Alþýðublaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur 7. júlí 1981 Otgefandi: Alþýðuflokkurinn Framkvæmdastjori: Johann es Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm); Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Helgi Már Arthursson. Blaöamenn: Ólafur Bjarni Guðnason, Þráinn Hall- grímsson. Auglýsingar: Þóra Haf- steinsdót.tir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. » á ósiöur hefur lengi tiðkast i Borgarstjórn Reykjavikur, og erarfur frá stjórn ihaldsins þar, að borgarfulltrúar taka sér þriggja mánaða sumarfri á full- um launum. Svona vildi ihaldið hafa það á sinni tið. Þetta hefur þýtt að i þrjá mánuði yfir sum- artimann afsala tiu borgarfull- trúar af fimmtán sér öllum völdum, sem þeir eru kjörnir til að fara með, i hendur á fimm manna ráði, sem heitir borgar- ráð. Þetta er hliðstætt þeim óþol- andi ósið að þegar Alþingi fer i svokallað sumarleyfiað vori, þá afsalar það sér völdum til rikis- stjórnar, sem fer með vald til þess að gefa út bráðabirgðalög. Slikt kann að hafa verið nauð- synlegt á siðustu öld, þegar samgöngur voru slæmar og Al- þingi kom ekki saman nema á sumrum annað hvert ár, en er auövitaö með öllu óþolandi, úr- elt og gamaldags, á árinu 1981. Þessum gamla plagsiö ætti ris- mikið Alþingi auðvitað að vera búið að breyta fyrir löngu. Þar hefur hins vegar ihaldssemi, — og þvi miður einnig valdhroki þeirra sem fara með völd hverju sinni, ráðið feröinni. Rikisstjórnir á Islandi beita þvi enn þvi fornaldarúrræði, sem auk þess er ólýðræðislegt með öllu, að gefa út bráöabirgðalög. Hins vegar hefur á undanförn- um árum verið æ vaxandi gagn- rýni á þetta fyrirkomulag á Al- þingi, og sennilega aðeins tima- spursmál hvenær breytt verður i nútimalegra horf. Sama vandamál hefur verið uppi i Borgarstjórn Reykjavík- ur, að breyttu breytanda. Þar hefur tiðkast um langa hrið, frá valdstjórn ihaldsins, að yfir sumarmánuðina hafa tveir þriöju hlutar borgarfulltrúa svipt sjálfa sig völdum yfir sumarmánuðina, farið i svo- kallað sumarfri, á fullum laun- um og á kostnað borgarbúa, en skilið öll völd eftir hjá þeim fimm borgarfulltrúum, sem mynda borgarráð. Þetta er ólýðræöislegur arfur frá gam- alli tið. Nú hefur það hins vegar ge^rzt að tveir borgarfull- trúar jafnaðarmanna, þau Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Bjarni P. Magnússon, hafa risið upp gegn þessu kerfi. Sjöfn flutti um það tillögu að borgarstjórn, allir borgarfulltrúarnir fimm- tán, færu með þau völd, sem borgarbúar hafa kjörið þau til, yfir sumarmánuðina eins og aðra mánuði ársins. Ef grannt er skoðað er furöulegt að borg- arstjórn skuli ekki fyrir löngu hafa gert þessa breytingu á st£u,fsháttum sinum. Borga.-fulltrúar, eins og aðrir. lýðræðislega kjörnir fulltrúar, bera ekki fyrst og fremst ábyrgð hver gagnvart öðrum. Þeir bera ábyrgð gagnvart þvi fólki, sem kjöriö hafa þau til trúnaðarstarfa. Þess vegna er ekki aöeins rétt að borgarstjórn fari með þau völd, sem hún hef- ur samkvæmt landslögum, allt árið, það er beinlinis skylda borgarfulltrúa aö sjá um að svo Sé. fhaldið I borgarstjórn greiddi þessari tillögu Sjafnar atkvæði. Það má auðvitað hverjum manni ijóst vera, að það er ekki gert af prinsip- ástæðum, heldur til þess að reyna að skapa glundroða. Minnihluti ihaldsins I borgar- stjórn hefurekki haft upp á ann- að að bjóða. Þeir skilja ekki þau málefnalegu rök, sem að baki þessari tillögu liggja, þó svo hending ein hafi ráðið þvi að þessu sinni að þeir greiddu rétt atkvæði. Ihaldiö i borgarstjórn er svo skilningsvana að þeir halda að þessi samþykkt borg- arstjórnar valdi glundroða. Hér er þvert á móti verið að treysta raunverulegt lýðræði borgar- stjórnar. Þetta er ekki glund- roði. En það er glundroöi I borgarstjórn. Þeir Albert Guð- mundsson og DaviðOddsson eru persónugervingar glundroðans i borgarstjórn. Og þeir munu eiga eftir að gera upp sin mál, við Armannsfeliiö fagurblátt, áður en langt um liður. Þá munu borgarbúar fá aö sjá glundroða. Tillaga jafnaöarmanna i borgarstjórn, sem samþykkt hefur verið, eflir lýðræði. Borg- arfulltrúar bera ábyrgð gagn- vart borgarbúum. Slikt á að treysta. Tillaga jafnaðarmanna er auðvitað ekki vantraust á einn eða neinn, hún er áherzla á lýðræðisleg vinnubrögð. Sigur- jón Pétursson hefur tekið stórt upp I sig um samþykkt þessarar tillögu. Það er ámátlegt að hann skuli endurtaka aftur og aftur aö þetta muni hafa aukakostnað i för með sér. Þessi maöur er HL IflRNAR UBRÆfH f BORGARSTMHtN nýbúinn að mæla fyrir þvi að borgarfulltrúum veröi fjölgað i tuttugu og einn. Daviö Oddsson mótmælti meö sömu dellurök- unum, aö þetta væri of dýrt. — Lýðræði er dýrt. Auðvitað væri ódýrast að hafa einræöisherra. En ætli sá kostnaöur kæmi ekki einhvers staðar annars staðar niður? Borgarstjórn Reykjavikur hefur farið skynsamlega að, þegar hún samþykkti tillögu jafnaðarmanna um það, að hún starfi yfir sumarið, ef á þarf að halda. Borgarstjórn Reykjavik- ur heldur fundi einu sinni I hálf- um mánuði aö jafnaði. Fyrir þessa vinnu hafa borgarfulltrú- ar þokkalegar tekjur. Borgar- fulltrúar eiga ekki að afsala sér þeim réttindum og þeim skyld- um, sem borgarbúar hafa kjörið þau til. Kristján Benediktsson, borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins er eini borgarfulltrúi þess flokks. Vegna þess hvernig meirihlutinn er samansettur situr hann einnig i borgarráði. Hin eiginlega borgarstjórn skiptir þess vegna dcki máli fyrirKristján. Hún þvælistbara fyrir honum. Það er skiljanlegt að hann, þreyttur maðurinn, skuli býsnast yfir þessari til- lögu. Fyrir hann væri auövitaö bezt aö fá að stjórna þessu einn, hvaö svo sem kjósendur kusu i siðustu kosningum. En lýðræð- issinnar lita óvart öröu visi á þessi mál. Borgarstjórn Reykjavikur hefur gert skynsamlega sam- þykkt.sem styrkir lýðræðislega innviði Reykjavikurborgar, og kemur I veg fyrir giundroða og þær einræðistiihneigingar, sem eru arfur frá tið ihaldsins. Það er kjarni þessa máls. — VG Úr einu Það geturverið gaman að tala umPól'tik við komma — af sömu ástæðu og það hlýtur að vera gaman að tala við Halldór á Kitkjubóli um kennderi — bara til þess að skoða svipbrigðin. Nú skal reynt við kommana. Er ágóði og brask þaðsama? Kommar —þá er til dæmis átt við skemmtilega komma eins og Áma Bergmann — velta fyrir sér hugmyndum og hugmynda- fræði. En það kostulega er að þeir leiða iðulega hjá sér grund- vallarspurningar. Eru kommar — er Alþýðubandalagið — með eða á móti ágóða I viðskiptum? Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað, heldurer einhvern veginn farið undan i' flæmingi, þegar hana ber á góma. Það er ótrúlega algengt að blaðaskribentar af þessu tagi beinlinis froöufelli, þegar þeir eru að koma sér undan að svara þvi hvort þeir séu meömæltir eða mótmæltir ágóða. Meira að segja Sigurður A. Magnússon, sem er auðvitað ekki kom mi af þessari tegund — til þess er hann of upplýstur — fellur I þessa gryfju i ágætri grein i Helgarpóstinum, þar sem hann gerði úttekt á vemmi- legum sjónvarpsþáttum Miltons Friedmans. Hann segir: ,,Um það er harkalega deilt, hvar mörkin milli rikisafskipta og einkabrasks (leturbreyting okk- ar) skuli liggja...” Er þá allur ágóði, sem fellur i skaut ein- staklingum, og ekki rikissjóði, einkabrask? Það er út af fyrir sig engin furða, þótt menn verði stundum svolitið ruglaðir. Þjóðviljinn, til að mynda, hefur aldrei gert þessa spurningu upp við sig. Ef Árni Bergmann reynir að velta þessu fyrir sér I alvöru, þá ruglar hann. Vinnulaun— ágóði Þegar launafólk selur vinnu sina, verkamenn eða kennarar eða hverjir aðrir, þá setja þeir uppákveöiðlágmarksverö. Þeir selja vinnu sina á markaði. Þeir hafa stofnað félög, sem ekki sizt eiga að tryggja þaö, að atvinnu- rekendasamtök kúgi ekki ein- staklinga til þess að selja vinnu sina við lægra veröi en samið hefur verið um. Verkalýðs- hreyfingin hefur lagt griðarlega áherzluá það, sem hún vill kalla frjálsan samningsrétt, þaö er að atvinnurekendur og launafólk eigi að semja frjálst um þetta verð vinnunnar, án afskipta rikisvalds. Þetta er rétt skoðun verkalýðshreyfingarinnar. Að visu vitum við, að hugmyndir um þetta hafa i seinni tið orðið ærið ruglingslegar — forustu- menn biðja jafnvel um rikisaf- skipti bak við tjöldin þó þeir hins vegar afneiti þeim kröftug- lega, þegar þeir standa fremst á sviðinu. Allt um það, þá er krafan um frjálsa samninga rétt, og ávisun á heilbrigðara þjóölif. Menn mega samt ekki gleyma þvi, að krafan um „frjálsa samninga” er I eðli sinu hákapitalísk, hún er arfur frá kapitalisma 19du aldar, þegar verkamenn tor- tryggðu rfkisvaldiö, sem þrátt fyrir allt var sinu verra þá en það er nú. Demókrati hefur, þrátt fyrir allt, gert rikisvaldið manneskjulegra. Verkamain selja vinnu sina. Nú um stundir fá þeir svivirfi- lega lágt verð fyrir hana. Það er kannske önnur saga. En með sama hætti verðleggur kaup- maður vinnu sina. Hann selur þjónustusi'na á formi álagning- ar á vörur. Stundum fær hann meira, stundum minna. Að baki þessari verðlagningu liggja hins vegar sömu rök og aö baki verö- lagningu vinnunnar. Ef neyt- andi er upplýstur, og ef önnur ytri skilyröi eru fyrir hendi, þá er neytandinn að kaupa þjón- ustu. Seljandinn setur upp verð, neytandinn ákveður hvort hann verzlar fyrir þetta verð. Nú skulum við að sinni ekki leggja dóma — aðeins fullyrða, að hér búa sömu rök aö baki og þegar verkalýðsfélagið verð- leggur vinnu félagsmanna sinna, prúttar og reynir aö fá hærra verð, svo sem eðlilegt er. Með öörum orðum, ef menn halda að það sem gerist I kjara- samningum sé sósialismi, en það sem daglega gerist hjá kaupmanninum á horninu sé kapitalismi, þá er það misskiln- ingur. Það er einn og sami hlut- urinn — aðstæðurnar auðvitaö breytilegar. Það er raun marg- undirstrikað af verkalýðshreyf- ingu — með áherzlu á frjálsa samninga aðsvo sé. Vitaskuld ganga viöskipti ekki alltaf svona einfaldlega fyrir sig. Vitaskuld gera kaup- menn, eða hverjir aörir fyrir- tækjaeigendur, oft meö sér samtök, og oft sæmileg samtök. Vitaskuld er hringamyndun raunverulegt vandamál, og sem stendur nær okkur hér á eyland- inu en oft er látið i veðri vaka. Þar er ekki aðeins átt viö SIS og Flugleiði/Eimskip, heldur til dæmis Morgunblaðið. En á hinn bóginn (til aö velta vöngum eins og gyöingurinn Trevje): Eru það rök á móti ágóða að f jórir af hverjum fimm íslendingum lesi Morgunblaöið? Vitaskuld hefur rikisvaldið tæki, hringalög og skattaákvarðanir hvers konar, tilþess aö dreifa meö og jafna. En grundvallarspurningin sem hér er sett fram fjallar tkki um það, heldur hitt: Er ágóði i sjálfu sér rangur? Þvi svörum við neitandi. Guðrún Auöhringir og Mogginn fela I sér ýmsar flækjur. En samt er hægt að spurja einfalt. Guðrún Helgadóttir er afbragðsgóöur barnabókahöfundur. Einn mælikvaröi, og kannske ekki ómerkari, er sá að margir kaupa og lesa bækur Guðrúnar. Af þvi hefur hún dágóöar tekjur, svo sem ofureðlilegt er. Er eitt- hvaðrangteða siðlaust við það? Hversu mikill markaðsmaður er Arni Bergmann? Telur hann að það ætti að taka allar tekj- urnar af Guðrúnu og dreifa þeim til þeirra, sem færri vilja lesa, til þess til dæmis að bæta þeim upp vonbrigðin!? Þegar lesandinn kaupir bækur Guörúnar, er hann á sinn hátt að greiða atkvæöi — og um leið aö greiða Guörúnu laun, sem hún auðvitað hefur unnið fyrir? Eða eigum við að segja að Guðrún megi græöa samkvæmt mark- aðslögmálum, af þvi að hún er kommi.en Rolf Jóhannsen megi ekki græða samkvæmt mark- aðslögmálum af þvi hann er plebbi? Getur verið að það sé mannfyrirlitning af þessu tagi, sem býr aö baki til dæmis orð- um Siguröar A. Magnússonar um einkabrask? Að Rolf sé aö braska, en Guðrún að vinna fyr- ir sér! Og er markaðurinn þá aðeins fyrirsuma? Það má velta þessu fyrir sér. v„ í annað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.