæður i þriðja
heiminum. Þrautalendingin
verður þá einatt að standa að
baki valdatöku með vopnavaldi.
Þessi herstjórnarlist Banda-
rikjamanna virðist gefa hinu
hernaðarlega valdi algeran for-
gang. Markmiðin eru takmörk-
uð við það að svara eða andæfa
framkvæði Ráðstjórnarinnar.
Ekkert tillit er tekið til hins
flókna þjóðfélagslega veruleika
hinna vanþróuðu rikja.
Aðgerðir á efnahagssviðinu
eru utan verksviðs Bandariskra
stjórnvalda. Stjórnvöld i
Bandarikjunum geta þvi ekki
aðlagað efnahagsaöstoð sina
þörfum og aöstæðum þróunar-
rikjanna. Þetta mikilsverða
mál er eftirlátið hinum f jölþjóð-
legu fyrirtækjum. Þess vegna
gæör þeirrar tilhneigingar áð
lita á frelsi hinna fjölþjóðlegu
fyrirtækja til athafna sem hiö
eina sanna frelsi. Þetta er
heimsvaldastefna heimsvið-
skiptanna. Bandarikjastjórn
stendur þvi oft I þvi, að verja
hagsmuni fyrirtækja, sem
ganga i berhögg við hagsmuni
þróunarrikja. Niðurstaðan er
jafnvel sú, aö frelsi þeirra til að
skila hagnaðisé eina frelsið sem
þurfi að verja. Þetta leiðir rök-
rétt til stuðnings við spilltar og
illa þokkaðar hernaðarein-
ræðisstjórnir, sem meðhöndla
frumstæðustu mannréttindi af
algjörri fyrirlitningu.
Alþjóðasamband jafnaðar-
manna þarf að gera upp hug
sinn frammi fyrir þessum
vanda. Við erum I fararbroddi I
baráttunni fyrir mannréttind-
um, sem slikir erum við banda-
menn Bandarikjanna I andstöðu
við Ráðstjórnarrikin. En við
getum ekki verið bandamenn
gróðasjónarmiða fjölþjóðlegra
auðhringa, þegar skilyrðin fyrir
þvi eru að halda einræðisst jórn-
um herforingja við völd.
Hitt vandamálið, sem al-
þjóðahreyfing jafnaðarmanna
þarf að taka föstum tökum,
snýst um stefnu okkar og vinnu-
brögð gagnvart framfarahreyf-
ingum þriðja heimsins. Hver á
að vera okkar herstjórnarlist
gegnvart þriðja heiminum?
(JBH endursagði — framhald í
næsta blaöi).
bjargii lifi og dauða, sem aldrei
bifast. 1 grein um séra Friðrik
lét ég einhvern tima þau orð
falla, að liklega hefði hann fyrr
á öldum verið talinn helgur
maður. Sfgurbjörn Einarsson
natöi orð á þvi við mig skömmu
siðar, að hann væri sömu
skoðunar. Ekki hafði ég þá
kynnzt honum nógu grannt til
þess, að mér gæti komið til
hugar, að fyrir honum ætti að
liggja að verða mestur höfðingi
islenzkrar kristni á þessari öld,
við hlið séra Friðriks Friðriks-
sonar.
11
Þeir, sem nú eru á miðjum
aldri, hvaö þá hinir, sem yngri
eru, geta ekki haft nána hug-
mynd um stjórnmáladeilur,
sem áttu sér stað fyrir fjórum
áratugum. En einmitt á árunum
eftir 1940 áttu sér stað hér á
landi einhverjar hatrömmustu
deilur, sem hér hafa orðið. Þær
urðu sérstaklega illvigar vegna
þess, að þar tókust ekki á
flokkar eða flokkssjónarmið,
heldur var um það að ræða,
hvernig bregöast skyldi við
þeim gerbreyttu viðhorfum i
sjálfstæðismálum Islendinga,
sem hlutust af hernámi Breta á
tslandi voriö 1940 og
herverndarsamningum við
Bandarikin ári siðar. Ekki
aðeins andstæð lögfræðisjónar-
mið skiptu mönnum i tvo flokka,
heldur ekki siður ólik siðgæðis-
viðhorf. Innan allra flokka voru
menn, sem greindi á I þessum
efnum.Annars vegar voru þeir,
sem töldu Dani vanefna skyldur
sinar við íslendinga vegna her-
náms Þjóðverja og vildu stofna
lýöveldi á tslandi þegar i stað,
án tillits til ákvæöa sambands-
lagasáttmálans frá 1918. Hins
vegar voru þeir, sem láta vildu
lýðveldisstofnun biða til
styrjaldarloka, eða að minnsta
kosti til þess tima, að ákvæöum
sambandslagasáttmálans væri
fylgt.ensamkvæmthonum gátu
Islendingar stofnað lýðveldi
eftir 1943.
Deilurnar um þetta mál urðu
ótrúlega illvigar. Fornir vinir
uröu féndur. Ný vinabönd voru
hnýtt. Ég var þá nýkominn
heim frá námi, en skipaöi mér
þegar í hóp þeirra, sem vildu
virða sambandslagasáttmál-
ann. Sigurbjörn Einarsson var
þá prestur Hallgrimskirkju.
Hann var einnig I þeim hópi og
einn þeirra, sem undirrituðu
fræga áskorun til Alþingis 24.
ágúst 1942. Ekki tók séra Sigur-
björn virkan þátt i þeirri bar-
áttu, sem háö var. Ég minnist
þó enn samræðna við hann um
þessi efni.
Eftir lausn þessa deilumáls
komuönnur tilsögunnar, að þvi
leyti svipuð ágreiningnum um
sambandslögin, að þau voru
ekki að öllu leyti tengd stjórn-
málaflokkum, en þó i mun
rikara mæli en skilnaöarmálið
við Dani. Þegar leið á styrjöld-
ina, urðu margir uggandi vegna
áhrifa hinna erlendu herja, sem
hér dvöldu, bæði varðandi
menningu þjóðarinnar og
stjórnmálastöðu hennar að
styrjöldinni ldcinni. Þjóð, sem
hafði ekki verið fullvalda nema I
rúma tvo áratugi, hafði i landi
sinu erlenda hermenn, sem um
skeið að minnsta kosti voru
umþað bil jafnmargir og full-
orðnir izlenskir karlmenn. I
striðslok kom auk þess i ljós, að
mesta herveldi heims falaðist
eftir herbækistöðvum i landinu
til 99 ára.
Ég var þá dósent við Háskól-
ann, hafði verið valinn i mið-
stjórn Alþýðuflokksins og fyllti
flokk þeirra, sem voru uggandi
um framtiðina og vildi fara sem
varlegast I skiptum við stór-
veldi. Sigurbjörn Einarsson
varð dósent i guðfræðideild
haustið 1943. Hann hafði engin
afskipti af stjórnmálum á
innanlandsvettvangi. Hins
vegar beindist hugur hans mjög
að stöðu fslands og Islendinga i
nýjum heimi. Hann var þjóð-
ernissinni i þess orð beztum
skilningi og unnandi islenzks
sjálfstæðis. Hann tók þess
vegna eindreginn þátt i óform-
legum samtökum þeirra, sem
töldu sig hafa ástæðu til þess að
efast um, að valdamenn væru
nægilega vel á verði i skiptum
sinum við yfirstjórn herjanna
hér á landi og erlend stjórnvöld.
Hér var um hjartans
mál Sigurbjörns dósents að
ræða. Kom fijótlega i ljós, að
hann var einna málsnjallastur
allra manna i þessum hópi. Af
þeim sökum var mörgum
spjótum beint gegn honum á
þessum árum.
Þegar Alþingiskosningarnar
voru undirbúnar 1946, voru
miklar deilur uppi I Alþýðu-
flokknum. Annars vegar var
þar um að ræða ólfk viðhorf til
utanrikismála, hins vegar átök
milli kynslóða og ólik afstaða
þeirra til innanlandsmála. Jón
Blöndal hagfræðingur var þá
aðalforystumaöur andófsafla
iman flokksins. Hefði verið
eðlilegt, að hann yrði einn af
þingmönnum flokksins 1
Reykjavik, svo mikið var fylgi
þeirra, sem hann studdu. Um
þaövarð ekki samkomulag. Ég
var þá viö fræðistörf I Kaup-
mannahöfn. Niðurstaöa mikilla
deilna um annað sæti listans,
varð sú, að ég var kvaddur heim
frá Höfn og skipaöi fyrsta sæti
listans, Sigurjón A. ölafsson
annað sætið, en Haraldur Guð-
mundsson sem enginn ágrein-
ingur hafði verið um i fyrsta
sætið/iskipaði þriðja sætið. Nú
reiö á, aö vel tækist til um niöur-
stöðu kosninganna. Við vinir
Sigurbjörns Einarssonar leituð-
um til hans og báðum hann um
að skipa fjórða sæti listans.
Hann varð við þeirri bón.
Er ég i engum vafa um, að
þátttaka hans i þessum kosn-
ingum átti verulegan þátt i þvi
að Alþýðuflokkurinn vann þá
einn sinn mesta kosningasigur.
Fylgi hans i Reykjavik jókst um
38%.
I deilum þeim, sem urðu um
Keflavikursamninginn og aðild
aö Atlantshafsbandalaginu fóru
skoðanir okkar Sigurbpörns
Einarssonar saman, og hofðum
við margvislegt samband á
þeim árum. Þegar deilur um
þessi mál lægði, skildu leiðir
okkar að þvi leyti, aö hann
helgaði sig málefnum kristni og
kirkju i æ rikari mæli, en ég
stjórnmálum. Svo náin hafa þó
tengsl okkar ávallt verið að ég
þykist mega segja, að hann hafi
dregið svipaðar ályktanir og ég
af þeirri þróun mála, sem orðið
hefur f heiminum á undan-
förnum áratugum., að þvi er
varðar stöðu Islands á alþjóða-
vettvangi.
III
Jfyrir hálfu öðru ári bað
Sigurbjörn Einarsson mig að
flytja ræðu á Skálholtshátið á
siöast liðnu sumri. Ég lofaði þvi
og þótti að þvi leyti vænt um >
beiðni hans, að ég þóttist vita,
að það yrði ein siðasta Skál-
holtshátið, sem hann hefði veg
og vanda af. Ég minntist þess,
að i Skálholti var reistur fyrstur
skóli á íslandi. Siðan ræddi ég
málefniislenzkrar æsku og hlut-
verk skóla i þvi sambandi. Ég
þóttist vita, að þau mál væru
biskupi hugleikin. Ég varaði við
oftrú á getu skóla til þess að
gera ungt fólk að nýtum
þegnum og gæfumönnum. Ég
minnti á, að eitt mesta skáld
tslendinga, Stephan G.
Stephansson, hafði sagt, að ef til
vill hafi lærdómsleysið, með
öllum sinum göllum, orðið lán
sitt og átt gildan þátt i þvi, að
hann varð það, sem hann varð:
Sjálfum sér og sinum gæfu-
maður og andlegur aflgjafi
öllum, sem kynnast verkum
hans og manngildi. Auðvitað
sagði Stephan G. Stephansson
þetta ekki vegna þess, að hann
vanmæ.ti skóla, heldur vegna
hins, að hann gerði sér ljóst, að
þvi aðeins getur skólanám oröiö
til þroska, að það sé notað sem
undirstaða sjálfsmenntunar.
En skólamenntunin og sjálfs-
menntunin þarf aö beinast á
réttar brautir. Okkur, þegnum
hagsældarþjóðfélags, hættir til
að leggja megináherzlu á, að
gera manninn að góðri félags-
veru, en gleymum hinu of oft,
hversu mikla nauðsyn ber til, að
sérhver maður sé sjálfum sér
nægur, — geti staöið einn, verið
einn og vantað þó ekkert. Hin
æðsta lífshamingja er auðvitað
diki fólgin I velmegun og ekki
einu sinni i þekkingu. Hún er
fólgin í sambandi fólks, sem
þykir vænt um hvert annað.
Maður og kona öölast hamingju,
1 foreldrar og börn. En allir menn
verða fyrir þvi i lifi sinu, ekki
einu sinni, heldur oft, að verða
að standa einir andspænis
: miklum vanda. Þá nægir ekki
velmegun, þá dugar engin þekk-
ing. Þá er nauðsynlegt að
vera sáttur við sjálfan sig. En
sá einn verður sáttur viðsjálfan
sig, sem er sáttur við Guð. Og sá
einn er sáttur við Guð, sem I af-
stöðu sinni til hans efast aldrei^
spyr einskis, af þvi að hann
nýtur náðar hans.
Ég gerði þessar hugsanir aö
orðum minum i Skálholtskirkju
ifyrra sumar vegna þess, aö ég
þóttist I fjóra áratugi hafa séð i
Sigurbirni Einarssyni einn
þeirra miklu manna, sem beint
geta fótum annarra upp á það
bjarg, sem aldrei bifast, — það
bjarg, þar sem staðiö verður
einnisáttvið Guöog sjálfan sig.
GylfiÞ. Glslason